Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 32
32 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI1984. Andlát Davíö Guöjónsson lést 12. maí sl. Hann fæddist 16. september 1902 á Arnar- stööum í Hraungeröishreppi. Foreldr- ar hans voru Elín Bjarnadóttir og Guöjón Guðmundsson. Davíö giftist Kristjönu Arnadóttur en hún lést áriö 1970. Þau eignuöust tvö börn og er eitt á lifi. Davíö vann lengst af viö tré- smíöar, hann var verkstjóri hjá Trésmiöju ríkisins 1947-52, eftir þaö vann hann nokkur ár viö byggingar. Síöustu árin vann hann einkum viö smíöar á verkstæöi — smíöaöi innrétt- ingar og gerði við tréverk. Utför hans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Guðmunda Erlendsdóttir, Smáratúni 36 Keflavík, andaðist í Borgarspítalan- um að kvöldi 15. maí. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardag- inn 26. maí kl. 14. Helga Guðmundsdóttir, Þórufelli 4, lést á heimili sinu 18. maí. Agúst Sigurðsson lést í Landakots- spítala 18. maí. Oddrún F. Guðmundsdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mið-- vikudaginn23.maíkl. 13.30. Jónas Hallgrimsson húsgagnasmíöa- meistari verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miövikudaginn 22.maíkl. 15. Aðalsteinn Asgeirsson heilsugæslu- læknir, Þórshöfn, andaðist á. heimili sínu aö morgni 19. maí. Tilkynningar 6. göngudagur Ferðafélags íslands: Sunnudaginn 27. maí efnir Feröafélag Islands til göngudags í sjötta skipti. Gönguleiöin er umhverfis Helgafell sem er stuttan spöl suö- austan Hafnarfjarðar og gert er ráð fyrir að gangan taki tvo til þrjá klukkutíma og gönguhraði við allra hæfi. Ekið verður að Kaldárseli, en þar hefst gangan og lýkur einnig. Fólk á eigin bílum er velkomið. Verð kr.100. Brottfarartímar eru kl. 10.30 og kl. 13.00 frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin, og eru farmiðar seldir við bílana. Frítt er fyrir bórn í fylgd fullorðinna. Fararstjórar verða margir í ferðinni. Notið tækifæriö og gangið með Ferðafélaginu, það svíkur engan. A leiðinni verður áð til þess að borða nesti. Munið eftir regnfötum og góðum skóm. Helgarferð í Þórsmörk 25. maí—27. maí: Brottför kl. 20.00. Gist í Skagfjórðsskála. Gönguferöir með fararstjóra um Mörkina. Farmiðasala og allar upplýsingar á skrif- stofunni, Oldugötu 3. SHIPMATE— MARINE UECTRONICS ® RS 1000 Afmælisrit: I tilefni 75 ára afmælls Páls Jónssonar bóka- varðar, í júní nk., veröur gefið út rit honum til heiðurs. Ritið veröur ekki til sölu á almennum markaði og kostar til áskrifenda kr. 700,00. Askrifendalisli liggur frammi á skrifstofu Ferðafélagsins. Athugið, áskrif t lýkur 30. maí nk. Ferðafélag Islands. í gærkvöldi I gærkvöldi Nýjar víddir í vörnum Evrópu Francois de Trieomot de Rose, sem var fasta- fulltrúi Frakklands hjá Atlantshafsbanda- laginu á árunum 1970 til 1974, er væntanlegur hingaö til lands á vegum Samtaka um vest- ræna samvinnu (SVS). I kvöld, þriðjudagskvöldið 22. maí, verður hann framsbgumaour á fundi, sem SVS gang- ast fyrir ásamt Varðbergi á Hótel Esju, annarri hæð. Fundurinn hefst klukkan hálfníu og er hann ætlaöur félagsmönnum í SVS og Varðbergi og gestum þeirra. Framsöguerindi sitt flytur de Rose á ensku og nefnir það: „Nýjar víddir í vörnum Evrópu". Francois de Rose á að baki langan og fjöl- breytilegan feril í frönsku utanrikisþjónust- unni og hefur gegnt mörgum trúnaðarstöðum fyrir franska rikið. Hann er höfundur bókanna „La France et la Défense de l'Europe" og „Contre la Stratégie des Curiaces". I Hvítasunnuferðir Ferða- félagsins, 8.