Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1984, Blaðsíða 15
DV. MÁNUDAGUR 28. MAI1984. 15 ' * Aðalf undur Kaupfélags Árnesinga: Veltan var 451,6 millj. Aöalfundur Kaupfélags Amesinga var haldinn á Selfossi 8. maí sl. Kjörnir fulltrúar á fundinn voru 109 talsins. 1 félagiö gengu 90 manns á síðasta ári og er fjöldi félagsmanna nú um 2000 tals- ins. Heildarvelta kaupfélagsins varö 451,6 millj.kr. og haföi aukist um tæp 80% frá árinu áður. Launagreiösl- ur námu 54,8 millj. kr. Hagnaður af sölu eigna var 5,7 millj. kr. Á fundinum kom fram aö aðalfram- kvæmdir á vegum félagsíns á siöasta ári voru endurbætur og flutningur á brauðgeröinni á Selfossi og breytingar á útibúinu í Hverageröi. Meðal þeirra tillagna, sem sam- þykktar voru á fundinum, var aö þeim tilmælum var beint til Samvinnuhreyf- ingarinnar að nú þegar veröi leitað allra vænlegra leiða til iönaöarupp- byggingar í Arnessýslu þar sem það væri áhyggjuefni allra hugsandi manna hve fólksflutningar til Reykja- víkursvæöisins hefðu aukist. Stefnt skuli aö því aö iönaðaruppbyggingin veröi gerð í náinni samvinnu við KA. .. .-Regína^Seliqssi,, . f' V • •' i SNORRABRAUT 56 SÍMI 1 35 05 GLÆSIBÆ SÍMI 3 43 50 li Útskrift í Flensborg Flensborgarskóla var slitiö þriðju- daginn 22. maí sl. og þá brautskráöir 43 stúdentar og 3 nemendur meö önnur próf. Flestir brautskráöust af viöskiptabraut, eöa 11, en 3 voru braut- skráöir af tveimur brautum í senn. Bestum námsárangri náði Steina Borghildur. Níelsdóttir sem lauk prófi meö ágætiseinkunn af tveimur náms- brautum: málabraut og viöskipta- braut, og haföi alls 172 námseiningar, sem eru 39 einingar umfram þaö lág- mark sem krafist er til stúdentsprófs. Aörir nemendur meö ágætiseinkunn voru Lóa María Magnúsdóttir, sem brautskráöist af náttúrufræöibraut eftir 3 ára nám í framhaldsskóla, og Jón Viðar Gunnarsson sem braut- skráðist af viöskiptabraut. Kór Flensborgarskólans söng við skóiaslitaathöfnina og skólameistari, Kristján Bersi Olafsson, sleit skólan- um og afhenti einkunnir og viöurkenn- ingu fy rir góöan námsárangur. Leikhúsfólkid skoðar nýbygginguna. Borgarleikhúsið nánast uppsteypt Byggingu Borgarleikhúss miðar all- vel áfram en samfellt hefur veriö unnið viö byggingarframkvæmdir sl. þrjú ár. Stefnt er aö því aö ljúka upp- steypu hússins um næstu áramót og byggingin verður vonandi komin undir þak á fyrri hluta næsta árs. Um þessar mundir er einkum unniö aö uppsteypu leiksviðsturnsins og áhorfendasalar- ins og svæöis þar í kring. I síöustu viku fór starfsfólk Leikfélags Reykjavíkur í skoöunarferö á væntanlegan vinnustaö undir leiösögn Þorsteins Gunnarsson- ar leikara, sem jafnframt er einn þriggja arkitekta leikhússins, og voru meðfylgjandi myndir teknar viö það tækifæri. Verða mikil viðbrigði aö koma úr þrengslunum í Iönó í hiö nýja og veglega leikhús. Aöaláhorfendasal- urinn í Borgarleikhúsinu mun rúma um 500 manns, en minna sviðið tekur frá 150—200 manns í sæti eftir fyrir- komulagi hverju sinni. Byggingaraöilar Borgarleikhússins eru Reykjavíkurborg og Leikfélag Reykjavíkur og hefur verið stefnt að því að taka megi leikhúsið í notkun á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar í ágúst 1986. Til þess að svo megi veröa er Ijóst að leita verður f jár til fleiri en ofangreindra aöila og er rétt að benda fólki og stofnunum á að fjárframlög til byggingarinnar má leggja inn á póst- gíróreikning Húsbyggingarsjóös LR 11620-0. I byggingamefnd Borgarleikhússins eru Guðmundur Pálsson leikari, Þóröur Þorbjarnarson borgarverk- fræðingur og Davíö Oddsson borgar- stjóri sem er formaður nefndarinnar. Nemendahópurinn úr Fiensborgarskóia. NÝ SENDING OKKAR VERÐ TOEpJI -'5T*S^SKÚRINN VELTUSUNDl 1 21212 Nr. 1340. Hálfuppháir dömuskór úr mjúku leðrí. L'rtur svart. Stærðir 36-39. Verð kr. 969. NL 157. Dömurimlaskór úr mjúku leðri. Litur millibrúnn. Stærðir 37- 41. Verö kr. £25. Nr. 0250. Mjúkir dömuinniskór úr leðri. Litur: hvitt. Stærðir 36-41. Verð kr. 470. Nr. 0231. Mjúkir dömuskór úr leðri. Litur svart. Stærðir 35-41. Verð kr. 599. Nr. 0246. Dömuleðursandalar. Litir: svart, vínrautt, khaki grænt (tabacco). Stærðir 36-41. Verð kr. 489. PÓSTSENDUM SAMDÆGURS KREDITKORT Nr.0230. Dömutauskór. Litur beige. Stærðir 37-40. Verðkr. 450. Nr. 236. Spánskar espadrillur, NÝ SENDING, margir litir, stærðir 36- 45. Verð kr. 169.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.