Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 32
32 DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MAl 1984. Sigríður H. Kristjánsdóttir lést 17. maí sl. Hún var fædd aö Gili í Mýrarhreppi 13. júní 1917. Foreldrar hennar voru Guörún Kristjánsdóttir og Kristján Jakobsson. Sigríður vann í fjöldamörg ár sem ráöskona hjá vegagerðar- og símamönnum en síöast í mörg ár hjá mötuneyti Olíufélagsins Skeljungs í Skerjafiröi. Utför hennar verður gerö frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Olafur A. Guðjónsson lést 24. maí sl. Hann fæddist í Keflavík 7. okt. 1909. Foreldrar hans voru Svanlaug Arna- dóttir og Guöjón Eyjólfsson. Olafur starfaöi í mörg ár á Steindóri, bæöi á leigubílum og rútum, ók Noröurleiö í mörg sumur. Um tima ók Olafur hjá sérleyfisbifreiðum Keflavíkur uns hann keypti sér eigin vöruflutningabíl og keyröi hjá Vörubílastöö Keflavíkur til ársins 1973 er hann hætti akstri og vann viö fiskverkun. Olafur var kvænt- ur Sveindísi Marteinsdóttur en hún lést á sl. ári. Þau eignuðust fjögur börn. Ut- för Olafs verður gerö frá Keflavíkur- kirkjuídagkl. 14. Sveinn Kristvinsson, Alftamýri 28, var jarösunginn frá Fossvogskirkju í morgun kl. 10.30. Sigríður Þórdís Eiösdóttir, Skjólbraut 5 Kópavogi, andaöist í Borgarspítal- anum aöfaranótt 29. maí. Guðrún Jósefsdóttir, Langholtsvegi 176, andaöist í sjúkrahúsi Akraness 28. maí. Benónýja Bjarnadóttir, Skeggjagötu 23, andaöist á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 28. maí. Messur Uppstigningardagur — Dagur aldraðra Guösþjónustur í Reykjavíkurprófastsdæmi uppstigningardag 31. maí 1984. ARBÆJARPRESTAKALL: Guðsþjónusta í safnaöarheimili Arbæjarsóknar kl. 2.00 sd. Organleikari Jón Mýrdal. Jónas Þórir Dag- bjartsson og Jónas Þórir Þórisson leika saman á fiðlu og orgel og Matthiidur Matthíasdóttir syngur í messunni. Ollu eldra fólki í söfnuðinum sérstaklega boðið til guðs- þjónustunnar. Samvera og kaffiveitingar í boði kvenfélags Arbæjarsóknar eftir messu. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ASKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Grímur Grímsson prédikar. Sr. Ami Bergur Sigurbjömsson BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 2.00. Dr. Jakob Jónsson prédikar. Organleikari Oddný Þorsteins- dóttir. Handavinnusýning úr félagsstarfi aldraðra eftir messu. Sæmundur Valdemars- son sýnir listmuni. Kaffisala. Sr. Olafur Skúlason. , DOMKIRKJAN: Messa kl. 2. Sr. Jón Kr. Is- feld prédikar, sr. Þórir Stephensen þjónar fyrir altari. Að messu lokinni er sóknarfólki dómkirkjusafnaðarins 67 ára og eldra boðið til kaffidrykkju í OddfeUowhúsinu. Þar syngur Elín Sigurvinsdóttir einsöng við undir- leika Marteins H. Friðrikssonar. Sóknar- nefndin. ELLIHEIMIIJD GRUND: Messa kl. 10.00. Sr. Lárus HaUdórsson. Bráðsmellinn pistill í upphafi vinnudags Enda þótt greinarkorn þetta sé skrifaö undir heitinu I gærkvöldi má ég til meö aö minnast á pistil sem ég heyröi í útvarpinu í morgun þegar ég var aö vakna rétt fyrir klukkan átta. Léttur, reyndar bráösmellinn pistill- inn kom mér í gott skap sem vonandi endist langt fram eftú- degi og helst miklu lengur. Eg hringdi niöur í útvarp til aö spyrjast um hver heföi samiö þennan texta — vildi gjarnan hrósa þeim manni hér í blaðinu. Ekki vildi morgunfólkiö segja mér þaö. Þeim á útvarpinu finnst víst skemmtilegra aö hafa þaö leyndarmál. En hvaö um þaö. Utvarpsdagskrá sem getur komið þjóöinni í gott skap á morgnana er góö. Auk mælts máls af fyrmefnda taginu er létt og frísk- leg tónlist besta meöalið sem