Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1984, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1984, Blaðsíða 24
24 DV. LAUGARDAGUR 26. MAl 1984. Götuviðtal við STEIN Hann er riddari götunnar. Tuttugu og fimm ára gamall, heimilislaus, at- vinnulaus og byrjar daginn stundum meö því að hella í sig kardimommu- dropum. Stundum ælir hann blóði, eins og morguninn sem við hittum hann inni á Hlemmi. Hann titraði og skalf, gat varla svar- að þegar við yrtum á hann. Hann sagð- ist vilja tala við okkur, en fyrst yrði hann að koma heilsunni í lag. Þegar þaö tókst kom hann. Alkóhólisti, neytir lyf ja, kókaíns ef hann nær í það, bugað- ur, þó rólegur og alit aö því sáttur við tilveruna það augnablikið. „Morgnarnir eru alltaf erfiðastir. Stundum byrja ég á tveimur glösum af kardimommudropum. Nei, það er ekki vont, bara eins og hvert annað vín. Síðan er að komast yfir áfengi, blanda það í vatni til að byrja með og eftir það „dræ”. Eftir fjögur til fimm glös á maður allan bæinn, sérstaklega á góðviðrisdögum. Þetta er sjarminn, eiga bæinn á góðum degi, það er það sem maður sækist eftir. Mín hamingja hefur veriö í gegnum bokkuna, ég get ekki horft á veröldina nema í gegnum vimu.” Steinn, nafniö er tilþúiö, er fæddur og uppalinn í sjávarplássi úti á landi, einn sex systkina. Hann hefur stundaö sjóinn af og til, en segist hafa verið betlari í rúm sjö ár. Hann hefur drukkið sig út úr vinnu hér og þar og niðurlægingin yfir betlinu er löngu horfin. , JKannski er ég aumingi, það er líka allt í lagi, þetta er mitt h'f,” segir hann. Fjórtán ára gamall smakkaði hann fyrst áfengi og var þá fullur samfellt í tvo sólarhringa. Og túramaður var hann oröinn sextán ára gamall „þá ældi ég fyrst blóði”. Lífiö á götunni „Það gengur yfirleitt vel að ná í peninga eða brennivín,” svarar Steinn þegar hann er spurður um dagleg aðföngágötunni. „Þegar maður er kominn í stuð hittir maður alltaf einhvem. Annars var þetta miklu betra fyrir svona sex til sjö árum, áður en SAA byr jaði, þá var allt- af nóg vín. En ef einn úr hópnum á flösku gefur hann hinum. Þaö þýðir ekki fyrir þá sem eiga lögg að lúra á henni fyrir sjálfa sig og neita kammer- ötunum um sopa. Þá fá þeir hann ekki næst hjá hinum. Það er samtrygging í þessu eins og öðrum bisness.” Steinn\ glottir og bætir við: „Svo gengur velað £á pillur, en þá þarftu að eiga peninga. Það eru til læknar sem selja okkur „resept”. Sá sem ég fer oftast til selur „reseptið” á þrjú hundruð krónur. Við náum í amfetamín, mírapront og fleira, en þú þarft að vera klókur til aö fá „reseptin”.” Hús í býttum fyrir hamingjuna „Heyrðu annars, ef ég ætti þetta stóra hús,” segir hann og bendir á Austurstræti 16, en á götunni vorum viö, ,,þá skyldi ég gefa þér þaö, ef þú gætir gefið mér hamingjuna í staðinn. Annars hef ég engan áhuga á að standa upp aftur, sé engan tilgang í því. Eg hef haft vinnu, húsnæði og í nóvember kynntist ég einu og fyrstu konunni í lífi mínu. En þaö er búið. ” Nú þegir hann um stund. „Eg var farinn aö búa, en það stóð stutt, ég ætlaöi að reyna einu sinni enn. En það er enginn tilgangur. Kannski hefði verið best aö ég hefði aldrei kynnst þessari konu, þá hefði ég ekki kynnst hamingj unni. ” Tvítugur fyrst í af- vötnun ,,Eg hef oft fariö í afvötnun,” svarar Steinn aðspurður um þá hliðina. „Eg fór fyrst á Silungapoll minnir mig um áramótin ’79 og ’80 og síðan á Staðar-1 fell. Þá eftir sex mánaða fyllirí. Svo sótti ég AA-fundi eftir aö ég kom frá Staöarfelli, ég held að ég hafi verið edrú í tvo, þrjá mánuði þá. En ég var alltaf með kreppta hnefana, mig langaði í vínið. Og ég varð líka bitur. Eg átti yfir mér dóm, man ekki lengur fyrir hvaö, ávísanafals eöa eitthvað annað. Eg var búinn að fara til dómsmála- ráðherra til