Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 9
DV. MIÐVKUDAGUR 30. MAl 1984. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Shamir gagnrýndur vegna skýrslunnar um dráp skæruliða Stjómarandstæðingar í Israel hafa gagnrýnt meöferð hans á opinberri rannsókn er fór fram á því hvemig dauða tveggja Palenstínuskæruliða hefði borið að höndum eftir að þeir rændu ísraelskum strætisvagni í síðastliðnum mánuöi. En stuðningsmenn stjórnarinnar létu í ljósi efasemdir um að rannsóknin hefði verið nauösynleg og sumir þeirra bentu á að sjálf rannsóknin hefði dregið til sín meiri athygli heldur en rán og gíslataka skæmliðanna. Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar var birt að hluta til á mánudag og þar kom fram að tveir skæruliöamir hefðu verið barðir til bana eftir að þeir voru handteknir. Hinir skæmliðarnir tveir féllu í áhlaupi ísraelsku hermannanna svo og einn gíslanna í vagninum. Haim Bar-Lev, þingmaður Verka- mannaflokksins, sagði að það hefði verið rangt af stjóminni að birta ek’ ; alla skýrsluna.„Hundruð manna rnunu hvort sem er sjá hana og þá mun inni- hald hennar óhjákvæmilega leka út,” sagöi hann. Meir Amroussi, formaður samtaka foreldra er misst hafa börn sín, for- dæmdi hugmyndina um að lögsækja hermennina fyrir að hafa fellt skæru- liðana: „Eg skil ekki þessa þjóð,” sagði hann. „Hún vill refsa þeim sem gerðu skyldu sína og drápu hryðju- verkamennina. Hvaöa máli skiptir hvort það var í sjálfum bardaganum eðaáeftir.” Shamir f orsætisráðherra sætir gagnrýni. Fyrrum nasistaveiðari fullyrðir að Bandaríkin hafi haft not af nasistum til aðgerða gegn kommúnistum og lofað þeim í staðinn að sleppa undan stríðsglæparéttarhöldum Walter Rauff ofursti í höndum Bandaríkjamanna á ítalíu, en hann „smaug” úr höndum þeirra og var talið að hann hefði fengið aðstoð í páfagarði til þess að strjúka til S-Ameriku. kenningum um að páfagaröur hafi aöstoðað Rauff eins og fleiri nasista til þess að flytja til Suöur-Ameríku. Segir Loftus að Rauff, sem var yfirmaður SS á Norður-Italíu í stríðs- lok, hafi starfað fyrir Dulles síöustu vikur stríðsins á Italíu. Dulles var þá yfirmaður Genfar-deUdar OSS. (OSS var fyrirrennari CIA). Vitnar Loftus í leyniskjöl í skýrslu sinni, skjöl sem nú hafa verið undan- skUin þagnarskyldunni og sem Loft- us telur áreiöanlegar heimildir. Samkvæmt þeim á Rauff að hafa gengist inn á að láta alla SS-flokka undir sinni stjórn gefast upp án frek- ari baráttu, gegn því loforði frá DuUes aö hann og félagar hans yrðu ekki sóttir til saka f yrir stríðsglæpi. Neil Sher, yfirmaður sérstakrar rannsóknamefndar á vegum dóms- málaráðuneytisins, sem rannsakar meintan þátt Bandaríkjanna í aö koma stríösglæpamönnum undan réttvísinni, segist aldrei hafa séð nein skjöl sem bendli DuUes viö mál Rauffs. Loftus hefur skrifað mikið um hlut BandarQcjanna í að hjálpa fyrrver- andi nasistum í baráttunni gegn konnúnistum. Þessi síðustu skrif hans birtust í blaðinu Boston Globe. — Segir hann þar að Rauff hafi aöstoöaö Dulles í aðgerðum gegn kommúnistum á ItaUu en þeir voru sérgrein Rauffs. Fyrrum erindreki dómsmálaráðu- neytisins bandaríska segir aö AUen heitinn DuUes, fyrrum forstjóri leyniþjónustunnar bandarisku, CIA, hafi komið í kring að Walter Rauff nasistaforingi slapp á sínum tíma undan réttvísi stríðsglæparéttar- haldanna. Rauff andaðist í Chile fyrir tveim vikum en þá voru nýhafnar aftur tU- raunir til þess að fá honum visað úr landi þar svo sækja mætti hann tU saka. Honum var gefið að sök að hafa