Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Blaðsíða 8
J erúsalem HEILÖG TVEIM MILLJÖRÐUM MANNA I Jerúsalem sat Davíö konungur Gyöinga að völdum fyrir þremur árþúsundum. Frá Jerú- salem á Múhameð að hafa lagt upp til himins. I Jerúsalem reis Jesús Kristur frá dauðum. Borg- in er heilög tveim milljörðum manna og eiga þar jafnt hlut að máli gyðingar, kristnir og múhameðstrúarmenn. Engin mannabyggð á jaröríki jafnast á viö þessa. Hún er vagga þriggja opinberunartrúar- bragöa. Og fyrir næstum því helming jarðarbúa er hún helgasti staður í heimi, jarðneskur og himneskur í senn. I fjögur þúsund ár hefur engin víggirt borg verið lögö eins oft í rúst og hún og jafnskjótt endurreist á sínum stað. Baráttan um yfirráð Jerúsalem í fjaliaheimi Júdeu, sem er sundurgrafinn af djúpum dölum, er ekki á enda. Hún stendur yfir allt til þessa dags. Jerúsalem — það var Urusalimmu, eins og Assyríumenn nefndu staöinn, og þýðir það „borg friöarins”. Jerúsalem, það er Yerushalayim. Svo stendur í Gamla testamentinu og það merkir friðarborg. Biblíunni er kunnugt um öfugmæli þessa nafns. Hún minnir á stríöshörmungar sem áttu sér stað 52 kílómetra austur frá Miöjaröarhafi og 19 kílómetra til vesturs frá Dauðahafinu. Jerúsalem hefur nafn borgarinnar verið öld- um saman. Jerúsalem — borg Guös. íbúar yfir 400 þúsund Hver sá sem hugsar til Jerúsalem, hvort held- ur hann er gyðingur, kristinn eða múhameðs- trúarmaður, dvelur við gamla söguríka borgar- hlutann sem hann sá myndir frá þegar í bam- æsku en lætur nýju borgina með alla sína út- þenslu og misheppnuöu byggingar eiga sig. Ibúar Jerúsalem eru nú yfir fjögur hundruð þús- und og hefur þeim fjölgaö gífurlega á síðustu áratugum. I hringnum, sem byggður var úr steinblokk- um, áttu þeir heima Abraham og Jesús, Davíö og Heródes. Þessir tæplega þrír ferkílómetrar voru troðnir af mörgum sigurvegurum og land- vinningamönnum í fjörutíu aldir: Egyptum, riddaraherjum Hykosar, Israelsmönnum, Babýlóníumönnum, Grikkjum, Rómverjum, Aröbum, seldjúka Tyrkjum og kristnum kross- förum, þrælakonungum mamelúkka og ós- manna Tyrkjum. En sérhver þessara sigurveg- ara var að lokum sigraður. „Á næsta ári í Jerúsalem" Enda þótt júðar dreifðust víösvegar um jörö- ina liföu þeir það af. Lög hinnar helgu bókar þeirra héldu þeim saman. Heimþráin til Jerú- salem yfirgaf þá aldrei. Hvert samkunduhús i heiminum benti þeim til borgarinnar helgu. Ljósvígsluhátíð þeirra í desember vakti ávallt þá hugsun meöal þeirra að tendra aö nýju musterisljós í Jerúsalem. Og hvar sem þeir héldu hátíö endaði páskahátíðin ávallt með þessari heitu bæn, ósk: „A næsta ári i Jerúsalem.” Og loksins gerðict undriö sem varð heims- viðburður. Umboðsrétti Breta á Gyðingalandi lauk árið 1948 og tveim árum seinna varð Jerú- salem höfuðstaður nýstofnaðs Israelsríkis. I sex daga stríðinu í júní 1967 unnu Israelsmenn gömlu Jerúsalem sem Jórdanía hafði haft til umráða samkvæmt samningum er Israelsríki var stofnaö. I augum gyöinga rann saga og samtíð saman og hvert árið var sem dagur einn. Böm Israels höfðu veriö hirðingjar allt frá dögum Abrahams, semískir bedúínar sem brotist höfðu í fyrirheitna landið frá eyöimörk- inni tveim árþúsundum fyrir Krists burð. Ættkvíslir Israels ruddu sér braut um Jeríkó, upp eftir Júdeufjöllum og loks niður á frjósamar sléttur