Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1984, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1984, Blaðsíða 29
DV. LAUGARDAGUR 26. MAl 1984. 29 Á AKUREYRI PLOTU U PPTAKA OGFREKAR NÁM framundan hjá Kristni Tónlistardagarnir byrja meö tón- leikum Kristins Sigmundssonar, barí- tonsöngvara og Jónasar Ingimundar- sonar píanóleikara. Kristinn syngur þar Vier Ernste Gesange eftir Brahms, fjögur lög eftir Strauss, önnur f jögur lög eftir Sibelius og lög eftir ís- lenska höfunda. Þeir eru Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Ami Thorsteinsson og Karl 0. Runólfsson. En hvaö skyldi annars vera að frétta af framtíðaráformum stórsöngvarans Kristins Sigmundssonar? „Viö Jónas erum að fara að taka upp á plötu í júnímánuöi. A henni verða íslensk og erlend smálög. Platan kemur sennilega út í desember og út- gefandi er Bókaklúbbur Arnar og Orlygs. I júlí fer ég svo til Þýskalands og verð þar allan þann mánuð við tón- leikahald á svæðinu kringum Miinchen.” Hvað um frekara nám? „Eg fer til Bandarikjanna i haust og verð í Washington næsta árið allavega við nám hjá einkakennara.” Þú tekur þá ekki þátt í óperuf lutningi hér heima á meðan? ,,Eg vil nú helst ekki gera það næsta vetur en þó er alltaf möguleiki á því. Þjóðleikhúsið er aö minnsta kosti búiö að leita fregna af því hvað ég mundi gera.” Kristinn Sigmundsson er að syngja inn á plötu. BARA-FLOKKURINN LOF- AR GLÆSITÓNLEIKUM „Við ætlum að hafa þetta dálítið glæsilegt,” sagöi Þór Freysson, liös- maöur í BARA-flokknum, um tónleik- ana í Iþróttaskemmunni. „Við verðum meö megnið af síöustu plötunni og einnig eldra efni og nýtt í bland. Við vorum byrjaðir að semja nýtt en svo þegar farið var í flutninga suður höfum við verið í pásu í mánuð. I sumar verður farið að leggja aftur drög aö nýjuefni.” Ný plata á döfinni? „Við reiknum með að fara í plötu í haust en í sumar verður spilað grimmt. Við verðum allir í vinnu í Reykjavík en reynum allavega aö spila umhverjahelgi.” Engir utanlandsdraumar? „Ekki eins og er. Okkur langar að skreppa og spila á Norðurlöndunum og þaö gæti orðið í haust, sjálfsagt ekki fyrr.” BARA-flokkurinn kveður Akureyri með þessum tónleikum og flytur suður. Norðuramtið er einfaldlega orðið of lítiö fyrir þetta stórband, þar var hreinlega ekki nógu mikiö að gera. „Það hefði örugglega drepið hljóm- sveitina ef viö hefðum verið miklu lengur,” sagði Freyr. Akveðið var að Þursaflokkurinn yrði með BARA-flokknum á tónleikunum en af óviðráðanlegum ástæðum verður ekki af því. Hugsanlega kemur einhver önnur hljómsveit fram með BARA- flokknum en er þó með öllu óvíst. -».(.*i.i it i -JBH/Akureyrij » TÚNLEIKARNIR HEFJAST KL. 20.30 f SKEMMUNNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.