Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 21
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI1984. Iþróttir íþróttir íþróttir íþróttir „Við mætum galvaskir" — Aif reð Gíslason og Bjarni Guðmundsson koma til landsins um miðjan júní og æfa með landsíiðinu f y rir ÖL „Landsliðsnefnd hafði samband viö okkur Bjarna i gærkvöldi og við erum báðír á leiðiimi heim til að taka þátt í undirbúningi landsliðs- ins fyrir OL í Los Angeles," sagði Alfreð Gíslason er við slógum á þráðinn tU hans tU Þýskalands i gærkvöldi. „Við reiknum meö að komast heim um miðjan júní og það verður ekkert gefið eftir. Það getur verið að við komumst f yrr heim en það er ekki alveg ljóst ennþá," sagði Al- freð. Landsliðsnefnd hefur lítið sam- band haft viö þá Bjarna og Alfreð upp á siðkastið en eftir þaö sem skrifað var í DV í gær hafa hjólin greinilega farið aðsnúast og þegar taiað var við Alfreð í gærkvöldi var landsliðsnefnd búin að tala við hannogBjarna. ¦SK. L--------i-------------—___J ísland í samstarf við Svía og V-Þjóðverja í OL-undirbúningi — „Við megum engan tíma missa. Það er stutt til stefnu," segir Gunnar Gunnarsson, formaður landsliðsnef ndar HSÍ — Við megum nú engan tíma missa —það er stutt tU stefnu og aðeins tæpir tveir mánuðir þar tU ólympiuleikarnir hefjast. Það verður gert allt tU að undirbúa landsUð okkar sem best fyrir OL og það er mikill hugur í mönnum. — Það er Ijóst að þetta er erfitt dæmi en jafnframt mjög skemmtUegt, sagði Gunnar Gunnarsson, formaður lands- Uðsnefndar Islands í handknattleik, i stuttu spjaUi við DV í gærkvöldi. Gunnar Gunnarsson og Guðjón Guðmundsson, aðstoðarmaður Bog- dan, hringdu til V-Þýskalands og höfðu samband viö Alfreð Gislason og Bjarna Guðmundsson, sem eru báðir tilbúnir tU að leika með landsUðinu á ólympiuleikunum. — Það er erfitt aö fá að vita það aðeins tveimur mánuðum fyrir OL að við verðum með þar. — Strákarnir í landsliðinu áttu að ljúka fyrsta æfinga- prógrammi sínu nú í vikunni. Eftir að ólympíuþátttakan lá á borðinu, þá höfum viö tilkynnt strákunum að þeir fái frí tU 10. júní en þá hefst lokaundir- búningurinn fyrir OL og þá verður æft mjög stíft — daglega og stundum tvisv- ar á dag, sagði Gunnar. Ætlum að hafa samband við Svía og V-Þjóðverja — Munið þið ekki reyna að fá lands- leikifyrirOL? — Jú, það er ljóst að við verðum að leika landsleiki. Það hefur nú þegar verið ákvéðið að hafa samband við Svía og V-Þjóðverja en þeir tóku sæti Rússa og A-Þjóðverja eftir að austan- tjaldsþjóðirnar hættu þátttöku á OL. Við munum kanna hvort ekki sé hægt að leika við Svía og V-Þjóðverja — heima og heiman og þá jafnvel að leika gegn öðrum þjóðum þegar viö færum út til að leiká. Þetta verður allt athugaö og sú stjórn sem tekur við HSI eftir næstu helgi mun vinna í þeim málum, sagði Gunnar. Gunnar sagði að landsliðsmenn Islands myndu æfa út júní og síðan leika landsleiki i byrjun júlí og fram að ólympíuleikum, sem hefjast 27. júlí. — Við verðum að stefna að því að verða í einhver ju af sex efstu sætunum ÍSLANDSMOTIÐ 1984 VÍKINGUR-VALUR Á LAUGARDALSVELLI í KVÖLD KL. 20.00 VÍKINGAR, FJÖLMENNUM á völlinn og mætum i kaffi i félagsheimilinu að . leik loknum. af Evrópuþjóðunum sem keppa á OL. Sex efstu þjóðirnar fara beint í A- keppnina í Sviss 1986 en tvær þær neðstu keppa í B-keppninni í Noregi 1985 þar sem allar austantjalds- þjóðirnar verða að keppa um rétt — tíl að komast i A-keppnina i Sviss, sagði Gunnar. Gunnar sagði að lokum að sami kjaminn og hefur leikið fyrir hönd Is- lands hefði æft af fuUu kappi að undan- förnu. Alfreð Gíslason og Bjarni Guðmundsson verða komnir heim fyrir 10. júni og verða með í lokaundir- búningnum fyrir OL, sagðiGunnar. -SOS Sigurður meiddurá olnboga Sigurður Sveinsson — vins t rihandar- skytta í handknattlcik, sem leikur með Lemgo í V-Þýskalandi, hefur æft á fuU- um krafti með íslenska landsUðinu i handknattleik að undanförnu. Sig- urður hefur f undið