Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Qupperneq 11
DV. LAUGARDAGUR16. JUNl 1984. 11 kylfustúlka hjá mér. Hluti af fríinu fer í undirbúning og þátttöku á Noröur- landamótinu og svo er ég aö hugsa um aö slappa af í eina viku.í sumarbústaö sem Landsbankinn á i Þrastarskógi. Meira er ekki á dagskránni í bili aö minnsta kosti.” Konan mjög umburðarlynd 1 þessum þáttum hefur ætíö veriö leitaö álits hjá eiginkonu viömæland- ans hverju sinni og hún spurö spjörun- um úr varðandi eiginmanninn. Ut úr þessu hafa oft á tíðum komiö hin nei- kvæöustu svör til handa þeim heitt- elskaöa og viö gefum Ragnari tækifæri á að segja okkur eitthvað um konu sína. Hann er hógværöin uppmáluð eöa þá aö hann hreinlega þorir ekkert að segja. .JConan mín er mjög umburöarlynd og tekur því ekki illa þó mikill tími fari í golfið. Stundum fer ég víst yfir mark- iö og þá er þaö gefið til kynna meö vissu augnaráði sem ég þekki manna best. Hún er mjög skemmtilegur félagi og þaö hlýtur að gefa augaleiö að ég treysti henni mjög vel fyrst ég læt hana draga golfkerruna mína í mótum. Til þess velur maður yfirleitt úrvalsf ólk. ” Nú fer að styttast í Islandsmótiö. Hverja telur þú möguleika þína á sigri vera í ár? „Eg tel þá góöa. Ég er búinn aö æfa vel að undanfömu og æfi öðruvísi en áöur. Mun meira skipulag í æfingum mínum núna en veriö hefur þannig að ég á von á aö veröa í fremstu röö.” Hverjir verða helstu andstæöingam- ir? „Þeir veröa margir en ég reikna meö að þeir Sigurður Pétursson, Björgvin Þorsteinsson og Ulfar Jóns- son veröi erfiðastir en vonandi tekst mér aö leggja þá alia að velli,” sagði Ragnar Olafsson. —45K. „VIÐ KYNNTUMST Á GOLFVELLINUM” —segir Hólmf ríður Jóna Guðmundsdóttir, eiginkona Ragnars Ólafssonar „Viö Ragnar kynntumst á golfvellin- um i Grafarholti. Eg vann þá í eldhúsi golfskálans og hann vann á vellinum,” sagöi Hólmfríður Jóna Guömundsdótt- ir, eiginkona Ragnars Ölafssonar, í samtaliviö DV. „Mér fannst hann strax huggulegur maður og þar sem við unnum á sama stað komumst við ekki hjá því aö sjá hvort annaö svo aö segja á hverjum degi. Svo fór hann að kenna mér golf og þannig byrjaöi þetta. Samband okk- ar þróaöist upp í hjónaband upp frá því.” Hvernig eiginmaður er Ragnar? „Ragnar er mjög góöur eiginmaður, bamgóður með afbrigöum og hefur gaman af dóttur sinni. Hann er mjög duglegur þegar hann er heima. Það er ekki mjög oft. Hann er alltaf í golfi.” Er þaö fariö aö fara í taugamar á þér? Nei, ég get ekki sagt þaö. Eg er farin að fara með honum og draga fyrir hann golfkerruna. Og svo er hann aö reyna aö kenna mér að slá.” Stefnir þú aö því aö verða jafngóö og hannííþróttinni? „Ég ætlaði þaö einu sinni en liklega tekst þaö aldrei. En ég verö að viður- kenna aö kennarinn er í betra lagi. Ég get ekki haft þaö sem afsökun,” sagði Hólmfríöur Jóna Guömundsdóttir. —SK. Ragnar Olafsson langaði að koma á framfæri sérstöku þakklæti til Bjarna Felixsonar fyrir þaö hve mikið hann hefur sýnt af frábærum golfmyndum í sjónvarpinu nú undanfariö. I kjölfarið langaöi Ragnar aö spyrja Bjarna hvort von væri á f ramhaldi í sama dúr. Svar Bjarna Felixsonar: „Eg þakka sömuleiðis. Ekki get ég lofað miklu framhaldi á golfmyndum en þó er aldrei aö vita hvaö verður. Ef góðar myndir berast munu