Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 18
18 DV. ÞRIÐJUDAGUR.22. MAj J98á. Sælnú! Nokrir glóðvolgir fréttamolar úr rokk- pressunni.. . Nú eru tímar fjársjóðanna. Fyrir skömmu fundust fornar upptökur með Bítlunum og nú er búið að grafa upp gömul lög með Michael Jackson, fjörutíu lög sem höfðu tapast í flutningum hjá Motown. Níu af þessum lögum verða gefin út á plötu i þessum mánuði og heitir skífan: Farewell My Summer Love ’84. Lögin voru hljóðrituð fyrir röskum tíu árum . . . Eftir Iangt hlé er Bruce Springsteen, The Boss, kom- inn fram í dagsljósð og meira að segja með plötu í farangrinum. Ný smáskífa, Dancing In the Dark, er komin út og þetta er fyrsta smáskífa hans síðan Atlantic City kom út í september 1982. E Street Bandið er með Springsteen á nýju plötunni . . . Ný smá- skífa er væntanleg frá Style Counsil, ný útfærsla á laginu Yoru’re The Best Thing og Sade hefur líka sent frá sér nýja 2ja laga pliitu; A-lagið heitir: When Am I Going To Make A Living . . . Eins og sönnum fótboltamanni sæm- ir lætur Elton John sér ekki duga smærri vettvang midir hljómleika sína en Wembley; með góðu móti má koma þar fyrir sjötíu og fimm þúsund hræðum og þessir risahljómleikar verða 30. júní. Eltunarjón hefur ekki troðið upp á Wembley í átta ár. Með honum verða nokkrir vaskir sveinar, í framlínunni Paul Young og Nik Kershaw, Wang Chung á miðjunni og Kool & the Gang og Sector 27 í vörninni . .. Fleiri eru á fót- boltavöllunum, á hljómleika- ferð sinni um Bretland í næsta mánuði treður Stevie Wonder meðal annars upp á heimavelii Swanse. Féll það lið ekki oní þriðju deild? . . . Fyrir danslagið: nýtt lag frá Imagination heitir State Of Love ... Man einhver eftir Sister Sledge? Þær systurnar eru vaknaðar af þyrnirósarsvefninum og bjóða úpp á lagið Thinking Of You .. . Rod Stewart er líka kominn úr vetrardvala með nýtt lag: Infatuation og breiðskífa frá kappanum kemur senn; heitir; Cámouflage .. . Og loks nýtt lag frá Howard Jones: Pearl In the Sell. -Gsal. King Crimson — Three Of a Perfect Pair: TVISKIPT A árabilinu 1969—1975 eða þar um bil var hljómsveitin King Crimson ein sú framsæknasta og ferskasta sinnar tegundar. Stofnandi hennar og eini meðlimur allan tímann var gitarleik- arinn sérstæöi Robert Fripp en auk hans léku meö King Crimson margir frægir kappar; nefna má Greg Lake, John Wetton, Andy McCuiloch og fleiri. Nafntogaðasta skífa King Crimson og Nýjar plötur jafnframt hin fyrsta var In The Court Of The Crimson King (1969) en næstu sex ár fylgdu 7 breiðskífur. I tónlistinni skiptust á faliegar melódíur og fram- sækin og formlaus lagasmið á einkar sérstæðan hátt. En gengi King Crimson á þessu skeiði var upp og nið- ur, sem tíð mannaskipti benda til, og fór svo að lokum að Fripp ákvað að leysa sveitina upp árið 1975. Um fimm árum síðar sakir Fripp á gömui mið eftir aö hafa þvælst víða og endurvekur King Crimson. Liðsskipan var ekki af verri endanum: sjálfur lék hann á gítar og auk þess Adrian Belew, bassann plokkaöi Tony skalli Levin og húðir barði BiU Bruford, líklegast einn sögufrægasti trymbUl poppsög- unnar. Flott skyldi þaö vera. Og það sem meira er; flokkurinn hefur haldiö óbreyttur saman síöan. 