Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 14
VEISLUKAFFI Kvenfélags Laugarnessóknar hefst kl. 15.00 fimmtudaginn 31. maí í nýja safnaðarheimilinu. Stjórnin. r— EIGENDUR Original grindur fgrir Ijós, einnig stuðara- grindur (bull bar), ■ ÞYRILLsf. ■ ■L Hverfisgötu 84, sími 29080. ■ KIÖLBRAUTASKÚUNN BREIÐHOUI Fjölbrautaskólmn Breiðholti Innritun í Fjölbrautaskólann í Breiðholti fer fram í Miðbæjarskólanum í Reykjavík dagana 4. og 5. júní næstkomandi kl. 9.00—18.00 svo og í húsa- kynnum skólans við Austurberg dagana 6.—8. júní á sama tíma. Fer þá fram innritun í dagskóla og öldungadeild. Umsóknir um skólann skulu að öðru leyti hafa borist skrifstofu stofnunarinnar fyrir 10. júní. Þeir sem senda umsókn síðar geta ekki vænst skólavistar. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti býður fram nám á sjö námssviðum og eru nokkrar námsbrautir á hverju námssviði. Svið og brautir eru sem hér segir: Ahnennt bóknáinssviö: (menntaskólasviö). Þar má velja milli sex námsbrauta sem eru: Eðlisfræðibraut, Félagsfræði- braut, Náttúrufræðibraut, Tónlistarbraut, Tungumálabraut og Tæknibraut. Heilbrigðissvið: Tvær brautir eru fyrir nýnema: Heilsugæslu- braut (til sjúkraliðaréttinda) og Hjúkrunarbraut, en hin síðari býður upp á aöfaranám að hjúkrunarskólum. Hússtjórnarsvið: Tvær brautir verða starfræktar: Matvæla- braut I er býður fram aðfaranám að Hótel- og veitingaskóla Islands og Matvælabraut II er veitir réttindi til starfa á mötu- neytum sjúkrastofnana. Listasvið: Þar er um tvær brautir að ræða: Myndlistarbraut, bæði gi-unnnám og framhaldsnám, svo og Handmenntabraut er veitir undirbúning fyrir Kennaraháskóla íslands. Tæknisvið: (Iðnfræöslusviö.) Iðnfræðslubrautir Fjölbrauta- skólans í Breiðholti eru þrjár: Málmiðnabraut, Rafiðnabraut og Tréiðnabraut. Boðið er fram eins árs grunnnám, tveggja ára undirbúningsmenntun að tækninámi og þriggja ára braut að tæknifræðinámi. Þá er veitt menntun til sveinsprófs í fjór- um iðngreinum: Húsasmíði, rafvirkjun, rennismíði og vél- virkjun. Loks geta nemendur einnig tekið stúdentspróf á þessum námsbrautum sem og öllum 7 námssviðum skólans. Hugsanlegt er, að boðiö verði fram nám á sjávarútvegsbraut á tæknisviði næsta haust ef nægilega margir nemendur sækja um þá námsbraut. Uppeldissvið: A uppeldissviði eru þrjár námsbrautir í boöi: Fóstur- og þroskaþjálfabraut, íþrótta- og félagsbraut og loks menntabraut, er einkum tekur mið af þörfum þeirra er hyggja á háskólanám til undirbúnings kennslustörfum, félagslegri þjónustu og sálfræði. Viöskiptasvið: Boðnar eru fram fjórar námsbrautir: Sam- skipta- og málabraut, skrifstofu- og stjórnunarbraut, Verslunar- og sölufræöabraut og loks Læknaritarabraut. Af þrem fyrrnefndum brautum er hægt að taka almennt verslunarpróf eftir tveggja ára nám. Á þriðja námsári gefst nemendum tækifæri til aö ljúka sérhæfðu verslunarprófi í tölvufræði, markaðsfræöum og reikningshaldi. Læknaritara- braut lýkur með stúdentsprófi og á hið sama við um allar brautir viöskiptasviðs. Nánari upplýsingar um Fjölbrautaskólann í Breiðholti má fá á skrifstofu skólans aö Austurbergi 5, sími 75600. Er þar hægt aðfá bæklinga um skólann og Námsvísi F.B. Skólameistari. I)V. MlÐVlKUDAGL'á3Ö. MAl 1984. BWBI ■llll-■ ’ ■llllllI !■ ■Ifl Menning Menning Mennin Sinfóníuhljómsveitin mun eiga annrikt á hátiðinni og hefst annrikið við opnunina þegar hljómsveitin ieikur syrpur af vinsælum islenskum dægurlögum. Listahátíð 1984 hefst næstkomandi föstudagskvöld kl. 20 með opnunar- hátíð sem fram fer í Laugardalshöll. Þar verður vegleg dagskrá og veiting- ar, undir veislustjórn Garðars Cortes, en setningarræðuna mun Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra flytja. Þá mun Sinfóníuhljómsveit Is- lands leika tvær syrpur af vinsælum ís- lenskum dægurlögum frá síðustu tutt- ugu árum en útsetningar gerðu nem- endur úr tónfræðideild Tónlistarskól- ans í Reykjavík. Þá munu félagar úr Islenska dansflokknum sýna og Bob Kerr’s Whoopee Band sjá um uppá- komu sem og Morse-látbragösleikhóp- urinn. Frá miðnætti mun síðan hljóm- sveit Gunnars Þórðarsonar leika fyrir dansi. A laugardeginum, þann 2. júní, hefjast síðan átökin fyrir alvöru og munu ótal listamenn, erlendir sem inn- lendir, sýna verk sín og vinnu. Fjöldi myndlistarmanna mun sýna á hátíöinni og strax á fyrsta degi verður opnuð sýning á verkum 10 íslenskra listamanna sem búsettir eru erlendis og verður sú sýning að Kjarvalsstöð- um en listamennirnir sem þar sýna eru Louisa Matthíasdóttir, Erro, Tryggvi Olafsson, Jóhann og Kristín Eyfells, Hreinn Friöfinnsson, Sigurður Guð- mundsson, Kristján Guðmundsson, Þórður Ben Sveinsson og Steinunn Bjarnadóttir. Þá verður opnuð sýning Karel Appel í Listasafni Islands og í Norræna húsinu verður sýning á verk- um Juhani Linnovaara í sýningarsal. Og Nýlistasafnið sýnir verk Jóns Gunnars Arnasonar og Magnúsar Vladimir Ashkenasy leikur einleik og stjórnar Lundúna Philharmóniunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.