Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MAl 1984. 3 Eitt stærsta f íknief nasmygl sem um geturhérlendis: milljónir á götunni Fíkniefnalögerglunni, í samvinnu viö tollgæsluna, hefur tekist aö upp- lýsa eitt stærsta fíkniefnasmygl sem um getur en efnin fundust um borö í ms. Eyrarfossi er skipiö lagðist að bryggju viö Sundahöfn í fyrrinótt. Efnin sem hér um ræðir eru 700 g af amfetamíni og 400 g af hassolíu en það lætur nærri að verðmæti þeirra sé um 5 milljónir kr. er það hefur verið bland- aö og selt á götunni hériendis. Fimm menn hafa verið handteknir vegna þessa máls og i gærkvöldi haföi þegar verið kveðinn upp gæsluvarð- haldsúrskurður yfir einum þeirra, til 15 daga, en sakadómur hafði hina til athugunar. Enginn af þessum mönn- um er skipverji á Eyrarfossi og ekki liggur ljóst fyrir hver hlutdeild skip- ver ja er í smyglinu. Að sögn f íkniefnalögreglunnar lætur nærri að hvert gramm af amfetamíni sé selt á götunni hér fyrir 2500—3000 kr. og þá blandaö. Ef þær forsendur eru gefnar að efnið sem tekið var sé nokkuö hreint og aö það sé blandað 50% áður en það hefði verið selt, lætur nærri að fengist hefðu fyrir það rúmar 3,5 millj. kr. Verð á hverju grammi af hassoliu er nú, samkvæmt upplýsing- um fikniefnalögreglunnar, um 1500 kr. Hún er einnig yfirieitt blönduð áöur en Eitur/yfín sem hér um ræðir, 700g af amfetamini og 400g af hassoliu. DV-myndir GVA. hún er seld og lætur nærri að fyrir hana heföi fengist rúm millj. kr. Eyrarfoss var að koma úr siglingu á Evrópuhafnir, m.a. Rotterdam og Hamborg. Tollverðir settu strax eftir- lit um borð og fengu hafnarverkamenn ekki aö koma um borð í skipiö er það lagðist að bryggju. Fíkniefnalögreglan vinnur nú að rannsókn þessa máls. „RT Ms. Eyrarfoss við bryggju i Sundahöfn. Sjúkraþjálfarar á fundi í morgun Sjúkraþjálfarar sem starfa hjá með4.júní. Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra Þá hefur rikissáttasemjari boðað komu til fundar hjá sáttasemjara samningafund með Félagi grafískra ásamt viðsemjendum sínum klukkan teiknara og Sambandi islenskra aug- 11 i morgun. I dag er þriðji og síöasti lýsingastofa á föstudaginn klukkan dagur boöaös verkfalls sjúkraþjálf- 11 en teiknarar hafa boðaö verkfall ara en þeir hafa siöan boðaö áfram- fráklukkan 15.15þann dag. haldandi verkfall ótímabundiö frá og ÚEF FJ ÖLSK YLDUME RKIÐ PfPpKl ***** Æ' | ■: ffc ■ w \ Í' J pIímv ( : * Nuovu Amcma Fimm gæðarákir á grilli. Tákn gæða og öryggis Prá alda öðli hafa menn greint sig hver frá öðrum með því að gera sér merki. Fjölskyldur áttu sér skjaldarmerki sem í tímans rás öðluðust merkingu í samræmi við það orð og þá virðingu sem ættmennin unnu sér með framkomu sinni og gerðum. í viðskiptum er þessu svipað varið. Framleiðsla hinna ýmsu fyrirtækja er aðgreind með vörumerkjum sem njóta mismunandi virðingar eftir því hvert orð fer af gæðum framleiðslunnar. Merki FIAT fjölskyldunnar, vörumerki FIAT bílanna, táknar þá rótgrónu hefð sem framleiöslan byggir á og þá fjölþættu og flóknu tækni nútímans sem notuð er til þess að ná þeim gæðum sem krafist er í harðri samkeppni í heiminum í dag. FIAT fjölskyldumerkið, fimm gæðarákir á grilli, nýtískulegt tákn fyrir hágæðaframleiðslu skapað af næmleika ítalskrar listhönnunar. Merki sem táknar gæði, fegurð, áreiðanleika, — merki sem nýtur virðingar um allan heim. 1929 F VTLHJÁLMSSON HF. I FI 1 TaTTÍ Smiðjuveqi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202. 1984

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.