Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAl 1984. 35 Vín hefur oft breytt mönnum, aö minnsta kosti um stundarsakir. Hvaö þá Vín í viku. Einu sinni var sagt aö fullorönir yrðu sem börn og böm sem full-oröin. Og víst var lund manna létt- ari en í streðinu heima strax og lagt var upp í vikuferð DV-áskrifenda meö feröaskrifstofunni Atlantik til Vínar- borgar fyrir skömmu. Dvelja skyldi vikutíma í borginni, fara í óperuna, aðskiljanlegar skoðun- arferöir og annað eftir höföi þátt- takenda. Vín kemur á óvart Vínarborg hefur löngum verið róm- uö sem háborg menningar og lista, ekki síst á sviöi tónlistar. Feröalangar áttu eftir aö komast aö því aö þau orö höföu viö rök að styðjast. En því til við- bótar reyndist Vínarborg líká hafa upp á aö bjóða almennar lystisemdir stór- borgar án þess að vart yrði þeirrar spillingar sem oft vill fylg ja slíkum. Aö minnsta kosti bar ekki á henni á göt- um og torgum eins og víöa í stórborg- um. Þaö kom sem sé í ljós aö næturlíf var meö miklum blóma þannig aö þeir sem ekki voru sérstakir áhugamenn um að rífa sig upp eldsnemma á morgnana þurftu ekki að láta sér leið- ast þar til svefnhöfginn sótti á þá. gamla og virta óperuhúsi sem tekur um 1600 manns í sæti en er þrátt fyrir það oftast fullbókaö. Sjálft húsið er áberandi fallegt og mikið stolt Vínarbúa. Hún var byggð milli áranna 1861 og 1869 en eyðilagöist 1945 eins og svo margar aörar bygging- ar í Vín. Siöan hefur hún verið endur- byggð. Dóná svo blá Nauðsynlegt þótti að sannreyna Ut- inn á Dóná á fleiri stööum en þar sem hún rennur í gegnum borgina og auö- vitaö varö líka aö njóta þeirrar sér- stöku tilfinningar aö sigla um ána. Farið var í heilsdagsferð um Wachau héraö sem Dóná liðast um. A leiðinni í rútunni gaf aö líta þá gömlu menningu sem enn hefur varðveist á bökkum Dónár. Gömlu vínekrumar vöktu sérstaka athygli og gaman var að sjá bændur hlúa að þessum gróörí sínum. Svo tók við siglingin um sjálfa Dón- á. Draumur margra þátttakenda í DV ferðinni haföi nú ræst; sigling um Dóná! Ekki gefst kostur á að lýsa öllu sem fyrir augu bar en það var sam- stilltur hópur í góðri stemmningu sem kom heim á hótel að ferðinni lokinni. Verslun og viðskipti Að skoða, hlusta og tylla sér I upphafi þótti rétt að fara yfirlits- ferð um borgina svo menn gætu náð áttum og séð markverðustu byggingar á svo til einu bretti. Þá reyndist Stefánskirkjan eða Stefánsdómurínn einna haldbærust viðmiöun. Þannig var iöulega talað um að eitt og annað væri svona langt frá Stefánskirkjunni, á hominu þar á móti og þar fram eftir götunum. Ekki er skrítið þótt tekið sé mið af Stefánsdómskirkj unni því hún er eigin- lega tákn Vínar. Kirkjan var byggð milli áranna 1263 og 1511 og er í gotn- eskum stíl. Klukka kirkjunnar vegur hvorki meira né minna en 21 tonn og turninn er 137 metra hár. Mikill hluti kirkjunnar eyðilagðist 1945 en hefur síðan verið endurbyggð í sinni upp- runalegumynd. Að lokinni yfirlitsf erðinni f óru menn svo á rölt og kiktu á markverða staði sem komast mátti yfir ári þess að of- reyna sig svona fyrsta daginn. Þóttu þægilegar krárnar síst of þéttar í upp- hafi. Aður en lagt var af stað hafði At- lantik tryggt miða á óperuna Salóme sem var á fjölunum í Ríkisóperunni. Þar nutu menn sýningarinnar í þessu Schönbrunn höllin stórglæsilega skoðuð. Vínarborg reyndist hentug borg til innkaupa og kusu margir að notfæra sér það eins og títt er í utanlandsferð- um. Verðlag var í mörgum tilvikum lægra en á Islandi og ýmsir vöruflokk- ar í mun meira úrvali en við þekkjum. Alltaf gaman að kaupa eitthvað sem ekkier tilheima. Helstu verslunargötumar eru Kártner gatan og Graben, sem báðar eru göngugötur, og Mariahilfer gatan. Ekki skaðaði að þegar við dvöldum í Vín fóru skyndilega að birtast undar- legar mannverur á göngugötunum. Fyrst var tekiö eftir iðnaðarmönnum á vinnupöllum við Agústínusarkjallar- ann (sem er sögufrægur veitingastað- ur). Það undarlega við þessa annars vasklegu iðnaðarmenn var, aö þeir virtust hreyfa sig lítið og viö nánari at- hugun hreint ekki neitt. Síðan skutu upp kollinum á göngugötunum ýmsir aðrir karakterar, allir hreyfingarlaus- ir. Þegar hópurinn hélt heim til Islands var til dæmis gömul blind kona með ‘staf búin að bíða í þrjá daga eftir að komast yfir götu. Listavika Við eftirgrennslan kom í ljós að gervifólk þetta var sett upp til skemmtunar í tilefni af árlegri lista- viku sem haldin er í Vínarborg. Þótti mönnum þetta einstaklega vel til fund- ið og gátu vel til þess hugsað að sjá slíkt í Austurstræti Reykjavíkur eða Hafnarstræti