við Miðjaröarhaf. Kanverjar, sem fyrir voru, kölluöu þessa innrásarmenn Hebrea (Ibrin) — fólkið handan Jórdanár. Þegar þessir Hebrear voru komnir yfir ána fóru þeir að skapa sögu. Um eitt þúsund fyrir Kristsburð vinnur her- konungurinn Davíð Jerúsalem. Hann gerir hana að stjómarsetri og lætur flytja þangað sam- eiginlegan helgigrip allra ættkvíslanna en það var sáttmálsörkin, smákista sem haföi aö geyma lögmáistöfiur Mósesar — áþreifanlegt tákn sáttmála Guðs eöa Jehóva viö Hebrea. Je- hóva, sem hafði fylgt hirðingjunum á ferðum þeirra, hafði nú fengið fastan bústað. Með þessu veröur Jerúsalem höfuöstaöur sameinaðs Israelsríkis. Salómon, sonur Davíös (frá 971 til 922 f. Kr.), prýddi þennan látlausa fjallabæ með öllu mögulegu móti svo að hann gaf ekki eftir að útliti til aðsetursstöðum austur- lenskra þjóðhöfðingja. I samfellt tuttugu ár unnu húsameistarar og verkamenn frá Týms í Fönikíu viö musteri hans sem byggt var úr kalk- steini, sedmsviði og gulli. Með þessari byggingu tryggir Salómon miðpunkt gyðingdómsins. Sérhver steinn ber almætti guðs vitni Langt er nú orðið síöan Jerúsalem var ekki gyðingum einum borgin helga. Hún er það ekki síöur kristnum mönnum allt frá því Kristur var þar krossfestur. Og allt frá því múhameðstrúar- menn tóku hana, sem var árið 638 e.Kr., er Jerú- salem á arabísku A1 Kuds, „helgidómurinn”, pilagrímastaöur þeirra á borö viö Mekka og Medína. Hvað veldur því að þessi borg er helg- ust allrastaða? Svarið verður: Jerúsalem er ímynd háleitustu hugsana mannsandans fyrr og síðar: Trúin á einn sannan Guð. Trúin sem hann boöaði í Jerú- salem krefst skyldu — skyldu sem skepnunnar við skapara sinn. Og maðurinn, kóróna sköpunarverksins, á að vera besta fyrirmyndin gagnvart jafningjum sínum og sýna góða breytni gagnvart öliu sem hann hefur skapaö. I Jerúsalem verður til siðalögbók, að hugsun almáttugs guðs, sem valdsmenn þessarar ver- aldar eiga að hlýða. Stærö þessarar hugsunar myndar þjóðartrú lítillar þjóðar sem gert hefur Jerúsalem að höfuðstaö sínum, boðbera al- menns sannleika, fagnaðarboöskaps alheims. 1 Jerúsalem verður Talmud til, safnrit háleitra hugsana sem gyðingdómur, kristin- dómur og múhameðstrú sækja undirstööuatriði siðfræði sinnar í. Margar greinar þessara trúar- bragða og grundvallaratriði þessarar guðfræöi veröa burðarásar annarrar játningar. Þrjú dæmi úr Talmud: „Þaö sem þér er hvimleitt skaltu ekki gera öðrummönnum.” I því er fólgið allt lögmáliö, allt sem er þar fyr- ir utan eru skýringar einaf. ,^Allt er gott ef endirinn er góður.” „Sé maðurinn í einhverjum vafa skal dæma hinum ákæröa í vil.” „Tak þú einkason þinn" öldum fyrr en Davíö gerði þetta f jallavirki að höfuöstaö ættkvíslanna í Norður- og Suður- Israel var Jerúsalem þegar helgur staöur og vígður Guði allsher jar: ,,0g Melkisedek konungur í Salem kom með brauð og vín en hann var prestur hins hæsta Guðs.” Svo er frá sagt í Genesis um fund Abra- hams og konungs borgarinnar. Þá var það líka Abraham sem í Jerúsalem mætti Guöi sínum er við hann mælti: „Tak þú einkason þinn, sem þú elskar..Og Abraham, ættfaöir Gyðingaþjóðarinnar, tpk son sinn Isak, fór með hann upp á fjallið og batt hann því hon- um skyldi fórnað. Þannig prófaði Guð á Kóría- f jalli hjá Jerúsalem manninn og hlýðni hans við vilja sinn. Og Guö gaf Abraham soninn