Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1984, Blaðsíða 28
SS 28 ^ÐVi^NÍlÖÁéÖft'# ÍVÍAÍ'Í984. (þróttir íþróttir íþróttir íþróttir Sagt eftir leikinn: „Strákamir börðust allir sem einn” — sagði Jóhannes Atlason, þjálfari Fram, eftir sigurleikinn gegn Breiðabliki Olafur Björnsson og Kristlnn Jönsson berjast hér um knöttinn í leik Fram og Breiöabliks t gær. OV-mynd Óskar öra Jónsson. Fram fékk þrjú stig í Kópavogi — Bragi Bjömsson tryggði Fram 1-0 sigur gegn Breiðabliki „Það var allt annað að sjá til strák- anna í þessum leik, miðað við leikinn gegn Þrótti,” sagði Jóhannes Atlason, þjálfari Fram, eftir leikinn gegn Breiöabliki í gær. „Það var miklu meiri barátta í þessu núna, enda eru menn þreyttir hér í búningsklefanum. Þetta var sanngjarn sigur að mínu mati og það kom mér á óvart hversu Blikarnir voru daufir. Þeir voru lítið ógnandi. Viö erum ánægðir með þennan sigur en getum leikið betur og ætlum okkur aö gera það í næstu leikjum,” sagði Jóhannes. „Eintómar kýlingar" „Breiðabliksmeim léku leiðinlega knattspymu í þessum leik. Mikiö um kýlingar og þaö er vart hægt aö leika knattspymu gegn slíku liöi, sigurinn var sanngjam og í meira lagi ljúfur,” sagöi Kristinn Atlason, Fram, eftir leikinn en hann er meiddur og gat ekki leikið meö gegn Blikunum. „Þetta var grátlegt" „Þaö var grátlegt að misnota öll þessi gullnu marktækifæri. En númer eitt, tvö og þrjú er aö Framarar eru vel aö þessum sigri komnir. Þeir virkuöu á mann sem miklu meiri heild og þeir vcru mun ákveönari. Þaö var tómt rugl hjá dómaranum aö dæma markið af sem Ingólfur skoraöi. Það var lög- legt,” sagöi Magnús Jónatansson, þjálfari Breiðabliks. N-írar fengu skell — töpuðuO-l fyrir Finnum í undankeppni HM Finnar fengu óskabyrjun í undan- keppni HM í knattspyrau í gær í Pori í Finnlandi þar sem þeir lögöu N-íra að velli 1—0. Það var miðherjinn Ari Valvee sem skoraði sigurmark Finna á 54. mín. eftir varaarmistök John McClelland. Þetta var annar sigur Finna í síðustu 23 leikjum þeirra. N-Irar réöu gangi leiksins nær allan tímann en þeir áttu mjög erfitt meö aö koma markveröinum Olarvi Huttunen úr jafnvægi. Hann varöi hvaö eftir annað stórkostlega — sérstaklega á 74. mín. þegar hann kastaði sér eins og köttur og varöi skot f rá Ian Stewart. — Það var sárt aö tapa þessum leik. Viö réöum algjörlega ferðinni en náöum ekki aö koma knettinum í netið,” sagöi Billy Bingham, landsliös- einvaldur N-Irlands, eftir leikinn. — Þaö þýöir ekkert aö örvænta þótt viö höfum tapað. Finnar veröa erfiöir heima fyrir hinar þjóðirnar í riðlinum — þeir geta tapaö eins og viö geröum,” sagöiBingham. N-lrska liðið sem iék í Finnlandi var þannig skipað: Jennings, J. Nicholl, M. Donaghy, J. McCIelland, G. McElhinney, S. Mcllroy (N. Worthington), M. O’Neill, G. Armstrong (T. Cochrane), B. Hamilton, N. Whiteside og I. Stewart. -SOS' „Hitti knöttinn vel" „Eg fékk góöa sendingu, hitti knöttinn vel og þaö var yndislegt aö skora. Loksins kom þetta hjá okkur. Þetta small saman