Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i síma 68-78-58. Fyrir hvert fróttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 kránur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gœtt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ1984. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins: Verra verður það Þaö er ljóst að ríkisstjórnin ræður ekki við verkefni sín og er úrræðalítil gagnvart vandanum þannig að niður- stöður þessarar skoðanakönnunar koma mér sist á óvart. Stjórnarflokk- arnir eru nefnilega ekki sammála um neitt nema það aö lækka kaupiö. Þó hefur stjómin notið þess að stjómar- andstaðan hefur verið í f jórum hlutum og því ekki jafn öflug og ella. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að vin- sældir ríkisstjórnarinnar eiga eftir að minnkaennmeiraennúerorðiö. -EIR Stefán Benediktsson, Bandalagi jafnaðarmanna: Þurfum öðruvísi stjórn I þessum tölum sannast þaö að hér er á ferðinni stjórn sem er ekkert öðm- vísi en aðrar stjómir, sem setið hafa, og því er þróun í fylgi hennar ekki öðruvísi en hjá öörum ríkisstjómum. Þaö sem við þurfum er annars konar ríkisstjórn sem gerir eitthvaðsem fólk: treystir til langframa. -EIR. Eiður Guðnastn, Alþýðuflokki: Hrunið er hafið Niðurstöður skoðanakönnunar DV koma mér ekki á óvart. Það er byrjað að hrynja af stjórninni og þetta er bara byrjunin. Það er sifellt að koma betur í ljós hvert þessi stjórn stefnir, hún þrengir að launafólki og rýmkar hag fyrirtækja og það er einmitt sú stefna semnúeraökomahenniíkoll. -EIR. LUKKUDAGAR 30. maí 38405 MYNDSEGULBANDSTÆKI FRÁ FÁLKANUM AÐ VERÐMÆT! KR. 40.000,- Vinningshafar hringi í síma 20068 LOKI Alft í lamasessi. Byko f/utti skúr þennan frá horninu á Sætúnsvegi og Kársnesbraut, þar sem gam/a Byko-húsið stóð, inn á athafnasvæði sitt við Skemmuveg i nótt. Nokkurt umstang fylgdi flutningunum og voru tveir kranar not- aðir tilað lyfta skúrnum á bilþann er fluttihann. DV-myndHS. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra: STARFSFÓLKISAGT UPP Ollu starfsfólki við Sigurðar Magnússonar, fram- hallarekstrinum vera þá að öll endurhæfingarstöð Styrktarfélags kvæmdastjóra Styrktarfélagsins. gjöld og þjónusta, sem félagið þyrfti lamaðra og fatlaðra var í gær sagt Sigurður sagöi í samtali við DV að að greiða, hefði hækkað verulega upp störfum með samningsbundnum þetta væri gert til að skapa svigrúm umfram framlög Trygginga- uppsagnarfresti. Astæðan er mikill til að endurskipuleggja reksturinn en stofnunar og því væri ekki um hallarekstur stofnunarinnar sem vonir stæðu til að hægt væri aö annað að ræða en endurskipuleggja namásiðastaári3milljónumkróna. endurráða starfsfólkið. Hjá félaginu reksturinn. Hann sagði verkfall Uppsagnirnar voru ákveönar á vinna30starfsmenn. sjúkraþjálfara ekkihafa haft áhrif á stjómarfundi í gær, að tillögu Sigurður sagði ástæðuna fyrir uppsagnimar. OEF Steingrímur Hermannsson f orsætisráðherra: Ekki mjög óhress Ætli skýringamar á þessu fylgistapi stjómarinnar, ef marka skal niður- stöður skoðanakönnunar DV, séu ekki þær helstar að fólki hefur ekki litist á fjárlagavandræðin og umræðan sem um þau skapaðist hefur vafalítiö skaðað ríkisstjómina. Svo er einnig spenna á peningamarkaðinum sem skerðir trú manna á því að okkur takist að vinna bug á vandanum — en ég trúi því ennþá. 