—11. júní (4 dagar): 1. Gengið á Oræfajökul (2119 m). Gist í tjöldum í Skaftafelli. 2. Skaftafell. Gönguferðir með fararstjóra um þjóðgarðinn. Gist i tjöldum. 3. Þórsmörk — Fimmvörðuháls (dagsferð). Gist í Skagf jörðsskála. 4. Þórsmörk. Gönguferðir daglega við allra hæfi. 5. Snæfellsnes — Snæfellsjökull. Gengið á jökulinn og farnar skoðunarferðir um nesið. Gist í Arnarfelli á Arnarstapa. Þessar ferðir verða kynntar á Hótel Hofi 28. maí nk. Allar upplýsingar á skrifstofunni, 01dugötu3. Feroafélag Islands. Stéttartal Ijósmæðra Skil á myndum frá 22. maí 1984 og í næstu tvær vikur virka daga klukkan 17—19 að Grettisgötu89,l.hæð. Ritstjóri. Aætlun Akraborgar Frá Akranesi Frá Rey kj avík Kl. 8.30* Kl. 10.00* Kl. 11.30 Kl. 13.00 Kl. 14.30 Kl. 16.00 Kl. 17.30 Kl. 19.00 Kvöldf erðir kl. 20 .30 og 22.00. A sunnudögum í aprfl, maí, september og október. A föstudögum og sunnudögum í júní, júlí og ágúst. Tvö drengjareiðhjól töpuðust Aðfaranótt laugardagsins hurfu tvö silfruð Superia drengjareiðhjól frá Háaleitisbraut 119. Voru bæði hjólin svo til ný. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um hjólin eru vinsamlegast beðnir að hringja í sima 37181. Einsöngsplata með Jóni Kr. Ólafssyni Nýja einsöngsplatan með Jóni Kr. Olafssyni frá Bíldudal er komin aftur í hljómplötudeild JÓM KR.ÓLAFSSOM Vindhraða- og vind- stefnumælar. FriðrikA.Jónssonh.f. Skipholti 7, Reykjavik, Simar 14135 — 14340. 'OUK -aiini ,n;-X . í ,b'. Útvarp f rá Alþingi? A alþingi komu fram hugmyndir um beinar útsendingar frá þinginu. Kannski þætti sumum slíkt skemmti- legt síöustu daga þingsins þegar margt hefur borið til tíðinda eins og nú. En slikar útsendingar væru frá- leitar. Þingmenn eru einfaldlega litlir skemmtikraftar. Eldhúsdags- umræðum var útvarpað fyrir skömmu. Eg hlustaði á og fannst sem oft endranær að ég væri eini hlustandinn á landinu. I Bandaríkjunum fylgdist þjóöin með athygli með yfirheyrslum þingnefnd- ar í Watergatemálinu. Slíkar yfir- heyrslur tíðkast ekki hér. Yrði daglegum störfum þingsins útvarpað mundu þingmenn flytja framboðs- ræður í síbylju. Þeir flytja nógu margar framboðsræður eins og er ef vera kynni að einhver vinsamlegur fjölmiölamaður skyldi hafa eitthvað eftir þeim. Og hver vill fá á öldum ljósvakans langhunda Hjörleifs eða Jóns Baldvins? A hinn bóginn mætti annað veifið útvarpa spennandi at- kvæöagreiöslu, svo sem nafnakalli. Væri meira útvarpað frá þinginu mundu hlustendur bara flýja á náðir Rsar 2. Mér datt þetta í hug í gær- kvöldi þar sem þingi fer að ljúka. Hefði orðið af atkvæðagreiðslu um þjóðaratkvæði um bjór hefði nafna- kalla verið girnilegt útvarpsefni — en svo verður víst ekki. Þingsköpum yrði að