Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 23. ÁGUST1984. Yfirvofandi verðstríð á fiskmörkuðum: „Getur mjög alvar legaraf- leiðingar” „Viö erum oröin næstum eina þjóöin sem ekki nýtur opinbers stuðnings á fiskmörkuöunum. Þessi mál geta haft mjög alvarlegar afleiöingar fyrir okkur á næstu árum ef ekkert veröur að gert,” sagöi Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra í samtali við DV. Eins og kunnugt er er yfirvofandi veröstríö á fiskmörkuðum Islendinga erlendis. Fyrirsjáanlegt er til aö mynda offramboö á fiski frá Kanada. Útgeröin þar og víöa annars staöar, eins og í Noregi og Færeyjum, sem eru helstu keppinautar Islendinga í þess- um efnum, er ríkisstyrkt og því fær um aö bjóöa lægra verö. ,,Ég hef lengi haft áhuga á því hvaö er að gerast í kringum okkur á þessum vettvangi. Þaö gefur augaleið að meö þessu áframhaldi veröum viö ekki samkeppnisfærir. Um leiö hefur þetta áhrif á lifskjör okkar. Þaö er því ljóst að þetta getur haft mjög alvarlegar afleiöingar,” sagöi Halldór Ásgríms- son. -KÞ Leiðrétting: Fjórðungsmót 1956 I frétt í DV í gær var sagt, aö fjórðungsmót sunnlenskra hesta- manna, sem haldiö verður í Reykjavík næsta sumar, sé hiö fyrsta sinnar teg- undar í höfuöborginni. Bogi Eggerts- son haföi samband við blaöið og benti á aö fjóröungsmót heföi veriö haldiö í Reykjavík fyrir tæpum þrjátíu árum, eöa nánar tiltekið 8. júlí 1956. Er beðist velviröingar á þessari gleymsku. G.T.K. I dag mælir Dagfari _____________1 dag mælir Dagfari______ j dag mælir Dagfari segir sjávarútvegs- ráðherra ■ ' .. “ 1; ^ ‘.í * Þorsteinn Þorsteinsson framkvæmdastjóri: — Nú verður mölinni við Sauðárkrók breytt isteinull. DV-mynd -Elfí. 250 milljóna króna verksmiðja rís á Sauðárkróki: Steinull á skeiövelli Þar sem áöur var samkomu- staöur og skeiðvöllur Sauðkrækinga stendur nú yfir bygging á 3000 fer- metra steinullarverksmiðju sem ætl- aö er aö breyta mölinni umhverfis Sauöárkrók í steinull af ýmsum gerðum. Verður verksmiðjan hin fullkomnasta aö allri gerð; sandi ek- iö beint inn um dyr þar sem færiband sér um aö flytja hann í þurrkun og blöndun viö skeljasand. Þá er hann bræddur viö 1450 gráöur og úr honum spunnin steinull í sérstökum spuna- vélum sem standa viö ofnana. Að sögn Þorsteins Þorsteinssonar, sem ráöinn hefur veriö fram- kvæmdastjóri verksmiðjunnar, binda eigendur jafnt sem bæjarbúar miklar vonir viö þetta nýja fyrirtæki. Islenska steinullin gerir gott betur en að vera samkeppnisfær viö erlenda þar sem flutningskostnaður á stein- ull yfir hafið nemur um 3/4 af útsölu- veröi hennar úr verslun. Má því vist telja aö innflutningur á erlendri steinull, sem er 600 lestir árlega, leggist meö öllu af og veröur steinull- arverksmiöjan á Króknum því helst í samkeppni viö önnur einangrunar- efni, s.s. glerull, sem mikiö er notuö hérlendis og svo plast. „Viö gerum okkur góöar vonir um aö geta keppt við glerullina meö árangri vegna þess aö steinullin hefur ýmsa augljósa kosti fram yfir hana. Skiptir þar vafalítið mestu hversu góö hljóðeinangrun steinullin er og svo getur hún vart brunnið þar sem hún i raun og veru er gerö úr steinum,” sagöi Þorsteinn Þorsteins- son framkvæmdastjóri. Heildarkostnaöur viö byggingu steinullarverksmiöjunnar nemur 250 milljónum og þar af kostar bygg- ingin ein 65 milljónir. Stór hluti kostnaöar viö tækjabúnaö felst í mengunarvörnum sem verða þaö fullkomnar að ekki á aö sjást reykur stíga upp úr 40 metra háum reykháf verksmiðjunnar. I húsakynnunum veröa rannsóknastofur, mötuneyti, sturtur, skrifstofur og í einu herbergi rafeindabúnaöur sem stjórnar flestum vélum upp á eigin spýtur. Þátttaka ríkissjóðs í framkvæmd- um þessum, en ríkissjóöur á 40% fyrirtækisins, hefur valdiö nokkrum deilum en um þaö atriði segir Þor- steinn framkvæmdastjóri: „Þátt- taka ríkissjóðs er augljóst hag- kvæmnisatriði. Ef aö líkum lætur mun innlend framleiðsla á steinull hafa í för meö sér umtalsverðan gjaldeyrissparnaö. Innflutningur á steinull mun leggjast af og innflutn- ingur á glerull og plasti minnka verulega. Lækkaö verö á einangrun- arefnum mun jafnframt valda