Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Qupperneq 11
DV. LAUGARDAGUR 25. AGUST1984. 47 VIÐTAL: ÁRIMI SNÆVARR MYNDIR: KRISTJÁN ARI EINARSSON Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, hefur tekid vid embœtti ödru sinni. Fjögur ár eru liðin frá því að frú Vigdís fagnaði sigri með stuðningsmönnum sínum á fögr- um júnímorgni fyrir utan heimili sitt á Aragötunni. Fjögur ár eru frá því að íslenskir kjósendur brutu blað í sögunni — ekki aðeins sögu eigin lands heldur og sögu alls heimsins, því Vigdís er fyrsta kona sem kosin hefur verið til forseta lands síns í almennum kosningum. Nú er Vigdís Finnbogadóttir hefur hafið annað fjögurra ára kjörtímabil sitt fór Dag- blaðið-Vísir fram á viðtal við forsetann — og var leyfi til þess góðsfúslega veitt. AÐ TAKA AFSTOÐU TIL MÝRRA TÍMA — viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands. Fjögur ár eru liðin frá því að þú tókst við em- bætti forseta Islands. Þegar þú litur til baka, ertu ánægð með þessi fjögur ár? „Ég á ákaflega erfitt með að meta slíkt sjálf. Það verður fyrst og síðast að spyrja þjóðina hvort hún sé ánægð þegar upp er staöið. Mér skilst að hún hafi sætt sig við þetta fyrsta kjör- tímabil úr því að hún fól mér að sitja annað. Engum er svo farið að vera ánægður með allt sem hann gerir en að sjálfsögðu hafa verið stundir í þessu starfi er mér hefur fundist ég ná til fólks. Ekki síst þegar ég hef verið fulltrúi þjóðarinnar erlendis. Þá hef ég oft fundið að menn hafa viljað hlustað á það sem við höfum að segja héma heima á Islandi.” — Hvað erþér efst í huga þegar þú lítur yfir farinn veg? Sú mikla velvild og vinátta sem ég hef mætt hvarvetna sem ég hef komið. Eg hef fundið það svo vel að Islendingar vilja varðveita þettal 1 embætti í sínu þjóðlífi.” Tímarnir breytast hratt — Er einhver atburður öðrum fremur minnis- stæður? „Eg á erfitt með að taka einn atburð fram yfir annan af öllu því sem ég hef reynt og lifað undanfarin fjögur ár.” — Reyndust störf forseta að einhverju leyti ólík því sem þú hafðir gert þér í hugarlund? „Enginn sem ekki hefur gegnt þessu embætti getur gert sér fulla grein fyrir hvemig það er. Eg skal fúslega játa að sú mynd sem ég gerði mér af forsetaembættinu, áður en ég var kjörin, reyndist á margan hátt vera öðruvísi þegar til kastanna kom. Enda þótt forsetaembættið sé aö flestu leyti í ákaflega föstum skorðum þá breyt- ast tímarnir svo hratt að stöðugt þarf að taka af- stöðu til alls hins nýja sem okkur berst innan-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.