Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Page 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI1984. Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftirfarandi: RARIK—84008. Slóðagerð vegna byggingar 132 kV há- spennulínu Akureyri-Dalvík. Verkiö felst í ýtuvinnu, að leggja ræsi, síudúk og aö flytja fyllingarefni, samtals 13000 m'. Verkinuskallokið23. júlí 1984. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118 105 Reykjavík og Glerárgötu 24 600 Akureyri, frá og með þriðjudeginum 22. maí 1984 og kosta kr. 250,- Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118 105 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 þriðjudaginn 5. júní og veröa þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. fLAUSAR STÖÐUR HJÁ ! REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Forstöðumaður viö dagvistarheimiliö Ægisborg, Ægisíðu 104. Fóstrumenntun áskilin. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri og umsjónarfóstra á skrifstofu dagvista í síma 27277. • Utideild unglinga óskar aö ráða starfsmann í hlutastarf til frambúöar. Umsækjendui- þurfa að hafa reynslu og/eða menntun í sambandi við unglingamál. Nánari upplýsingar um starfiö eru veittar í síma 20365 milli kl. 13.00 og 15.00 virka daga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðu- blöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 28. maí 1984. Sölutjöld 17. júní 1984 í Reykjavík Þeir sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóóhátíöardaginn 17. júní 1984 vinsam- legast vitji umsóknareyðublaða aö Frí- kirkjuvegi 11, opiö kl. 08.20 -16.15. Athygli söluhafa er vakin á því aö þeir þurfa aö afla vióurkenningar Heilbrigðis- eftirlits Reykjavíkursvæöis á sölutjöldum og leyfi þess til sölu á viðkvæmum neyslu- vörum. Umsóknum sé skilað í síöasta lagi þriójudaginn 5. júní kl. 16.15. Æskulýösráö Reykjavíkur ______________________________________) Læknísbústaðir á Siglufirði Tilboö óskast í að reisa og fullgera tvö sambyggð einbýlishús á Siglufirði. Húsin eru á 2 hæðum, 77 m2 aö grunnfleti hvoit auk bílskúrs. Öðru húsinu skal að fullu lokið 1. ágúst 1985 og hinu 1. júlí 1986. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7 Reykjavík, og á skrifstofu sjúkrahússins á Siglufirði gegn 2.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri miövikudaginn 13. júní 1984 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Menning Menning Menning VERTtÐARLOK Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar íslands I Hó- skólabíói 17. mal ósamt Söngsveitinni Fflharmónki. Stjórnandi: Joan-Pierre Jacquillat. Einleikari: Jörg Dernus. Einsöngvarar: ólöf Kolbrún Haröardóttir, Elísa- bet F. Eiríksdóttir, Sigríflur Ella Magnúsdóttir, Sigurflur Björnsson, Kristinn Sigmundsson, Kristinn Hallsson. Kórstjóri: Guflmundur Emilsson. Efnisskró: Skúli Halldórson: Sinfónía; Wotf- gang Amadeus Mozart: Pianókonsert nr. 26 I D-dúr Kv 537; Ludwig van Beethoven: Fantasía fyrír hljómsveit, pianó og kór op. 80. Fyrir neðan allar hellur ,,Eg vil mála allan heiminn elsku mamma” segir í margkveðinni vísu og eftir að hafa heyrt Sinfóníu Skúla Hall- dórssonar, sem hann nefnir Heimurinn okkar, held ég aö ofannefnd vísuhending fái staðist sem heimssýn Skúla Halldórssonar, aö minnsta kosti eins og hún birtist í músík hans. Enginn bjóst við neinum kollsteypum hjá Skúla. Hans stíl þekkja allir og hér í sinfóníunni