Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAl 1984. 13 Um húsaleigustyrki Kjallarinn Eg ætla ekki enn einu sinni aö rif ja upp sögu husnæöismála okkar á liönuin áratugum en minna á að nú er almennt viðurkennt að opinber aðstoð í formi óverðtryggðra verð- bólgulána og mikils skattaafsláttar lagði megingrundvöll að þeirri óvenjulega almennu einkaeign sem hér er á ibúöarhúsnæði. Hefði þessi aðstoð ekki komið til værí stór hluti þeirra sem nú búa í eigin íbúoum ennþá leigjendur. Eg ætla ekki hér að leggja dóm á þessa aðstoð en minna á að húsnæðisaðstoð í ein- hverju formi tíðkast hjá öllum okkur nálægu þjóðum og þá miöast hún fyrst og fremst víð að létta þennan óhjákvæmilega kostnað hjá þeim sem verst eru settir f járhagslega og þjóðfélagslega. Fyrir rúmu ári kom hér í s jónvarp dr. Pétur Blöndal, sem nú er orðinn formaður Húseigendafélags Reykjavíkur, og var þá búinn að reikna þetta út. Honum reiknaðist svo til að á árabilinu 1964 og framtil verðtryggingar lánanna 1978 hefðu húsbyggjendur og kaupendur fengið 17 milljarða króna af almannafé meö þessumtíætti. Það gerir 1,2 milljarða á ári hvort tveggja reiknað á verð- lagi síðastliðins árs. Aðstoð við húseigendur Það óvenjulega við þessa aöstoð, fyrir utan hve upphæðin er há, er aö hún kom aðeins í hlut húseigenda. Fólk var styrkt með fyrrgreindum hætti til að eignast íbúðir þannig að því stærra og dýrara sem það byggði og því meira sem það tók af lánsfé, því meiri var aðstoðin gegnum sjóða- kerfið. Eg ætla ekki að rengja þessa útreikninga enda höfundurinn doktor í reikningi, en þetta sýnir að leigjendur og aðrir sem ekki voru að byggja eöa kaupa íbúðir með þessum kjörum tóku sinn þátt einnig í hús- næðisöfluninni. Þeir fengu bara aldrei neitt í sinn hlut. Leigjendur hafa greitt til sjóöakerfisins eins og aðrir en án þess að fá þaðan eitt eða neitt. Sá verulegi meirihluti sem eign- aðist eigin íbúöir irieð þessum kjör- um hefur aldrei sýnt leigjendum þá eðlilegu tillitssemi né þann skilning að koma til móts við þá og eru þó leigjendur aö stærstum hluta verst setta fólkið í samf élaginu. Enn hef ég þó ekki séð afgerandi áhuga stjórnmálamanna á þessu réttlætismáli og sem meira er, ég hef ekki orðið þess var að launþegasam- tökin hafi sýnt þessu máli áhuga heldur. Reyndar er furðulegt að verkalýðsfélögin skuli aldrei hafa tekiö þessi mál upp í alvöru við gerð kjarasamninga. Ljóst er þó m.a. af A „Eins og launakjör eru orðin í landinu, íæ ég ekki séð hvernig hægt er að ætla fólki með almenn laun að rísa óstutt undir leigu- kostnaði eins og hann er nú." Nú er komin f ram á Alþingi tillaga frá Stefáni Benediktssyni alþm. þess efnis að þingið skori á ríkisstjórn að láta semja frumvarp um þetta efni. Vonandi fellst Alþingi á tillöguna. þeim könnunum sem gerðar hafa verið að um 60 til 70 af hundraði leigjenda eru þar félagsmenn og um 90% leigjenda eru launþegar eða námsmenn, öryrkjar og gamalt fólk. JÓN FRÁ PALMHOLTI, FORMAÐUR LEIGJENDASAMTAKANNA Eins og launakjör eru orðin í land- inu, fæ ég ekki séð hvernig hægt er aö ætla fólki með almenn laun að rísa óstutt undir leigukostnaði eins og hann er nú. Og ef fólk má ekki heldur mynda með sér samtök til að byggja og reka leiguíbúðir með viðráðan- legum hætti, þá veit ég ekki hvað fólkiö á að gera komi leigustyrkur í einhverju f ormi ekki til. Kænileysi í gninnskólum Hvers er krafist af kennurum? Mikil almenn umræða hefur verið um skólamái i vetur. Einkum hafa menn rætt og ritað um breytingar á sögukennslu. Ekki er laust við, að i þessari umræðu hafi gleymst allar aörar stórbreytingar, sem hafa orðið á heildarstarfi grunnskóla landsins á siöustu árum. Segja má, aö þessar