hægt er aö senda inn um eyru mannfólks- ins í upphafi vinnudags. Fréttatími sjónvarps hefur löng- um verið talinn emn vinsælasti dag- skrárliöur ríkisfjölmiölanna. A hálf- tíma er sagt frá f jölmörgum atburö- um, innanlands sem erlendis í máli og lifandi myndum. Oftast tekst vel til. I gærkvöldi þótti mér fróölegt aö heyra um kynningarherferö Bæjar- útgeröar Reykjavíkur á karfa. Þaö er vel til fundið hjá forráöamönnum þess fyrirtækis aö reyna aö venja þjóöina viö þennan fisk sem ég verö aö viöurkenna aö hafa aldrei bragö- aö. Sömuleiöis var skemmtilegt aö heyra vísindamanninn segja frá leyndardómum Þingvallavatns. Meira vildi ég heyra um þá. Upplagt væri fyrir sjónvarpiö aö gera sér- stakan þátt um vatniö. Margt í sjónvarpsfréttunúm heföi mátt gera betur. Eg vil nefna aö þegar úrslitaleikur Roma og Liver- pool í knattspymu var kynntur voru sýnd tvö mörk. Skýringar meö þeim vantaöi. Það heföi þurft aö fylgja meö hvaöa leikmaður þaö var sem skoraöi og hver gaf boltann á hvern eöa eitthvaö í þessum dúr. Sjónvarpið hefur reyndar áður hlotiö lof í þessu blaði fyrir beiriar knattspyrnuútsendingar. Sjálfsagt er aö bæta þar við. Eg hlakka mikiö til aö setjast fyrir framan skjáinn klukkan 181 dag. -KMU Alfreð Þorsteinsson: Sjónvarpið tekur of lítið tillit til fólksins ,,Eg reyni alltaf aö fylgjast með fréttum útvarps og sjónvarps og var engin breyting á því í gærkvöldi. Fréttir þessara tveggja fjölmiöla standa alltaf fyrir sínu. Þaö má spyrja hvers vegna fólk er almennt sammála um ágæti fréttanna. Eg held aö svariö liggi í því aö sam- keppni er milli frétta útvarps og sjónvarps, og ekki bara innbyröis heldur einnig við blööin. Þaö er því spuming hvort stætt sé á því að'útvarpið og sjónvarpið ern- oki þennan markað hér í landinu. Eg held til dæmis að sjónvarpiö heföi gott af samkeppni. Almennt finnst mér sjónvarpið taka of lítiö tillit til hins langa vinnudags fólks hér á landi. Þaö ætti aö sýna meira af létt- meti áöur en fólkiö rís upp, eins og í kartöflumálinu. Framhaldsþátturinn í gær um Veröi laganna var frísklegur þáttur, hvemig svo sem um framhaldiö veröur. Umræöuþátturinn sem á eftir kom um nauögunarmál var fróðlegur og sérstaklega var gaman aö heyra í Jónatan Þórmundssyni prófessor sem er glöggur maður og skýr. Þaö má segja að sjónvarpsdag- skráin í gær hafi verið óvenjugóö. Eg bíö svo bara eftir beinu útsend- ingunni frá Róm í kvöld. Hvað sem um sjónvarpiö almennt má segja, þá er íþróttaþjónustan góö. SigA FRIKIRKJANIREYKJAVIK: Guðsþjónusta kl. 14.00. Fríkirkjukórinn syngur, organ- leikari Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSASKIRKJA: Almenn samkoma að kvöldi uppstigningardags kl. 20.30. Sr. Hall- dórS. Gröndal. GRENSASDEILD BORGARSPITALANS: Guðsþjónusta kl. 20.00. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRIMSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Karl Sigurbjömsson. Kl. 2.00. Lagt upp í ferð á vegum opins húss í Svartsengi. HATEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Am- grímur Jónsson. KOPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta i Kópavogskirkju kl. 2.00. Sr. Þorbergur Kristjánsson þjónar fyrir altari, sr. Arni Páls- son prédikar. Aldraðir lesa ritningarorð. Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu Borgum að lokinni guðsþjónustunni. LANGHOLTSKIRK JA: Bjóðum aUa aldraða og aðstandendur þeirra velkomna. Daginn höfum við undirbúið þannig kl. 14.00 helgi- stund. Prestur, organisti og kór kirkjunnar. 2. Erindi. Undursamleg reynsla, séra Jón Skagan. 