breytti hann ekki út af. Músíkalskur skyldleiki hans við Alex- ander Borodin kemur skýrt fram í þessu hárómantíska verki og víst ættum við að hafa pláss fyrir einn ósvikinn rómantíker á þessari tækn- innar og atónalitetsins öld. En hljóm- sveitin taldi sig ekki þurfa aö leggja mikiö á sig fyrir Skúla. Hún skrúfaði sig satt best að segja niður fyrir miðlungs skólahljómsveitarstandard. Meira aö segja hornin klikkuöu. Básúnur iðulega hálfu slagi á eftir, trompetar forklúðruðu sinni fyrstu á- berandi innkomu (viðkvæmri að vísu), tréð var flatt og strengirnir spiluðu meira og minna í kross. Hreint út sagt slæleg frammistaða og langt fyrir neöan virðingu forystuhljómsveitar landsins. Tónlist Eyjólfur Melsted En aftur upp um mörg þrep En svo hljóp hún aftur upp um mörg þrep, þessi sama óskiljanlega hljóm- sveit, þegar hún í Mozartkonsertinum lék eins og hún væri skipuð tómum englabossum. Hjó Jacquillat spilar hún Mozart svo að segja undantekning- arlaust vel. Eöa var þaö til að sýna að hún væri raunverulega fullboðleg til samleiks með snillingi eins og Jörg Demus að hún lék svona miklu betur? En Jörg Demus gaf ekkert sérstaklega mikið frá sér í Krýningarkonsertinum. Leikur hans var afar hæglátur og nettur og óvenju svipbrigðalítill. Af uppáhaldssöngvum stríðandi herja I Kórfantasíunni var aftur á móti ekkert sparað, heldur gefið í svo um munaði. Meira að segja feilnótumar voru þrungnar músíkalíteti. Hljóm- sveitin gerði sínu góö skil en kórinn var dálítið seinn í gang. Það var líka eins og hann væri yfir sig feiminn viö aö hnykkja almennilega á. Því kann að valda skyldleiki aðalstefsins við Oðinn til gleöinnar og hefð í sambandi við flutning hans. En ef grannt er skoöað er stefið náskylt Wellingtonsöngnum, sem allir þekkja undir nafninu „He’s a Jolly Good Fellow”. Einum af þessuni furðusöngvum, sem herir tveggja stríöandi þjóða gerðu að sínum, í sama stríði. Frakkar sungu aö þeir yrðu komnir heim á páskum en Bretar mæröu hertoga sinn. Það væri kannski ekki úr vegi að hljómsveitin okkar spilaði einhvem tíma Wellingtonkviðuna, sem blátt bann liggur viö að kalla sinfóníu og músíkfræðingar vildu margir hverjir helst af öllu má út af skrá yfir verk Beethovens. Einsöngvararnir skiluðu því sem til var ætlast af þeim. Sumum hefur fundist það drjúgmikill span- dans hjá Beethoven að stilla upp heil- um forsöngvarasextett fyrir framan kórinn. Og þó byrjun tónleikanna hafi verið helv. . . léleg þá fór nú samt svo að flestir héldu heim úr verinu til þess að gera ánægðir með sinn hlut, eða kvóta eins og á vist að kalla það núna, og svipað held ég að segja megi um vertíðina alla. -em. Musteri mjólkurauðsins Nýverið var skýrt frá því í fjöl- miðlum að Mjólkursamsalan í Reykjavík hefði lagt marga tugi milljóna í nýbyggingu sína í Arbæjarhverfi. Sérstaka athygli vakti aö þessir miklu fjármunir eru ekki lánsfé heldur komnir af þeim digru sjóðum sem Mjólkursamsalan- hefir sankað aö sér undanfarna ára- tugi af alkunnum dugnaöi í skjóli ein- okunaraöstööu og niðurgreiðslna. Einnig hefir vakið óskipta athygli hversu þessi nýja musterisbygging mjólkurauðsins er stór í sniðum. Byggt er yfir starfsemi sem í fæstum löndum er talið forsvaranlegt að eyða fjármunum í, svo sem þvotta- aðstöðu fyrir mjólkurflutningabíla. Þá munu kontórar hinna stórriku mjólkurfursta verða óvenju víðlend- ir. Þessir nútíma lénshöfðingjar munu koma til