Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI1984. nr 11 Hvaö hefur eínkennt þinghaldíð ívetur? Gert er ráö fyrir að þinglausnir verðiidag. Erþá lokiO 10$. löggjafarþingi tslendinga, Þetta lá þó reyndar ekki Ijóst fyrir ígærkvöldi en þá stóðu yfir fundirþingflokksformanna og for- seta þingsins. Ýmsir stiórnarandstöðuþingmenn höfðu þá hótað málþófi til að tefja fyrir máluni. DV leitaði afþessu tilefni til þingmanna úr öllum flokkum og óskaði álits þeírra á hvað hefði einkenntþað þinghald sem nú er að Ijúka. Svör þeirra fara hérá eftír. Jóhanna Sigurðardóttir: Osamkomulag stjórnarflokkanna eínkennandi „Það er ljóst að ef horft er til síð- ustu vikna þá er einkennandi það mikla ósamkomulag sem komið hefur í ljós hjá stjórnarflokkunum í hverju málinu á fætur öðru. Það ósamkomulag stendur enn eftir margra vikna samningaþóf," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Alþýðuflokksins. „Þetta ástand hef ur háð eðlilegum f ramgangi mála og afgreiðslu þeirra á síðustu dögum. Þingstyrkur stjórnarliðsins hefur einnig gert það að verkum að stjórnarandstöðunni er gert ómögu- legt að ná fram málum. Stjórnar- liðið er með formenn í öllum nefndum og þeir geta ráðið gangi mála og hvaða mál eru afgreidd. Eg hefði taliö eðlilegra aö tekið hefði verið meira tillit til stjórnarandstöð- unnar þegar ákvarðanir voru teknar um nefndaformenn. Eg get nefnt sem dæmi aö mál mitt um endurmat á störfum láglauna- hópa hefur ekki fengist rætt í nefnd- inni þrátt fyrirjtrekaðar tilraunir. Það sama er að segja um frum- varpið um Framleiðsluráð land- búnaðarins eins og komið hefur fram. Þannig hefur komið fram veruleg tilhneiging stjórnarliða til að Guðrún Agnarsdóttir: sitja á þingmálum. Eg hef einnig áhyggjur af því að stjórnarliðið hefur lagt mesta áherslu á að koma f ram málum sem ganga á félagslega þjónustu og allar efnahagsráðstafanir hafa bitnað á launafólki. Þetta tel ég hafa verið einkennandi fyrir þinghaldið í vetur," sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir. -OEF. Halldór Ásgrímsson: Þingið einkennst af slæmu efnahagsástandi Eg tel aö þetta þing hafi verið mjög áþekkt fyrri þingum. Það hafa að visu verið fleiri flokkar á þingi en nokkru sinni fyrr og þar af leiðandi hafa umræður verið lengri en oft áður," sagði Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra. „Eg er ef til vill ekki besti aðilinn til aö dæma hér um þar sem mestur hluti af starfi þingsins fer fram í nefndum, sem ég á ekki sæti í. En í þingsölum hefur starfið verið með hefðbundnum hætti. Það má segja aö það hafi einkennst af slæmu efna- hagsástandi þar sem minna hefur verið flutt af málum sem krefjast aukinnaútgjalda. Stjórnarandstaöan hefur verið fremur róleg. Hún hefur að sjálf- sögðu veríö á móti mörgum þörfum málum eins og stjórnarandstöðunni er tamt. Þótt nýir flokkar hafi bæst í hóp stjórnarandstöðunnar hafa þeir ekki tekið upp nýja siði eins og ég átti fremur von á, þannig að þeir myndu fylgja þeim málum sem þeir teldu nauðsynleg i stað þess að leggjast gegn þeim. Hvað stjórnarsamstarfiö varðar þá hefur það gengið vel. Auðvitað eru alltaf vandamál í stjórnarsam- starfi en þau hafa verið leyst. En ef einhver ágreiningúr hefur verið uppi þá hefur alltaf verið reynt að gera sem mest úr slíkum málum af stjórnarandstöðunni. En í flestum tilvikum haf a það veriö