Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Blaðsíða 6
42 DV. LAUGARDAGUR 25. ÁGUST1984. GUIMNAR ÞÓRÐARSON — var gítarleikari og aðallagahöf- undur Hljóma alla tið. Vafamál er hvort annar Islendingur hefur leik- ið inn á fleiri hljómplötur en hann á eigin nafni, í hljómsveit eða sem aðstoðarmaður. Þaó vœri að æra óstöðugan að telja upp allar þœr sveitir sem Gunnar hefur leikið í, en minnt er á að hann hefur gert fjölmargar sólóplötur og stjórnar nú eigin hljómsveit sem er fastráð- in á veitingahúsinu Broadway. Gunnar verður fertugur snemma á nœsta ári. Guðmundur RÚNAR JÚLÍUSSON — var bassaleikari og söngvari Hljóma og afkvæma þeirra alla tíð. Eftir að Hijóma- og Trúbrots- ævintýrinu lauk sé hann um Hljómaútgéfuna ásamt Gunnari en stofnaði siðar eigin útgáfu, stúdió og hljómsveit. Þrenningin ber eitt nafn, Geimsteinn, og er allt enn á fullum dampi. Rúnar hefur gert fleira en að leika i hljómsveit. Hann var einn efni- legasti knattspyrnumaður síns tima og var einu sinni valinn í landslið en gat ekki keppt — átti að spila á tónleikum sama kvöld! Rúnar er þrjátíu og níu ára gamall. ERLINGUR BJÖRNSSON - var gitarleikari Hljóma allan fyrri starfstima þeirra, 1963—1969. Hann var samhliða umboðs- maður þeirra og varð umboðs- maður Trúbrots er hún var stofnuð. Erlingur hefur lítið sem ekkert spilað opinberlega frá þvi Hljómar liðu undir lok. Erlingur starfar nú sem barþjónn á Keflavíkurflugvelli. Hann verður fertugur á þessu ári. ENGILBERT JENSEN - var söngvari og trommuleikari Hljóma 1964-1965 og frá 1967- 1969. Hann lék með fleiri sveit- um svo sem Óðmönnum og Haukum og tók þátt í endurreisn Hljóma 1973 til '74 svo og með Lónlí blú bojs '74 til 76. Hann hefur gefið út eina sólóplötu. Hann hefur lagt hljómlistina að mestu á hilluna en rekur hljóð- færaviðgerðaverkstæði í Reykjavik. Engilbert er fjörutiu og þriggja ára. FIMMTÁN ÁRA MINNING „. . . Þessi smáfyrirlestur um örlög Kefla- víkur og fleiri Suðumesjahafna var haldinn viö symfón og salteríum. Sá ómur heyrist ennþá í Kóngsins kaupinhöfn — en þaö er ekki laust viö aö hann breytist og veröi til í Keflavík, og þaðan berst hann vafalaust út aö Básendum. Munurinn er sá að nú er þaö ekki íslenskur grútur sem skapar hann, heldur íslenskir tón- listarmenn. Snillingar sem borið hafa nafn fósturlandsins út um heim, engu síður en skapari hins ódauölega Jóns Hreggviðssonar. Viö erum aö tala um Hljóma frá Keflavík.” Omar Valdimarsson, Saga Hljóma, Reykjavík 1969. Fimmtán ár eru liöin frá því aö hljómsveitin Hljómar lagði upp laupana í fyrra skipti og 10 ár eru frá því að hljómsveitin endurholdguö dó drottni sínum. Hljóma frá Keflavík þarf vitaskuld ekki aö kynna fyrir meginhluta lesenda. Engu að síöur er hætt við að margur ungur lesandi, sem aldrei hefur bítlaö heldur aöeins pönkaö, diskað og breikaö, viti lítiö meira um Hljóma en aö þeir sungu Bláu augun þín. Hljómar voru frumherjar á fleiri en einu sviöi íslenskrar tónlistar og líkast til vinsælasta hljómsveit sem Island hefur átt og þykir því til- hlýöilegt aö rifja upp eitt og annaö úr ferli þeirra nú er fimmtán ár eru frá því aö hljóm- sveitin hætti á hátindi frægöar sinnar. Omar Valdimarsson, blaöamaöur á Morgun- blaöinu, samdi