Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 8
DV.ÞRIÐJUDÁGÚR 22. MAÍ1984.
Utlönd
Utlönd
Útlönd
Útlönd
Sovéskum njósnur-
um vísað úr Belgíu
Belgía ætlar að vísa tveim sovéskum
erindrekum úr landi en yfirvöld segja
aö þeir hafi veriö staðnir aö því að
reyna að komast yfir NATÖ-leyndar-
skjöl.
I tilkynningu dómsmálaráðu-
neytsins segir að ennfremur veröi
íhuguð staöa eins diplómats frá Sovét-
ríkjunum, eftir aö bundinn hafi veriö
endi um helgina á njósnaverk Sovét-
mannaíBelgíu.
Erindrekarnir tveir njóta ekki
diplómatahelgi en eru þó sagöir hafa
séraöstöðu og nokkra vernd svo aö þeir
verða ekki dregnir fyrir rétt, heldur
reknir úr landi innan tveggja sólar-
hringa. — Fyrr á þessu ári hafa
Belgíumenn vísað sex Rússum úr landi
fyrir njósnir. Kvisast hefur að sá
fimmti hafi fariö frá Belgíu í kyrrþey
eftir aðyfirvöld óskuðu þess.
I tilkynningu þess opinbera um
máliö er talað um NATO-leyndarskjöl
en ekkert skýrt nánar frá málinu.
Vitað er að belgíska lögregian hefur
að undanförnu rannsakað inn- og út-
flutningsfyrirtæki austantjalds-
ríkis í Antwerpen, sem illur bifur hefur
verið hafður á, en ekki kemur fram
hvort sú rannsókn hefur flett ofan af
njósnunum.
Umsjón:
Gunnlaugur A. Jónsson
og
Guðmundur Pétursson
éí-' <*« i iK *r> V '*fí> Sdi 'St/Sbíi
Frá ólympíuleikunum i Moskvu. Bandaríkjamenn mættu ekki á leikana þar og yfirleitt er litið á aðgerðir Sovét-
manna nú sem hefnd fyrir það.
TIL
FORSVARSMANNA
FYRIRTÆKJA.
B-BÓNUSÁ
:JARFESTINGARSJOÐS-
REIKNINGA.
Athygli er vakin á breytingu á lögum um tekju- og eigna-
skatt, sem gekk í gildi 30. mars 1984.
Samkvæmt þeirri breytingu er nú heimilt að draga 40%
frá skattskyldum tekjum til aö leggja í fjárfestingarsjóð.
Fessi frádráttur er bundinn því skilyrði, aö skattaöili leggi
a.m.k. 50% fjárfestingarsjóöstillagsins inn á verötryggðan, N
bundinn reikning, fyrir 1. júní og eigi síðar en fimm
mánuðum eftir lok reikningsárs. 9. maí s.l. var lögð fram á
Alþingi tillaga um að þessi f restur verði í ár lengdur til 1. júlí.
Við minnum sérstaklega á í þessu sambandi, að við
BJÓÐUM VIÐSKIPTAVINUM OKKARIB - BÓNUS Á ALLA .
BUNDNA SEX MÁNAÐA REIKNINCA. IB-bónusinn er reiknað-
ur tvisvar á ári, íjúlí og janúar. Bónusinn er nú 1.5% p.a. sem
leggst sjálf krafa auk vaxta við innstæðu sem hefur verið án
úttektar.
Ef fjárfestingarsjóðstillag er lagt inn í Iðnaðarbankann
fyrir 1. júlí, n.k. reiknast IB -bónus auk vaxta, af innstæðunni
1. júlí og.aftur 1. janúar, hafi ekki verið tekið út af reikn-
ingnumátímabilinu.
Rétt er að geta þess, að þegar slíkur reikningur er
opnaður þarf að taka sérstaklega f ram við starfsfólk
bankans, að um fjárfestingarsjóðsreikning sé að ræða.
Bankinn birtir þessa auglýsingu til þess að forsvarsmenn
fyrirtækja geti íhugað þessi mál í tíma og væntir þess að
geta átt gagnkvæm viðskipti við sem flesta í þessu
sambandi.
Allarfrekari upplýsingar eru veittar í bankanum.
Iðnaðarbankinn
Fereigin leiðir -fyrir sparendur.
