Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Síða 15
DV. LAUGARDAGUR16. JUNl 1984. HVER HEFÐITRÚAÐ ÞVÍ FYRIR FÁUM ÁRUM? ÍSLENDINGAR FREMSTIR NORDURLANDAÞIÓDA í GLÍMUNNIVIÐ BAKKUS 15 íslenska kraftaverkið, eins og árangur SÁÁ er kallaður erlendis, hefur vakið athygli á Norður- löndum. Hendrik Berndsen, for- maður SÁÁ, útskýrir málin i Stokkhólmi. Myndir Age Biichert. tslendingar fara stundum nokkuð geyst í gullbjórinn hér í Kaupmannahöfn. Danir segja að þeir drekki eins og það sé eldfjall í rassgatinu á þeim. Mér fannst því sérlega gaman að heyra að Islendingum haföi verið hælt upp í hástert fyrir góða frammi- stöðu í bardaganum við Bakkus á ráöstefnu í Stokkhólmi, sem haldin var um miðjan maí sl. „Islendingar eru eina Norður- landaþjóðin sem gert hefur átak þessu líkt og ráðstefnan varö mikill uppsláttur fyrir ykkur,” segir einn dönsku þátttakendanna, Age Biichert ritstjóri. Hann er kvæntur íslenskri konu, Nönnu (sem oft hefur tekið myndir fyrir DV). Hann kynntist þannig SÁÁ á Islandi og varð síðar einn af stofnendum nýrra SÁÁ-samtaka í Danmörku. Hann átti myndir frá iáöstefnunni og var fús til að segja stuttlega frá henni. „íslenska reynslan" „Hún var haldin til að kynna Minnesota-lækninguna (sem heima er kennd við Freeport og Sogn). Þama á ráðstefnunni voru 350 manns frá 7 löndum. Islendingum var sérstaklega boöið, því árangur ykkar þykir til fyrirmyndar,” sagöi Age Biichert. „Fánar ráöstefnunnar voru þeir sænski, íslenski og bandaríski. I prentaðri dagskrá var sérstök grein um Islendinga og mynd af Vígdísi forseta að taka fyrstu skóflu- stunguna að nýrri lækningastöð SÁÁ við Grafarvog. Við setningarat- höfnina söng Berglind Bjarnadóttir og Björgúlfur Guðmundsson flutti ávarp. Silvía drottning heyrði það því hún var viðstödd opnunina,” sagði Age og glotti. ,hSvo var tekinn hálfur dagur í að segja frá „íslensku reynslunni”. Þá sagði Henrik Berndsen, formaður SÁÁ, sögu samtakanna og hvernig viðhorf heföu gjörbreyst frá því fyrir Sune Byren, yfirlæknir hjá SAS: „Við höfum sent 60 starfsmenn og 40 vandamenn „i meðferð" til Bandaríkjanna og nú ætla Volvo og Skandinaviski Handelsbank- inn að gera slíkt hið sama." Silvia drottning var viðstödd ráð- stefnuna fyrsta daginn. íslending- arnir sitja næst fyrir aftan hana. Fleiri alkóhólistar eru dregnir fyrir dómarann á einni viku heldur en koma á heilu ári til læknis," segir John McConough (t.h.), dómari frá Minnesota. Bæði hann og Abigail Healy (t.vj, ráðgjafi Hvita hússins um fikniefnamál, eru óvirkir alkóhólistar. fáum árum, að ofdrykkja var talin ólæknandi á Íslandi. Síðan sagði Pétur Maack frá meðferðinni sjálfri og Anna Þorgrímsdóttir frá eftir- meðferð fyrir sjúklinga og vanda- menn þeirra. Áheyrendum þótti árangurinn ganga kraftaverki næst.” Ráðstefnan var skipulögð af Monicu Getz og Sune Byren í sam- vinnu við sænsk heilbrigðisyfirvöld. Monica er sænskur ríkisborgari en flutti til Bandaríkjanna þegar hún giftist jassleikaranum fræga Stan Getz og kynntist þar Minnesota- lækningunni. Sune Byren er yfir- læknir hjá SAS flugfélaginu. Síöan 1982 hefur SAS sent 60 starfsmenn og 40 vandamenn