Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAl 1984.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Of lugur jarð-
skjálfti í Kína
Oflugur jaröskjálfti varö í
austurhluta Kína í gær og skók
hann meöal annars Shanghai-borg.
Ekki höföu þó borist fréttir af tjóni.
Fréttastofan Nýja Kína sagði aö
skjálftinn heföi mælst 6,2 gráður á
Richters-kvarða. Þá sagði í
fréttinni að rannsókn færi nú fram
á því hvert tjón hefði orðið.
Erlendir stjórnarerindrekar í
Shanghai sögðu að þar í borg hefði
fólk hlaupið í skelf ingu út úr húsum
sínum.
Fyrirskipar hand-
töku á Mengele
Dómstóll í Paraguay fyrir-
skipaði í gær lögreglu í landinu að
handtaka þýska stríðsglæpamann-
inn Josef Mengele er hefðist upp á
honum. Þessi úrskurður dómstóls-
ins kemur í kjölfar beiöni Vestur-
Þýskalands um að Mengele verði
framseldur.
Stjórnvöld í Paraguay neita því
að „engill dauðans" — eins og
Mengele hef ur verið nef ndur vegna
starfs síns í útrýmingarbúðum nas-
ista í Auschwitz — búi í Paraguay.
Þau segja að hann hafi f engið rikis-
borgarrétt þar í landi eftir síðari
heimsstyrjöldina en horfið spor-
laust fyrir mörgum árum.
Palestínumenn
*
dæmdir í fangelsi
Herdómstóll í Israel dæmdi í gær
fjóra Palestínumenn í lífstíðar-
fangelsi fyrir morð á ísraelskum
námsmanni í Hebron í júlí í fyrra.
Dómstóllinn sem er staðsettur í
borginni Nablus á vesturbakka
Jórdanár dæmdi fjóra aðra
Palestínumenn í 10 til 25 ára fang-
elsi.
Námsmaðurinn sem hét Aharon
Gross var stunginn til bana er hann
var á gangi ásamt vinum sinum á
markaössvæðinu í Hebron þar sem
þrásinnis hefur komið til átaka á
niilli ísraelskra landnema og
palestinskra íbúa.
Mondale
klæðlaus
Þær lyftu augabrúnunum og
brostu feimnislega, gömlu
konurnar tvær, sem ráku augun í
auglýsingaspjaldið á neðanjaröar-
lestarstöðinni í New York. Spjaldið
prýddi nefnilega sjálfur Walter
Mondale klæölaus með öllu.
Þarna var um að ræða auglýs-
ingu frá tímaritinu Penthouse sem
hafði látið útbúa mynd af Mondale
sem strípalingi. Koch, borgarstjóri
í New York, sem raunar er gall-
harður stuöningsmaður Mondales,
gaf þegar í stað skipun um að
auglýsingaspjöldin yrðu fjarlægð.
Shamir
segist
ekki
fylgjandi
rádstefn
Yit hak Shamir, forsætisráöherra
Israels hafnaði í gær hugmyndum semi
fram hafa komið um alþjóðlega ráð-
stefnu um deilu Israels og arabaríkj-
anna og sagöi að slík ráðstefna yrði
aðeins „vettvanguráróðurs".
Hann ítrekaði ennfremur að Israels-
menn heföu ekki í hyggju að ráöast á
Sýrlendinga þrátt fyrir fullyrðingar'
hinna síðarnefndu um að árás Israels
séyfirvofandi.
Shamir fordæmdi Israelsmenn þá
sem grunaðir eru um hryðjuverka-
starfsemi gegn aröbum á vesturbakka
Jórdanár og sagði að hinum seku yrði
refsað.
En hann bætti þvi viö að landnám
gyðinga á hernumdu svæðunum myndi
halda áfram með stuðningi stjórnar-
innar.
^I^THOUse
Walter Mondale þykir enn
sigurstranglegastur í forkosning-
uni Demókrataflokksins og ótrú-
legt er að niyutiiii í Penthouse
breyti þar nokkru um. Til vonar og
vara lét borgarstjórinn í New York
fjarlægja auglýsingaspjöld Pent-
house á almannafæri.
Glistrup
færekki
aðhalda
kosningi
fundi
Stjórn Horseröd-fangelsis í Dan-
mörku hefur stöðvað Mogens Glistrup í
fyrirhugaðri kosningabaráttu hans.
Glistrup hafði ákveðið að bjóða sig
fram til Evrópuþingsins og hafði í því
skyni safnað saman átta frísólar-
hringum úr fangelsinu og hugðist
taka fríið á einu bretti og nota í
kosningabaráttuna.
En nú hefur fangelsisstjórnin lýst
þvi yfir að friið megi hann ekki nota til
pólitískra fundahalda.
Glistrup krefst þess nú að dóms-
málaráðuneytið breyti þessari ákvörð-
un sem hann telur ólöglega.
Þrátt fyrir lítiö fylgi Framfara-
flokksins í skoðanakönnunum þá á
Glistrup sjálfur dyggan hóp stuðnings-
manna og hefur verið talinn eiga
möguleika á að verða kjörinn á
Evrópuþingiö.
Reagan í bréfi til Fahds, konungs Saudi-Arabíu:
VILL EKKIUTILOKA
Reagan Bandarikjaforseti hefur
skýrt Fahd, konungi Saudi-Arabíu, frá
þvi í sendibréfi aö Bandaríkin muni
ihuga hernaðaraðgerðir ef nauðsyn
krefji til að verja oh'uskip á siglingu
umPersaflóa.
