Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 12
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI 1984.
Útgáfufélag: FRJÁLSFJÖLMIÐLUN HF.
Stiórnarformaöurogútgáfustjðri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastióríogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstiörar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASONog ELÍASSNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastiórar: JÓNASHARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjðrar: PÁLLSTEFÁNSSONog INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjörn: SÍÐUM5ULA12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiösla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLT111. SÍMI 27022.
Sími ritsf jórnar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12.
Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverö á mánuði 250 kr. Verö í lausasölu 22 kr.
Helgarblað25kr.
Skemmdir kartöfluflokkar
Framsóknarflokkurinn gæti ekki haldið áfram aö of-
sækja neytendur, ef hann nyti ekki fyllsta stuðnings
þingflokks sjálfstæðismanna. Sameiginlega hafa þessir
tveir skemmdu kartöfluflokkar svæft frumvarpið um af-
nám Grænmetiseinokunar með því að vísa því til ríkis-
stjórnarinnar.
Hinn eini réttláti í þingflokki sjálfstæðismanna var
Eyjólf ur Konráð Jónsson, sem greiddi atkvæði gegn svæf-
ingunni. Er nú ekki einu sinni Albert Guðmundsson leng-
ur með á nótunum. Hann studdi þó fyrir stuttu með Eyj-
ólfi Konráð tillögu um sölu ríkisbankanna.
Enginn ætlast til, að Framsóknarflokkurinn geri nokk-
uð fyrir neytendur í landinu. Hann er einn af hornsteinum
Landseigendafélagsins, sem lítur á neytendur sem
ánauðugt fólk. Enda má segja, að hinir fáu kjósendur
flokksins í þéttbýli séu haldnir eins konar sjálfskvala-
stefnu.
Hitt er athyglisverðara, að þingflokkur sjálfstæðis-
manna skuli standa öflugan vörð um hagsmuni einokun-
arinnar. Hann gerir grín að undirskriftum 20.000 neyt-
enda með því að hunza þær. Hann telur vafalaust, að mál-
ið verði gleymt og grafið í næstu kosningum.
Varnarstríð Jóns Helgasonar landbúnaðarráðherra í
kartöflumálinu vekur engar vonir um eðlilega framvindu
málsins. Hann leyf ði um síðir innflutninginn með því skil-
yrði, að hann yrði ekki frjáls. Hann skyldaði heildsalana
til að mynda einokunarhring um innflutninginn.
Tvíokun Grænmetisverzlunar landbúnaðarins og
hrings heildsala tryggir ekki hagsmuni neytenda. Við höf-
um þegar séð, að ítölsku kartöflurnar voru of smáar.
Frjáls samkeppni heildsala mundi fljótlega þvo burt þá
aðila, sem endurtækju slík mistök í innkaupum.
Markmið Jóns Helgasonar er auövitað að sá til vantrú-
ar almennings á afnámi kartöflueinokunar Grænmetis-
verzlunarinnar. Það gerir hann með því að leyfa innflutn-
ing til bráðabirgða, en gefa hann ekki frjálsan. Síðan
hyggst hann endurnýja einokunina, þegar neytendur
missa úthaldið.
Landbúnaðarráðherra hefur líka skipað í málið nefnd,
sem á að drepa málinu á dreif. I fyrstu bókun nefndar-
innar varar hún einróma og eindregið við skipulagsbreyt-
ingu á sölukerfinu að svo komnu máli. Neytendur munu
ekki geta sótt hald og traust í þessa afturhaldsnefnd.
Engin ástæða er til að ætla, að stjórnmálamönnum
Sjálfstæðisflokksins takist að hindra ráðageröir Jóns
Helgasonar og Landseigendafélagsins. Ekki eru nema
nokkrir dagar síðan þeir gáfust upp fyrir Framsóknar-
flokknum í söluskattsvikunum á kókómjólk.
Með verðlækkun á kókómjólk hefur verið viðurkennt,
að árum saman hefur verið stolið undan söluskatti. Samt
gerir þingflokkur sjálfstæðismanna samkomulag um að
söluskattur verði ekki innheimtur að sinni. Menn eru
komnir á lágt stig, þegar þeir semja um slík lögbrot.
Þeir voru líka langt niðri, þegar þeir samþykktu, að
engin rekistefna yrði gerð út af samsæri Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga og Grænmetisverzlunar land-
búnaðarins um innflutning á ónýtum kartöflum, sem
veldur neytendum fimm milljón króna tjóni um þessar
mundir.