en viö getum mun betur. Við getum unniö öll liöin í deildinni og gerum þaö vonandi í sumar,” sagöi Bragi Björnsson sem skoraði mark Framara í gær gegn Breiðabliki. „Munaði einni tommu" „Þaö munaöi sáralitlu að ég næöi að verja skotið frá Braga. Það vantaöi eina tommu eöa svo á aö ég næöi til knattarins. Þaö var slæmt aö tapa þessum leik og viö verðum aö taka okkur saman í andlitinu. Það var mjög skrítið aö leika gegn Fram. I liðinu eru margir leikmenn sem ég er búinn að æfa og leika með frá því ég var smá- polli,” sagði Friðrik Friöriksson, markvörður Breiöabliks, en hann var í Fram áður. „Liðsheildin meiri hjá Fram" „Meðan viö berjumst ekki í leikjunum vinnum við þá ekki. Það-er alveg á hreinu. Þaö vantaöi alla heild í þetta hjá okkur og liðsheildin var miklu meiri hjá Fram. Það geröi gæfu- muninn,” sagöi Loftur Olafsson, miðvöröurinn sterki hjá Breiðabliki. -SK. Heims- hornaflakk Heimsmet í kúluvarpi Rússneska stúlkan Natalya Lisovskaya setti nýtt heimsmet í kúluvarpi í Moskvu í gœr þegar hún kastaði 22,53 m. Gamia metið átti Dona Slupianek frá A-Þýskalandi — 22,45 m. Stórsigur Beveren Belgíumeistaramir frá Beveren unnu stór- sigur 5—1 yfir AA Gent í „Super Cup” í Belgíu í gær. Bikarmeistarar Gent áttu aldrei mögu- leika gegn Beveren. Dresden bikarmeistari Dynamo Dresden varö bíkarmeistari A- Þýskalands í gær — vann meistarana Dynamo Berlín 2—1 í úrslitaleiknum sem fár fram í Berlín. -SOS Framarar nældu i þrjú afar mikil- væg stig er þeir sigruðu Breiðablik 1— 0 í Kópavogi í gær. Það var Einar Björnsson, ungur nýliði, sem skoraöi mark Fram á 25. minútu leiksins, skaut hnitmiðuðu skoti og fyrrum félagi hans i Blika-markinu, Friðrik Friðriksson, kom ekki við vörnum. Leikurinn í heild var þokkalegur en ekkert meira en þaö. Bæöi lið áttu mörg góð marktækifæri og var furðu- legt oft aö sjá til leikmanna beggja liöa. Hvað eftir annað stóöu leikmenn fyrir opnu marki eöa áttu markvörðinn einan eftir og oftast var mun erfiöara aö skora ekki. Þaö var strax greinilegt aö leikmenn Fram ætluðu að selja sig dýrt, bar- áttan var mikil og hungriö í aö gleypa stigin þrjú virtist algert. Blikar voru aftur á móti alveg máttlausir lengst af leiknum og ekki til neisti í leikmönnum liösins ef frá eru taldar nokkrar mínútur í upphafi síöari hálfleiks. Þá hleyptu Framarar Blikunum mikiö inn i leikinn og munaöi oft litlu aö þeim tækist að skora. Þeir skoruöu reyndar mark á 25. minútu síðari hálfleiks en það var dæmt af vegna rangstöðu og voru ekki allir á eitt sáttir viö þann dóm. Erfitt er að telja upp einhverja leik- menn sem skáru sig úr, einfaldlega vegna þess að þaö geröi enginn. Fram- liðið var mjög jafnt í þessum leik, liösheildin mjög góö. Sverrir Einars- son átti góöan leik og sömuleiöis Omar Jóhannsson og Bragi Bjömsson. Guðmundur Baldursson lék í markinu og virkaði ekki nægilega sannfærandi. Geturmun betur, pilturinn. Hjá Breiöabliki var meöalmennskan allsráöandi og ætli leikmenn aö vinna leiki veröa þeir aö hundskast