Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 25. AGUST1984. 43 PATRICIA GAIL „SHADY" OWENS — var söngkona Hljóma 1968—1969 og síðar Trúbrots og Náttúru. Hún er hálfisiensk og alin upp i Bandaríkjunum. Shady fluttist til Englands árið 1977. Hún hefur þó ekki alveg látið islenska tónlist afskiptalausa þvi heyra má í henni á Mezzoforteplötunum ef grannt er hlustað. Síðasta stór- afrek Shady sem DV er kunnugt um er að hún söng bakraddir á hljómleikaferð Police sl. vetur. Hún er 35 ára að aldri. EGGERT KRISTJÁNSSON - var fyrsti trommari Hljóma frá 1963—1964, en þá hélt hann til náms i verslunarfræðum á Englandi. Eggert hefur verið framkvæmdastjóri undanfarin ár. Hann hefur litið leikið opin- berlega frá þvi hann hætti i Hljómum en þó fréttist af honum með kjuða í Templara- höllinni ekki alls fyrir löngu. EINAR JÚLÍUSSON — var fyrsti söngvari Hljóma. Starfaði i nokkra mánuði 1963—'64. Er Karl leysti hann af hólmi gekk hann i Pónik og Einar. Einar hefur leikið með þeirri hljómsveit nánast látlaust siðan og lætur enn í sér heyra annað slagið. Einar, sem er verslunarstjóri Hljóm- vals, heldur upp á fertugsafmæli sitt suður á Spáni um þessar mundir. PÉTUR ÖSTLUND — var trommari Hljóma 1965—1967. Pétur hefur leikið með fjölda íslenskra og erlendra hljómsveita, fyrst i poppi en siðar eingöngu i djassi. Hann er lektor við tónlistarháskóla i Svíþjóö. KARL HERMANNSSON — var söngvari Hljóma um nokkurra mánaða skeið árið 1964. Þá varð hann að velja á milli hljómsveitarinnar og frekari menntunar og valdi síðari kostinn. Karl er þekktari sem knatt- spyrnumaöur en söngvari og hefur leikið fjölda landsleikja. Hann starfar sem lögreglumaður i Keflavik. HUOMA HINNA FYRRI íslenskt popp og skyldu Hljómar leika aðalhlut- verkin. Um þetta segir Omar: „Þeir féllu fyrir gylli- boðinu enda var slegið upp fyrir þeim myndum af heimsfrægð og kviksandi af peningum. Samn- ingur var gerður um að Hljómar skyldu greiða sinn hluta af kostnaði. . þeir skrifuðu undir af einskærum bamaskap og höfðu ekki vit á að hafa lögfræðing með i ráðum, svo þeir geta að nokkru kennt sjálfum sér hvernig fór að lokum. . .Og hugmyndin varð að veruleika. Myndin var tekið um sumariö og haustið 1965 og f jallaöi um sveitaball slagsmál og fyllirí. Hljómar riðu á hlað á stöðum bykkjum en hestarnir fældust er þeir geystust dauðhræddir um svæðið. Erlingur datt af baki, lenti á gítar og braut hann...” L'rtill orðstír Hljómar jusu peningum í Reyni en lengi vel bólaöi ekki á myndinni. Seint og síðar meir var hún þó frumsýnd eöa í mars 1966 en reyndist ekki vera nema 13 mínútur að lengd og var ekki sýnd nema í tvo daga sem aukamynd i einu kvikmyndahúsanna. Eitthvaö var hún sýnd úti á landi en aldrei fengu Hljómar grænan eyri. Þeir stórtöpuðu á þessu ævintýri sem þeir létu gabba sigútí. I tengslum viö myndma héldu Hljómar utan og tóku upp átta lög eftir Gunnar við enska texta Péturs östlunds. Ekki urðu þau vinsæl en eitt þeirra, „Memory”, töldu Hljómar besta lag sitt. Hrakfarir myndarinnar og platnanna hafa sjálfsagt orðið Hljómum áhyggjuefni. „Þetta