breytingar og afleiðingar þeirra tengist mjög kröfu þeirra um, að kennarastarfið verði endurmetið, helst lögbundið. Hugsum okkur nú dæmigerðan islenskan grunnskóla í sjávarþorpi, sem er að hefja störf haustið 1984. Skólastjóri kallar kennarana saman einhvern undurfagran siðsumardag um þaö leyti, sem farfuglarnir ætla að fara að kveðja. Kennararnir koma i báknið, sem hefur staðið mannlaust og lífvana í tólf vikur. Blöð á borðum eru gulnuð, úreltar auglýsingar um kennaranámskeið og ódýrar sumarferðir hanga enn uppi. Sett er saman stundatafla og stofutafla, menn fá sér kaffi, sumir fárast yfir því, hvað þeir fá leiðin- lega töflu, aðrir eru ánægöir. Tíndar eru til kennslubækur, sumir kennar- ar fara aö undirbúa sig, en aðrir drífa sig aftur „í vinnuna". Eftir nokkra daga koma krakkarnir; báknið er keyrt af stað. Og allir eru jákvæðir og bjartsýnir. En viti menn. Fljótlega gera vart við sig gangtruflanir í bákninu. Nem- endurnir eru ekki eins og þeir eiga aö vera. Kalli í 7. bekk þekkir ekki nafnorð og sagnir, samt tókst Margréti að komast samviskusam- lega yfir móðurmálsbókina i fyrra. Þórarinn í 9. bekk veit ekki, hvað eru fjórir sinnum níu. Nýi dönsku- kennarinn með B.A. próf er niðurbrotinn maður eftir að hafa uppgötvað, hvílfk brakandi eyði- mörk dönskukunnátta nemenda reynist vera. Upp koma agavanda- mál hjá nýju kennurunum í elstu bekkjunum. Margrét, sem kennir í 4.- og 6. bekk, skilur ekkert í þessu, eins og þessir krakkar voru nú indælir hjá henni. Menn koma saman á kennara- f und til að leita að lausn á málunum. En einhvern veginn rennur allt út í sandinn, hvað sem tautar og raular. Þannig endurtekur sama sagan sig aftur og aftur, þetta ár og næsta o.s.frv. Siglir einhvern veginn Jú, þetta siglir einhvern veginn áfram út veturinn, 9. bekkur útskrif- ast með grunnskólapróf upp á vas- ann; undirritað plagg með stórum bókstöfum og heilum tölum, aðgöngumiöa inn í framtíðinu. Sé grannt skoðað kemur í ljós, að stór hluti þessara nemenda kann, veit og skilur lítið eftir þessi níu ár í námi. Það er þraut, sem bíður framhalds- skólakennarans að spreyta sig á. Flestir, sem ég hef rætt við um „Sé grannt skoðað kerhur i Ijós, að stór hluti þessara nemenda kann, veit eða skilur litið eftirþessi niu ár inámi. Það er þraut sem biður fram- haldsskólakennarans að spreyta sig á." skólamál, telja eitthvaö að í skóla- kerfinu. Sá, sem les þetta, hlýtur að kannast við raddir eins og þessar: það er ekkert kennt í skólum lengur, kennarar eru ekki starfi sínu vaxnir, krakkar þurfa aldrei orðið að læra heima, þaö er tóm þvæla í þessum nýju kennslubókum og enginn skilur þær. En hvernig standa þessi mál séö frá bæjardyrum kennara? Að sjálf- sögöu hljóta sjónarmiðin að vera mismunandi frá þeim sjónarhóli, en ég held, að kennarar finni fyrir ýmsum vanköntum, hvort sem er meðvitað eða ómeðvitað, og geti verið sammála um lagfæringar á þeim. Undirritaður er meö kennara- próf og hefur starfað við kennslu undanfarin sex ár. A þessu timabili hef ég starfaö við þrjá fremur ólíka grunnskóla. Þar hef ég kennt á öllum aldursstigum og flestar náms- greinar, sem boðið er upp á í slikum skólum. Undanfarnar vikur, á meöan ríkisst jórnin leitaði að lausn á mangóvandamálinu, hef ég af ýmsum ástæðum velt fyrir mér því, sem ég hef upplifað í þessu starfi sl. sex ár. Niðurstaðan er einfaldlega sú, að ég tel ástandið vera óeðlilegt. Óedlilegt ástand Eg rökstyð þessa niðurstöðu á eftirfarandi hátt. Flestum er kunnugt um hinar öru þjóðfélags- breytingar, sem einkennast af sér- hæfingu og takmarkaðri yfirsýn einstaklingsins yfir samhengi hlut- anna. Slíkar breytingar hafa í för með sér aukið uppeldishlutverk skóla og