smámál sem hafa verið blásin upp sem meiri- háttar vandamál," sagði Halldór Asgrímsson. -OEF. Guðmundur J. Guðmundsson: Fjörugt við- skiptalíf hjá stjórnarflokkunum „Þinghaldið hefur einkennst sér- staklega af hrossakaupum milli stjórnarflokkanna. Þar hefur ótrú- legasta skiptimynt verið notuð. Það má segja að það hafi veriö fjörugt viðskiptalíf milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á þessu þingi," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, þingmaður Alþýðubandalags. „Það hefur einnig einkennt þing- haldiö að Alþingi hefur veriö mjög starfslitiö fram eftir vetri en síðan dembast stór mál inn í lokin sem þingmenn hafa takmarkaðan tíina til að sinna. Eg skil ekki hvernig stend- ur á því aö nefndir skila ekki áliti fyrr þannig að hægt sé að láta mál fá nægilega umræðu og skoðun svo að ekki þurfi að vera að hespa af mál á síðustu dögunum. Hér er ekki við ráðherra að sakast heldur frekar f or- mennþingnefnda. Nú er veriö að vinna veigamikil mál og flókin löggjafaratriði á kvöldin og á næturnar. Þetta á við um mörg mál sem hafa tafist vegna þess að nefndarálit hafa ekki komið nægilega fljótt en hefði verið hægt að af greiða úr nef ndum fyrir löngu. Alþingi þarf að athuga sinn gang í þessum efnum. Þaö þarf að breyta þessum starfsháttum verulega. Það kæmi vel til greina að f orsetar þings- ins rukkuðu mál úr nefndunum mánaöarlega. Þeir hafa reyndar séð ástæöu til aö minnast á þetta á þessu þingi. Þetta hefur oft verið slæmt á fyrri þingum en það hefur verið með versta móti núna," sagði Guðmund- ur J. Guömundsson. OEF FUOTASKRIFTIN Á ÞINGIER ÓFÆR „Mér finnst þetta hafa verið áhugaverður og lærdómsríkur tími. Þetta eru mín fyrstu afskipti af stjórnmálum, ég hef verið reynslu- laus i þessum efnum og sé hlutina i ljósi þess," sagði Guðrún Agnars- dóttir, þingmaður Kvennalistans. ,J3n ég tel að reynsluleysi sé ekki síður kostur en galli vegna þess hve ferskum augum maður getur litið málin. Sumir vilja meina að við höfum komiö inn á þetta þing á þröngum forsendum, með sjónarmið kvenna og barna að leiðarljósi. En ég neita þessu vegna þess að það sem kemur konum og börnum best kemur einnig kö'rlum best. Eg er sannfærð um að það er ekki íallra þágu að sjónarmiö hinna hörðu gilda, ef ég má kalla þaösvo, verði rikjandi. Það hefur verið ánægjulegt að fá tækifæri til að tala hér um kvenna- mál, að gefnu eða ekki gefnu tilefni. Það hefur verið fróðlegt að sjá við- brögð þingmanna við því. Það hefur einnig verið fróðlegt að fylgjast með umræðum um stóru málin, fjárlög, lánsfjárlög og bandorminn og sjá hvaða forgangsröðun ríkir innan þeirra. Hin mjúku gildi eiga ekki aðeins rétt á sér inn í þá umræðu heldur verða þau að komast þar að. Það er lífsnauðsynlegt að þau komist að. Almennt séð mætti bæta mjög vinnubrögð Alþingis. En það er erfitt að rata bilið milli þess að aðlaga þingstörf nýrri tækni og halda í gamlarhefðir. Sérstaklega finnst mér ófær þessi fljótaskrift á þinghaldi fyrir jólaleyf i og þinglok. Þá eru viðamikil mál keyrð í gegnum þingiö án þess að tími sé til aö athuga þau. Þessi vinnubrögð eru hvorki samboðin þingmönnum, málunum né því um- boði sem þingmenn eru kjö'rnir til að fara með. Með betra skipulagi og meiri sanngirni milli stjórnar og stjórnarandstöðu þyrftu þessi vinnu- brögð ekki að vera," sagði Guðrún Agnarsdóttir. ÖEF