Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 26
26 DV. MJ£)VIKUDtAXJURí3ft.iMALl964. tm Smáauglýsingar Sími 27022 Þverholti 11 -Þufórstoífljótt úriiandi, bætti Baker viö. Þú heföir annars fréttumþetta. , Moröinginn er fund- inn. Shilling arfleiddi þig aö, 1.000.000 pundum.' ARZ.AN®| Tradamark TARZAN ownad by Edgai Burrougha. Inc and Uaad by Parmiaaion -r/ rn\ f & I y C0PYRIGHT © 1958 EOGAR RICE BURROUGHS. INC Ali Righls Reserved Þeir hljóta að hafa sett ný áklæöi á billjardboröin nýlega. Húsnæði óskast Húsaleigufélag Reykjavíkur og nágrennis, Hverfisgötu 76. Einstaklingsherbergi og íbúöir af ölium stæröum og gerðum óskast til leigu á Stór-Reykjavíkur- svæöinu. Húsaleigufélag Reykjavíkur og nágrennis, Hverfisgötu 76, sími 62- 11-68, opiöfrákl. 13-17. Reglusamur ungur maður óskar eftir að fá leigt herbergi meö aðgangi aö baöi eöa einstaklingsíbúö Uppl. í síma 46380 e.kl. 20 í dag og næstu daga. Reglusamur maður óskar eftir herbergi og eldunarplássi frá 1. júní nk. Hafiö samband viö auglþj. DV í síma 27022. H—172. Bráðvantar geymsluhúsnæði fyrir búslóö, leigutími 1—2 mánuöir. Uppl. í síma 27028. Takið eftir. 2 tvítugar stúlkur utan af landi í fram- haldsnámi óska eftir 3ja herb. íbúð á Reykjavíkursvæðinu frá 1. sept. Reglusemi. Einhver fyrirframgreiðsla er möguleg. Uppl. í síma 94-3213 eftir kl. 19. Öska eftir einstaklingsíbúö, helst í miðbænum. Fyrirframgreiösla. Sími 66072. Fulloröin barnlaus hjón vantar 3ja herb. íbúö um miðjan ágúst, bjóöum 7—9 þús. á mánuöi — árs fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 39954 næstu kvöld. Góö íbúöóskast. Einstæð móöir meö eitt barn óskar eftir 2 til 3 herbergja íbúð til leigu í minnst eitt ár. Oruggar mánaöar- greiðslur. Meðmæli ef óskaö er. Reglu- semi og góöri umgengni heitið. Svör óskast í síma 14446 eftir kl. 18. Einstæð móöir meö eitt barn óskar eftir 2ja herb. íbúö til leigu. Reglusemi og skilvísum greiöslum heitið. Uppl. í síma 79345. Óskum eftir einstaklings- eöa 2ja herbergja íbúö í 7—8 mán. Erum tvö í heimili góð umgengni, skilvísar greiöslur. Uppl. í síma 76310 eftir kl. 15. 2ja herbergja íbúö óskast fyrir mæögur, 26 ára og 5 ára, sem koma erlendis frá á timabilinu 15. ágúst—1. sept. Góö meðmæli geta fylgt og fyrirframgreiðsla eitthvaö fram í tímann ef óskaö er. Vinsamlegast hringiöísíma 41272. Kona sem komin er yfir miöjan aldur, í föstu starfi, óskar eftir 2ja herb. íbúö til leigu, helst miösvæöis í Reykjavík, til lengri tíma. Góöri um- gengni og reglusemi heitiö. Einhver fyrirframgreiösla möguleg. Uppl. í síma 30753. Atvinnuhúsnæði Óska eftir húsnæði eða bílskúr fyrir léttan iönaö meö góöum hita og rennandi vatni, má vera um 40 ferm. Möguleikar á fyrirframgreiöslu. Uppl. í síma 27638. Skrifstofuhúsnæöi óskast. Utgáfu- og þjónustufyrirtæki, óskar eftir 150—200 ferm. skrifstofuhúsnæði sem fyrst. Æskileg staðsetning vestur- bær eöa miöbær. Uppl. í síma 23817 á kvöldin. Gott atvinnuhúsnæði á jarðhæð í boði. Bjartur og skemmtilegur salur án súlna, 430 fm. Auk þess aöstaöa og skrifstofuhús- næöi, 230 fm eöa samtals 660 fm. Húsnæöinu má skipta í tvennt. Uppl. í síma 19157. Til leigu skrifstofuherbergi í Hafnarfirði, ca 20 ferm., sími getur fylgt. Hafiö samband viö auglþj. DV í síma 27022. H—039. Verslun. Ca 40 ferm., skemmtilega innréttaö húsnæöi á góöum staö í Reykjavík til leigu. Hafiö samband viö auglþj. DV í síma 27022. H—887. Atvinnuhúsnæöi óskast. 