aftur eft- ir að hann hafði gengist undir vilja hans. Það var um tvö þúsund árum áður en Jesús frá Nazaret boöaði fagnaðarerindi Guðs. Abraham er líka ættfaðir Araba, afkomenda Ismaels. Og hinn mikli spámaður þeirra kom við á sama fjalli og Abraham ætlaöi aö fóma syni sínum. Frá Kóríaf jalli á Múhameð að hafa f arið ríðandi á hryssu til himins. Yfir björgin gnæfir eitt höf uöeinkenni Jerúsal- em, stórmoska múhameðstrúarmanna. I Jerúsalem eru helgitákn aö segja má hlið við hlið. Þau má sjá þar hvarvetna: Davíðsstjam- an, krossinn, hálfmáninn. öll minna þau á að leita friðar við Guð og þó eiga trúarbrögðin, sem þau eru fulltrúar fyrir, í sífelldum erjum og ófriði og allt er þetta gert í nafni drottins að því ermenntelja. Samt eiga öll þessi trúarbrögð sameiginlegan grundvöll, upprisan er einn. Þau eiga upptök sín . á ferðum um eyöimörkina. Trúin á einn Guð gat aðeins þróast í eyðimörk- inni því aö þar er vart um líf að ræða. I frjósömustu heimshlutum, þar sem gróður- inn er mestur og lífiö fullt af fjölbreytni, var góður jarðvegur fyrir fjölgyði. Þar birtist lífiö í mörgum myndum í heimi jurta, dýra og marg- breyttri frjósemi. I nauöi kletta og sanda var ekki nema um einn Guð að ræöa sem réð yfir frumnáttúrunni. Sá Guð hafði mátt til að styðja lifendur og beygja dauöann. Thora, Kóran, Testamenti I einveru eyðimerkurinnar opinberaði skapar- inn sig. Þar talaöi Jahve viö Móses, Guð við Krist, Allah við Múhameð. Kenningu Gamla testamentisins um einn Guð hefur Jesús tekiö í arf. Hann ætlaði ekki að stofna ný trúarbrögð, hann vildi uppfylla lög- málið. Hann nam hjá fræðimönnum í skuggsælum sólarhöllum musteris Heródesar þegar hann fór með foreldrum sínum til Jerúsalem í pílagríms- för. Hann hreinsaði þar út hús föður síns og rak út prangara og víxlara. Og hann ræddi við trú- arleiðtoga og stjómmálamenn Israels á musteristorginu. Er hann fór til páskahátíðarinnar í Jerúsalem með lærisveinum sínum vissi hann aö dauðinn beið hans þar. Honum var ljós baráttan við stofnun valds af þessum heimi og það var hrætt við trúar- og siðgæðismátt hans. Trúarlegir og pólitískir forystumenn þjóöár hans uggðu um sinn hag. Þeir óttuðust að íbúar Jerúsalem myndu ganga honum á hönd sem spámanni. Því ákæröu þeir Jesúm fyrir drottin- svik og vegna þess aö hann var kallaður Gyðingakonungurinn. Thora, Kóran, Testamenti — hér var lagður grundvöllur að þeim. Handtaka, dómur og krossfesting voru ekki taldir neinir stóratburöir á þessum dögum. Sjötíu árum síðar var Jerúsal- em rústir einar — og þá fóru áhangendur Jesú Krists að ranka við sér. Haföi Jesús ekki spáð því? Hafði hann ekki heitið þeim fyrirgefningu synda og eilifu lífi? Kristindómurinn, sem spratt upp í Júdeu, losnaði úr tengslum við gyðingdóm af því að hann neitaði messíasartign Jesú. Það var árið 313 að rómverski keisarinn, Konstantinus mikli, veitti kristnum mönnum fullt trúfrelsi. Og úr því varð kristindómur höfuðtrúarbrögð rómverska heimsveldisins. Jesú var kjarni boðunar hans. Jerúsalem byggir frá upphafi á Thora, lög- máli Mósesar, Nýja testamentinu og Kóranin- um. Þau falla hvert af öðru. Þessi borg var byggð aö himneskri hugsun eða f rummynd. I hinni himnesku Jerúsalem sáu menn sýn — þriggja opinberunartrúarbragða og fyrirheita þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.