breyta, svo sem með styttum ræðutíma, eigi að vera unnt að auka að ráði útvarp frá Alþingi. Sú breyt- ing er einnig nauösynleg til að bjarga þinginu úr þeim glundroða sem nú ríkir í meðferð mála. Haukur Helgason. Silja Aðalsf einsdóttir: Óven julegt ef ni í sjónvarpsleikritinu „Ef þú værir að inna eftir bóka- lestri minum í gærkvöldi þá myndi ég geta sagt meira um hann en um sjónvarpsefni gærkvöldsins. Eg kveikti þó sérstaklega á sjónvarpstækinu til að horfa á Konu- kjánana. Þar var á feröinni mjög sérstök mynd um mjög sérstakt efni. Það er ekki algengt að f jallað sé um hve börn geta elskað foreldra sína heitt en samt skammast sín fyrir þau. Aöalleikarinn Maggie Smith er geysilega mögnuð leikkona og getur alveg skiliö mann eftir í rusli. Þetta vargóðmynd. I útvarpinu heyrði ég Lög unga fólksins álengdar. Eg er ánægð með að krökkum skuli vera gefinn þessi tími á milli átta og niu á kvöldin, alla daga vikunnar. Það er mjög mikið af krökkum í kringum mig sem hlustar á þessa þætti g eru ánægð með. Fálkans. Einnig er platan til sölu hjá söngvaranum sjálfum á Bíldudal. íþróttir Dunlop open Golfklúbbur Suðurnesja Opíð mót haldið á Hólmsvelli í Leiru dagana 26. 27. maí. Þetta er höggleikur 36 holur með og án forgjafar. Dunlop open er nú haldið í fimmtánda sinn og verða verðlaun hin glæsilegustu eins og alltaf hefur verið í þessu opna móti. Það er Austurbakki h/f sem gefur verðlaunin til keppninnar. Skráning hefst á miðvikudag 23. maí. Hólmsvöllur í Leiru er nú að komast í sitt besta form og nú er bara að biðja um gott veður. munu ýmsir þekktir knaftspyrnumenn koma í heimsókn, þar á meðal landsliðsmennirnir Martcinn Geirsson, Trausti Haraldsson og Guðmundur Baldursson. Þá mun þjálfari meistaraflokks, Jóhannes Atlason, einnig koma við. Verð fyrir hvert námskeið er 550 krónur. Innritun fer fram i FramheimiUnu við Safa- mýri alla virka daga kl. 13—14 og eftir kl. 17. Upplýslngar f sima 34792. Knattspyrnuskóli Fram 1984 Hinn geysivinsæli knattspyrnuskóli FRAM verður starfræktur nú í sumar með svipuðu sniði og undanfarin ár. Hvert námskeið stendur í tvær vikur og skiptist í tvo hópa eftir aldri. Eldrí hópur kl. 9—12, fædd 1972,1973 og 1974. Yngrí hópur kl. 13—16, fœdd 1975,1976,1977 og 1978. Námskeið verða sem hér segir: A. 4.júnítill5. júni. B. 18. júnítil29. júni. C. 2. júli til 13. júli. D. 16.júlítil27.júlí. Athugiði Námskeiðin verða lika á föstudögum. Aðalkennarí verður Sigurbergur Sig- steinsson iþróttakennari og lionuni til aðstoðar verður Gylfi Orrason. Jafnframt Knattspyrnuskóli KR Undanfarin 5 sumur hefur knattspyrnudeild KR rekið knattspyrnuskóla fyrir yngstu krakkana á KR-svæðinu. Skólinn er fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 6—12 ára. 10—12 ára krakkar verða í skólanum alla virka daga kl. 9.30-11, 8-9 ára kl. 11.15-12.45 og 6-7 ára börn kl. 13.30—15.00. Niðurröðun námskeiðanna verður annars semhérsegir: 1. 28. maí—14.júní. 2. 15. júní—1. júlí. 3. 9.JÚ1Í—24.júlí. 4. 25.]úlí-10.ágúst. 5. 14.ágúst—29.