Sögu Hljðma áriö 1969, þá aðeins nítján ára gamafl. Hann hefur veitt DV góðfús- legt leyfi til að birta glefsur úr bókinni, enda er hún ómetanlegur vottur um hætti og tungutak samtíöarHljóma. Eins og allar merkar hljómsveitir eiga Hljómar sér móöurskip. Þaö var hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar en meö henni léku meðal annarra gítarleikararnir Gunnar Þórðar- son og Erlingur Bjömsson og söngvararnir Einar Júlíusson og Engilbert Jensen. Þeir þrír fyrstnefndu hættu í hljómsveit Guömundar haustið 1963. Vildu þeir stofna eigin hljómsveit og fljótlega gekk trymbillinn Eggert Kristinsson til liös við sveitina. Bassaleikara vantaöi enn og góðir menn i því fagi ekki á hverju strái. Um þetta ieyti geröi drengur aö nafni Guömundur Rúnar Júlíusson garöinn frægan fyrir snjallan knattspyrnuleik. Ekki einungis þaö heldur og aö hafa sungið á skólaballi „meö aöra hendina í vasanum en hinni sveiflaöi hann eins og Ragnar Bjamason”. Sjálfsagt var þetta ekki í fyrsta eða siöasta skipti sem hljóðfæra- leikari var ráöinn í íslenska hljómsveit fyrir þessa kosti. Rúnar haföi aldrei snert bassa áöur en Gunnar kenndi honum undirstööuatriöin. „ Vígðir í vatni" Hljómar þurftu ekki lengi aö bíöa eftir eld- skírninni. Þaö var æft og æft í kjallaranum hjá Rúnari og svo notaö sé orðalag Omars Valdimarssonar barst „symfón og salteríum umaflt Reykjanes”. 5. október 1963 stóö mikið til í Keflavík. Dansleikur í Krossinum, band úr borginni átti aö spila „og stelpurnar í frystihúsunum voru allar meö hvítar slæður rígbundnar undir hökuna. . . því nú átti aö fara á ball og í tilefni þess höföu verið settar spennur í hárið.” Aldrei mætti bandiö en vinur átti vinkonu sem reddaöi nýrri grúbbu. Þaö vom Hljómar. Hljómar slógu í gegn þetta kvöld, í fyrsta skipti en ekki þaö síðasta., ,Þetta var ægilegt, en ofsagaman,” segir Rúnar. „Þakiö var lekt, og við vorum kófsveittir af taugaspenningi, svo viö vorum orönir rennblautir undir lokin. Þaö má segja aö viö höfum verið vígðir í vatni.” Hljómar höföu nóg aö gera eftir þetta á keflvíska vísu, Cliff og Shadows voru aöalmáliö og Bítlarnir enn ekki búnir aö meika Kanann. Einar Júlíusson varö aö fara á spítala. Stakk hann upp á því að Karl Hermannsson leysti sig af um stundarsakir. Á meðan íslenskar heilbrigöisstéttir unnu að því aö ná kirtlunum úr Einari sýndi alheimurinn ekki þá lágmarkskurteisi að hægja á hjólunum. Þvert á móti. Oti í heimi gerðust tímamóta- atburöir. Bítlarnir slógu í gegn. Rökréttar afleiðingar: Einar mætti fimm hressum Hljómum er heim var komið sem allir greiddu beint fram — og höföu stór orö uppi um aö þrengja kost keflvískrar rakarastéttar. Og nú sannaöist hið fomkveðna: sitthvað er aö vera töff eöa slyngur söngvari. Einar söng ekki aftur með Hljómum. Fúii tæm brtl Hjólin snerust æ hraðar og fyrr en varöi voru Hljómar fúll tæm bítlar. Svo rann upp hinn sögu- frægi dagur 4. mars, en sá haföi fram að þessu helst sér til góðs að á honum fæddust í heiminn Kenny Dalglish, Burt Reynolds, Komintem og ég. Nú bættust viö hljómleikar í Háskólabíói og er upp var staðiö voru Hljómar landsfrægir. „Heyrið nýjustu bítlalögin, She loves you, I want to hold your hand, Hippy hippy shake