Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1984, Blaðsíða 10
 a 10 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Heimsóknar Reagans beðið með eftirvæntingu á írlandi: Reagan Bandaríkjaforseti kemur til Irlands síöar í þessari viku og mun meðal annars heimsækja þorpiö þar sem forfeður hans bjuggu uns þeir hrökkluöust úr landi vegna hungursneyðar. Þetta er aöeins í þriðja sinn sem nokkur Bandaríkjaforseti heimsækir Irland og er heimsóknin liður í lengri ferð Reagans þar sem heimsókn til Normandí er meðal annars á dag- skrá. >ar verður Reagan viðstaddur hátíðahöld í tilefni af því að fjörutíu ár eru Iiöin frá innrás bandamanna í Normandí. Einnig mun hann taka þátt í fundi sjö þjóða um efnahags- mál í London. Mikill meirihluti írsku þjóðarinnar mun fagna Reagan sem einum úr sínum hópi en andstaðan viö heim- sóknina, sem á aö standa í fjóra daga, er einnig umtalsverð. Margir kirkju- og afvopnunar- hópar á Irlandi eru mjög andsnúnir stefnu Bandaríkjanna í málum Róm- önsku Ameríku svo og stefnu Reag- ans í kjamorkuvopnamálum. Mót- mæli eru fyrirhuguð við þinghúsið er Reagan mun ávarpa irska þingiö og heiðursorðum verður brennt í mótmælaskyni viö háskólann í Gal- way er Reagan veröur sæmdur dokt- orsnafnbót þar. Reagan sjálfur hefur lýst fyrirhug- uðum mótmælum sem „írskri gest- risni” A blaðamannafundi í síðustu viku sagði Reagan aðspuröur um hugsanleg mótmæli viö heimsókn hans á Irlandi: „Þeir vita að ég hef ekki komið á nokkum þann stað um árabil þar sem ekki hefur komið til mótmæla og þeir vilja ekki aö mér líöi ekki eins og heima.” En yfirvöld tefla ekki á tvær hættur. Engú- lögregluþjónar fá aö taka frí þann tíma sem Reagan stendur við í landinu og meira en þúsund manna lögregluliö mun vera á veröi á þeim stöðum sem Reagan á aðheimsækja. Hápunktur heimsóknarinnar er talinn vera ferö Reagans til Bally- poreen, litla þorpsins í Tipperary, þar sem langalangafi forsetans er skráður fæddur árið 1829. Hann hét ThomasO’Reagan. Thomas O’Regan flutti til Reagan: ,,Mótmælin eru hluti af irskri gestrisni." Reagan Bandaríkjaforseti heldur á slóðir forfeðra ggp Kennedy og Nixon heimsóttu báðir ír- land. Englands er hungursneyð geisaði á Irlandi um miðja öldina og þaðan flutti hann til Bandaríkjanna árið 1858. Vitað er að hinir þrjú hundruð íbúar þorpsins munu fagna sínum þekktasta „syni” mjög vel. En þeir reikna líka með að hagnast vel á heimsókn hans með því að selja alls kyns minjagripi tengda heim- sókninni. Olstofa í þorpinu hefur verið nefnd eftir forsetanum og gera eigendur hennar sér vonir um aö hann muni líta þar inn og fá sér öl- krús. Fyrstur Bandaríkjaforseta til að heimsækja Irland var John F. Kenne- dy. Hann var af írsku bergi brotinn og heimsótti Irland þegar sem ungur þingmaður 1947. Honum var mjög vel fagnað á Irlandi er hann kom á ný þangað sem forseti árið 1963, aðeins fimm mánuðum áður en hann var myrtur. Annar Bandaríkjafor- setinn til að heimsækja Irland var Riehard Nixon árið 1970. Reagan mun einnig heimsækja Galway sem á í ár 500 ára afmæli og verður sæmdur doktorsnafnbót við háskólann þar. I Dublin mun hann ávarpa írska þingið og aö sögn embættismanna Bandaríkjastjórnar verður því ávarpi ekki aöeins beint til írsku þjóðarinnar heldur til allrarEvrópu. Engar meiriháttar pólitiskar viðræður eru á dagskrá heim- sóknarinnar en Reagan mun að s jálf- sögðu ræða viö Garret Fitzgerald forsætisráðherra og þar mun vafa- laust bera á góma hugmyndir þess síðamefnda um leiðir til að binda enda á fimmtán ára skálmöld á Norður-Irlandi. UFANDIUFFRA VALDATIMA STAUNS A sama tíma og umheimurinn er upptekinn af heilsufari Tsjemenkos Það eru stalínistarnir gömlu, Molotov, Malenkov og Kaganovitsj ganga fjórir af fyrrverandi starfs- svo og Sjepilov, fyrrverandi ut- bræömm hans um í Moskvu eins og anríkisráðherra. lifandi lík. Opinberlega eru þeú- ekki lifandi. Nöfn þeirra hafa verið þurrkuð út úr sögubókunum. Jósef Stalúi heföi án efa séð til að þeir væru ekki lifandi undir nernum kringumstæöum. En eftir daga Stalíns er ekki Molotov heldur sig heima við, 94 Kaganovitsj er 90 ára og spilar ára gamall. dóminó. Malenkov er 82 ára og sést oft á gönguferðum i Moskvu. gengið eins langt. Látið er nægja að sjá til þess að óæskilegir menn eins og þeir gleymist. Vjatsjeslav Molotov var bæði for- sætisráðherra og utanríkisráöherra alltframtil 1956. Gerogij Malenkov stýrði flokknum í eina viku og ríkisstjórninni í tvö ár eftir andlát Staú'ns 1953. Lasar Kaganovitsj var „efnahags- málakeisari” Stalíns og bar ábyrgðá byggúigariðnaöúium. Þegar Nikita Krúsjov afhjúpaöi myrkraverk Stalíns árið 1956 og olli þar með gíf urlegri ólgu í allri austur- blokkinni gerðu þeú þremenning- amir bandalag meö Sjepilov og fleirum um aö koma Krúsjov frá völdum. En meö aöstoð Sjukovs marskálks tókst Krúsjov að ná 120 miö- stjórnarmönnum til Moskvu á einni nóttu. Þar með hafði hann fengið meirihlutann sfa megin. Molotov varð sendiherra í Mongólíu. Malenkov varð fram- kvæmdastjóri orkuvers í Ural. Sjepi- lov var sendur til Kirgisía sem var fæðmgarbær hans og þar varö hann skólastjóri í verslunarháskóla. Eftir nokkur ár fengu þeir síðan að snúa aftur til Moskvu. Malenkov og Kaganovitsj búa báöir í leiguhúsnæði skammt frá varnarmálaráðuneytinu í Moskvu. Malenkov, sem nú er 82 ára gamall, sést oft á gangi í Moskvu og á dögunum sást Kaganovitsj, sem er 90 ára, spila dómínó úti í garði með nágrönnunum. Molotov býr í íbúö í Granowskaja- götu í miðbæ Moskvu. Aöur fór hann daglega á Lenín-bókasafnið til að safna efni í endurminningabók sína. En eitt sinn er hann stóö þar í biðröð árið 1972 bar kona ein kennsl á hann og hrópaöi „bööull” á eftir honum. Upp frá því hefur Molotov, sem nú er 94 ára, haldið sig heima við. Fréttamenn þýska tímaritsins Spiegel höföu og uppi á Sjepilov fyrrum utanríkisráðherra í íbúð hans í Moskvu. En Sjepilov, sem nú er 74 ára, neitaði staðfastlega að ræða viðþá. Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.