Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Blaðsíða 4
40 DV. LAUGARDAGUR 25. AGUST1984. 99...mánudi siðar var maðuriiui dauður og allt sem í kringum hann var” — Rætt við Þðri Guðmundsson blaðamann og ðlæknandi f lökkukind „Það er ekkert nýtt að íslendingur hafi gaman af að ferðast. Ferðalög eru bara ventill til að forða manni frá þvi að brjálast i grámóskunni hérna heima,” sagði Þórir Guðmundsson, blaðamaður og ólæknandi flökkukind. Undanfarna sjö mánuði hefur hann verið á ferða- lagi í kringum hnöttinn, eins og les- endur DV og hlustendur útvarps- frétta hafa eflaust tekið eftir. „Eg ferðast best þegar ég hef eitt- hvað fyrir stafni annað en einfald- lega að feröast. Það er líka þessi óslökkvandi forvitni í mér og áhugi á alþjóðamálum sem gerir það að verkum að ég er sjaldan fyrr stiginn út úr jámbrautarlestinni en ég fer að gramsa í stjómmálum staðarins.” Hvað varð til að þú fórst í þessa ferð? „Eg var búinn að eyða fjórum ár- HÉ f 'X* íy | -J "^Æ um í lærdóm í háskóla í Bandaríkjun- um þar sem ég lagöi helst stund á alþjóðamál og eftir aö ég útskrifaðist lágu fyrir mér þrír möguleikar. Ég gat haldið áfram, farið heim í visitöl- una eða frestað ákvörðuninni með því aö leggja skottið milli fótanna og flýja land. Eg tók síðasta möguleik- ann enda til í að breyta tii. Ef það líða fleiri en fimm mánuðir milli þess að ég stíg upp í flugvél fer ég að veröa órólegur.” Hvaö er nú eftirminnilegast úr ferðinni? „Það hljóta að vera viðtölin við öfgasikkann Bhindranwale i Punjab á Indlandi. Það er undarleg tilfinn- ing aö vita að mánuöi síðar var maðurinn dauður og flestir sem í kringum hann voru. Maður var að gantast við þessa stráka. Þeir voru flestir á sama aldri og ég. Þeir sýndu fómariömbum sínum aldrei neina miskunn en þó er ekki hægt annaö en að vorkenna þeim. Þeir voru í sömu aöstöðu og refur í gildru þegar stjórnin sendi herinn á þá, um- kringdi hofið þar sem þeir höfðu að- setur og sendi herinn inn. Torfan Bezt er að hafa sem flestar kokkahúfur og fæstar krónur Flest gott og sumt ágætt Torfan er oft nefnd í sömu andrá og Lækjarbrekka, enda móöurstaður hennar. Matstofurnar eru næstum hlið viö hlið í Bemhöftstorfunni. Munur þeirra er heldur ekki mikill. Torfan er heldur eðlilegar gömul, heldur dýrari og heldur betri sem veitingahús. Lækjarbrekka er að vísu góöur staður, en Torfan er einn af hinumbeztu. Torfan er ekki eins skipulega inn- réttuð og Lækjarbrekka og um leið minna kuldaleg, þótt allir litir séu ljósir, ýmist gulleitir eða grænleitir. Leikmyndir og búningateikningar úr leikhúsum lífga veggina, sömuleiðis lifandi blóm á rúðóttum borðdúkun- um. I hádeginu eru pappírsþurrkur á borðum, en á kvöldin eru tauþurrkur og kertaljós. Allur borðbúnaður er hinn snyrtilegasti. Og í heild er Torf- an afar notalegur matsölustaður. Elskulegt við útlendinga Leiðigjamt er orðið að taka fram viku eftir viku, aö þjónusta á veit- ingastað sé góð. Hún er nefnilega undantekningalítið skóluö, fagleg og góð á íslenzkum matstöðum. Um Torfuna veröur þó sérstaklega að taka fram, að hún er ekki bara góð, heldur beinlínis elskuleg, einnig viö útlendinga, sem líklega hafa þó ekki tækifæri til að koma aftur. Hlaðborðið í hádeginu er greini- lega sniðið fyrir útlendinga, sem yfirgnæfa á staönum á sumrin, ekki bara í hádeginu, heldur líka á kvöld- in. Á þessu mestmegnis kalda boröi eru yfir 20 réttir, aðallega sjávar- réttir. Ber þar mest á mörgum tegundum girnilegrar síldar. Skemmtilegt var að sjá karfa inn- bakaöan í salti. Að öðm leyti freist- aði borðið mín ekki, þótt það liti bet- ur út en sum önnur slík hádegisborö íslenzkra veitingahúsa. Heilhveitibrauðkollumar meö súp- um Torfunnar reyndust vera nýjar og bragðgóöar, bornar fram með smjöri í álpappír Samsölunnar. Hrá- salatið með aðalréttunum var einfalt og mjög gott, aðeins ísberg, paprika og tómatur. 