og Nava Nagela?” var auglýst. Morgunblaöiö reit: „Mesta sefjun greip um sig undir leik Hljóma frá Keflavík . . . þegar hávær strengjasláttur hljómsveitanna og skerandi óp söngvaranna dundu viö, missti mikill hluti áheyrenda stjóm á sér og klappaöi af sefjun, æpti, stappaöi niður fótum, sumir i gólfiö en aörir dönsuöu á stól- setum og jafnvel á stólbökum.” Sagnoröiö aö bítla varö viöurkennt í íslenskri tungu. Hljómahjarta Æstur múgurinn reyndi aö reyta háriö af Erlingi og á upphandlegg hverrar gaggópíu var teiknaö hjarta og inn í þaðletrað: Hljómar. Daglangt fóru Hljómarnir fimm huldu höföi í höfuðborginni en að kveldi dags léku þeir fyrir dansi — oft sjö daga vikunnar. Allt áriö 1964 var „bítlað, spflaö og sungið”. Sumir flktu bítflnu viö trúarbrögö, um þaö skal ekki dæmt en hitt er víst aö Hljómar ákváöu aö fara í pílagrímsför aö uppistöðulóni bítl-flóðsins. Hér er auðvitaö átt viö Livrarpoll. En áöur en af ferðinni varð sýktist Karl Hermannsson söngvari — aö eigin sögn. Hann söng aldrei aftur meö Hljómum og því vom það aðeins f jórir Hljómar sem héidu til Bretlands. Hljómar léku í Carven klúbbnum fræga, þar sem hinir einu sönnu Bítlar slitu bamsskónum, og komu framkvæmdastjóra klúbbsins „nokkuð á óvart” skv. Morgunblaðinu. Enn kvarnaðist úr bandinu því Eggert trommari varð eftir í breskum versló. Engiibert kemur til sögunnar Ekki leituðu Hljómar út fyrir bæjarmörkin til aö finna eftirmann Eggerts. Gamall félagi Gunnars og Erlings úr hljómsveit Guðmundar Ingólfs, hann Engilbert Jensen, var ekki aðeins frambærilegur söngvari heldur frambærilegur trommari. Aö vísu aðeins minna. Fjórmenningarnir sungu sjálfir lögin eftir að Karl hætti. Nýskipan Hljóma mæltist vel fyrir því á hljómleikum í Háskólabíói 4. nóvember „ætlaði allt vitlaust aö veröa þegar þeir birtust á sviðinu” skv. Mbl. „Viö vorum skrefi framar en allir hinir,” sagði Erlingur. „Bæöi hvað snerti tónlist, fram- komu og klæðaburð.” Enda upplýsir Omar í bók sinni aö þeir hafi dressað sig upp í utanlands- feröum og veriö í reikningi í Karnabæ. Hljómar á plast og Engilbert hættir En svo bar til um þessar mundir að Pétui trymbifl östlund kom að máli við Hljóma o? falaðist eftir sæti í hljómsveitinni. Pétur var þá þegar orðinn sá völundur í trommuleik sem hann hefur verið alla tíð. Engilbert var ætlaö aö einbeita sér aö söngnum en þaö vildi hann ekki — og hætti. Fyrsta plötuupptaka fór í hönd og söng Engil- bert eitt laganna þrátt fyrir samstarfsslit. Platan kom út í mars 1965. Þaö sumar spiluöu Hljómar gríðarlega mikiö en um haustiö kom önnur plata þeirra út. Það var f jögurra laga plata en vinsælasta lagiö varö Ertu meö? Umbarumbamba Bítlarnir höföu gert Hard day’s night og Help er hér var komið sögu og auðvitaö urðu Bítlarnir okkar Islendinga, Hljómar, að halda á sömu braut. Jón nokkur Lýösson kom að máli viö Hljóma og kvaö Reyni Oddsson (sem síðar gerði Morðsögu og veitti landsmönnum Dallas á videoi) hafa hafnaö boöi um aöstoöarleikstjóra- stööu viö gerö James Bond myndar vegna þess aö hann hafi heldur viljað gera mynd um Hljóma. Reynir var búsettur í Lundúnum um þessar mundir og vildi gera hálftíma mynd um

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.