67,7% fylgi er þrátt fyrir aUt ekki svo lítið og ég er sannfærður um að það á eftir að aukast enn frekar ef okkur tekst að halda verðbóigunni niðri. Nei, í raun og veru er ég ekki mjög óhress með þessar niðurstöður. -EIR Guðrún Agnarsdóttir, Kvennalista: Þolinmæði fólks orðin þreytt Þessar tölur koma mér ekki á óvart. Ríkisstjómin hefur gengið hart á sam- starfsvUja fólks sem reiðubúið var að leggja ýmislegt á sig til að takast á við efnahagsvandann. En einhæfni þeirra lausna sem stjóminni hafa hugkvæmst hafa þreytt þoUnmæði fólks einkum þegar það sér að ríkisstjórnin heldur áfram við óhófleg gæluverkefni sín eins og t.d. flugstöðina og lætur Seðla- bankabyggingu afskiptalausa. Fólki er að verða ljóst að það verðmætamat sem ræður gerðum stjórnarinnar er ekki viöunandi. -eir Margir um hituna í Stigahlíðinni Þrjátíu og einn hafði sótt um lóðirnar í Stigahlíð í morgun en umsóknarfrestur rennur út síðdegis í dag. Eins og kunnugt er er hér um 21 lóð að ræða og verða þær seldar hæst- bjóðendum. Að sögn fasteignasala hér í borg er verðmæti hverrar lóðar á bilinu ein til tvær milljónir. Að sögn borgarstarfsmanns eiga þeir von á að margar umsóknir berist í dag, jafnvel jafnmargar og þegar hafa borist. ,,Það er reynsla okkar að Islendingar taka aldrei við sér fyrr en á síðustu stundu,” sagði hann. Þegar DV talaði við borgarstarfsmanninn höfðu skrifstofurnar aðeins verið opnar í tíu mínútur. Þá þegar höfðu f jórar umsóknir borist. Þannig verður valið úr umsækjendum að sá sem hefur hæsta boðið fær fyrstur að velja sér lóð og svo koll af kolli. Tilboðin verða opnuö eftir að umsóknarfrestur rennur út, klukkan 16.15 í dag. —KÞ Ölafur G. Einarsson, for- maður þingflokks sjálf- stæðismanna: Von- brigði Fallandi gengi veldur alltaf von- brigðum. Stjómin getur þó fagnað góðum stuöningi við gerðir sínar og þess ber að gæta að hópur þeirra sem ekki tekur afstöðu er stór. Eg á minar skýringar á breytingu fylgis frá fyrri skoðanakönnun DV í mars en ræði þær ekkinú. -EIR. EÐLILEGA HÁIR REIKNINGAR segir f iskeftirlitsmaður á Austfjörðum „Eg kannast ekki við þetta. Það hæsta sem ég hef komist á mánuði er svona 70,80 þúsund og ég vísa því al- gerlega á bug að ég hafi misnotað bílaleigubíla á vegum ríkisins. Það er þó ekki þar fyrir að maður hafi ekki heyrt að þetta sé misnotað,” sagði einn eftirlitsmaður Fram- leiðslueftirlits sjávarafurða á Aust- fjöröum ísamtaliviöDV. Eins og sagt var frá í DV í gær hafa tveir fiskeftirlitsmenn á Aust- f jörðum orðið visir að þvi að misnota afnot sín af bílaleigubílum á vegum rikisins. Hafa þeir í vetur komið með reikninga upp á hundruö þúsunda á mánuðL Hefur Rikisendurskoðun verið að kanna málið um skeið. Hef- ur verið ákveöið að Framleiðslueftir- litið muni framvegis ekki nota bíla- leigubíla. Þess i stað hafa veriö keyptir sex bílar fyrir stofnunL-ia eft- irlitsmönnum til afnota. „Eðlilega eru reikningar þessir háir enda er keyrsian mikil. Við þurfum að aka á milli fjarðanna. Leiðin frá Fáskrúðsfiröi til Hafnar í Homafirði er 250 kílómetrar svo þaö segir sig sjálft að við getum hæglega farið upp í 4000 kílómetra á mánuði,” sagði eftirlitsmaðurinn. Hann sagði einnig að endurskoðun Ríkisendurskoðunar fælist í því að þeir könnuðu starfs- og ferðaskýrsl- ur eftirlitsmanna. Oft pössuðu skýrslurnar ekki við kílómetrafjöld- ann sem upp væri gefinn en það væri vegna þess að á skýrslunum væri ekki pláss til að skrifa alla þá staði er þeirheimsæktu. -kþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.