1 annaö skiptið var það einfaldlega olíuvætt, en í hitt skiptið boriö fram meö þykkara viðbiti, sem örlítill karríkeimur var að. Ferskt eða milt soðið Annað meðlæti með aöalréttum var yfirleitt lítiö og ferskt. Næstum ekkert af því var úr dósum og það fáa, sem var soðið, var mildilega soðið. Hins vegar var þaö nokkuð staðlað. Til dæmis birtist bökuö kart- afla með sýröum rjóma í föruneyti hvers réttarins á fætur öðrum, ekki bara kjötréttanna, heldur flestra fiskréttanna einnig. Minestre súpa hádegisins var tær, tómatlituð súpa meö lauk, papriku, seljustöngli, gulrót, höm og spaghetti, óvenjulega góð. Humar- súpa kvöldsins var vel rjómuð með stórum og meyrum humarbitum, hinn fínasti matur. Grænmetisseyði Garbanzo meö tómati, sveppum, papriku og kjúkbngabaunum var tær og góð súpa. Bezt var þó Baunaspíru- súpa Manilla, sem einnig hafði að geyma sesamfræ og kjötbita. Kæfa hússins var bragðsterk lifr- arkæfa, ljómandi góð og hæfilega þétt, borin fram með sýrðum smá- gúrkum, alfa-alfa spírum, blaðsal- ati, rúgbrauði og smjöri. Brauöið þótti mér ekkigott. Reyktur nautavöövi meö melónu var borinn fram með sama meðlæti og kæfan. Þetta er ein af ýmsum til- raunum íslenzkra matreiðslumanna til að meðhöndla ýmiss konar kjöt eins og Parmaskinku. Og þetta var ein bezt heppnaða útgáfan. Kjötiö var mjúkt og bragðgott. Hörpufiskur á teini var meyr og hélt bragði, þrátt fyrir osthjúp. Með honum fylgdu hæfilega soðin hrís- grjón, sætsúr sósa góö og smjörbak- að snittubrauð hvítlaukskryddað. Skemmtilegt var að sjá guðlax á matseðli dagsins. Hann var glóðar- steiktur, borinn fram með steinselju- smjöri og hinu staðlaða grænmeti. Liturinn minnti mest á túnfisk og bragðið mest á stóra lúöu. Þetta er tilbreytni, en lúðan er betri. Gufusoðnar rauðspretturúllur voru hæfilega lítið eldaðar og einkar bragðgóðar. Þær voru bomar fram í hjúpi smjörs og gráöosts, sem gaf skemmtilega tilbreytni í bragði. Meö voru til dæmis ágætar rækjur og dósakræklingur, sem ekki fara af frekari sögur. Reykbakaður herramannsmatur Reykbökuð smálúöa var sannkall- aður herramannsmatur. Undir rauðri reykhúðinni var lúðan undur- milt soðin og svo bragðgóö, að hún skyggði á aðra ágæta rétti staðarins. Reykingin í elduninni hafði gefið hæfilega reyktan vott í bragðiö, hvorki of mikinn né of lítinn. Koniakslegnar lambalundir voru lakasti rétturinn, sem prófaður var. Þær voru ofeldaðar og næstum alveg gráar, enda fremur þurrar undir tönn. Með þeim var borið fram heil- mikið af ferskum og góðum sveppum og sterk vínsósa í sérstakri skál. Léttsteiktar lundabringur dags- seðilsins voru í sæmilegu meðallagi, bornar fram á kafi í sömu vínsós- unni, en lyft upp af miklu magni ferskra og hressilegra rifsberja. Tumbautinn var eins og gestir vona alltaf, að hann sé, stór og hrá- steiktur og meyr. Sem betur fer var milt bragð að bemaise sósunni, sem matreiðslumenn telja eina koma til greina í þessum mat. Ferskur ananas reyndist vera óþroskaöur og bragölaus, en Grand Marnier blandaður rjóminn, sem fylgdi með, var góður. Súkkulaðiís var meö heilum súkkulaöibitum og ferskum og fínum jarðarberjum. Bezti eftirrétturinn var svo kiwi með þeyttum rjóma og ávaxtahlaupi, með beztu eftirréttum landsins. Töluvert er af rusli á vínlista Torf- unnar, en innan um er dáh'tið af drykkjarhæfu vínunum, sem marg- nefnd hafa verið í greinaflokki þess- um. Miðjuverð á forréttum Torfunnar er 220 krónur, súpum 90 krónur, s jáv- arréttum 302 krónur, kjötréttum 420 krónur og eftirréttum 125 krónur. Með hálfri flösku af víni á mann og kaffi ætti miðlungsveizlan að kosta 811 krónur. Það er svona einhvers staðar milli meðalverðstaðanna og dýru staðanna. I hádeginu kostar hlaðborðið 385 krónur. Súpa og réttur dagsins kosta þá 295 krónur, en 490 krónur að kvöldi. Jónas Kristjánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.