Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Page 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAl 1984. 15 Menning Menning Menning Heimsins pragt Heimsins pragt. Ríkisútvarpifl — dagskrárdeild: Gufls reifli eftir Matthias Johannessen. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Besti tími hljóövarpsins til út- sendinga hefur undanfamar þrjár vikur veriö lagöur undir stutta hálf- tíma framhaldsþætti eftir Matthías Johannessen, ritstjóra og skáld. Strax eftir fréttir á laugardags- kvöldum er hlustendum boðið að hverfa á vit liönnar aldar í einhverri furöuvídd tíma og rúms, draums og veru, þar sem Krístján IV., kóngur- inn sem færöi okkur einokunina hér um áriö, og íslenskur sagnfræðingur á sósíalnum í Kaupmannahöfn, útúrbúsaöur og iöjulaus, tala saman um foma frægö konungdóms Kristjáns. Hræddur er ég um að þeir sem misstu af upphafsþættinum fái ekki nokkurn botn í þessi samtöl Leiklist Páll Baldvin Baldvinsson Matthíasar sem flutt eru af hópi leik- ara undir stjórn Sveins Einarssonar. Sem er miöur. Nú þegar em fluttir þrír þættir, sá fjórði er á dagskrá á laugardag. Þeir sem em kunnugir samhengi þáttanna, vita aö margt er skemmtilegt í samtölunum. Eg kýs aö kalla þetta samtöl — þaö er leik- form sem felur í sér oröræður, með litlum sálarlegum og athafnalegum átökum, snýst gjaman um stjóm- málaleg og heimspekileg viöfangs- efni, nú — eöa söguleg eins og í þessu tilviki. Matthias Johannessen. Samtöl voru samin mörg á fyrri öld hér á landi, þau eru sérstök grein innan leikbókmennta okkar á frumbýlisárum þessháttar iöju í landinu og eru mörg afar merk. Matthías er aö sækja í foman arf meðþessuformi. Skáldskapur...? Matthías á sér nokkra sögu sem dramatískt skáld — svo skemmti- lega vill til aö hann hóf í rauninni fyrstur manna aö skrifa „vanda- málaverk” sem seinna voru kennd við sænska og þykja ekki par fín nú orðið. Þaö var meö Fjaðrafoki 1969 en sá leikur fjallaöi um uppeldis- stofnanir á vegum hins opinbera. Og vakti mikiö írafár, Matthías var úthrópaöur fyrir skrifin sem afskaplega vont leikskáld — mikið af pólitískum ástæðum. Kostir hans sem höfundar: mælskan, hugarflugiö, orðgnóttin, allir gætu þeir þjónaö skáldinu vel vildi þaö fást viö agað form, eins og leikbókmenntir veröa aö vera. En Matthías birti líka í upphafi þessara þátta stefnuskrá sem afsakaöi þann flaumósa stíl sem á efninu er, skort á þræði, dramatískri uppbyggingu. Sem skaöar ekki — í þessu tilfelli. Kristján IV. Kjarni þáttanna sem af er sýnist mér vera hugleiðing skáldsins um vald, dýrö þess og dásemdir — og þaö böl sem oft fylgir þeim valda- sjúku og valdamiklu. Guös reiði er sú áþján sem börn, frændlið og þegnar Kristjáns veröa aö þola af haos völdum — og hann sjálfur þegar allt kemur til alls. Matthías lætur kóng draga ýmsa lærdóma af eigin framferöi, eins skoöar hann afdrif eftirkomenda sinna og lætur í ljós álitsitt áþeim. Kristján er afskaplega heillandi viöfangsefni sem valdamaöur og einstaklingur. Hann er tilvaliö efni í leik meö þræði, raunar saknar maöur þess aö Matthias skyldi ekki takast á viö hann frá þeim sjónar- hóli. Inn í samtölin koma þættir úr nokkrum ritverkum barokksins, úr Píslarsögu Jóns þumlungs, Reisubók Jóns Indíafara og Harmaminningum Leónóru, dóttur Kristjáns. Þessi brot eru vitaskuld prýöi þáttanna. En Matthíasi tekst oft fjandi vel upp, flutningurinn er líka ágætur, einkum hjá Þorsteini Gunnarssyni og Kristínu Onnu Þórarinsdóttur. Eg heföi skoríö sögumann alveg úr þáttunum ellegar aukið verulega viö hann lýsingum — eins og er flækist hann bara fyrir. En síöasti þátturinn er eftir og þá geta þeir sem misst hafa af gamninu gripið í endann og haldiö eftir bláþræðinum — leiftrandi minningu um breyskan og umsvifamikinn ein- vald. Hann veröur fluttur á laugar- daginn kemur — og síðan er bara að vona að Matthías gefi sér tíma til frekari og markvissari starfa á vett- vangi leikskáldskapar. Nú gefst þér tækifæri aö byggja orkusparandi hús, ódýrt pr. nýtanlegan fermetra í byggingu og rekstri. Timburhús, eins eöa tveggja hæða, byggð á staðnum samkvæmt þróuðu byggingakerfi. Allt timbur þrýstifúavarið og tilsniðið. Einangrað skv. ströngustu kröfum. Orkusparandi hús: Egili Jónsson FTFÍ Pósthólf 18 210 Garðabæ Sími 45504 virka daga milli 13 - 17. Tfl sölu Til sölu sumarbústaður á fögrum stað, ca 45 km frá Reykja- vík. Um er að ræða bústaö með mjög sérstæöan byggingarstíl sem stendur á 5000 m2 miklu berjalandi. Tilboð sendist DV, Þverholti 11, merkt „B—2345” fyrir 25. maí nk. CITROEN EIGENDUR AKIÐ ÁHYGGJULAUSIR UM í SKAF- RENNINGI JAFNT SEM STÓRGRÝTI Eigum fyrirliggjandi hlífðarpönnur undir vél og gírkassa fyrir Citroen GS og GSA. Ásetning á staðnum. SÉRHÆFÐIR I FIATOG CITR0EN VIÐGERÐUM BIFREIÐA SKEMMUVEGI 4 KOPAVOGI SÍMI7 7840 Kverkstæðið nastðs Aöalfundur Félagasamtakanna Verndar verður haldinn þriðjudaginn 29. maí 1984 kl. 20.30 á Hótel Hofi, Rauðarárstíg 18 Reykjavík. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur. 3. Kosning. 4. Ákvörðun um télagsgjald. 5. Önnurmál. STJORNIN. Vesturþýskir gæðaskór frá ARA Þessar gerðir, ásamt mörgum öðrum gerð- um, voru að koma. Teg.: 2126. Litir: beige, Ijós- brúnn. Hælahæð: 4,5 cm. Verð kr. 1.365,- Teg.: 2143. Litir: vínrauður, Ijós- brúnn. Hælahæð: 4,5 cm. Verð kr. 1.265,- Teg.: 4121. Litir: grábrúnn, vín rauður, beige. Hælahæð: 5,0 cm. Verð kr. 1.298,- PÓSTSENDUM SAMDÆGURS. Domus Medica — Egilsgötu 3 — sími 18519.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.