Dæmin sýna, að neytendur eiga ekki hauk í horni Sjálf-
stæðisflokksins, bandingja Framsóknarflokksins. Eina
vopn þeirra í stríðinu við einokunina er að halda áfram
viöskiptabanninu á Grænmetisverzlunina, ekki bara í
nokkrar vikur, heldur árum saman, ef með þarf. I svona
máli dugar aðeins harkan séx. Jónas Kristjánsson.
AFTUR-
GÁLGA-
FRÉTTIR
eggjum sínum undir mæni, samlit
ræfrinu, eiliföinni og timanum. Fugla-
sláturhús hafa svo komiö i staöinn
fyrir höggstokk og pökkunarvélar í
staðinn fyrir grafreiti fyrir hænsni,
og grillin snúast út um allt, eins og
bænavélar hjá unga fólkinu, sem er
oröiö afhuga súrmeti og hinu græna
keti frystihúsanna.
Eftir helgina
Þegar við vöknuöum á laugardags-
morguninn, var voriö hætt aö syngja,
og þaö var byrjaö aö grána í
vöngum. Esjan var hvít niöur í
miðjar hlíðar og frost var á f jö'llum,
sem þrátt fyrir hvíta, grafíska töfra,
minna mann meira á vonda legu
landsins, en á vorið. Trén fyrir sunn-
an standa enn nakin, þótt komin sé
gangdagavika og um nóttina hafði
verið skafrenningur á Hellisheiði og í
Þrengslum, þar til undir morgun, að
hann gekk í vestan og hitinn bifaðist
yfir núllið.
Þetta er því örðug tíð fyrir varp-
fugl og sauðburð, og erum við þó
ýmsu vön. Snjókoma var fyrir
norðan á sunnudag.
Um helgina voru mörg mál á dag-
skrá, bæði hjá almenningi og í þing-
inu höfðu menn í önnum. Veikindi
voru hinsvegar hjá flugmönnum og
Framleiðsluráðinu, en þeir síöar-
nefndu fylgdu þó fötum, en stóðu
frammi fyrir þeim mikla vanda,
hvort óhætt væri að leyfa fólki að
boröa kartöflur, sem fluttar hafa
hagfræðimáli heitir verðmyndun í
mjólkuriðnaði, eða raðaö verö, sem
sett verður á í haust, ef guð lofar.
Ryðvarnarstöð
fyrfr egg
Eitt af sérkennum mannlifs á Is-
landi, fyrir utan húskulda og gigt,
var þörfin fyrir rétta lyrikk í búskap.
Sveitafólkiö gjöröi aðeins þær lág-
markskröfur, að hafa í sig og á, án
þess að ganga árlega á heyfyrningar
sínar og fólkið á mölinni lét sér
nægja soöninguna ásamt fegurð
himinsins. Og ef lífshagsmunir hefðu
ekki verið í veði, heföu islenskir
bændur liklega heldur kosið aö sjá
gripi sína fallá úr elli, fremur en að
leiða þá til slátrunar. Og af þessum
gamla sið eimir enn — sem betur fer,
liggur mér við að segja.
Trésmiðurinn, sem ég drekk
stundum kaffi hjá suörí Kópavogi,
borðar til dæmis aldrei hænsnakjöt,
en hann er úr sveit.
>.;:.';¦¦:>;;£";!..f ííwi/":4'~f J ,£:«»'"£< ¦¦:::::::-::::'-]:y
1Ö§B ',":j.
JÓNAS
GUÐMUNDSSON
RITHÖFUNDUR
Já og nú eru þeir búnir að kaupa
ryðvarnarstöð fyrir þessi hæns
sagði hann, og gerði sig á svipinn
eins og hann tryði þeim alveg eins til
þess að fara að ryöverja egg, því
hann skildi ekki hina nýju upphefð
scrphænunnar, sem kemur í kjölfar
þess að leita verður nýrra úrræða í
landbúnaði, þótt um leið verði að láta
af réttri lyrikk í sveitabúskap, sem
er sjálfgefið, þegar menn geta ekki
lengur dregið fram lífið af fegurð
':CjCCCCCC:jjCj: ..'"'¦¦': CCjCjj,
veriö inn af lausakaupmönnum, án
einkaleyfa. Og þeir í framleiösluráð-
inu höfðu það líka fram yfir þingið,
að þar voru menn þó sammála, sem
er ekki nema von, því þegar álagning
er komin yfir 350 prósent, eins og á
finnsku kartöflunum, sælu, verða
bændur yfirleitt sammála, en sam-
kvæmt afturgálgafréttum, er gamlir
sjómenn telja gjarnan áreiðanlegar,
þá var verðmyndun finnsku kartöfl-
unnar, eins og það heitir í lærðri hag-
fræðiáþessaleið:
Innkaupsverðpr.kg. Kr. 5,00-
Flutningsgjöld og
trygging Kr. 2,50-
Niðurgreiðslur Kr. 5,00-
Kostnaðarverð
Kr. 2,50-
Söluverð frá Grænmetinu xafð
síðan kr. 11,80, eða raðað verð, og
má nú seg ja að menn haf i orðið sam-
mála um neitunarvald sitt af minna
tilefni, og um rétta stjórnun í land-
búnaði.