var orðið svo dautt og áhugaleysi ríkjandi innan hljómsveitarinnar var búmn að gera mann hálf- geggjaðan...” Pétur Ostlund vék frá trommusettinu og skilaði því afturí hendur Engilberts Jensens i mars 1967. Kraftur kemur meö Engilbert Árið 1967 virðist hafa verið Hljómum gott og ekki ósennilegt að Engilbert hafi átt þar hlut að máli. Er vert að benda á aö hann söng mörg vin- sælustu lög sveitarinnar svo sem Þú og ég og Bláuaugunþín. Hljómar fóru á fulla ferð aftur og náðu að bæta upp álitsmissinn vegna kvikmvndaævin- týrsins. I lok árs 1967 kom út stór plata hjá SG sem hét einfaldlega Hljómar. Hljómplatan varð gífurlega vinsæl, raunar svo aö mörg laganna heyrast enn þann dag í dag annað slagið í Ríkis- útvarpinu. Nægir að minna á Þú og ég og Æsandi fögur. Hijómar hrtta Brtii Platan var tekin upp í Chappell stúdíóinu á Englandi og yfirumsjón með upptökum hafði Tony Russell, „náinn samstarfsmaöur The Beatles”. Omar Valdimarsson segir svo frá: „Þeir Erlingur og Engilbert uröu fyrir þeirri óvæntu reynslu að hitta sjálfan Paul McCartney að máli. Það var í klúbbi nokkrum og ræddu þeir við hann í nokkrar mínútur um aðallega ekki neitt”, segir Erlingur. „Mér fannst einhvem veginn á hon- um aö hann vildi fá að vera í friöi því hann sneri stöðugt út úr fyrir okkur.” Thor's Hammer í sjötta sæti í Michigan Tveir Bandaríkjamenn komu nokkuð við sögu Hljóma. Annar var Tony Morris rótari, móður- bróðir leikarans Robert Mitchum (sic!) og Dan Stevens sem í eina tíð var heimsfrægur jass- leikari ef marka má sögu Hljóma. Dan þessi kom Hljómum á framfæri við CBS og fór svo að Hljómar komust á samning undir nafninu Thor’s hammer. Ein plata var gerð með lögunum Show me you iike me og Stay. Eina kaup Hljóma fýrir hana var' ferð sér aö kostnaðariausu til Nýju Jórvíkur en ekki fengu þeir grænan eyri til viðbótar. Orðrómur var á kreiki um að platan hefði komist í sjötta sæti vinsældalista í Michigan. Hljómar héldu sínu á heimavígstöövum og varð samnefnda LPplatan þeim vegsauki. Hún var kosin plata ársins 1967 og Hljómar hljóm- sveit unga fólksins á mikilli skemmtun í Háskólabíói snemma árs 1968. Fjögurra laga plata sem var tekin upp i ríkisútvarpinu, fékk góða dóma en nú bar svo við að vinsældir létu á sérstanda. önnur eöa þriðja grúppa með Spencer Davis Um mánaöamótin mars-aDríl 1968 héldu Hljómar utan til að taka þátt í popphátíð í Stokk- hólmi. Hljómar geröu mikla lukku samkvæmt samtímaheimildum en gæruvesti og sokkar, sem þeir áttu að kynna erlendis fyrir Gulla í Karnabæ, öllu minni. Þeir léku talsvert i Sviþjóð en enga heimsfrægð var þar aö fá.” Við hefðum geta komist að sem önnur eða þriðja hljómsveit með Spencer Davis Group en okkur fannst það ekki nægilega gott,” sagði Erlingur. Sú sveit er nú þekktust fyrir að Steve Winwood Trafficfor- ingi lék með henni. Hljómar ná sór í konu Hljómar urðu ekki ellidauöir hjá frændum okkar, Svíum. Heim komu þeir og brölluðu margt. Spilerí mikið eins og jafnan en nú var fleira komiö til. Poppið var orðið viðurkennt hérlendis sem annars staðar. Til marks um það