fyrir verkjum á oln- boga og eru menn hræddir um að það hafi flisast úr beini i olnboga hans. Sig- urður fer i röntgenmyndatöku i dag og mun þá koma i ljós hve alvarleg meiðsli hans eru. -sos hef ur f engiö , ,grænt Ijós" — frá V-Þýskalandi til að sýna leik Stuttgart og Hamburgerbeint VÍKINGAR LEIKA í ÍÞRÓTTAVÖRUM FRÁ gSL. HEIÐURSGESTIR: Þorlákur Þórðarson Helgi Eysteinsson Agnar Ludvigsson ELJA BESTA LEIKMANN VÍKINGS í KVÖLl — „Það léttir mikið yfir mannl við þessar fréttir. Nú er erfiðasti þröskuld- irinn yfirstiginn," sagði Bjarni Felix- son, íþróttafréttamaður Sjónvarpsins, sem fékk i gær hcimild frá v-þýska knattspyrnusambandinu tU að sjón- varpa lcik Stuttgart og Hamburger beint tU Islands. Lcikurinn verður á laugardaginn í Stuttgart. — „Það eru nú nokkrir minni þrösk- uldar eftir. Við verðum nú að tryggja okkur gervihnött til að geta sent leik- inn frá V-Þýskalandi til Islands og einnig þarf að leysa nokkur vanda- mál," sagði Bjanii. Það er með sanni hægt að segja að Bjarni hafi ekki brugðist íþróttaáhuga- mönnum og almcnningi hér heima, sem hafa mikinn áhuga á að fá að sjá leik Stuttgart og Hamburger beint í sjónvarpi og að sjá Asgeir Sigurvins- son hampa V-Þýskalandsmeistarabik- arnum, sem Stuttgart hefur nú þegar komið annarri hendinni á. Bjarni hefur lagt mikla vinnu i að fá leyf i til að sýna leikinn beint. Hann á rniklar þakkir skildar f yrir þaö. — Vel gert, Bjarni! -SOS Mark I McGhee c skrifaði undir -¦%/ — samning við Hamburger SVígær Skoski landsliðsmaðurinn Mark McGhee skrifaði undir þriggja ára samning víð Hamburger SV i gær sem borgaði Aberdeen 1,1 milljón marka fyrir hann. McGhee fær 300 þús. mörk í eigin vasa á ári fyrir að leika með Hamburger. — „Það verður skemmtilegt að leika fyrir Hamburger — ég fæ nýja mögu- leika. Eg hef unnið allt sem hægt er í Skotlandi," sagði McGhee í Hamborg í gær eftir að búið var að ganga frá samningnum. — „Eg vona að McGhee eigi eftir aö skora mikið af mörkum fyrir okkur," sagði Wolfgang Klein, forseti Hamburger. McGhee fetar þarna í fótspor Kevin Keegan sem lék með Hamburger á árunum 1977 tU 1980. -SOS V-Þjóðverjar í æfingabúðir — Strangt „prógramm" f ram undan h já landsliðsmönnum V-Þýskalands Vestur-þýski landsUðshópurinn í handknattleik, sem skipaður er 23 leik- iuöiiiiuin, heldur í dag i æfingabúðir rétt ulau við Hofweier i Þýskalandi og verð- ur þar ekkert gefið ef tir. Hópurinn mun dvelja i búðunum i hálfau mánuð en þá fá leikmenn sex daga frí. Því næst verður fækkað í hópn- um, endanlegt lið valið og æft og djöflast f ram að lcikun um í Los Angeles. -SK. Blaklands- liðshópur Norðurlandamót í blaki verður haidið dagana 5.-7. október í haust. Karlaliðin keppa í Randaberg í Noregi. Kvenna- keppnin verður á Alandseyjum og tekur Island nú þátt i henni i f yrsta sinn. TU landsliðsæfinga hafa eftirtaldir leikmenn verið valdir: KARLAR Frá IS: Þórður Svanbergsson, Þor- varöur Sigfússon, Friðjón Bjarnason. Frá Víkingi: Arngrímur Þorgrímsson, Sigurður Guömundsson. Frá HK: Hreinn Þorkelsson, Samúel Orn Erlings- son, Haraldur Geir Hlöðversson. Frá Þrótti: Leifur Harðarson, Sveinn Hreinsson, Guðmundur Kæmested, Lár- entsínus Agústsson, Jón Arnason, Guð- mundur E. Pálsson. Frá Fram: Kristjan Már Unnarsson. Frá Þrótti Neskaup- stað: Marteinn Guðgeirsson. Frá KFUM Osló: Tómas Jónsson. Þjálfari er Guðmundur E. Pálsson. KONUR Frá Völsungi: Jóhanna Guðjónsdótt- ir, Asdís Jónsdóttir, Kristjana Skúla- dóttir, Laufey Skúladóttir, Hermína Gunnarsdóttir. Frá UBK: Þorbjörg Rögnvaldsdóttir, Oddný Erlendsdóttir, Sigurlín Sæmundsdóttir, Sigurborg Gunnarsdóttir. Frá IS: Þóra Andrésdótt- ir, Auður Aðalsteinsdóttir, Margrét Aðalsteinsdóttir, Málfriður Pálsdóttir, Gyða Steinsdóttir, Guðrún Hreinsdóttir. Frá Þrótti: Snjólaug Bjarnadóttir, Hulda Laxdal Hauksdóttir, Steina Olafs- dótUr. Þjálfari er Björgólf ur Jóhannsson. -KMU. Iþróttif íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.