Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1984, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR 28. MAI1984. „Akveðiö fyrirfram? Þú ert nú sennilega ekki giftur, vinur. Annars sögðum við hjðnin sisvona á sínum tíma að það væri ágætt aö eiga stúlku og strák. Bættum síöan við að senni- lega væri nú bara ágætt að hafa börnin þrjú. En auövitað var þetta sagt í gríni. Nei, nei, þaö var ekkert ákveðiö í þessumefnum.” Glottandi svaraði Þórhalla Odds- dóttir mér þar sem viö sátum í her- berginu hennar á Hrafnistu, dvalar- heimili aldraöra. Hún haföi líka ríka ástæöu til að glotta og vera ánægð. Bömin urðu sautján en ekki þrjú. Þau eru öli á lífi. Einstakt á Islandi, líkt og meö systkinin sextán frá Gunnlaugsstööum í Stafholtstungum í Borgarfirði sem greint var frá í DV fyrirskömmu. Þórhalla er orðin 85 ára. Maður hennar var Guðmundur Kristján Guömundsson. Hann lést árið 1969. Þau voru samhent hjón og bjuggu all- an sinn búskap á bænum Kvígindisfelli við Tálknafjörð. Sjáif yfirgaf Þórhalla ekki átthag- ana fyrr en árið 1979. Hún kennir slæm- um vegum um það hve seint hún fór. „Eg fór ekki þaöan fyrr en í lengstu lög, kunni ætíð vel við mig fyrir vest- an,” bætir hún viö. Ekki þægi/egt að ferðast látírt Það bjó eitthvað undir þessu með vegina hjá henni. Við gengum örlítiö á lagiö og hváðum. „Já, ég sá að það var þægilegra aö koma mér þaöan lifandi en látinni. Látin hefði þaö ekki verið þægilegt fyrir mig aö ferðast eftir vegunum suður. Eg kemst nú svona að orði vegna þess að hann Guðmundur minn var jarðaður í Fossvoginum og ég hef pant- að mér reit þar líka, við hliðina á hon- um.” Fyrsta barnið fæddist 24. júní árið 1917. ,,Eg man að mér þótti einna verst aö ég átti ekki afmæli fyrr en 12. júlí og því var ég ekki orðin 18 ára, er guttinn kom.” Atta fyrstu börnin komu með árs- millibili hjá þeim Þórhöllu og Guðmundi. Síöan kom eitt á tveggja ára fresti. Og þegar upp var staðiö voru þau orðin sautján talsins. Otrú- legt afrek og mikið á eina konu lagt finnst okkur. Myndi ekki ráðleggja neinni konu... „Nei, ég myndi ekki ráðleggja neinni konu aö eiga 17 börn, allra síst þeim sem búa í kaupstööum og þorpum. I sveit er samt mun betra aö vera meö mörg böm. Þar eru þau meira úti í náttúrunni. Okkar böm léku sér til dæmis mikiö niðri í fjöru. Þau sóttu í fjöruna. Þeim fannst gaman aö vera þar í hreinni hafgolunni og þau höföu alltaf eitthvað fyrir stafni þar.” 8 flSlr Þótti einna verst að ég var ekki orðin 18 ára er guttinn kom — Þórhalla Oddsdóttir, 85 ára, hefur aliö 17 börn Þaö er einkennandi fyrir Þórhöllu aö aldrei minnist hún einu oröi á að þaö hafi verið erfitt aö eiga og ala upp sautján böm, sjá þeim farborða. Kannski örlítið bamalegir spurðum við hana þess vegna hvort þetta hefði ekki verið erfitt. „Við höföum nytjar bæði af sjó og landi. Það er ekki hægt annað á Vestfjörðum en hafa landnytj- ar og stunda sjóinn líka. Já, það var sem öll eruálífi alltaf eitthvað matarkyns aö finna í búrinu. Hafði spriklandi fiskinn á eldhúsborðinu Eg hafði meira að segja