Embættismenn Bandaríkjastjórnar
hafa skýrt frá því að Reagan hafi í
bréfi þessu gert það ljóst að Banda-
ríkin þyrftu að fá aðstöðu á flugvöllum
í Saudi-Arabíu ef styrjöld Irans og
Iraks héldi áfram að magnast.
Richard Murphy, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, afhenti
Saudi-Aröbum bréfið í gær er hann
flaug til Saudi-Arabíu til viðræðna við
ráðamenn þar.
Reagan mun hafa lýst því yf ir í bréf-
inu til Fahds konungs að hann gæti
reitt sig á aðstoð Bandaríkjanna ef á
þyrfti að halda. Ráðamenn í Washing-
ton hafa áður gert það ljóst aö þeir
muni ekki blanda sér í Persaflóa-
deiluna nema beiðni um það komi frá
einhverri þjóöanna þar.
Norskir viðskiptaviuir vændiskvenna eiga það nú yfir höfði sér að hafna á skrá rannsóknarnefndar er starfar á
ábyrgð félagsmálaráðuneytisins.
Vidskiptavinir vændis-
kvenna veröa skrádir
„Það er fyrst og fremst markmið
okkar að komast að hverjir viðskipta-
vinir vændiskvenna eru með tilliti til
aldurs, þjóðfélagsstööu og hvers vegna
þeir kaupa sér þjónustu vændis-
kvenna. Hvaða leiðir við förum til að
ná þessu markmiði okkar er ekki f ull-
komlega ljóst á þessari stundu þar sem
mismunandi leiðir eru enn til um-
ræðu," sagði Cecilie nokkur Höygaard
í blaðaviðtali á dögunum en hún mun
stjórna rannsókn á viðskiptavinum
vændiskvenna sem hefst í Osló 1. júli
næstkomandi.
Að rannsókninni munu auk hennar
vinna tveir nemendur í afbrotafræöi og
er miðaö við að rannsóknin taki hálft
ár. Það er norska félagsmálaráðuneyt-
ið sem ber ábyrgð á rannsókninni.
Aðspurð hvaða hagnýt not væru af
rannsókn sem þessari svaraöi
Höygaard: „Almennt munu þær upp-
lýsingar sem við fáum þarna auka
þekkingu okkar á hinum ýmsu vanda-
málum sem tengjast vændinu. Upplýs-
ingarnar ættu einnig að geta orðið vís-
bending fyrir þá sem fjalla um félags-
legt átak til hjálpar þeim sem leggja
stund á vændi. Það ætti einnig að liggja
ljóst fyrir hvaða refsingar eru raun-
hæfar þegar niðurstöðurnar eru
fengnar."
Holly-
wood-
stjörnur
stydja
Sakharov
Hollywood-stjörnurnar Paul
Newman, Cary Grant, Jack Lemmon
og Liv Ullmann voru meðal þrjátiu
þekktra kvikmyndaleikara, rithöf unda
og stjórnmálamanna sem í gær sendu
skeyti til Tsjernenkos, forseta Sovét-
ríkjanna, þar sem heitið var á hann að
leyfa Yelenu Bonner, eiginkonu
Andreis Sakharovs, að ferðast til
Vesturlanda til að leita sér læknis-
hjálpar.
„I dag getur mannkynið ekki staðið
aðgerðalaust og horft upp á Andrei
Sakharov deyja," sagði í skeytinu og
var höfðað til þess aðSakharov byrjaði
hungurverkfall 2. maí.
Af öðrum sem undirrituðu skeytið
má nefna Arthur Cohen, Rod Steiger,
Joanne Woodward og öldungadeildar-
þingmanninn Alan Cranston.
Isabellu
Peronvel
fagnaéaf
Argentínu-
mönnum
María Estela Peron, fyrrverandi
forseti Argentínu, sneri um helgina
heim úr útlegðinni á Spáni til viðræðna
við Raul Alf onsin, f orseta landsins, um
leiðir út úr efnahagsógöngum þjóðar-
innar.
Henni var fagnað gífurlega á flug-
vellinum í Buenos Aires og er hún steig
út úr flugvélinni hrópuðu þúsundir
stuöningsmanna hennar: „Isabella,
Isabella,'" en undir því nafni er hún
kunnust.
„Hún kemur til að sameina
Argentínu og Peronistahreyfinguna.
Þetta er mikil gleöistuhd fyrir alla
Peronista," sagði einn af leiðtogum
Peronistaflokksins.
Viðræður Isabellu Peron við Alfonsin
forseta snúast meðal annars um
baráttuna gegn verðbólgunni sem nú
mælist 522 prósent í Argentínu.
Fígueiredi
ferbónar-
vegaéKín-
verjumog
Japönum
Joao Figueiredo, forseti Brasilíu, er
lagður upp í för til Japans og Kína,
þýðingarmestu viðskiptalanda
Brasilíu í Asíu. Tilgangurinn með
heimsókn hans er að reyna að fá þess-
ar þjóðir til að kaupa meira af Brasilíu-
mönnum sem skulda nú hvorki meira
né minna en 93 milljarða dollara
erlendis.
Japan er næststærsti viðskiptavinur
Brasilíu á eftir Bandaríkjunum og
hefur keypt fyrir meira en 1,4
milljarða árlega frá Brasilíu, einkum
járn og kaff i.
Brasilíuforseti gerir sér einnig vonir
um að undirrita sáttmála um samstarf
á sviði vísinda og tækni við Japani sem
muni örva tölvu- og rafeindaiðnaö
Brasih'u.