má nefna að rætt var um í alvöru að Hljómar kæmu fram ásamt Flowers og Oðmönnum með Sinfóníuhljómsveit Islands undir stjórn Atla Heimis. Or því varð þó ekki. Sjónvarpið var komiö til sögunnar og voru Hljómar einatt á skjám landsmanna fyrstu ár þess. Enn var stefnt á erlend mið. John nokkur Yeact, „glans-gæ” aö sögn Hljóma, gerði þeim mikið tilboö um þriggja mánaða hljómleikaferð um Bandaríkin. Hljómar slógu til aö vanda. Leist þeim vel á Yeact og hans menn og átti brottför að vera í ágúst 1968. Töldu þeir nauðsynlegt að styrkja hópinn og var Gunnari Jökli Hákonarsyni (Flowers-trommara og félaga þeirra sem síðar stofnuðu YES í Syn á Bretlandi) og Shady Owens úr Oömönnum boðin þátttaka. Ekkert varð úr feröinni því Yeact gufaði upp, en Hljómar sátu eftir með sárt enni og að auki voru kollegar þeirra í bransanum þeim reiðir fyrir tilraun til aö stela bestu meðlimum tvegg ja sveita. Gunnar Jökull vildi ekki færa sig um set eftir að ljóst var að heimsfrægð Hljóma væri ekki á næsta leyti. Upplausn var hins vegar í Oðmönnum. Pétur Ostlnnd ha>ttnr no RhaHv ákvað að ganga til Uðs við Hljóma þó þeir væru bara heimsfrægir á Islandi. 12 laga plata Nú, er Hljómar voru ekki lengur kvenmanns- lausir, héldu þeir tU Lundúna og tóku upp plötur. Varð frægt hér heima að píanistinn Nicky Hopkins, sem spUað hefur bæði með Bítlunum og Stóns, lék með í nokkrum lögum. Hljómum var einnig boðið í sjónvarpsþátt Thames stöðvarinnar og léku Sögu dæmds manns. Platan kom út í nóvember 1968 og gekk vel en Hljómar voru ekki of ánægðir. Gunnar JökuU Hákonarson og Gunnar Þórðarson fóru æ oftar aö stinga saman nef jum er hér var komið sögu. Hljómar höfðu starfað saman í sex ár og kjam- inn Gunnar-Rúnar-Erlingur haldið saman auk þess sem Engilbert var aldrei langt undan. „Við vorum farin að spUa meir af vana en vUja,” sagði Gunnar Þórðarson. „Áhugaleysi var orðið mikið innan hljómsveitarinnar og þaö er aldrei gaman að h jakka í sama farinu.” Hljómar hætta Gunnararnir tveir komust að þeirri niöurstöðu að sameina bæri Hljóma og Flowers. Hljómar lögðu tU Gunnar, Rúnar og Shady og Flowers Gunnar Jökul og Karl Sighvatsson, orgel- og píanóleika ra. Enda þótt saga nýju hljómsveitarirmar, sem Arni Johnsen skýrði Trúbrot, sé náskyld sögu Hljóma verður hún ekki rakin hér. Svo fór að æskuvinirnir úr Keflavík voru þeir einu sem héldu út allan starfstima sveitarinnar. Magnús Kjartansson, Olafur Garðarsson, Vignir Berg- mann og Ari Jónsson komu og fóru. Árið 1973, er Trúbrot hafði fyrir löngu lognast út af, komu félagarnir Gunnar, Rúnar og EngU- bert saman og endurstofnuðu Hljóma ásamt Björgvin Halldórssyni, Flowersmanni semsetið hafði eftir með sárt ennið er samruninn varð. Þeir léku á dansleikjum og gerðu plötuna Hljómar ’74. En þaö var nú annar handleggur, eins og sagt var um góöa dátann Svejk. Nátengd Hljómum er einnig sveitin Di lónlí blú bojs sem kom heim í Búðardal um árið. Samu fjórmenningar skipuðu hana. En um frekari imnÁfnalrí ITnflirílnnrronno imrÁiir olrlri fiolloÁ Kór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.