með að hafa 3.200 fm þar sem gróði mjólkursamsölunnar verður talinn og áætlanir gerðar um frekari umsvif fyrirtækisins næstu áratugi. Kontórar Mjólkursamsöl- unnar verða því samsvarandi 64 íbúðum, 50 fm hver, og er það eitt sér athyglisvert. Einstaklingurinn í þjóðfélaginu þarf mikið að leggja á sig til þess að koma yfir sig þaki, sbr. baráttu Búseta-hópsins sem er aö reyna að fá þá eölilegu lánafyrir- greiðslu sem aðrir þó njóta. En mjólkurfurstamir tína þessa fjár- muni fram úr skúmaskotum Mjólkursamsölunnar eins og ekkert sé, jafnvel marga tugi milljóna. Gróði Mjólkursamsölunnar verður til við einokunaraðstöðu fyrir- tækisins. Oll alþýöa verður aö kaupa þessa vöru sem bæði er holl og nauðsynleg, einkum börnum og unglingum. Saga mjólkursölu Fyrir ýmissa hluta sakir er fróðlegt að rifja dálítið upp sögu mjólkursölu í Reykjavík. I JJ'J'.'L. I . -..l. ., U Um aldamótin 1900 verða töluverðar breytingar á stööu land- búnaðar á Islandi. Rétt fyrir alda- mótin var mikið selt af lifandi sauðfé til Bretlands. Voru það arðsöm og hagstæð viðskipti en stóð tiltölulega Kjallarinn GUÐJÓN JENSSON PÓSTAFGREIÐSLUMAÐUR stutt. Rjómabú hefjast stuttu síðar og smjörútflutningur veröur mikils- verður þáttur í landbúnaöi. A árum heimsstyrjaldarinnar fyrri verða miklar breytingar á íslensku þjóðlíf i. Stórfelldir fólksflutningar frá sveit- um landsins til sjávarsíðunnar eru í algleymingi og valda vinnuaflsskorti til sveita. Rjómabúin leggjast mörg hver niður, fráfærur tók nær alls staðar af vegna fólkseklu og hækkandi verðs á dilkakjöti. A ýms- um þéttbýlissvæðum, einkum í Reykjavík, verður vaxandi markaöur fyrir mjólk td. Mjólkur- salan gefur þá meiri arð en smjör- framleiðsla. Um sölu mjólkur til Reykjavíkur er unnt að rita alllangt mál en hér verður stuttlega farið yfir sögu. Einokun Talið er að „Baróninn á Hvítár- völlum” hafi verið brautryðjandi mjólkursölu í Reykjavik. Sú tilraun fór út um þúfur vegna óhagkvæmni og offjárfestinga. Mjólkurfélag Reykjavíkur var stofnað 1917 og stóðu að því bændur í nágrenni Reykjavíkur, 1930 kemur það félag upp mjólkurstöð. Um líkt leyti eru landbúnaðarfjárfestingar Thors Jensen á Korpúlfsstöðum í hámarki. Sem alkunna er varð hann stærsti nautgripabóndi á Islandi. Samgöngubætur milli Suöurlands- undirlendlsins og Reykjavíkur verða og til þess að smám saman ver ður of- framboð á mjólk í Reykjavík. Mjólkurbú Flóamanna er stofnað 1929 og þingmenn Amessýslu og Rangárvallasýslu komu því til leiðar um 1935 að mjólkursölufyrirkomulag sem búið er að í dag er njörvað niður í dróma einokunar. Griöarmiklar deilur urðu um þessi mál. Hús- mæðrafélag Reykjavíkur ákvað í ársbyrjun 1935 að beita sér fyrir að draga stórlega úr mjólkurkaupum. Ritstjórar Mcx-gunblaðsins og Vísis studdu húsmæður dyggilega. Urðu af feikileg málaferli sem stóðu í f jölda ára. Sjálfsagt kom þar margt í ljós sem ella hefði orðið gleymt og tröllum gefið. En þessar deilur þess tíma eru þess verðar að vera rif jaðar nú upp I ljósi þeirra gríðarmiklu fjár- festinga sem nú eiga sér staö. Þar verður liklega fátt sparað í stórkost- legustu fjárfestingum mjólkurfursta á Islandi þó alþýða þessa lands verði að búa við stórfelldasta kjararán Islandssögunnar. Alþýðan veröur aö herða frekar sultarólar sínar og láta sér mjólkurgrauta forsætisráðherr- ans nægja sem sina daglegu saðningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.