3. Söngur, Elisabet EirUcsdóttir söng- kona. 4. Sýning á handavinnu og munum þeirra er sótt hafa samverustundir aldraðra í safnaðarheimilinu í vetur. 5. Boðið til kirkju- kaffis. Sóknamefndin. LAUGARNESKIRK JA: Guðsþjónusta kl. 14.00. Helgi Hróbjartsson stud. theol. prédikar. Kaffisala kvenfélagsins í safnaöarheimUinu að lokinni messu. Sr. Ingólfur Guðmundsson. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14.00. Ingi- björg Helgadóttir prédikar. Sr. Frank M. Halldórsson. HAFNARFJARDARKIRKJA: Guðþjónusta kl. 14.00 á uppstigningadag og degi aldraðra. Kirkjukaffi fyrir aldraða í Veitingahúsinu Gaflinn að Dalshrauni 13 eftir guðþjónustuna. Þeir sem óska eftir bUferð í kirkju hafi sam- band við varaformann sóknamefndar, Guðmund Guðgeirsson, í sima 51168. Sóknar- nefnd og sóknarprestur. Ferðalög Ferðafélag íslands Dagsferð, fimmtudag 31. maí kl. 13. Gönguferðá Esju. Fararstjórar: Guðmundur Pétursson og Sal- björg Oskarsdóttir. Brottför frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bU. Verðkr. 150. Helgarferð í Þórsmörk 1. júní-3. júní: Gist í Skagfjörðsskála. Gönguferðir við allra hæfi. Farmiðasala og upplýsingar á skrifstofunni, Oldugötu 3. Útivistarferðir Miðvikud. 30. maí. Kl. 20 Elliðavatn-MyUutjöra. Létt ganga fyrir alla. Verð 200 kr., fritt f. böm m. fullorðnum. Brottförfrá BSI, bensínsölu. Helgarferðir 1.-3. júní. 1. Þórsmörk. Gönguferðir f. aUa. Kvöldvaka. Gist í Utivistarskálanum góða í Básum. 2. Purkey. Náttúruparadís á Breiðafirði. Gönguferðir um eyjuna. Fuglaskoðun og náttúruskoöun. Ný, spennandi ferð. Farmiðar og pantanir á skrifstofunni, Lækjarg. 6a. Sjáumst. Fimmtud. 31. maí (uppstlgningardagur). KI. 10.30 Leggjabrjótur-Brynjudaiur. Gamla þjóðleiðin frá Þingvöllum í Brynjudal. Verð 300 kr. Kl. 13.00 Brynjudalur. Fossar, gil og skraut- steinar. Ganga fyrir aUa. Verð 300 kr., frítt f. börn m. fuUorönum. Brottför frá BSI bensín- sölu. (Ath. breytta ferðaáætlun). Sjáumst. Happdrætti Dregið var í vorhappdrætti Samtaka gegn astma og ofnæmi hjá borgarfógeta föstudaginn 25/5 ’84. Upp komu eftirtalin númer: Nr. 1551. Sólarlandaferð sumarið 1984 til Benidorm með Ferðamiðstöðinni hf. að verömæti ca 25 þús. krónur. Nr. 502. Vöruúttekt í Versl. Glugginn, kr. 5.000,- Nr. 401. Kenwood grænmetiskvöm frá Heklu hf.;. kr. 5.000,- Nr. 889. Vasadiskó frá Nesco hf., kr. 4.000,- Nr. 736. Braun Multipractic hrærivél frá Pfaff hf., kr. 3.850,- Nr. 1684. Hljómplötusett frá Pólýfónkórn- um, kr. 3.000,- Nr. 138. SUfurbakki, kr. 3.000,- Nr. 341. Askrift í 1/2 ár að Vikunni og á- vaxtakassi, kr. 2.700,- Nr. 328. Værðarvoð og 2 ávaxtakassar, kr. 2.700,- Nr. 1710. Vöfflujárn og 10 ljósatímar kr. 2.600,- Nr. 166. Værðarvoð og rakatæki, kr. 2.500,- Nr. 1318. Rakatæki og 20 ljósatimar, kr. 2.400,- Nr. 86. Vöruúttekt hjá J.Þ. & N. og 10 ljósa- tímar, kr. 2.400,- Nr. 1323. Matur fyrir tvo (kr. 1.000,-) í Smiðjunni og vömúttekt í Versl. Kompan (kr. 1.000,-) á Akureyri. Nr. 1659. Hárbursti og 10 ljósatímar, kr. 1.800,- Nr. 1108. Askrift í 1/2 ár aö Urvali og ávaxtakassi, kr. 1.400,- Allar nánari upplýsingar veittar í síma 687830 (Hjördis), 72495 (Hannes) og á skrif- stofu SAO í síma 22153. Samtökin þakka öUum sem hlut eiga að máU veittan stuðning. ii ' i.’884í fnou' iaanefiniu {jJtgJiL'Sii í gærkvöldi Tilkynningar Sérfræðingar Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands á ferð um IMorðurland Friðrik PáU Jónsson, háls-, nef- og eyrna- læknir, ásamt öðrum sérfræðingum Heyrnar- og talmeinastöðvar Islands verða á ferð á. Norðurlandi eystra og Austurlandi dagana 4.