Neyðir Moskva
Rúmeníu til að
hætta við þátt-
töku í leikunum?
Peter Ueberroth, formaður
ólympíunefndar Los Angeles, sakaði í
gær Sovétstjórnina um að halda áfram
að leggja að öðrum löndum að hætta
viö þátttöku í leikunum. — Sovétstjórn-
in hefur þó áður fullyrt að hún reyndi
ckkert slíkt.
Ueberroth var að f jalla um spurn-
ingar varðandi það hvort Rúmenía
muni taka þátt i leikunum eða ekki og
sagði hann ljóst aö Moskvustjórnin
legöi mjög fast að öðrum löndum að
sniöganga sumarleikana að þessu
sinni.
Minnti hann á aö Marat Gramov,
forgöngumaður íþróttamála í Sovét-
ríkjunum, hefði í Sviss í síðustu viku
f ullyrt að Sovétríkin mundu ekki reyna
að hafa áhrif á aörar þátttökuþjóðir. —
Niu bandamenn Sovétríkjanna í
Evrópu og í Asíu hafa þegar tilkynnt
að þeir muni ekki taka þátt i leikuhum.
Rúmenar hafa margítrekað að þeir
ætli aö senda lið á leikana i Los
Angeles. Síðast gerði Nicolae
Ceausescu forseti það sjálfur. En eftir
fund alþjóðlegu ólympíunefndarinnar í
Sviss á dögunum var f ulltrúi Rúmeníu
í nefndinni kallaður heim skyndilega
og hefur það vakið menn til
umhugsunar um hvort Rúmenía ætli
aðhættavið.
„Ef Rúmenía og fleiri ríki hætta við
þátttöku fyrir sömu sakir og önnur
austantjaldsriki sjá allir að Sovétmenn
hafa gengið á bak orða sinna um að
láta afskiptalaust hvort aðrir taka þátt
í leikunum eöa ekki," sagði Ueberroth.
Skinner var
drepinn
Bresk yfirvöld haf a tilkynnt Soyét-
stjórninni aö breskur bankamaður
hafi veriö drepinn í Moskvu en það
var niðurstaða réttarrannsóknar
sem fram fór í London á dauða
ba nkama nnsins Dennis Skinner.
Skinner hrapaði til dauða úr Mð
sinni í Moskvu í júni í fyrra en sovésk
yf irvöld bötftu komist að þeirri niöur-
stöðu að það heföi ver ift slys.
Aöstandendum Skinners þótti
„slysiö" grunsamlegt, enda yar
vitað að hann hefði veriö i tengslum
vift bæði bresku og sovésku leyni-
þjónustuna og haf ði nokkrum dö'gum
fyrir „slysið" látið í ljós áhyggjur
vift nágranna sína af þvi að um líf
hansværisetið.
Stjórnarandstaðan í Bretlandi
hefur krafist áframhaldandi rann-
sóknar á dauða Skinners sem lét eftir
sig sovéska eiginkonu er ekki hefur
viljáð snúa aftur austur fyrir jám-
tjald.
Mannvíg í Punjab
Vopnaðir menn skutu til bana þrennt
í hinu róstusama fylki Punjab á
Indlandi í gær, á meðan Indíra Gandhi
forsætisráöherra var í heimsókn í
Maharashtra, nágrannafylkinu, þar
sem skærur sem kostaö hafa 110
manns lífið hafa verið síðustu fimm
daga milli hindúa og múslima.
Gandhi heilsaði upp á aöstandendur
þeirra sem fallið hafa í átökunum,
heimsótti særða og kom á vettvang þar
sem 200 brunnin lik fundust á bóndabæ
sem eldur hafði verið borinn í. —
Bóndinn gat sagt henni að um 1000
menn, vopnaðir sverðum og bareflum,
hefðu ráðist að bænum og myrt alla
sem inni voru. Líkin drógu þeir út,
heiltu steinoliu yf ir og kveiktu í.
A kornmarkaöi við landamæri
Punjab og Pakistan í gær var skotið af
vélbyssu á fólk á ferli. Tveir féllu og
fjórir særðust. Fimmtugur maður var
skotinn til bana þegar hann opnaði hús-
dyr sinar fyrir ókunnugum sem knúðu
dyra og hóf u skothríð á hann um leið og
dyrnar opnuðust.