50—100 ferm. húsnæöi óskast fyrir teiknistofu í Hafnarfiröi. Uppl. í síma 53206. Atvinna í boði Framtíðarstarf, vaktavinna. Dugleg og reglusöm starfsstúlka óskast á matsölustaö. Aldur yfir 20 ára skilyrði. Hér er um vaktavinnu aö ræöa. Æskilegast er aö viðkomandi geti veriö áfram næsta vetur aö minnsta kosti (ekki skólanemi). Hafiö samband viö auglþj. DV í síma 27022. H—992. Tækniteiknarar. Oskum eftir tækniteiknara, hálfan eöa allan daginn. Starfsreynsla á sviöi vélateikninga. Vinnutími og laun, sam- komulag. Einarsson og Pálsson, sími 36700. Vantar 2 stúlkur til afleysinga í mötuneyti, ekki yngri en 20 ára. Tilboð merkt „Mötuneyti” sendist DV fyrir 5. júní. Rafvirkjar. Oskum eftir aö ráöa rafvirkja. Uppl. í síma 81775. Rafstýring hf. Hárgreiðslusveinn eða meistari óskast allan daginn, miklir tekjumögu- leikar fyrir hæfan starfsmann. Uppl. í síma 17840 á vinnutíma. Bílstjóri óskast til útkeyrslu um helgar, vinnutími frá kl. 24.00 til kl. 5.00, þarf aö þekkja Reykjavíkursvæö- iö vel. Upplýsingar gefur Öðinn í síma 71524 milli kl. 16 og 18. Næturþjónust- an, veitingahúsið Fell. Kona óskast til almennra húsverka fjóra morgna í viku. Góð laun í boöi. Hafiö samband viö auglþj. DV í síma 27022. H—159. Nokkrir trésmiöir óskast í einstök verkefni eöa til lengri tímá. Mikil vinna, bæöi úti og inni. Upplýsingar í síma 41204 e.kl. 18. Duglegan, vanan mann vantar á bifreiöa- og vélaverkstæöi. Uppl. í síma 71206. Bifvélavirki eða maöur vanur bílaviðgerðum óskast á bíla- verkstæöi. Uppl. í síma 54332 frá kl. 8— 18 og í 51051 á kvöldin og um helgina. Óska eftir aðstoö við málningarvinnu. Uppl. í síma 77915 eftirkl. 20. Atvinna óskast Rafverktakar. Rafvirki óskar eftir sumai'vinnu. Uppl. ísíma 621115. Vandvirkir og vanir trésmiðir geta bætt viö sig verkefnum í sumar. Sumarbústaöasmíöi, viögerö- ir, húsasmíöi/viðgeröir. Innréttinga- uppsetning o.fl. Föst tilboö, tímavinna. Hafiö samband viö auglþj. DV í síma 27022. H—030. 16 ára stúlka óskar eftir atvinnu í sumar og næsta vetur. Allt kemur til greina. Getur byrjaö strax. Uppl. í síma 51899. 29 ára gamall kennari óskar eftir vinnu í 2—3 mánuði. Flest kemur til greina. Uppl. í síma 73032. 23 ára með stúdentspróf. Oska eftir vinnu í 2 mánuði, hálfan daginn eöa hlutavinnu. Ýmislegt kemur til greina. Vön af- greiöslustörfum og skrifstofustörfum, góö enskukunnátta. Upplýsingar í síma 73131, Jóna. Vantar pláss á bát sem háseti eöa kokkur, vanur línu og netum. Uppl. í síma 91-85917. Rafverktakar. Rafvirki óskar eftir starfi sem allra fyrst. Uppl. í síma 74011. Tapað -fundið Tapast hefur Seiko úr á Laugavegi/Austurstræti í hádegi 28. maí. Finnandi vinsamlega hringi í síma 20492. Fundarlaun. Tapasthefursvart seðlaveski meö bankabók, en engum skilríkjum. Veskið tapaöist í rútu frá Selfossi til Reykjavíkur, 25 maí. Finn- andi vinsamlegast hringi í síma 72736. Gisting Gistiheimilið Tungusíðu 21 Akureyri. Odýr gisting í eins og tveggja manna herbergjum. Fyrsta flokks aöbúnaður í nýju húsi. Kristveig og Ármann, símar 96-22942 og 96-24842. Lærið vélritun. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. Engin heimavinna. Ný námskeiö hefj- ast mánudaginn 4. júní. Vekjum enn- fremur athygli á að í júní verður haldiö unglinganámskeið í vélritun og veröur það á sérstöku tilboðsveröi. Tilvalin undirstaða fyrir tölvunotkun. Innritun og upplýsingar í símum 36112 og 76728. Vélritunarskólinn, Suöurlandsbraut 20, sími 85580. Innrömmun Rammamiðstöðin Sigtúni 20, sími 25054. Alhliöa innrömmun, um 100 teg. af rammalistum, þ.á m. állistar fyrir grafík og teikningar. Otrúlega mikiö úrval af kartoni. Mikið úrval af tilbúnum álrömmum og smellu- römmum. Setjum myndir í tilbúna ramma, samdægurs. Fljót og góö þjón- usta. Opið daglega frá kl. 9—18. Opiö á laugardögum. Kreditkortaþjónusta. Rammamiöstööin Sigtúni 20 (móti ryðvarnaskála Eimskips). Skemmtanir Disa stjórnar dansinum: Fjölbreytt úrvalsþjónusta fyrir alls kyns dansleiki. Erum tilbúnir í smærri sem stærri sveitaböll um allt land. Af- mælisárgangar, nú er ykkar tími. Fyrri viöskiptavinir ath: 17. júní skemmtanirnar bókuöust snemma í fyrra. Áralöng reynsla — Traust þjón- usta. Diskótekiö Dísa, sími 50513. Sveit Óska að koma 5 ára stelpu á gott sveitaheimili í ca 3 mánuöi sem fyrst. Uppl. í síma 92-3532, biðjiö um önnu eöa Þröst. 14 ára unglingspilt vantar pláss í sveit, hefur verið á nám- skeiöi í dráttarvélaakstri. Uppl. í síma 37888 og 71357. Duglegar mæðgur, 23 og 4 ára, óska eftir vinnu í sveit um lengri eöa skemmri tíma. Hafiö samband við auglþj. DV í síma 27022. H—154. Get tekið steipu á aldrinum 8 til 11 ára í sveit í sumar. Upplýsingar í síma 33524. 12 ára drengur óskar eftir plássi í sveit í sumar. Uppl. í síma 93-1703. Tek 7—8 ára börn í sveit (helst stelpur) Uppl. í síma 96- 43542. Barnagæsla Barnfóstra, ekki yngri en 12 ára, óskast til aö gæta tveggja barna, 4 og 5 ára, í sumar. Búum í vesturbænum. Uppl. í síma 28119. 14 ára vön stúlka óskar eftir aö gæta barns, helst í miðbænum. Sími 83231. Vantar stúlku til að passa tvö börn í sumar frá kl. 12.30—18.30, í heimahúsi. Uppl. í síma 18545 eftirkl. 18. Óska eftir stelpu í vist í sumar. Uppl. í síma 27975. Hæsteipur! Ég er 11/2 árs strákur úr Grundarfirði og mig vantar stelpu á aldrinum 12—13 ára til aö passa mig í sumar á meðan mamma er að vinna. Uppl. í síma 93- 8675 eftir kl. 19. Óska eftir barngóðri 11—13 ára stúlku til aö gæta 2 1/2 árs gamals barns hálfan daginn. Uppl. í sima 39871. Óska eftirað passa barn í sumar, eftir hádegi. Er á 14. ári og bý í vesturbænum nálægt KR-heimilinu. Rannveig Ása, sími 17322. Óska eftir dagmömmu til að gæta 3ja ára stráks allan daginn, helst í eöa sem næst Laugardalshverf- inu. Uppl. í síma 32942 eftir kl. 17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.