1981 sendi Krng Crimson nýendurreist frá sér breið- skifuna DiscipUne, er hafði aö geyma fremur tyrfna tónlist og söknuöu margir gömlu melódíanna. Ari síðar fylgdi Beat þar sem heldur var slegið á léttari strengi en engu að síður var platan sú ærið þungmelt í miöri ný- rómantísku holskeflunni. Og nú er þriðja skífan komin, Three Of a Perfect Pair heitir hún. TOAPP svipar um margt til fyrri skifanna tveggja en hún stendur þeim að mínu mati þó að því leyti framar aö þar bregður fyrir léttari lögum. Raun- ar skiptist hún alveg í tvennt, á hliö eitt eru 4 lög er byggja fyrst og fremst á söng Belews og eru vægast sagt þræl- i góð. Minna um margt á Talking Heads og jafnvel XTC (Man With an Open Heart). Hliðin endar á instrumental laginu Nuages og seinni hUðin byggir einnig á leiknum lögum (utan Dig Me sem þó er áh'ka þungmelt og hin). Þessi hluti plötunnar fer mun verr í mig en hinn fyrri. Lögin höfða einfald- lega ekki til mín í heUd, þau eru rugUngsleg og óáleitin. Þaö eina sem gleöur eyrað eru góðir sólóar stöku sinnum, til að mynda feiknagóður gítarsóló Fripps í laginu No Waming. Þaö þarf vart að minna á að hljóð- færaleikur allur er óaðfinnanlegur og söngur er sömuleiöis mjög góður. Oþörf athugasemd sosum. I þaö heila tekið er TOAPP að mér virðist beint framhald af Disciphne og Beat og þróunin er öU í rétta átt. En sem fyrr segir er innihaldið tviskipt; annar hlutinn er skemmtUegur mjög áheyrnar en hinn síður. -TT. n » M* INXS —SWING: Aftur og nýbúin Heiti þessarar plötu gefur fölsk fyrirheit; sveiflan er í algeru lág- marki. Menn gætu auðveldlega freist- ast til aö álíta að Inxs væri í hópi nýrra hljómsveita breskra sem lékju djass- rokk með nokkurri sveiflu, en reyndin er aUt önnur. Inxs (í framburði: In Excess) er áströlsk hljómsveit og leikur ósköp venjulegt popprokk aö bandariskri fyrirmynd. FyrU- nokkrum vUium birtist hér umsögn um fyrri plötu Inxs, f remur já- kvæö mig minnir, en tvær plötur nauðaUkar er einni plötu of mikið! Samt er trúlega eitthvaö meira í þessa nýju spunnið; hér er alttóit að finna eitt hörkugott lag, Original Sins, sem kleif ástralska Ustann fyrir skemmstu og er eitthvert eftirminnfiegasta dægurlag þessa árs að mínum dómi. Önnur lög eru bara svipur hjá sjón; 3ja minútna popplög sem Uða inn um annaö eyraö og út um hitt, — og gleymast. Þetta er raunar svo makalaust léttmeti að iðu- lega hef ég sett mig í steUingar og ætl- að aö hlusta grannt en óðara gleymt fögrum ásetningi og ekki náð áttum aftur fyrr en nál plötuspUarans yfirgaf skífuna. Á meðan liðu lögin eitt af öðru. út úr græjunum og náðu sumsé aldrei til hlustandans. Er hægt að hugsa sér ömurlegra hlutskipti fyrir lög? Má vera aö þetta segi ef til viU meira um hlustandann en tónUstina. Heima í AstraUu mælist platan aittént ákaflega vel fyrir og síðast þegar ég sá ástralska breiöskífulistann var Swing þar í efsta sæti. Hljómsveitin rekur ættir sínar til Perth þar sem Farriss- bræðumir hittu söngvarann Michael Hutchence. Þetta gerðist fyrir fáum árum og síöan lá leiðin til Sydney og síðustu misserin hafa bæði Bretland og Bandaríkin verð í sigtinu. Og Island. En Inxs verður seint ein af þeim stóru. -Gsal. EGO-EGO: Egóið brennur Þessi síöasta plata Egósins er með þeim slappari sem sú hljómsveit hefur sent frá sér, sem skUjanlegt er í því ljósi að hér var aðeins verið