þeirra til lækninga í Bandaríkjunum („Population Air- lift”). Nú ætla Volvo, Skandinaviska Handelsbanken og fleiri fyrirtæki að fylgja á eftir. Sune Byren upplýsti að tap vegna áfengissýki væri talið nema um 60 milljörðum sænskra króna árlega, eða sem svarar 10 prósent af sænskri þjóðarframleiðslu. Sálin eða sjússinn Þama voru flutt mörg erindi. Daniel Anderson læknir frá Hazelden lagði áherslu á að sjúk- lingurinn læknar sig fyrst og fremst sjálfur. En það þarf að fá hann til að horfast í augu við ástand sitt og viðurkenna aö hann þurfi að breyta um hugarfar. Lykillinn að lækningunni er að rækta sína eigin sál. Aðferðin er byggð á upp- götvunum hins fræga sálfræðings Jung, sem reyndar var lærisveinn Freuds. ,,Spiritus contra spiituum” (það verður að velja annaö af tvennu, sálina eða sjússinn”) skrifaði hann í bréfi til vinar síns. John McDonough, fyrrverandi dómari í Minnesota, sagði að um það bil 75 prósent af öllum skráöum af- brotum í Bandaríkjunum væru tengd ofneyslu á alkóhóli eða fíkniefnum. „Dómarinn sér fleiri alkóhólista í einni viku en læknirinn á heilu ári,’ sagði hann. Honum hefur tekist að fá því framgengt að í mörgum tilvikum eru afbrotamenn í Minnesota nú sendir í „meðferð” fremur en fangelsi. Þar eru þeir dópaðir niður og látnir dútla við einhverja hand- iðju. Þegar þeir sleppa út hafa þeir tekið framförum. Ráðgjafi Hvita hússins í fíkni- málum, Abigail Healy, upplýsti aö á vegum Bandaríkjastjómar störfuðu nú 140 ráðgjafar og upplýsinga- stöðvar. Æ meiri samvinna er höfð við vinnustaði og starfsmannafélög og öll fyrirtæki með fleiri en fimmtíu manns í vinnu eru hvött til aö hafa einhverja ráðgjafarþjónustu. Abigail sagði að ofneysla hvers kyns róandi lyfja væri uggvænlega út- breidd meðal bandariskra kvenna. I erindi sem Betty Ford sendi ráð- stefnunni á videobandi sagði hin fyrrverandi forsetafrú frá því hvaö hún var orðin háð áfengi og pillum og aldrei verri en meðan hún var forsetafrú. Börn eru líka fólk „Það kom skýrt fram á þinginu,” sagði Age Biichert enn- fremur, „hvemig ofdrykkja eins aðila endurspeglast hjá öðrum í fjöl- skyldunni og hvemig alkóhólistanum tekst að vefja þeim um fingur sér og gera að stuðningsmönnum sinum, svo hann geti haldið áfram drykkjunni. Ástandiö bitnar ekki síst á börnunum. En nú hafa verið stofnuð samtök, sem heita „Children are People” (Böm em líka fólk), sem þegar hafa náð sambandi við þúsundir af bömum drykkjusjúkra foreldra í Bandaríkjunum.” Að lokum sagði Age Biichert: „Eitt það sem hafði dýpst áhrif á mig á þinginu var kafli úr leikriti O’Neills „Ismaöurinn kemur” , sýndur á video. Nöturleg lýsing á afskræmdu sambandi hjóna, þar sem annað er alkóhólisti og bæði sjúk. Starf SÁÁ bindur enda á fjölda slíkra harmleikja og ég þekki af eigin raun að árangur Islendinga á þessu sviði er alg jört kraftaverk.” ágæt Inga Huld Hákonardóttir, Kaupmannahöfn Sendum í póstkröfu. AUSTURSTRÆTIÍO ^555^ SIMI 27211 Meira en venjuleg verslun! Hvítir 35 - 46 Svartir 35 — 46 Rauðir 35 - 46 Gráir 40 — 46 Kaki 35-46 (grænir) 35 - 40 kr. 695. 41 - 46 kr. 765.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.