EyjóEfur Konráð Jónsson: Athaf nasamt þing „Það má segja að þetta hafi veríð athafnasamt þing, stundum kannski um of. Ymis frumvörp sem óþarfi hefði verið að samþykkja haf a farið í gegnum þingið en þegar þetta er sagt er von til þess að sett verði á laggirn- ar nefnd til að hreinsa burt óþörf lög," sagöi Eyjólf ur Konráð Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Annars eru megineinkenni þessa þings þau að stjórnin hef ur ekki vikið frá markaðri stefnu sinni um að ná verðbólgunni niður, treysta atvinnu- lífiö og skapa þannig grundvöll til kjarabóta. Raunar hefði ég viljað ganga lengra i skattalækkunum, einkum fella niður okurskatta á nauðsynjavörur þar sem ríkið tekur til sín meira en helming útsöluverðs og bæta þannig kjörin án verulegra kauphækkana. Eg varð mjög óánægður með að Seðlabankanum var veitt heimild til að hækka bindiskyldu um 10%. Þótt hún sé skilyrt er hér um að ræða al- ranga stefnu. Nú er bundið í Seðla- bankanum og greitt til Fram- kvæmdasjóðs um 33% sparifjár- aukningar, en gæti orðið samkvæmt heimildinni 43%. Hér er um að ræöa þá ofstjórnarstefnu i peningamálum sem er meginorsök verðbólgunnar og efnahagsvandræða okkar, eða „monetarismann" svonefnda sem tröllriðið hef ur vestrænum ríkjum en allir eru nú að kasta frá sér nema við. Sérstaklega hefur verið ánægju- legt að vinna að utanríkismálum þar sem hafréttarmálin hafa verið aðal- málin og fullkominnar eindrægni hefur gætt. Það er ljóst að Islending- ar verða sameinaðir um þá sókn í landhelgismálum sem væntanlega mun ná hámarki alveg á næstunni þegar við helgum okkur landgrunniö frá mörkum efnahagslögsögu Græn- lands og alveg vestur á Hatton- banka og 350 mílur út frá Islands- ströndum. Jafnframt þessu verður reynt að ná samningum við ná- granna okkar um yfirráð mjög víð- áttumikilla hafsbotnssvæða á Rock- all-Hatton hásléttunni," sagði EyjólfurKonráðJónsson. OEF Kristín S. Kvaran: Endurskoða þarf starf stíma þingsins „Það er alveg augljóst að Alþingi er ekkert annaö en afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnina. Hér er alveg ótrúlegur seinagangur og ekkert farið að vinna fyrr en komin er pressa og þá eru málin keyrð í gegnum nefndir og umræður. Þá kemur einnig í ljós að ekkert skipu- lag er á því hvernig eigi að afgreiöa málin," sagði Kristín S. Kvaran, þingmaður Bandalags jafnaöar- manna. „Eg var í fjárveitinganefnd sem er einna virkust nefndanna. Þá sá ég að nefndir vinna mjög mismikið. I fjár- veitinganefnd er unnið mjög mikið, aö minnsta kosti áður en f járlög eru afgreidd, og þar var mjög gott skipu- lag á vinnunni. Af nefndarálitum ýmissa annarra nefnda má sjá að þetta gildir ekki um þær allar. Það var mjög lærdómsríkt að taka þátt i þessari vinnu. Eg vil einnig taka það fram að mér finnst það orðið mjög tímabært að endurskoða starfstíma og starfs- hætti þingsins og lengja þingsetuna. Starfstími þingsins eins og hann er nú gerir það að verkum aö mörg mál eru nú ekki afgreidd og það kostar bæði tírna og peninga aö þurfa að leggja þau fram aftur á næsta þingi. Þinghaldiö ætti að vera fram í júní og hefjast aftur í september. Það gæfi þingmönnum gott sumarfrí og tíma til að heimsækja kjördæmin. Það skipulag sem nú er tilheyrir gömlum tíma og er þjóðhagslega mjög dýrt," sagði Kristín S. Kvaran. -ÓEF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.