til aö skora mörk. Þessi lognmolla við mark andstæðingsins gengur ekki. Al- menningur nennir ekki endalaust aö horfa á leiki hjá liöum sem ekki skora mörk. Lióin voru þannig skipuö: BreiAablik: Friðrik Friöriksson, Benedikt Guömundsson, Omar Rafnsson, Olafur Bjömsson, Loftur Olafsson, Þorsteinn Geirs- son (Ingólfur Ingólfsson), Vignir Baldursson, Jóhann Grétarsson, Sigurjón Kristjánsson, Heiðar B. Heiðarsson (Jón Einarsson) og Guðmundur Baldursson. Fram: Guðmundur Baldursson, Trausti Haraldsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Sverrir Einarsson, Bragi Björnsson, Omar Jóhanns- son, Steinn Guðjónsson, Kristinn Jónsson, Einar Björnsson (örn Valdimarsson), Þor- steinn Vilhjálmsson og Guðmundur Steinsson. Leikinn dæmdi Eysteinn Guðmundsson og sýndi hann Steini Guðjónssyni gula spjaldið. Ahorfendur voru 1037. Maður leikslns: Bragi Björnsson, Fram. -SK. 2. DEILD Úrslit urðu þessi í 2. deildarkeppuinni í knattspyrnu: Skailaerimur-Einherii 1—0 Isafjörður-FH 0-2 Tindastóll-Njaróvík 0-2 Víftir-Vöisungur 1-0 Vestm.-Siglufjörður frestað Þaft var ekki flugvcður f Eyjum um helgina vegna þoku. FH 2 2 0 0 8—1 6 Víftir 2 110 3—24 Njarftvík 2 10 12-13 Skallagrímur 2 10 13—33 Vöisungur 2 10 11—13 ísafjörftur 2 10 13—4 3 Vestm. 10 10 2-21 Siglufjörftur 0 0 0 0 0—0 0 Einherji 10 0 10-10 Tindastóll 2 0 0 2 1—8 0 FH-ingar gerðu góða ferð til ísafiarðar — þarsem þeirunnu — Það var mjög ljúft aö ná aö leggja Isfiröinga að velli á ísafiröi. Þetta var erfiöur leikur en við höfðum heppnina með okkur, sagöi Ingi Björa Alberts- son, þjálfari FH-inga sem náðu að knýja fram sigur 2—0 á Isafirði í 2. deildar keppninni í knattspyrau. FH-ingar léku meö vindinn í bakið í fyrri hálfleik og þá náöi Pálmi Jónsson aö skora afar glæsilegt mark — af 28 m færi. Knötturinn hafnaði upp í sam- skeytunum á marki Isfiröinga. Isfirðingar mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og sóttu þeir nær lát- laust að marki FH-inga. Þeir fengu gulliö tækifæri til aö jafna þegar víta- sætan sigur, 2-0. Að sjálfsögðu skoraði Ingi Björn spyrna var dæmd á FH. Jóhann Torfa- son tók spyrnuna en honum brást boga- listin — Halldór Halldórsson, mark- vöröur FH, náði aö verja. Rétt á eftir geröi Ingi Björn út um leikinn þegar hann skallaöi knöttinn í netið eftir fyrirgjöf frá Viðari Halldórssyni. Klemens skoraði með skalla Víðir í Garöi vann góðan sigur 1—0 yfir Völsungi á Garöasvelli. Þaö var Klemens Sæmundsson sem skoraöi sigurmark Víöis — kastaði sér fram og skallaði knöttinn í netið eftir fyrir gjöf frá Grétari Einarssyni. Strekkings- vindur var og setti hann sinn svip á leikinn. Rokleikur á Sauðárkróki Njarövíkingar lögðu Tindastól aö velli 2—0 í miklum rokleik á Sauöár- króki. Haukur Jóhannsson skoraöi bæði mörk Njarðvíkur — fyrst á 7. mín. meö viðstöðulausu skoti og síðan á 75. mín. Skallagrímur lagði Einherja aö velli 1—0 í Borgarnesi. Bjöm Jónsson skoraði sigurmarkið seint í leiknum. -SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.