Akureyrar. Af þessu styttufólki má til viðbótar nefna nokkr- ar „manneskjur” á sundbolum sem á laugarbarmi væri og ein styttan var þannig útbúin að aðeins lappimar stóöu upp úr, eins og maöurinn hefði stungiö sér í laugina. Matur er yfirleitt góður á veitinga- húsum borgarinnar og framreiddur langt fram eftir kvöldi þannig að menn þurfa ekki að vera í eilífum spretti að ná sér í boðlegan mat í svanginn. Frjálsræði I Austurríki ríkir mikið frjálsræði í viöskiptum. Erlendum fyrirtækjum er þar hiklaust boöin aöstaða og skatt- frelsi en á móti kemur aöstöðugjald og vinna fyrir fólkið. I Vín er fjöldi al- þjóðastofnana og hefur borgin einnig að þvi leyti alþjóðlegan blæ. Listasöfn- in eru mörg og eiga margt merkra gripa. I Listasögusafninu er til dæmis safn fágætra múmía, sem sérstök upp- lifun er að sjá, auk þess sem safnið á eitt stærsta safn mynda eftir Peter Breughel sem samankomið er á einum stað. Mörgum dagstundum má verja í safninu án þess aö láta sér leiöast. Vínarveislan stóð í viku. Samstilltur DV-hópurinn naut þessarar sérstöku borgar sem ekki eru jafnan ferðir til frá Islandi. Því komu menn kátir heim. óm. Halldóra G. Ólafsdóttir: Áhrifa- mikil ferð „Mér hefur þótt þetta áhrifa- mikil ferð,” sagði Halldóra G. Olafsdóttir. „Ferðin um Wachau var mjög góð og líka ferðin til Búdapest. Við höfðum líka góða fararstjóra allan tímann. Húsin hér eru stórkostleg. Það er bara verst að hafa ekki komist yfir að skoða allt.” Katrín Ásmundsdóttir: Dásamleg borg „Eg er mjög ánægð, Vín er dásamlegri borg en ég hafði gert ráð fyrir,” sagði Katrín Asmunds- dóttir. „Það var mest gaman að skoða keisarahöllina og svo auðvitað Viktoríuklaustrið. Svo skemmdi ekki fyrir að ferðafélagamir voru skemmtilegir og góð stemmning.” Elías Kárason: Gott andrúmsloft „Þetta hefur verið góð ferð. Fólkið er skemmtilegt og vingjam- legt og hér er gott andrúmsloft,” sagði Elías Kárason. „Mér kom á óvart hvað borgin er hreinleg og snyrtileg, auk þess sem hér er margt merkra staöa að sjá.” SigurðurK.G. Sigurðsson: Ævintýra- ferö „Þessi f erð hefur verið með stór- kostlegum ágætum og satt að segja ævintýraferð fyrir mig,” sagði Sigurður K.G. Sigurðsson. Eg ákvaö ferðina með stuttum fyrirvara en Vín er í mínum augum draumaborg eins og Róm. Hótelið var mjög gott og mark- verðast þótti mér að sjá klaustrið og fara í óperuna.” T T. V *- * * * * * * Í^Gabrigjjf HÖGG DEYFAR HABERG HF. • SkeiSunnÍ Sa — Sími 8*47*88 »•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Nýr 35 m2 sumarbústaður m/svefnlofti til sölu. Hann stendur á 1 ha. eignarlandi i landi Klausturhóla, Grímsnesi. Mest af innbúi fylgir. Verð 700 — 750.000. Greiðslur samkomuiag. Upplýsingar i síma 75502 vs., 11802 hs. (Bjarni Harðarson.) KENNARAR Lausar stööur viö grunnskólann Hofsósi. Meöal kennslu- greina handmennt, myndmennt, enska og kennsla yngri barna. Umsóknarfrestur til 1. júní. Nánari upplýsingar veita formaður skólanefndar, Pálmi Rögnvaldsson, í síma 95-6374 og 95-6373, og skólastjóri, Guöni S. Öskarsson, í síma 95-6386 og 95-6346. Auglýsing um starf slaun til listamanns Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um starfslaun til listamanns í allt að 12 mánuði. Þeir einir listamenn koma til greina viö úthlutun starfslauna sem búsettir eru í Reykjavík. Þaö skilyrði er sett aö lista- maöurinn gegni ekki fastlaunuöu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Listamenn úr öllum listgreinum geta sótt um starfslaunin. Fjárhæð starfslauna fylgir mánaðarlaunum skv. 4. þrepi 105. lfl. í kjarasamningi Bandalags háskólamanna og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóös. Starfslaun eru greidd án or- lofsgreiðslu eöa annarra launatengdra greiðslna. Aö loknu starfsári skal listamaöurinn gera grein fyrir starfi sínu meö greinargerð til stjórnar Kjarvalsstaöa, framlagn- ingu, flutningi eða upplestri á verki í frumflutningi eöa frum- birtingu, allt eftir nánara samkomulagi viö stjórn Kjarvals- staöa hverju sinni og í tengslum viö Listahátíð eöa Reykja- víkurviku. Ekki er gert ráö fyrir sérstakri greiöslu skv. þess- ari grein en listamaöurinn heldur höfundarrétti sínum óskertum. í umsókn skal gerð grein fyrir viöfangsefni því sem umsækj- andi hyggst vinna að og veittar aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Umsóknum skal komiö til listráðunauts Kjarvalsstaða fyrir 10. júní 1984. STJÓRN KJARVALSSTAÐA. Cinhell Vatnsdælur mótordrifnar. fyrirliggjandi. Skeljungsbúðin - SíÖumúla33 símar 81722 og 38125

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.