aö fá hans leyfi til að sleppa við aö taka út dóminn. Ráðherra tók vel í þetta. En góðan veðurdag fékk ég bréf og bara sagt að mæta að Skólavörðustíg 9 í Hegningar- húsið. Eg sat þá inni í f jörutiu og fimm daga. Þá snerist mér hugur og ég varð bitur út í kerfið. Já, ég hef oft setiö inni, að minnsta kosti tvisvar á Litla- Hrauni. Fyrir ýmislegt, þjófnaöi og ávísanafals aðallega.” „Játaði á mig morð" ,^inu sinni játaði ég á mig morð í einhverri vitleysu og aðallega til að stríða lögreglunni. Auðvitaö var ég blindfullur og þeir handtóku mig fyrir þjófiiað, minnirmig. Þá laug ég því að ég hefði drepið mann fyrir ári síðan og þeir fóru að athuga málið. Þaö haföi maöur fundist á þeim staðsem ég nefndi. Þetta er nú eitt það ævintýralegasta sem ég hef lent L Svo þurfti ég að af- sanna aö ég hefði drepið manninn. Þennan dag, sem maöurinn hafði lát- ist, var leikrit í útvarpinu. Eg gat gruflað það upp að ég haföi hlustaö á þetta leikrit. Þeir fengu handritið í sínar hendur og ég gat sagt þeim um hvað leikritið snerist. Einnig voru skattaumræöur í útvarpinu þetta sama kvöld á eftir leikritinu og ég mundi það- Þarna slapp ég meö skrekkinn, annars var ég aldrei hræddur. Það var sagt frá þessu í blööunum.” Nú er Steini fariö að líöa vel. Hann hefur sopið vel á flöskunni sem honum áskotnaöist. Titringurinn horfinn aö mestu. Við snúum okkur að verunni á Litla- Hrauni. Allt syndandi í lyfjum „Eg var fyrst „fyrir austan” í sex mánuði, en þeir liðu eins og tveir dagar. Eg get verið óprúttinn stundum og alltaf verið mikil lyfjaæta. Eg fór til læknisins tvisvar í viku og fékk alltaf pillur. En auðvitað fór ég ekki inn hlæjandi til hans og sagöi — mér líður illa, ég þarf að fá pillur —. Auövitað bar ég mig illa, sagðist ekki geta sofið og þar fram eftir götunum. Eg fékk geölyf, róandi lyf, svefnlyf og var kominn í sautján pillur á dag. Þá gat ég ekki einu sinni skrifað. Enda leiö tíminn fljótt. Það er allt syndandi í lyfjum á Litla-Hrauni, elskan mín góða. Eg var þar síðast ’82. Og er á leiðinni þangaö aftur. Hvers vegna... ja, nú er ég dottinn í það og á yfir höfði mér skilorðsbundinn dóm fyrir veskja- þjófnað. Heyrðu, þú þarft ekki aö halda vel utan um veskið þitt,” bætir hann svo við glettnislega. Kókaín í Amsterdam „Eg komst í feitan feng fyrir svona tveimur árum, held ég, annars er ég .dottinn út úr öllum ártölum og tíma. Þá komst ég yfir fjörutíu þúsund krónur og flaug til Amsterdam. Þar keypti ég fimm grömm af kókaíni sem dugöu mér í hálfan mánuð. Ahrifin af kókaíninu eru yndisleg, en voðaleg vanliðan þegar efnið er aö fara úr lík- amanum. Eftir hálfan mánuð þama í stórborginni var ég búinn með pening- ana og aldrei á ævinni hef ég verið eins einmana og innan um allt fólkið þar. Inn iþessa kompu skriður hann stundum, þar er hiti — og ,,hentugt, það er klós Kókaínið búið og fráhvörfin voru hræðileg. Eg sat í sama horninu á jámbrautar- stöðinni í tvo sólarhringa, hafði það á tilfinningunni að allir ætluðu að drepa mig. Loksins gat ég haft mig í að hringja í AA-samtökin þama og það kom maður sem heitir Igor tii mín. Hann fór með mig heim til sín og þar var ég í eina viku. Eftir það fór ég á puttanum til Kaupmannahafnar, það ferðalag tók mig fjóra sólarhringa. Skömmu eftir að ég kom þangaö haföi ég samband við útlendingaeftirlitið og þeir sendu mig heim. Og þeir stimpl- uðu í passann minn að ég mætti ekki koma aftur til Kaupmannahafnar í eitt ár. Heyrðu, má ég ekki sníkja eina síg- arettu? Bærinn er fullur af hassi..." ,ÍIf ég ætti peninga nú gæti ég verið komin með kókaín til ykkar eftir klukkutúna. Þaö er enginn vandi að ná í það. En það er dýrt. Ætli grammið ,,Ef ég ætti þetta stóra hús gæfi ég þér þa m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.