þær aö sjálfsögöu veröa sýndar.” Eftirlætísleikari Ragnars á er- ( lendri grund er Sir Laurence | Olivier. SFULLTNAFN: Ragnar Olafsson. HÆÐOGÞYNGD: 180cmog80kg. 5GÆLUNAFN: Ekkert. BIFREIÐ: Daihatsu Charade. | UPPÁHALDSGOLFKLUBBUR: ! Golfklúbbur Reykjavíkur. I UPPÁHALDSÍÞRÖTTAMAÐUR ■ ÍSLENSKUR: Ásgeir Sigur- I vinsson. ■ UPPÁHALDSÍÞRÖTTAMAÐUR * ERLENDUR: Kareem Abdul | Jabbar. J MESTU VONBRIGÐI I | ÍÞRÓTTUM: Engin sérstök, ég er svo f Ijótur að gleyma þeim. | MESTA GLEÐISTUND í ■ ÍÞRÓTTUM: Þegar ég var valinn í I EvrópuúrvalgegnS-Ameríku. IÖNNUR UPPÁHALDSÍÞRÖTT: Handknattleikur. I UPPÁHALDSMATUR: AUur grUl- * matur. I UPPÁHALDSSJÓNVARPSÞÁTT- J UR: iþróttir. ( UPPÁHALDSLEIKARI ERLEND- ■ UR: SirLaurenceOlivier. I UPPÁHALDSLEIKARI ISLENSK- ■ UR:SigurðurSigurjónsson. ■ UPPÁHALDSBLAÐ: DV. 1 UPPÁHALDSHLJÓMSVEIT: Engin |^sérstök, hlusta lítið á tónUst. MINNISSTÆÐASTA HÖGG i . GOLFI: Höggin þrjú þegar ég fór | holuíhöggi. | LÍKAR VERST Í SAMBANDI VUD I ÍÞRÓTTIR: Aö þrípútta. ■ BESTIVINUR: Geir Svansson. • ERFIÐASTI ANDSTÆÐINGUR: I Vanmat. . HELSTA METNAÐARMÁL Í | LÍFINU: Næsti sólargangur. ■ HVAÐA PERSÖNU LANGAR ÞIG | MEST TIL AÐ HITTA: Vigdísi Finn- I bogadóttur forseta. ■ RÁÐ TIL UNGRA KYLFINGA: I Æfa. ’ HVAÐ VILDIR ÞU HELST GERA I EFTIR AÐ FERLINUM LYKUR? ! Honum lýkur aldrei. | HELSTI KOSTUR ÞINN: Legg mig ■ aUtaf fram. I HELSTIVEIKLEIKI: Ofsmámuna- I samur. ■ FRAMTÍÐARMENN Í GOLFI: I Synlr KaUa Jó, Karl og Jón. BESTIÞJÁLFARI: John Nolan. g YRÐIR ÞU HELSTIRÁÐAMAÐUR ÞJÓÐARINNAR A MORGUN, | HVERT YRÐI ÞITT FYRSTA . VERK? Fá mér Benz. I ANNAÐ VERK: Leyfa bjórinn. | Ragnar Ólafsson langar most til að hitta forseta vorn, Vigdisi Finn- | BÍIKÓ ÞINN SEM „HOBBI"? í björtu og hreinlegu húsnæði með verkfærum frá okkur getur þú stundað bíl- inn þinn gegn vægu gjaldi. • Seljum bónvörur, olíu, kveikjuhluti o.fl. til smáviðgerða • Viðgerðastæði • Lyfta • Smurþjónusta • Lokaður klefi til að vinna undir sprautun. • Aðstaða til þvotta og þrifa • Barnaleikherbergi Tökum að okkur að þrífa og bóna bíla. Sérþjónusta: Sækjum og skilum bíium ef óskað er. MÁNUD. —FÖSTUD. 9-22 LAUGARD. OG SUNNUD. 9-18. BÍLAÞJÓNUSTAN KÓPAVOGI BÍIKÓ TRABAIMT- OG WARTBURG- EIGENDUR Sérfræðingar frá Trabant- og Wartburgverksmiðj- unum verða til aðstoðar og ráðieggingar mánudag—fimmtudag að báðum dögum meðtöldum. Vinsamiegast hafið samband við Viihjáim í síma 84S10. Frystihús—yfirverkstjóri Höfum verið beðnir að finna yfirverkstjóra fyrir frystihús á Suðvesturlandi. Umsækjendur hafi samband við Braga Berg- svemsson. ATH.: Nýtt símanúmer 91-685311. rekstrartækni sf. Tækniþekking og tölvuþjónusta. Síðumúla 37,105 Reykjavík, sími 685311. SMIÐJUVEGI 56 SÍMI 79110 Auglýsing um lögtök vegna fasteigna- og brunabótagjalda í Reykjavík Að kröfu gjaldheimtustjórans, f.h. Gjaldheimtunnar í Reykjavík, og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 12. þ.m., verða lögtök látin fara fram til tryggingar ógreiddum fasteignasköttum og brunabótagjöldum 1984. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttar- vöxtum og kostnaði, hefjast að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsngar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. 12. júní 1984. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.