—8. júni nk. Rannsökuö verður heym og tal og útveguð heyrnartæki. Farið verður á eftirtalda staði. Raufarhöfn 4. júní, Þórshöfn,5. júní, Vopna- f jörð 6. júní, Borgarfjörð eystri 7. júní, Seyðis- fjörð8. júní. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þessa þjónustu eru beönir aö hafa samband við næstu heilsugæslustöð. Hallgrímskirkja Náttsöngur í kvöld kl. 22.00. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðriks- sonar. Hallgrímskirkja — ferð í Bláa lónið Uppstigningardagur, 31. maí, dagur aldraðra hefst meö guðsþjónustu í kirkjunni kl. 11.00. Kl. 14 verður lagt af stað frá kirkjunni í Bláa lónið. Verð 300 kr. og kaffi innifalið. Fullbókað er í þá ferð. Nokkur sæti laus í Egilsstaðaferðina 27.-30. júni. Safnaðarsystir. Frá Golfklúbbi Reykjavíkur Laugardaginn 2. júni kl. 14 fer fram í Grafar- holti VOGUE-keppnin sem er opin kvenna- keppni. Versl. VOGUE er bakhjarl keppninnar og gefur öll verðlaun til hennar. Keppt er með forgjöf í tveimur flokkum: 0— 21 og 22—36. Keppnin er punktakeppni. A laugardag fer einnig fram punktakeppni fyrir öldunga. Ræst verður út kl. 13. _ Skagfirðingafélögin í Reykjavík halda árlegt gestaboð fyrir eldri Skagfirðinga í Drangey, Síðumúla 35, nk. fimmtudag, upp- stigningardag, kl. 14.00. Bílasími félaganna er 85540. Væntum góðrar þátttöku. Jazz Combó í Skálkaskjóli 2 Jazz Combó Guðmundar Ingólfssonar spilar í Skálkaskjóli 2 (áður Stúdenta- kjallaranum) fimmtudagskvöldið 31. maí frá kl. 21—2330. Handbók Alþingis Ut er komin Handbók Alþingis 1984. Er rit þetta hiö fyrsta sinnar tegundar, en í ráöi er að Handbók Alþingis komi út á fyrsta þingi eftir hverjar kosningar. Bókin er í megindráttum sniöin eftir handbókum þjóðþinga annarra Norðurlanda- þjóða. Er þess vænst að hún geti veitt þeim sem fræöast vilja um skipan Alþingis hand- hægar upplýsingar. í gærkvöldi I Handbók Alþingis eru æviskrár alþingis- manna með myndum, skrár um alþingis- menn, embættismenn þingsins, stjórnir þing- flokka og fastanefndir þingsins. Þá eru birt úrslit síöustu alþingiskosninga ásamt ýmsum upplýsingum um nýkjörna þingmenn. Einnig er yfirlit um ráðherra og ráðuneyti 1904— 1984, forseta Alþingis og tölu þinga síðan 1845. Loks er skrá um alþingismenn, aðabnenn og varamenn sem setið hafa síöan síðasta Al- þingismannatal kom út 1975 fram til 1984. Aft- ast í bókinni er mynd af sætaskipan í Alþingi 1983-'84. Handbók Alþingis 1984 er 150 bls, aö stærð í vasabroti. Lárus H. Blöndal og Helgi Bernódusson tóku saman efni, en Alþingi gefur bókina út. Handbókin verður til sölu í bókaverslunum og kostar 300 kr. 70 ára er á morgun, 31. maí, frú Carmcn Maria Róbertsdóttir, f. í Nice í Suöur-Frakklandi. Eiginmaður hennar er dr. Karl Kortsson, héraðsdýralæknir og ræðis- maður á Hellu-Rangárvöllum. Foreldrar hennar voru Róbert Thony verkfræðingur og Berthe, en hún var aðalborin. Geta má þess að langafi Carmenar var Thöny, byltinga- maöur í Kossuth-hreyfingunni í Ung- verjalandi. Carmen dvelur á afmælis- deginum á heimili sonar síns, Haraldar Karlssonar, petrol-verkfræð- ings, 2473 Easthill Circle, Salt Lake City-Sandy, UTAH 84092, USA. Málverkasýning í Eden Steingrímur Sigurðsson opnar sína 53. málverkasýningu (heima og erlendis) í kvöld kl. 20.30 í Eden, Hveragerði. Þetta er 8. sýning hans i Eden og er hún tileinkuð einkadóttur hans, Halldóm Maríu Margréti Steingrímsdóttur, sem verður 18 ára á opnunardag sýningarinnar. Steingrímur sýnir þama 62 myndir, næstum allt nýtt af nálinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.