Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 36
36 DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MAl 1984. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið AFLEIÐINGAR SÓÐABLAÐA- LESTURS Vissuð þið aö þaö er vísindalega sannaö aö eiginmenn missa áhuga á eiginkonum sínum ettir aö hafa mænt á opnumyndir í karlablööun- um Playboy og Penthouse í nokkrar mínútur. Þetta var niöurstaöan úr tíma- mótakönnun sem gerö var af sál- fræðingum sem starfa viö háskóla i Arizona í Bandaríkjunum. Könnun þessi fór þannig f ram að fenginn var hópur af giftum mönnum og honum skipt i tvennt. Meölimir annars hóps- ins fengu svo upp í hendumar nokkur eintök af áöumefndum sóðaritum og voru þeir beönir um aö grandskoða opnumyndimar, sem þeir gerðu meö áfergju. Meölimir hins hópsins fengu ekkertaðskc öa. Aö nokkrum tíma liönum voru blööin hrifsuð af mönnunum og þeir spuröir aö því hvort þeim fyndist eiginkonur sínar jafnaölaöandi og eggjandiogáður. Eiginmennirnir í sóðablaöahópn- um svöruöu allir neitandi. Eiginmennimir sem ekkert fengu aö skoða svöruðu játandi. Síðan var spurt hvort menn elskuðu konur sínar jafnmikið og áöur. Þaö ætti ekki að koma neinum á óvart aö klámblaðahópurinn svaraði þessari. spumingu neitandi en hinir drengimir sögðust elska konur sínar alveg jafnmikiö. Greinilegt er af niöurstööum þessarar könnunar að eiginkonur ættu að fylgjast grannt með klámblaðalestri eiginmanna* sinna. Connery og frú sæl á svip, enda eiga þau von á vænni peningafúigu. CONNERY KÆTIST Leikarinn Sean Connery sýndi fyrir nokkru aö hann er karl í krapinu i einkalífinu ekki síður en á hvíta tjald- inu. Bond-leikarinn heimsfrægi komst í fréttimar þegar dæmt var í máli sem hann höföaöi gegn fyrrverandi fjár- málaráögjafa sínum vegna f járdráttar þess síðarnefnda. Dómurinn féll Connery í hag og var fjármálaráð- gjafanum gert aö greiða honum hátt á aðra milljón dollara. Þaö var því von aö Connery væri ánægöur á svip þegar hann hvolfdi i sig nokkmm Martini hanastélum, hristum en ekki hræröum. Fiflagangurinn kominn á fullt skriðþegar„móöirin" tekur utan af afmælisgjöfum tíkarinnar. HUNDUR HBDRAÐUR Þaö tiökast líklega hvergi annars staöar en í Ameríku aö menn halda hundum sinum afmælisveislu. Hér fer á eftir frásögn af einni slikri sem stóð í tvo daga og kostaði litlar sex hundmð þúsund krónur. Gestirnir vom hátt á annað hundraö og komu hvaðanæva að, en veislan sjálf var haldin í dýrasta veislusal sem hægt var að fá. Boðið var upp á s jö rétta máltíö og auövitaö var fjölmennt þjónaliö fengiö til aö þjóna til borös. Hundspottið sem öÚu þessu var eytt á heitir því fagra nafni Shana Raquel og mun vera tík af ensku spanielkyni. Hér var merkisafmæli aö ræða því hundurinn haföi náö þvi að tóra í þrettán ár og var því ekkert sparaö. Klæðskeri var fenginn til aö sauma persluskreyttan silkikjól á skepnuna og ekki var látið þar staðar numiö því klær tíkarinnar vom lakkaðar í tilefni dagsins og loppurnar skreyttar dýrum guliarmböndum. Athöfnin hófst er hundurinn rölti í salinn undir dynjandi lófataki veislu- gesta. Skiptust gestirnir síöan á aö faöma hundinn aö sér, og kyssa og óska honum til hamingju meö afmælið, en sumir létu sér nægja aö hrista á honum loppuna. Tíkin var síöan leidd í öndvegi og var þjónn einn fenginn til aö mata hana á uppáhaldsréttinum, ostborgara meö frönskum kartöflum. Hápunktur veislunnar var þegar tertan var skorin og pakkamir opnaöir. Meöal gjafa vom leikföng og jafnvel persneskt gólfteppi frá arabískum fursta sem vit haföi á því aö haldasérfjarri. Biaðamanni nokkmm lék forvitni á aö vita hverju þetta sætti eiginlega og vatt sér aö „móöur” tíkarinnar og spurði varfærnislega hvers vegna hundræfillinn fengi þessar trakter- ingar: „Hún er ömgglega manneskja (þ.e. tíkin),” sagði ,,móðirin”, og geislaði af gleöi. „Eg viöurkenni þaö aö hún er hundur en hún hegðar sér alveg eins og manneskja. Hún er dóttirin sem ég eignaöist aldrei.” Þá vita menn þaö. Auðvitað urðu þær mæðgur að nota sama naglalakkið og klæðast sams konar kjól og báðar voru bær oulli skreyttar. Tíkin og foreldrarnir við háborðið. Þeir eru líklega fáir sem kæra sig um að stinga handleggnum upp i svona vel tenntan tígrishákarl, þvi hann ætti auðvelt með að rifa hana afmeð einum snöggum rykk. Þegar verið var að veiða þennan hákarl fyrir sædýrasafnið i Orlando i Florida varð það óhapp að krókurinn sem hann beit á festist ofarlega i kokinu. Þurfti að ná honum þaðan og var skiljanlega ekki hlaupið að þvi. Dýralækninum sem framkvæmdi aðgerðina hugkvæmdist það snjalla ráð að reka þykkt plaströr vafið þykku efni upp i skepnuna og heppnaðist aðgerðin vel. Hákarlinn losnaði við krókinn og dýralæknirinn hólt hendinni. Enda punktur Um þessar mundir stendur yfir kvikmyndahátiðin i Cannes i Frakklandi. Hátiðin þykir kjörinn vettvangur fyrir smástirni i kvik- myndaiðnaðinum til að láta á sér bera og fá á þann hátt ókeypis auglýsingu. Bf menn taka upp stækkunarglerið og rýna i þessa mynd þá kemur i Ijós af hverju þessi ónafngreinda kona fékk tekna af sór mynd. Þegar endinn ergóður. . . .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.