Og svo hafa einnig þau miklu
tíðindi gerst, að Mjólkursamsalan
hefur lækkað álagningu sina á kókó-
mjólk frá því að vera 150 prósent,
umf ram nýmjólk, niður í 130 prósent,
og er nú byrjuð að auglýsa prótein í
Morgunblaðinu i heilum síðum, en
árssalan á samlagssvæðinu mun
vera um 1,3 milljónir lítra af kókó-
mjólk. Þessum mongósopa urðu
vinnsluhofin að kyngja til að fá ráð-
rúm til að læra nýjan reikning, sem á
— Það er bara fyrir unga fólkið
sagði hann, angurvær.
— Við höfðum að vísu hænur
heima, hélt hann áfram, 6—8 pútur,
og ávörpuðum þær með nafni, en þær
hétu allar eitthvað, og svo vorum við
með skrautlegan hana, sem glitraði í
ölluin regnbogans litum i sólskini.
— Okkar hænsni dóu úr elli, sagði
hann og voru grafin, þegar þau höfðu
skilið við sjálf. Okkur hefði aldrei
komið til hugar að leggja okkur
þessa f ugla, né aðra, til munns.
Hænsnin gengu um í hlaövarpan-
um, átu skeljasand og annaö smá-
vegis og stundum var þeim gefið.
Þau sáu heimilinu fyrir eggjum. Og
þegar þau höfðu ungað út, var beðið
þar til unnt var að kyngreina ung-
viðið á kambinum; en þá voru hana-
ungarnir höggnir og þeir féllu til
jarðar eftir að hafa flogið hauslausir
með blóöbununa úr strjúpanum út á
tún. Þessu fylgdi þjáning, sagði hann
og sú heimspeki er hindrar fólk í að
borða f ugl. Ungarnir voru graf nir.
En hjá þessu varð víst ekki komist,
hélt hann áfram, þar sem almættinu
þóknaðist ekki að haga útungun á
þann veg er hentar í búskap, þar sem
aöeins nafngreindar hænur verpa
eggjum.
En nú er þetta liðin tíð. Varphænur
eyða sinni nafnlausu ævi í sérstöku
vélarrúmi, þar sem fóður kemur úr
síló og eggin fara á færibandi.
Utungunarvél hef ur svo komið í stað-
inn fyrir varphænuna, sem lá á
himinsins, heyfyrningum og skáld-
skap.
Sagt er að kaupverð ryövarnar-
stöðvarinnar hafi verið um 14
milljónir króna, tekið m.a. úr
kjarnfóðursjóði, en uppkomin mun
ryðvarnarstöðin, eða eggja-
dreifingarstöðin kosta um 25
milljónir króna, samkvæmt aftur-
gálgafréttum. En á móti kemur, að
hér éftir munu sveiflur ekki Verða í
eggjaveröi á samlagssvæðinu og
jólabaksturinn verður tryggari.
Geta nú aðrir en stórfram-
leiðendur komið sinum eggjum á
markað, eða aðrir en þeir sem
geyma fugla í maskinum og telja egg
sín í tonnum, fremur en í tylftum,
eða á f ingrum annarrar handar.
Það var brimasamt við suður-
ströndina um helgina og þrátt fyrir
vorkulda voru menn glaðir. Sér í lagi
voru það góðar fregnir aö það tókst
að heimta fimm færeyska sjómenn
úr helju austur á Skeiðarársandi.
Næga þjáningu hafa menn orðið að
þola hér á liðnum mánuðum, því 29
islenskir sjómenn hafa farist á sjó á
tveim siöustu misserum, eða á einu
ári. Og er þá ekki þyrluslysið talið
með, eða áhöfn þýska skipsins, er
fórst suður af Dyrhólaey fyrir jólin í
fyrra. Þetta eru válegar tölur, er
hljóta að kalla á ný úrræði i sjósókn
og siglingum, en ekki undanslátt.
Jónas Guðmundsson
rithöfundur.