að fyUa upp í samning hjá Steinari og því höndum tU kastað á ýmsum sviöum, einkum í textum Bubba. Lögin sem Rúnar og Bergþór hafa samið eru eftir sem áður í hefðbundnum Egó-stU og sem slík lítið út á þau að setja nema síðurværi. HeUsteyptasta lag þessarar plötu er hið fyrsta, „Blýhöfuð”. Fjallar það um „sniff” hjá unglingum eins og nafnið gefur tU kynna en þetta lag hefur eitt- hvert besta samræmið miUi tónlistar og texta sem var aðalsmerki sveitarinnar á hápunkti hennar hér á árumáður. I öörum lögum er ósamræmi, einkum áberandi í , JCarlrembu- bragur”, textinn sniðinn að hörðu og þungu rokki en útsettur í máttlausa melódíu. Raunar má segja að það sem maður sakni helst á þessari plötu sé kraftur sá sem löngum hefur einkennt Egóið, raunar er aðeins eitt virkilega gott lag á því sviði að finna á aUri plötunni, „ReykjavUc brennur”, gott lag meö vel útsettum kaflaskiptingum en líður fyrir textann sem er bölvuö deUa á köflum. Egóið kemur aldrei saman aftur í fyrrverandi mynd, svo virðist öruggt í dag og aðdáendur þess geta því tekið til sín heUræðið í laginu „Ekki senda mérrósir”: „Ekki senda mér rósir né skrifa mér bréf Tómið sem þú skildir eftir það nægir mér.” -FRI. BUBBIMORTHENS - NY SPOR: GODU TIMARNIR ERU BUNIR... ” „Góðu tímarnir eru búnir þar sem sólarupprás þýddi nýjan leik fyrir tímann gamlir og fúnir af ofneyslu draummáistaðar sem sveik.” Þetta eru upphafslínur lagsins „Ut- angarðsrnenn” á nýjustu sólóplötu Bubba Morthens og eru kannski öðru fremur lýsandi dæmi um stöðu hans innan rokkheimsins hérlendis í dag. Það virðist vera í tisku þessa dagana að „berja” á Bubba. Hins vegar hefur það aldrei verið til siðs þar sem ég ólst upp að sparka í liggjandi mann og ekki ætla ég aö fara aö taka upp á því. Raunar finnst mér sumt af þessari síöustu sólóplötu kappans bráðsmellið og eitt er víst að enginn hefur hælana í textagerð í rokktónlist hérlendis þar sem skugginn af hælum Bubba er, ef Ikarus-gengið er frátalið. ,,Ný spor” hefst á hinni nettu satíru ,,Strákamir á Borginni” en það lag og næstu tvö, „Utángarðsmenn” og „Pönksvíta númer 7”, eru ágætis „ár- angur” hjá kappanum og platan í heild á svipuöum nótum gæðalega séð og aörar sólóplötur hans. Ymsar sögur hafa gengið um Bubba síðan hann kom óvænt heim frá Banda- ríkjunum þar sem flestir héldu að hann væri aö ,,meika” það. Ekki skal lagöur dómur á sannleiksgildi þeirra hér en hins vegar eiga menn aö athuga þaö að íslensk rokktónlist á honum mikla skuld að gjalda þar sem hann var í forystu þeirra manna sem rifu rokk- heiminn upp af rassinum í upphafi níunda áratugarins úr þeirri ládeyöu sem rokkið hafði verið í á áttunda ára- tugnum... „Við þurfum að moka út þessum skít” eins og segir í lokalinu , ,U tangarðsmanna ’ ’. A þessum tíma var fólk almennt reitt og hafði eitthvað að segja í gegnum þennan miðil, rokktónlistina, öfugt viö þaö sem nú gerist almennt. Bubbi í dag er kannski eitt þreytta dæmið enn um að: „Byltingin étur böm sín”. Raunar finnst mér þessi klisja röng, hún gerir þau að sníkju- dýrum á likama sínum. „Ég missti ástina út um gluggann hún var raunveruleg fyrir mér Hún flaug því ég elskaði skuggann ég elti skuggann i gegnum litað gler.” Pönksvíta númer 7. -FRI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.