Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1984, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1984, Blaðsíða 26
26 DV. MÁNUDAGUR 28. MAl 1984. Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir lg}tti Napolí vill fá Maradona — er tilbúið að borga Barcelona 7,1 milljón dollara fyrir hann Diego Maradona. Italska félagiö Napolí er tilbúið aö kaupa Diego Maradona á 7,1 milljón dollara. Forráðamenn félagsins áttu viöræður viö forráöamenn Barcelona á laugardaginn — og þeir koma síöan aftur saman á morgun til aö ræöa málin. Maradona hefur mikinn áhuga á að fara frá Barcelona til Italíu. Þaö er mikill hugur hjá Napolí aö fá Maradona og þess má geta aö þegar Heimsmet í stangarstökki Rússinn Sergei Bubka setti nýtt, glæsilegt heimsmet í stangarstökki í London á laugardaginn þegar hann stökk 5,85 m. Gamla metið átti Frakkinn Thierry Vigneron, 5,83 m, sem hann setti í Róm si. september. -SOS. FIRMAKEPPNI ÍR í KNATTSPYRNU verður haldin 2. og 3. júni — 9. og 10. júni á Breiðholtsvelli og ÍR- velli. Þátttaka tilkynnist i síma 74248, Hlynur — 71702, Björn — 76973, Þorkell, fyrir miðvikudaginn 30. mai. Þátttökugjald er2000 kr. SUMARVÖRUR Full búÖ af fallegum sumarfatnaði d börn og unglinga. SENDUMí PÚSTKRÚFU Glœsibœ, Álfheimum 74. Sími 33830. í 25 ár HRESSINGARLEIKFIMIN 25 ARA NEMENDASYNING ÞRIÐJUDAGINN'29. MAÍ í íþróttahúsi Kennaraháskóla íslands v/Stakkahlíð kl. 20.30. 70 þátttakendur sýna, Lúðra- sveit Laugarnesskólans leikur kl. 20.15-20.30. Ástbjörg Gunnarsdóttir, fréttist aö forráöamenn Napolí og Barcelona væru aö ræöast við fóru áhangendur Napolí meö fána út á götu í Napolí, sem skrifaö var á: — „Mara- dona — Velkominn til Napoli”. Það getur farið svo að annar Argentínumaöur, Romond Diaz, fari til Barcelona í skiptum fyrir Mara- dona. Þá er ljóst aö Napolí verður aö selja Brasilíumanninn Dirceu eöa Hol- lendinginn Ruud Krol. Þaö kemur í ljós í dag hvort Maradona fer til Napolí. -sos. Hilmar Sighvatsson — var of seinn á sér, náöi ekki að skora þegar hann fékk gullið tækifæri uppi viö mark KR. Ingi Björn hefur skilið eftir sig stórt skarð hjá Val Valsmenn hafa ekki skorað mark Í270 mínútur. Gerðu jafntefli, 0:0, við KR Það er nú aö koma í ljós hvað geysi- lega stórt skarö Ingi Björn Albertsson hefur skllið eftir sig í Valslfðinu. Á sama tima og þessi marksælni leik- maður fer á kostum í sókn FH-liösins — skorar mark eftir mark, þá eiga Valsmenn erfitt meö að koma knett- inum í netiö. Ingi Björn fór meö töfra- máttinn til Hafnarfjaröar, því aö Vals- menn hafa ekki skorað mörk í þremur ieikjum í 1. deiid, eða í 270 minútur. Það hefði þótt saga til næsta bæjar, eða á tímum Hermanns Gunnarssonar og Inga Bjarnar Aibertssonar, hinna út- sjónarsömu sóknarleikmanna. Valsmenn fengu mörg gullin tækifæri til aö tryggja sér sigur gegn KR-ingum í Laugardalnum á laugar- daginn. Færi sem þeir nýttu ekki eöa þá aö Stefán Jóhannsson, markvöröur KR, sá um aö knötturinn hafnaöi ekki í neti KR-inga. Stefán varði snilldarlega — tvisvar í röö á 