borið mikla ábyrgð á því að gyö- ingar voru drepnir í flutningabUum með útblæstri búanna. John Loftus vann í stríðslok við að elta uppi stríðsglæpamenn nasista. FuUyrðingar hans koUvarpa fyrri Allen DuUes, fyrrum yfirmaður CIA, var áður yfirmaður GenfardeUdar OSS og samdi þá við SS-ofurstann Rauff, að sögn fyrrverandi nasista- veiðara dómsmálaráðuneytisins bandaríska. Hjálpaöi Dulles Rauff að komast til S-Amenku? Ronald Reagan Bandaríkjaforseti kemur í heimsókn tU Irlands á f östudag. Að sjálfsögðu er mikUl viðbúnaður hjá Irum vegna heimsóknarinnar. Kráareig- andinn á myndinni hér að ofan hefur nefnt krá sína eftir forsetanum eins og sjá má og vonast eftir að salan aukist af þeim sökum að Reagan sjálfur líti þar inn tU að fá sér krús af öli. Hörð gagnrýni Nató á Sovétríkin í gær Utanrikisráðherrar Atlants- hafsbandalagsins komu i gær saman til fundar í Washington og ræddu sam- skipti austurs og vesturs eftir aö hafa hlýtt á harðorðar árásir George Bush, Kynsjúkdómar versta meinið „Sjúkdómar, sem berast manna á mUli í kynh'finu, eru mesta heilbrigðis- vandamál heimsins í dag og eru orðnir eins og farsóttir í löndum þriðja heimsins,” segir formaður ráðstefnu sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) efnirtil. „Þetta er orðið efst á Tista heUbrigðisvandamála,” segir Richard Morísset, prófessor við Montreal- háskóla. Hann verðir í forsæti á ráðstefnu sem sótt verður af þúsund vísindamönnum og læknum 50 landa. Morisset átti fund með fréttamönnum í Montreal í gær til undirbúnings ráð- stefnunni. , JSjöttu hverju sekúndu er einhver í heiminum að smitast af kyn- sjúkdómi,” segir prófessorinn. Segir hann að mestu áhyggjum valdi bakteríusjúkdómur sem nefnist ”chlamidya”, en hann ræðst á leggöng konunnar, gerir þær óbyrjur eða veldur blindu hjá nýfæddum börnum. Sjúkdómur þessi herjar á 500 milljónir manna og er algengasta orsök blindu og ófrjósemi í þriðja heiminum. . varaforseta Bandaríkjanna, og Claude Cheysson, utanríkisráöherra Frakk- lands, á Sovétríkin. Bush gáf tóninn við setningarathöfn í bandariska utanríkisráðuneytinu þar sem hann sakaði Sovétmenn um gífur- lega hemaðaruppbyggingu, mannrétt- indabrot og „ævintýramennsku” í þriðja heiminum. Cheysson sagöi að sökin á því frosti sem nú ríkti í samskiptum austurs og vesturs væri alfarið hjá Kremlverjum. Hann sagði aö framkoma Sovétmanna hefði sýnt hversu ófullnægjandi slökunarstefnan hefði reynst. Cheysson nefndi máli sínu til stuðnings innrás Sovétmanna i Afganistan, þrýsting þeirra á Pólverja og meðhöndlun þeirra á Andrei Sakharov, andófsmanninum kunna. Báðir létu þeir Bush og Cheysson þó i ljósi vilja Atlantshafsbandalagsins um uppbyggilegri viðræður við Sovét- ríkin. I kvöld munu utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins snæða kvöld- verð í boði Reagans Bandaríkjafor- seta i Hvita húsinu. Dó af lyfja- sprautunni Þrítugur Iri andaðist í gær nokkrum mínútum eftir að hann hafði verið sprautaður með nýju hjartalyfi sem vestur-þýskt fyrir- tæki vinnur aö tilraunum með. Hann hafði gerst sjálfboðaliði fyrir tilraunina. Á vegum fyrirtækisins, sem starfar í Dublin, höfðu þrír aðrir sjálfboðaliðar verið sprautaðir með sama lyfinu en þeir kenna sér einskis meins eftir. Sams konar til- raunir hafa staðið yfir í heilt ár og fjörutíu sprautur veríð gefnar án nokkurs óhapps. Læknar fyrirtækisins segjast samt verða að gera ráð fýrir að dánarorsökin standi í einhverju sambandi við sprautuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.