Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1984, Blaðsíða 2
2 r <AW.EAUG'ARBAGUR2fi‘.'MAl 1984, með kókómjólk með tertunni Halldór sá um að skammta af tert- unni. Hann iét Jón Helgason land- búnaðarráðherra fá stærstu sneiðina. Afmæiistertan sem DV gaf rikis- stjórninni. r,t e Ráðherrarnir kátir á afmælinu með tertu og blöðrur frá DV. D V-myndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson. Ríkisst jórnin á eins árs af mæli í dag: Þið hefðuð átt að koma Ríkisstjóm Steingríms Hermanns- sonar á eins árs afmæli í dag, 26. maí. Af því tilefni færði DV ráðherrum af- mælistertu, meö einu logandi kerti á, og blöðrur eins og gjarnan eru haföar í barnaafmælum þar sem fagnaö er fyrstu árunum. Er DV mætti meö gjafirnar í stjómarráöshúsiö viö Lækjartorg, í lok ríkisstjómarfundar síöastliöinn fimmtudag, kom í Ijós að fjórir af tíu ráðherrum voru fjarverandi, þar á meöal forsætisráöherra. Þaö kom því í hlut Halldórs Asgrímssonar sjávarút- vegsráðherra, sem stýröi ríkis- stjómarfundi þennan morgun, aö taka við tertunni. A hana var letraö: „Til hamingju með 1 árs afmælið.” „Þiö heföuö átt að koma meö kókó- mjólk meö tertunni,” sagði Jón Helga- son landbúnaðarráðherra þegar hann var aö renna niður fyrsta bitanum. „Þá hefði nú Albert þurft aö vera héma með okkur,” svaraöi Sverrir Hermannsson um hæl. Albert Guömundsson missti því miður af tertunni. Hann var tíma- bundinn og þurfti aö flýta sér annað. Hann þáöi þó eina blööru. „Eg tek þessa af því að ég er vand- ræöabamið hans Steingríms,” sagði Albert um leið og hann valdi sér kol- svarta blööru sem á var mynd af manni með bein í nefinu. Alexander Stefánsson félagsmála- ráöherra vildi ekki þiggja bláa blööm. „Láttu Matthías fá þessa,” sagði Alex- ander og auðheyrt að hann vildi frekar græna litinn. Bláa blaðran fór til Sverris. „Þetta er prýöisterta,” sagöi Halldór. „Eg sé ekki betur en að Jón sé aö éta vanda landbúnaðarins,” sagöi Sverrir og benti á landbúnaðarráðherra. Hlegiövardátt. „Já, þeir em fjarri góðu gamni, stóru neytendurnir, Mathiesen og Albert,” bættiSverrir við. „Nei, þetta er allt of stór biti fyrir mig,” sagöi iðnaöarráðherra viö Halldór sem sá um aö skammta af tertunni góöu. Auk Steingríms vantaði í þennan stutta afmælisglens ráðherrana Geir Hallgrímsson, Ragnhildi Helgadóttur og Matthias A. Mathiesen. -KMU/JGH/KÞ. „Ég tek þessa af þvi að ég er vandræðabarnið hans Stein- grims," sagði Albert og valdi kol- svarta blöðru með fjöðrum á. Já, þeir eru fjarri góðu gamni, stóru neytendurnir, Mathiesen og Albert, sagði Sverrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.