því aö fólk fer að nota þaö í auknum mæli sem aftur þýöir orkusparnað í hús- hitun. Því má meö sanni segja að hiö opinbera nái margfalt til baka því fé sem þaö hefur lagt í verksmiöjuna. ” Auk ríkissjóðs eiga fyrirtækið Steinullarfyrirtækið hf. sem aö standa bæjarfélagið á Sauðárkróki og íbúar, Samband íslenskra sam- vinnufélaga, Partek, sem er finnskt fyrirtæki, og svo Kaupfélag Skag- firðinga. Þegar framleiösla hefst haustið 1985 er ráögert aö verja um 10 milljónum króna til auglýsinga á hinu nýja einangrunarefni íslenskra húsbyggjenda — steinullinni frá Sauöárkróki. -EIR. Milli táknmáls og kvöldfrétta Sjónvarpið hefur haft þaö fyrir siö aö leika vinsæl dægurlög, popptónlist eða f jöruga músik í hléinu sem verð- ur milli táknmálsins og fréttanna á kvöldin. Ekki er annað vitaö en aö þessi músik hafi mælst vel fyrir, enda fátt saklausara í rigningar- súldinni en létt popp til afþreyingar. En nú má þetta ekki lengur. Nú hafa nokkrir valinkunnir borgarar, sem telja sjálfa sig til menningar- vita, sent frá sér mótmælabréf, þar sem þeir leggja til aö sjónvarpið velji islenska söngvara og hljómlist í ríkari mæli en nú er gert milli tákn- máls og kvöidfrétta. Auk þess verði leikin sígild lög, nútímatónlist og vel kemur til greina að mati þessara gáfumanna aö útvarpa ljóö- og sagnalestri íslenskra skálda og iista- manna á fyrrgreindum tima. Til er þjóðflokkur í landinu, sem telur sig færan um að hafa vit fyrir öðrum. Þetta eru sjálfskipaðir út- verðir menningar og lista, þjóðrækt- ar og varöveislu íslenskrar tungu.ís- lensk þjóð á að sitja og standa sam- kvæmt þeim listasmekk, sem þessi þjóöflokkur ákveður. Hefur hann sérstakt lag á því að vera á móti þeirri list, sem almenningur telur einhvers virði, en mælir með hinu, sem engir aðrir vilja hvorki sjá né heyra. Sérviska þessi hlýtur að vera þjakandi til lengdar. Fulltrúar þessa hóps hafa nú sent sjón varpinu bréf til að segja því fyrir verkum. Ekki er það svo gott, að sér- vitringarnir séu að skipta sér af dag- skránni. Nú eru þeir að amast við tóniistinni sem leikin er á milli dag- skrárliða. Hún er leikin meðan beðið er eftir því að vísirinn á klukkunni komist á slagið átta. Enginn hefur beðið þessar mann- vitsbrekkur aö hlusta á þessa hljóm- list. Satt að segja hélt maður aö fólk, sem væri þrúgað af þjóðlegri ábyrgð 'á menningu og listum, hefði annað við tíma sinn að gera en sitja fyrir framan sjónvarpið og horfa á klukk- una. Auk þess ætti það ekki að vera neinum ofraun að skrúfa niður í tæk- inu þær fáu mínútur, sem iíða milli táknmáisins og kvöidfréttanna. Nema sérvitringarnir sitji með voiumiö á fullu í þeirri trú, að tákn- málið kunni aö heyrast? Kannski eru þeir að bíða eftir því að táknmálið verði misnotað og brjóti í bág viö þjóölegan listasmekk menningarvit- anna? Ekki hefur Dagfari á móti ís- lenskri tónlist og ekki þarf aö vera verra þótt stöku sinnum heyrist Guðmundur Jónsson og Hamraborg- in eða Stuðmenn í stuði, meðan beðið er eftir fréttunum. En heldur yrði þaö þunnur þrettándi ef þjóöin þarf að sitja uppi með það sem ófrá- víkjanlegu reglu, að íslensk músík heföi einkarétt á þeirri afþreyingu sem felst í því að bíða eftir fréttun- um. Svo ekki sé talað um þann kross, að hlusta á angurværan ljóðalestur áður en þulir tilkynna um mannvíg, efnahagskreppur og atvinnuleysi í umheiminum. Hafa menn virkilega ekki meira álit á ísienskri ljóöagerö? Hvað þá ef Íslendingar eiga að sitja uppi með þá hrollvekju að hlusta á uútímatónlist undir kvöld- matnum. Mætti ég þá biðja um gamagaulið í sjálfum mér eða grenj- ið í krökkunum. Það verður hinsvegar að segjast eins og er, að ekki er risið hátt á ís- lenskri menningu og innlendu hljómlistarlífi, þegar tuttugu ein- staklingar, sem taka sjálfa sig alvar- lega, senda sjónvarpinu bréf og krefjast þess, aö islenskir söngvar og hljómlist verði leikin utan dagskrár, væntanlega af því þeim finnst hún ekki nógu góð fyrir dagskrána sjálfa. Væri ekki best fyrir þessa menning- arpostula að dagskráin öll verði framvegis flutt á táknmáli? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.