auk þess ýmsar breytingar á námsefni. Enda er skólastarf al- mennt orðið sveigjanlegra en áður, nemendur hafa fjálsari hendur til athafna og skoðanaskipta. Reynt er að gera námsefnið áþreifanlegra og nær þeim veruleika, sem nemendur búa við. Lögð er áhersla á að þeir skilji og meti innihald námsefnisins jafnframt því að kunna það. Eg held, að flestir séu hlynntir þessari stefnu. En það er hins vegar framkvæmd hennar, sem er í imolum. I inngangi að aðalnámsskrá, sem hefur verið í gildi undanfarin ár er sagt beinum orðum, að kennurum beri ekki að fara eftir henni, hins vegar geti þeir haft hana sem viðmiðun. Þetta virðist hafa verið tekið svo bókstaflega, að nú er náms- skráin ekki opnuð og menn gutla hver í sínu horni, hver á sinn hátt án nokkurrar stefnu. Nú er svo komið, Kjallarinn MEYVANT ÞORÓLFSSON KENNARI að það fyrirfinnst fjöldi starfandi kennara, sem hefur ekki meira en óljósa hugmynd um tilvist náms- væri að gefa carbonis við þessu og binda svona um þetta. Abyrgð lækna er mikil, en ég held, að ábyrgð kenn- ará sé engu minni. Þaö getur enginn neitað því, að námsuppeldi þjóðfélagsþegnanna á viðkvæmasta skciöi ævinnar hlýtur að verðskulda aðhlynningu. Þess vegna hlýtur krafa kennara aö vera sú, að kennarastarfið verði lögbundiö og það endurmetiö launa- lega séð. Kennarar "bera mikla ábyrgð í starfi sínu og þess vegna þarf aö gera til þeirra strangari kröfur, marka þarf heildarstefnu fyrir þá til að starfa eftir. Þessi stefna kæmi fram í námsmarkmiö- um fyrir alla einstaka þætti námsins þau niu ár, sem einstaklingurinn er i skóla. Líta þarf eftir því, að kennar- ar uppfylli þessar kröfur, ekki einungis í lok þessa níu ára náms- ferils, heldur á hverjum vetri. Með þessu yrði von til að nemendur kynnu, vissu og skildu meira, væru þroskaðri eftir þessi níu ár. Enda held ég, að nemendum liöi almennt • „Sá sem les þetta, hlýtur að kannast við raddir eins og þessar: það er ekkert kennt í skólum lengur, kennarar eru ekki starfi sínu vaxnir, krakkar þurfa aldrei orðið að læra heima, það er tóm þvæla í þessum nýju kennslubókum og enginn skilur þær." skrár og veit ekkert, hvar á að leita námsmarkmiöa til að starfa eftir. Þeir taka við bókunum á haustin og kenna þær hver á sinn hátt enda ekki gerð krafa um annað. Farsæll kennari telst sá, sem kemst yfir bók- ina á réttum tíma, ánægður með sitt. Virðingarleysi Starfi kennara fylgir of mikil ábyrgð til að þvi sé sýnt slikt virðingarleysi sem raun ber vitni. Þetta kemur m.a. fram i þvi að nánast hver sem er getur tekið að sér kennslu eða skólastjórn. Menntunar- kröfur eru of óljósar og formlegt eftirlit með starfi kennara er í lág- marki. Það yrði skrýtið upplit á mönnum, ef nýstúdent yrði ráðinn sem læknir við heilsugæslustöð og eina yerklýsingin sem hann þyrfti að fara eftif væri á þá leið, að æskilegt betur í skóla, ef slíkt aðhald væri fyrir henrli. I staöinn komi hærri laun eins og kennurum ber. Leiðir til að fjármagna þá launahækkun eru margar og ekki svigrúm til að rekja þær allar hér. En til dæmis mætti nefna betri nýtingu á öllu því námsefni, sem til er og draga úr framleiðslu á nýju námsefni. Reyndar tel ég, að ná megi ýmsum mikilvægum námsmarkmiðum án þess að dreifa til nemenda nokkrum námsbókum. Enda hefur það sýnt sig, að kennarar eru meira og minna farnir að framleiða verkefni sjálfir. Ymislegt fleira mætti nefna til sparnaðar og í því sambandi vil ég nefna að lokum, að ég tel flesta kenn- ara tilbúna til aö mæta á ráðstefnur í husakynnum þess opinbera, án þess að vera leystir út með rándýrum og mærðarmiklum veitingum. sr **???7!5^f7$t? "...i •'» i *"**'*'mV. ¦

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.