spriklandi fiskinn á eldhúsborðinu. Sjórinn var gjöfull þá sem nú og ég ræktaði alltaf mikiö af kartöflum. Viö vorum meö stóran garð við bæinn. ” — Aldreikvartað? „Maður leitaöi trausts hjá guöi ef einhver veikindi voru á bænum.” Fleiri voru þau orð ekki hjá þessari látlausu konu við spurningunni. Hún leit síðan út um gluggann, svona til aö minnast liöinna stunda við Tálkna- f jörðinn á árum áður. Við vikum talinu aö afkomendunum, börnunum, barnabörnunum og barna- Þórhalla Oddsdóttir, 85 ára, i her- bergi sinu á Hrafnistu. ,, Við hjónin sögðum sisvona á sinum tima að það væri ágætt að eiga stúlku og strák. Bættum síðan við að senni- iega væri nú bara ágætt að hafa börnin þrjú. En auðvitað var þetta sagt i grini. Nei, nei, það var ekkert ákveðið iþessum efnum." DV-mynd: Einar Ólason. bamabömunum. Ails eru afkomend- urnir nú 105 að tölu. Já, mikið rétt, hvemig er skiptingin á milli stúlkna og stráka hjá börnunum sautján? „Strákarnir hafa vinninginn. Þeir eru tólf og stúlkumar f imm.” — Hvenær er yngsta bamið fætt? „Þaö yngsta, strákur, er fætt 16. júlí 1943. Hann heitir Rafn.” — Þú hefur ekki komið með hann fjómm dögum fyrr, á afmælisdaginn þinn? „Nei, nei, ég var ekkert að því. Hann kom á ágætisdegi.” Mín kynslóð reyndi aldrei að skulda — En hvað finnst þér um íslenska þjóðfélagiö þessa stundina. — Ertu sáttviðþað? „Eg trúi á unga fólkið á meðan það vill vinna og það held ég að ungt fólk geri í dag. Þetta hefur samt mikiö breyst í gegnum tíðina. Mín kynslóð reyndi aldrei að skulda neitt. Og ég held að þetta sé í gildi ennþá. En vissulega er það rétt aö áður sátu ýmsar þarfar framkvæmdir á hakanum vegna þess.” — Þúertheilsuhraust? „Já, svona sæmilega. Læknarnir hafa lappað upp á mig þar til ég hef verið orðin góð.” — Og þú saumar? „Eg geri svolítið að því, já. ” Því má bæta við að Þórhalla saumar enn gleraugnalaus. Það sýnir best hve einstaklega em hún er. Það er helst að fætumir hafi verið að angra hana svo- litið. Ég á mikið af bilstjórum Við spyrjum hvort afkomendumir séu duglegir við að heimsækja hana. „Þeir em það, bara ótrúlega duglegir. Einn sonurinn var einmitt rétt í þessu aðfara héöan. Nú, þau ná líka oft í mig á bílunum sínum. Eg á mikið af bílstjórum.” En líst þér ekki vel á það svona í lok- in að við tökum mynd af þér? „Ætli ég sé nógu fín, ég átti nú ekki von á ykkur hingaö í heimsókn. En í guðanna bæn- um, birtið bara eina mynd af mér. Eg hef aldrei viljað trana mér fram. ” -JGH I dag mælir Dagfari í daq mælir Dagfari í daa mælir Daafari Grjónagrautur í stað vinsælda Rikisstjórnm heldur upp á ársaf- mæli um þessar mundir. Helst er að heyra að mönnum finnist þaö afrek hjá stjórainnl að lifa af heilt ár þótt ekki sé annað vitað en aö hún hafi verið mynduð í þeim ásetningi að sitja út kjörtimabilið. En ef til vill er svo af stjómmálamönnum og þjóð- inni dregið að fyrir það eigi að þakka og hrópa húrra ef og þegar ein ríkis- stjórn heldur lifi í tólf mánuði. Sér- staklega þegar litið er á slóðann sem eftir hana liggur. Samstjórair íhalds og Framsóknar hafa aldrei verið vinsælar á tslandi en þær hafa hinsvegar verið langlíf- ar með afbrigöum og ekki er annað að merkja en núverandi ráöherrar hafi hugsað sér að starfa í sama anda, hvað sem öllum vinsæidum líð- ur. Enda er það aðalsmerki allra góðra stjóramálamanna að láta sér fátt um vinsældir f innast en því meir um traust og ábyrgð og verður ekki annað sagt um þessa ríkisstjórn en að hún hafi gert sínar skyldur í þeim efnum. 