Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAl 1984.
15
Menning
Ménning
Menning
Heimsins
pragt
Heimsins pragt.
Ríktsútvnrpiö — dagskrárdeild:
Guðsreiði
eftir Matthfas Johannessen.
Leikstjóri: Svetnn Einarsson.
Besti tími hljóðvarpsins til út-
sendinga hefur undanfarnar þrjár
vikur verið lagður undir stutta hálf-
tima framhaldsþætti eftir Matthias
Johannessen, ritstjóra og skáld.
Strax eftir fréttir á laugardags-
kvöldum er hlustendum boðið að
hverfa á vit liðnnar aldar í einhverri
furðuvídd tíma og rúms, draums og
veru, þar sem Kristján IV., kóngur-
inn sem færði okkur einokunina hér
um árið, og íslenskur sagnfræðingur
á sósíalnum í Kaupmannahöfn,
útúrbúsaður og iðjulaus, tala saman
um forna frægð konungdóms
Kristjáns.
Hræddur er ég um að þeir sem
misstu af upphafsþættinum fái ekki
nokkurn botn í þessi samtöl
Leiklist
PállBaldvin
Baldvinsson
Matthiasar sem flutt eru af hópi leik-
ara undir stjórn Sveins Einarssonar.
Sem er miður. Nú þegar eru fluttir
þrir þættir, sá fjórði er á dagskrá á
laugardag. Þeir sem eru kunnugir
samhengi þáttanna, vita að margt er
skemmtilegt í samtölunum. Eg kýs
að kalla þetta samtöl — það er leik-
form sem felur í sér orðræður, með
litlum sálarlegum cg athafnalegum
átökum, snýst gjarnan um stjórn-
málaleg og heimspekileg viðfangs-
efni, nú — eða söguleg eins og í þessu
tilviki.
Matthias Johannessen.
Samtöl voru sainin mörg á fyrri
öld hér á landi, þau eru sérstök grein
innan leikbókmennta okkar á
frumbýlisárum þessháttar iðju í
landinu og eru mörg afar merk.
Matthías er að sækja i fornan arf
með þessu f ormi.
Skáldskapur...?
Matthías á sér nokkra sögu sem
dramatískt skáld — svo skemmti-
lega vill til að hann hóf í rauninni
fyrstur manna að skrifa „vanda-
málaverk" sem seinna voru kennd
við sænska og þykja ekki par fín nú
orðið. Það var með Fjaðrafoki 1969
en sá leikur fjallaði um uppeldis-
stofnanir á vegum hins opinbera.
Og vakti mikið írafár, Matthias
var úthrópaður fyrir skrifin sem
afskaplega vont leikskáld — mikið af
pólitiskum ástæðum.
Kostir hans sem höfundar:
mælskan, hugarflugið, orögnóttin,
allir gætu þeir þjónað skáldinu vel
vildi það fást við agað form, eins og
leikbókmenntir verða að vera. En
Matthías birti lika í upphafi þessara
þátta stefnuskrá sem afsakaði þann
f laumósa stíl sem á efninu er, skort á
þræði, dramatískri uppbyggingu.
Sem skaðar ekki — í þessu tilfelli.
Kristján IV.
Kjarni þáttanna sem af er sýnist
mér vera hugleiðing skáldsins um
vald, dýrð þess og dásemdir — og
það böl sem oft fylgir þeim valda-
sjúku og valdamiklu. Guðs reiði er sú
áþján sem börn, frændlið og þegnar
Kristjáns verða að þola af hans
völdum — og hann sjálfur þegar allt
kemur til alls. Malthías lætur kóng
draga ýmsa lærdóma af eigin
framferði, eins skoðar hann afdrif
eftirkomenda sinná og lætur i ljós
álitsittáþeim.
Kristján er afskaplega heillandi
viðfangsefni sem valdamaður og
einstaklingur. Hann er tilvalið efni í
leik meö þræði, raunar saknar
maður þess að Matthias skyldi ekki
takast a við hann frá þeim sjónar-
hóli. Inn í samtölin koma þættir úr
nokkrum ritverkum barokksins, úr
Píslarsögu Jóns þumlungs, KcLsubók
Jóns Indiafara og Harmaminningum
Leónóru, dóttur Kristjáns. Þessi brot
eru vitaskuld prýði þáttanna. En
Matthíasi tekst oft fjandi vel upp,
flutningurínn er líka ágætur, einkum
hjá Þorsteini Gunnarssyni og
Kristínu Onnu Þórarinsdóttur. Eg
heföi skorið sögumann alveg úr
þáttunum ellegar aukið verulega við
hann lýsingum — eins og er flækist
hann bara fyrir.
En síðasti þátturinn er eftir og þá
geta þeir sem misst haf a af gamninu
gripið í endann og haldið eftir
bláþræðinum — leiftrandi minningu
um breyskan og umsvifamikinn ein-
vald. Hann verður fluttur á laugar-
daginn kemur — og síðan er bara að
vona að Matthías gefi sér tíma til
frekari og markvissari starfa á vett-
vangi leikskáldskapar.
Sparhús
Nú gefst þér tækifæri að byggja orkusparandi
hús, ódýrt pr. nýtanlegan fermetra í byggingu
og rekstri.
Timburhús, eins eða tveggja hæða, byggð á
staðnum samkvæmt þróuðu byggingakerfi.
Allt timbur þrýstifúavarið og tilsniðið.
Einangrað skv. ströngustu kröfum.
Orkusparandi hús:
Egili Jónsson ftfí
Pósthólf 18
210 Garðabæ
Sími 45504 virka daga milli 13 - 17.
fcfc=
TO sölu
Til sölu sumarbústaður á fögrum staö, ca 45 km frá Reykja-
vík. Um er að ræöa bústaö með mjög sérstæöan byggingarstíl
sem stendur á 5000 m2 miklu berjalandi. Tilboö sendist DV,
Þverholti 11, merkt „B—2345" fyrir 25. maí nk.
CITROEN EIGENDUR
AKIÐ ÁHYGGJULAUSIR UM í SKAF-
RENNINGI JAFNT SEM STÓRGRÝTI
Eigum fyriFliggjandi hlífðarpönnur
undir vél og gírkassa fyrir Citroen
GS Og GSA. Ásetning á staönum.
SÉRHÆFÐIR I FiATOG
CITROEN VIÐGERÐUM
IM«ffiffl
SKEMMUVEGI 4
K0PAV0GI
SÍM17784Q
Aðalfundur
Félagasamtakanna Verndar veröur haldinn þriðjudaginn 29.
maí 1984 kl. 20.30 á Hótel Hofi, Rauðarárstíg 18 Reykjavík.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Ársreikningur.
3. Kosning.
4. Ákvörðun um félagsgjald.
5. Önnurmál.
STJORNIN.
Vesturþýskir gæðaskór frá
ARA
Þessar gerðir, ásamt mörgum öðrum gerð-
um, voru að koma.
Teg.: 2126.
Litir: beige, Ijós-
brúnn.
Hœlahæð: 4,5 cm.
Verðkr. 1.365,-
Teg.: 2143.
Litir: vinrauður, Ijós-
brúnn.
Hælahæð: 4,5 cm.
Verðkr. 1.265,-
Teg.:4121.
Litir: grábrúnn, vín-
rauður, beige.
Hælahæð: 5,0 cm.
Verðkr. 1.298,-
PÓSTSENDUM (1
SAMDÆGURS. OJ
Domus Medica — Egilsgötu 3 -- sími 18519.