ágúst. Aðalkennari verður Agúst Már Jónsson, íþróttakennari og leikmaður mll KR, en hann kenndi síðast við skólann sumarið 1982. Iþróttasvæði KR er eitt hið besta í borginni og virðast grasvellirnir vera í mjb'g góðu asig- komulagi. Námskeiðin fara að sjálfsögðu fram á grasvöllunum en ef illa viörar þá verða íþróttasalir f élagsins notaðir. Innritun stendur yfir á skrifstofu knatt- spyrnudeildar KR í KR-heimilinu við Frosta- skjól (s. 27181) og þar eru allar nánari upplýsingar veittar. Firmakeppni Fylkis Fyrsta firniakeppni sumarsins verður haldin á Arbæjarvelli helgina 26.-27. maí. Spilað verður þvert á völlinn með 7 manna liðum. Tilkynniö strax þátttöku í síma 84998, Sig- mundur, 78889, Guðmundur, og 78536, Hreinn, eftirkl.17. Knattspyrnudeild. Lagermað- urinníSjöfn hef ur játað Lagermaðurinn í Sjöfn, sem hand- tekinn var í fyrri viku, hefur viður- kennt að hafa dregið sér fé. Mun þó vera um litinn fjárdrátt aö ræða eða nokkra tugi þúsunda. Maliö er enn i rannsókn en yf irheyrslum er lokið. JBH/Akureyri Togarinn Snæf ugl seldi í Bremerhaven: Verómætid vartæpar Smilljónir Togarinn Snæfugl frá Reyðar- firöi seldi nýlega rúm 174 tonn af karfa og grálúðu í Bremerhaven í Þýskalandi og fékk að meöaltali 28 kr. fyrir kg eða alls um tæpar 5 milljónir fyrir aflann. Hallgrímur Jónasson, fram- kvæmdastjóri Skipakletts, sagði í samtali við DV að þetta væri mjög gott verð fyrir þennan afla á þessum árstíma. Hann taldi að há- setahluturinn fyrir þennan afla gæti numið um 56 þúsund kr. -Regína/Eskifirði. Afmæli 16 ára stúlka nærri drukknuð við köf unaræfingu: Fataöist og sökk til botns — en var bjargað á elleftu stundu Ung stúlka var nærri drukknuð í Peningagjá á Þingvöllum á laugardag, þar sem hjálparsveit skáta var við æfíngar. Er líðan hennar nú góð eftir atvikum. Hópur manna úr hjálparsveit skáta í Hafnarf. var á Þingvöllum um helg- ina þar sem verið var aö æfa kletta- klifur, köfun og fleira. Unga Stúlkan, sem er 16 ára og hefur æft með köfunarflokki sveitarinnar um skeið, var að kafa við grynnri enda Peninga- gjár, þegar henni fataðist og hún sökk til botns. Vanir kafarar höfðu umsjón með köfuninni og einn þeirra haf ði sér- stakt auga með stúlkunni. Sá hann að ekki var allt með felldu og gaf þegar fyrirskipanir um björgunaraðgeröir. Þegar komið var að stúlkunni, sem ekki var með líflínu, hafði hún rifið af sér munnstykkið, gleraugun og kafara- hettuna. Var hún meðvitundarlaus. Komu þeir stúlkunni upp á bakka gjárinnar þar sem sjúkrabíll var til taks svo og kennari í skyndihjálp. Voru þegar hafnar lífgunaraðgerðir, bæði blastur og hjartahnoð og lagt af stað í bæinn. Var haft samband við hjartabíl- inn, sem kom á móti sjúkrabílnum. A leiðinni fór stúlkan að anda sjálf. Hún var flutt á gjörgæsludeild Landakots- spitala þar sem hún komst til meðvit- undar snemma á sunnudag. Þegar DV hafði samband við Landakotsspítala um miðjan dag i gær var stúlkan enn á gjörgæslu en líðanin sögð góð eftir atvikum. -KÞ Sjötugsafmæli I dag, þriðjudaginn 22. maí, er sjötugur Sigurður Guðmundsson, fyrrv. tæknifulltrúi á Símstöðinni hér í Reykjavík, Krummahólum 2 í Reykja- vík. Hann er að heiman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.