14. mín. leiksins. Fyrst frá Jóni Grétari Jónssyni og síðan Hilmari Sighvatssyni. Bergþór Magnússon var nær búinn' að skora á 73. mín. — átti þá skalla í þverslána á marki KR-inga. Valsmenn voru frískari í leiknum, en KR-ingar aftur á móti daufir — vantar alla tengingu á milli vamar og sóknar hjá þeim. Bæöi liöin léku með þrjá hafsenta, sem segir eitt: Þaö er erfitt fyrir tvo sóknarleikmenn aö leika gegn þremur miðvörðum sem dekka stíft. Þrátt fyrir nýju þriggja stiga regluna virðist vera aðalatriðið aö verjast en ekki að sækja. Og það átti því vel við að leiknum skyldi ljúka með jafntefli, 0— 0. Hann skildi ekkert eftir — áhorf- endur áttu engar endurminningar til aö hafa með sér heim. Þaö eina sem Glæsimark Woodcocks — tryggði Englendingum jafntefli, 1:1, í Glasgow. N.-írarurðu Bretlandseyjameistarar Tony Woodcock tryggði Engiendingum jafntefli, 1—1, á Hampden Park í Glasgow á laugar- daginn þcgar hann skoraði glæsimark meö þrumufleyg af 22 m færi. Þetta var 102. landsleikur Skota og Englendinga — England hefur unniö 40, Skotar 39 og 23 sbmum hafa þjóðirnar gert jafntefli. Leikurinn var liöur í síöustu Bret- landseyjakeppninni. Það voru N-Irar sem fóru með sigur af hólmi — voru meö betri markatölu heldur en Eng- lendingar, Skotar og Walesbúar, en allirfenguþrjú stig. 75 þús. áhorfendur sáu leikinn og setti ausandi rigning svip sinn á hann. Skotar voru á undan að skora — á 13. mín. Gordon Strachan átti þá sendingu til Mark McGhee, sem stökk hærra en Graham Roberts og skoraöi meö skalia, 1—0. Woodcock jafnaði á 36. mín., þegar hann lék á Willie Miller og skoraði meö glæsiiegu skoti af 22 m færi — knötturinn hafnaði efst uppi í mark- hominu, óverjandi fyrir Jim Leighton. Peter Shilton, markvörður Englands, sýndi snilldarmarkvörslu á 84. mín. er hann varði skot frá Maurice Johnston. Liöin sem iéku í Glasgow voru þannig sklpuð: Skotland: Leighton, Gough, McLclsh, Miiler, Albiston, Strachan (McStay), Bett, Wark, Archibald, McGhec (Johnston) og Copper. England: Shilton, Duxbury, Roberts, Fenwick, Sansom, Wilkins, Robson, M. Chamberlain (Steve Hunt), Woodcock (Gary Linckar), Blissctt og John Barnes. -SOS. hann skildi eftir eru tölurnar 0—0 fyrir mótabók KSI á komandi árum. Liðin sem léku voru þannig skipuð: Valur: Stefán Amarson, Grímur, Þor- grímur, Guðmundur K., Guðni, Ingvar G., Bergþór, Guðmundur Þ., Valur V., Hilmar og Jón Grétar. KR: Stefán J., Jakob, Stefán P., Ottó, Gunnar G., Agúst Már, Hannes, Sverrir (Willum — 65. mín.), Björn Rafnsson (Erling — 80. mín.), Sæbjörn og Oskar. Helgi Kristjánsson dæmdi leikinn og átti rólegan og þægilegan dag. Maðurleiksins: Stefán Jóhannsson. -SOS. Shrewsbury bikarmeistari Shrewsbury tryggði sér sigur í bikar- keppni Waies þegar félagið gerði jafntefli, 0—0, við Wrexham á föstudagskvöldið í seinni leik liðanna. Shrewsbury vann fyrri leikinn 2—1. Shrewsbury varð bikarmeistarf Wales síðast 1979, en fyrst vann félagið bik- arinn 1891. -SOS. Tony Woodcock. íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.