Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 6
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAl 1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Bæklingur um skordýravarnir: Þörf lesn- ing fyrir garðeigendur Nú um helgina hafa liklega all- margir á höf uðborgarsvæðinu fengið bækling um skordýravarnir inn um bréfalúguna hjá sér. I þessum bækl- ingi er fjallað allítarlega um garða- úöun og aðgerðir sem hægt er að gera til aö koma í veg fyrir að garða- gróður verði skordýrum aö bráö. Að útgáfu þessa rits standa öll bæjar- félögín á höfuðborgarsvæðínu. Það hafa verið nokkuð skiptar skoðanir um úðun trjáa í heima- görðum. Umræða um þessi mál náði hámarki sl. vor og sýndist sitt hverjum. Markmiðiö með útgáfu þessa bæklings er að veita hlutlausa fræöslu í þessum efnum og gefa fólki ábendingar um úrlausnir. Þörf á úðun Tré hafa mismunandi mikla þörf fyrir að þau séu úðuð. Undanfarin ár hefur mest veriö notað af efninu parathion, sem er mjög sterkt eitur- efni. Dæmi um það er að það er 1300 sinnum hættulegra en efni sem notuð hafa verið með góðum árangri í ná- grannalöndum okkar. Líkleg ástæða f yrir því aö þetta efni hefur verið not- að svona mikið er að áhrifamáttur þess hefur verið mikill. 011 dýr sem komast í tæri við það drepast. Efniö getur einnig haft slæm áhrif á heilsu manna og er mikilvægt að fólk leiti strax læknis ef grunur leikur á um eitrun. Eiturefnin komast um munn og meltingarfærin um öndunarfærin og um óvarið hörund. En það hefur verið nokkur misskilningur meðal almennings um þörfina á úðun. Það er nefnilega al- gjör misskilningur að öll tré þurfi úðun. Hvaða tró henta best I umræddum bæklingi er gerð grein fyrir því hvaða tegundir þarfn- ast úðunar og hvaöa tré þarfnast ekki úðunar eöa mjög einfaldra aögerða til að sporna við skordýrum. Tegundirnar eru flokkaðar frá A til E. I A-flokki eru t.d. tré sem ekki er þörf á neinum varnaraögerðum og í E-flokki eru tré sem þarfnast mikilla aðgerða. Þennan lista ættu allir garðeigendur að lesa vandlega. I E-flokki er .brekkuvíöir sem nefndur er „eiturlyfjasjúkling- urinn", hann er nefnilega sérstaklega lússækinn og viðkvæmur fyrir lirfum og verður því að úða hann reglulega. Brekkuvíðir er því miður mjög algengur í görðum hér. Hann vex hratt og hefur verið mjög ódýr. En þaö borgar sig ekki alltaf að kaupa ódýrustu trén því þegar kostnaður við umhirðu er mikill eru þau tré fljótt orðin dýr svo um munar. Það er því mjb'g skynsamlegt að velja tré sem henta og skordýr sækja síst í. Þetta ættu garðeigendur að hafa í huga. Ef þeir þarfnast nánari upplýsinga en er að finna íbæklingn- um geta þeir að sjálfsögðu haft samband við garðyrkjumenn, skóg- arfræðinga eða viðkomandi skóg- ræktarfélag. Unnið að rannsóknum Jón Gunnar Ottósson og Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri voru ráögjafar við gerö bæklingsins. Sá fyrrnefndi hefur nú um nokkurt skeið unnið að rannsóknum á nýju efni sem hef ur þá eiginleika aö það bitnar einungis á þeim skordýrum sem ætlunin er að drepa. Miklar vonir eru bundnar við þessar rannsóknir. Tími til að úða Nú er kominn sá tími sem á að úða trjágróður sem þarf þess með. Frá 20. mai til 15. júní er talið heppilegast aðlátaúða. -AI'H. Könnun íSvíþjóð: Hversu of t eru bflarnir þvegnir? Nýlega var gerð könnun meðal sænskra bíleigenda. Meöal þess sem kannað var var hversu oft þeir þvo bílana sína. Niðurstöðurnar sýndu aö bileigendur