1 fyrsta lagi má lesa það i Moggan- um eftir formanni Sjálfstæöisflokks- ins, sem hefur haft vit á því að halda sér utan ríkisstjórnarinnar af því að hann þarf enn á vinsældum að halda, að stjórnln hafi unnið þrekvirki í efnahags- og kjaramálum. Þrekvirk- ið er fólgið í því að lækka kaupmátt og egna iaunþega gegn sér með þeim árangri að bæði verðbólgan og verkalýðshreyfingin hefur verið skotin í kaf. Svo ekki sé talað um vin- sældirnar. Þetta finnst fyrrverandl framkvæmdastjóra vinnuveitenda góös viti og kemur ekki á óvart úr þeirri átt. Forsætisráðherra hefur lýst þess- ari lifskjarabaráttu stjórnarinnai þannig fyrir þjóðinni að honum þyki vellingur góður. Þykir það vel mælt hjá manni sem hefur tekið að sér að hafa vit fyrir landsmönnum. Af öðram ráðherrum er þetta að segja: Matthías samgönguráðherra hefur sett bann á flugmenn, sennilega af því að Sjálfstæðisflokkurinn boðaði það í síðustu kosningum að kjara- samningar skyldu vera f rjálsir. Sami Matthías, sem einnig er heii- brigðisráðherra, hefur skattlagt sjúkra- og sérfræðingakostnað, sennilega af því að flokkur hans hef- ur fundið upp eitthvað sem heitir fé- lagsleg markaðshyggja. Albert Guðmundsson hefur hótað að fara úr landi af hollustu vlð tík vlll fara að lögum. Sami Albert er á sina Lucy af því að hann er á móti móti auknum erlendum lántökum og lögum um hundabann en heimtar er líka á móti götum á fjárlögum sem söluskatt og vörugjald á afurðir hann ber ábyrgð á. Og af því að hann Mjólkursamsölunnar af því að hann er meir á móti götunum en lántökun- um samþykkkir hann að sjálfsögðu iántökuraar, samkvæmt yfirlýsing- um sinum um „að hann sé ekki þekktur fyrir að standa ekki við orð sin”. Ragnhildur menntamálaráðherra hefur stokkað upp ráðuneyti sitt með því að skipa aöstoðarráðherra sinn sem skrifstofustjóra og hún hefur hrist upp í háskólanum með því að skipa svila sinn sem dósent í fagi sem hann er ekki fær um að gegna. Jón landbúnaðarráðherra Helga- son hefur staðið vörð um land- búnaöareinokunina og hefur ákveðið að beita sér fyrir aðl flytja inn óætar kartöflur frekar en ætar. Alexander félagsmálaráðherra hefur dregið ungt og húsnæðislaust fólk á asnaeyrunum, samkvæmt þeirri reglu að óvinsældir af sviknum loforðum séu aðalsmerki góðra stjóramálamanna. Af öðrum ráðherrum segir lítið, nema hvað Geir er í Bandaríkjunum á vegum Hafskips og Eimskips. Ef þessu heldur áfram má sjá að ríkisstjómin er við góða fieil.su á af- mæli sínu, after all, þá lifa menn á grjónagraut, en ekki vinsældum. Að minnsta kosti meðan ekki er kosið. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.