virðast vera lítt hirðusamir hvað þvottinn snertir. Flestir þeirra þvo bílinn sinn einu sinni í mánuði eða með enn lengra millibili. Karlmenn þvo bílana oftar en konur og stórir bílar eru þvegnir oftar en minni bílar. Hve oft bílar eru þvegnir er að sjálfsögðu háð því hversu mikið viðkomandi bíll er notaður. Sænskir sérfræðingar á þessu sviði telja að bill sem notaöur er i meöallagi þurfi þvott minnst f jórtánda hvern dag. Of tar þeg- ar mikil bleyta og slabb er á götum úti »/d Um 80 prósent Mercedes-Benz eigenda þvo bíla sina minnst fjórtánda hvern dag en bara 30prósentaf Citroen eigendum. og sjaldnar þegar þurrt er. Að þvo bílinn sinn reglulega er ekki fyrst og fremst spurning um að hann líti sem f egurst út heldur er hægt að koma í veg fyrir ryö þegar bíllinn er þveginn reglulega. I könnuninni kom í ljós að f jórir af hverjum tiu bíleigendum þvo bíla sína á fjórtán daga fresti, minnst. Þriðji hver þvær bílinn annan hvern mánuð eða sjaldnar. Af karlkyns- bíleigendum þvo 42 prósent bíla sina f jórtánda hvern dag en af kvenkyns- bíleigendum er hlutfalliö bara 25 prósent. Hvernig þessum málum er háttað hér á landi vitum við ekki og væri án efa f róðlegt að vita það. -APH. VERÐLAUNIN A STOKKSEYRI I hverjum mánuði drögum við einn seðil úr innsendum upplýsingaseðlum í heimilisbókhaldi DV. Bunkinn var vænn mjög þegar marsmánuður var geröur upp, en mars er síðasti upp- gjörsmánuðurinn. Marsseðillinn sem íheimilisbókhaldiDV við drógum úr bunkanum kom frá Stokkseyri og nafn áskrifanda er Val- gerður Gisladóttir. Valgerður, sem vinningshafi mánaðarins, hefur því rétt á að velja sér hcimilistæki að andviröi þrjú þúsund og fimm hundruð krónur sem greiðist AF DV. Oskum við Valgerði tfl hamingju og hennar heimilisfólki og þökkum henni þátttökuna í heimilis- bókhaldinu. -ÞG. íslenskt grænmeti á markað'mn Islenskt grænmeti er nú um þessar mundir að koma á markaöinn. Islenskar gúrkur hafa verið nokkurn tíma í verslunum og kostar kilóið um 75 krónur. Tómatar eru nú nýlega komnir í verslanir og kostar kilóið um 175 krónur um þessar mundir. Frjáls álagning er nú á grænmeti svo verðið getur verið mismunandi eftir verslunum. Búist er við að verð á tómötum lækki verulega þegar framboð þeirra eykst. Markaðslög- málið hefur áhrif á verð grænmetis og ræður framboð og eftirspurn þar uiiklu. Radisur og salat er einnig komiö víða í verslanir. Þá er einnig steinselja, kínakál og ískál komiö í sölu. I næsta mánuði er gert ráð fyrir þvi að islenskar gulrætur og blaölauk- ur komi á markaðinn. Paprika er í þann mund að koma. Annað kál, s.s. hvítkál, er væntanlegt í júlí-ágúst. -APH. Kartöf lumálið í nútíð Sjö manna nefnd, sem landbúnaðar- ráðherra skipaði nýlega til að fjalla um framtíðarmótun í kartöflumálum, hefur verið títtnefnd í umfjöllun fjöl- miðla i kartöflumálinu rnikla. Nefndin hefur haldið tvo fundi, sá þriðji verður ídag. ogframtíðrædd Nefndiha skipa Guðmundur Sig- þórsson, skrifstofustjóri í land- búnaðarráðuneytinu, Ingi Tryggva- son, formaður Stéttarsambands bænda, Olafur Bjömsson, formaður matvörukaupmanna, Magnús Sig- urðsson bóndi, Örn Bjarnason læknir (í hans stað mætti Kolbrún Haraldsdóttir frá Hollustuvernd ríkisins á annan fundinn), Jón Ottar Ragnarsson mat- vælafræðingur og Kristján Benedikts- son garðyrkjumaður. Myndin var tekin er nefndin hélt annan fund sinn d.fimmtudag. -MVnv-mviiilF.itá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.