Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR 25. AGUST1984. 49 Forsetinn var beðinn að nefna þann grip sem væri honum hvað kærastur og varð þessi fallega stytta fyrir valinu. „Engum er svo farið að vera alánægður með allt sem hann gerir en að sjálfsögðu hafa verið stundir í þessu starfi er mér hefur fundist ég ná til fólks." óstöðugan aö ætla einni manneskju að fylgjast svo vel með þjóðlifinu að hún gæti metið hverjir ættu orðu skilið. Mikið kallað á forsetann Það getur hins vegar verið að fleiri orður hafi verið slegnar en áður. Það stafar af því að utan- ferðir hafa verið margar á fyrsta kjörtímabili mínu. Island hefur fylgt alþjóðlegum venjum að því er varðar orðuveitingar. Það þýðir að til- teknum fjölda embættis- og stjórnmálamanna er veitt orða er forsetinn heimsækir erlent ríki. Það hefur verið mikið kallað á forseta Islands og honum boðið að fara í opinberar heimsóknir. I því sambandi minni ég enn á nýja tima — það er ekki lengur tiltökumál að fara á milli landa. Það gera flestir Islendingar, jafnvel oft á ári sumir hverjir. A þessu sviöi hefur orðuveitingum fjölg- að en innanlands er það ekki raunin. Hér er ekki á ferðinni nýr stíll heldur nýir tímar.” Tal um eyðslu særandi — Gagnrýnt hefur verið opinberlega að mikill kostnaður sé af starfsemi forsetaembættisins. Talað er um að embættið hafi farið fram úr áætluðum fjárframlögum. Hvað vilt þú segja um þessa gagnrýni, er þetta rétt? „Nei, þetta er alrangt og heldur særandi fyrir embættiö. Þama eru einhverjar tölur hentar á i lofti án þess aö skyggnst sé undir yfirborðið. Embætti forseta Islands er rekiö afskaplega hóflega og kostnaður er tiltölulega lítill. En þess skal minnst aö ekki hefur veriö til siðs að setja inn á f járlög fy rirfram kostnað vegna opinberra heimsókna. Forsetinn ákveður ekki einn hvort þiggja skal boð um opinbera heimsókn, eða hverjum skal bjóða hingað, um það f jalla margir. Kostnaður vegna þessa er af þessum sökum ekki inni á fjárlögum. En að öðru leyti fer embættið ekki fram úr áætluðu fjármagni nema því sem vexti verðbólgu nemur. Eyðsla er í lágmarki hjá forsetaembættinu og því hefur þessi gagnrýni sært mig. Mannvera sem alin er upp við aðhald á kreppuárum og hef- ur rekið menningarstofnun þar sem aðhald og sparsemi er lífsnauðsyn tekur tal um óráðsíu nærri sér. Og það veit ég að foreldrar mínir hefðu tekið afar nærri sér ef þau hefðu heyrt að dóttir þeirra væri ásökuð um slíkt. Enda á þetta ekki við nein rök aö styðj ast. ” Ferðir forseta hafa komið útflutningi til góða — I opinberum heimsóknum hefur þú jafnan gert þitt til að vekja athygli á íslenskri fram- leiðslu. Hefur þetta skilað tilætluðum árangri? „Mér er sagt æ ofan í æ aö þessar ferðir hafi vakið athygli á Islandi og íslenskum vörum. Eg hef hvergi komið án þess að mikið sé fjallað um Island og það sem Islendingar hafa upp á að bjóða. Við höfum alltaf haft sérstakar kynning- ar á íslenskri framleiðslu og ég tel að þetta hafi skilaðárangri.” Bandaríkjaferðin minnisstæð — Ferðir til allra Norðurlanda, Bretlands,1 Bandaríkjanna, Frakklands og Portúgals eru að baki. Er einhver þessara ferða annarri fremur minnisstæð? „Eg held að ég verði að nefna ferðina til Bandaríkjanna vegna Norðurlandakynningar- innar „Scandinavia today”. Okkur var mikill sómi sýndur með því að Islendingur skyldi vera valinn til að halda opnunarræðurnar fyrir hönd allra Norðurlanda í Washington, New York og Minneapolis, til kynningar á norrænum listum og menningu. Þessi ferð var sérstaklega minnis- stæð. Það voru svo margir sem heyrðu, mikið hlustað á það sem Norðurlönd höfðu fram að færaogvelskoðaö.” — Þú fórst í opinbera heimsókn til þíns gamla námslands og hittir forseta Frakklands, Francois Mitterrand, að máli. Eg get ímyndað mér að það hafi verið undarleg tilfinning fyrir fyrrum námsmey í Sorbonne aö koma sem þjóð- höfðingi í Elysée höll. „Nei, það var ekkert sérstakt að koma í höll- ina. Hún er bara eins og aðrar eldri hallir og auk þess hef ég séö hana áður,” segir Vigdís og bros- ir, sjálfsagt vegna hégómaskapar blaðamanns. „En auðvitað var gamán að hitta Mitterrand, við töluðum lengi saman og það kemur enginn að tómum kofanum hjá honum. Mér fannst miklu merkilegra að vera sérstaklega kölluð til fundar í Sorbonne-háskólanum. Það var stór stund fyrir fyrrverandi námsmey í Sorbonne að standa þarna meðal allra helstu rektora og prófessora skólans og geta haldiö sína ræðu á frönsku, því það veit ég að Frakkar kunna að meta. Þeir eru gagnteknir af tungu sinni og menningu og þá kom sér vel að hafa einu sinni setið á skólabekk í Frakklandi. Ef til vill hefði mig síst af öllu grunað að ég ætti eftir aö fá heiðursmerki og viðurkenningu frá Sorbonne.” j Gleðifréttir að Ferraro skuli valin j varaforsetaefni — Bandaríski Demókrataflokkurinn hefur valið Geraldine Ferraro varaforsetaefni sitt. Er þetta ekki Vigdísi Finnbogadóttur gleðiefni? „Þetta eru ákaflega ánægjuleg tíðindi og mér finnst það sjálfsagt mál að kona veljist til fram- boðs sem forseti eöa varaforseti. Þetta eru góð- ar fréttir fyrir allar konur í heiminum því að Bandaríkjamenn eru það áberandi þjóð að ákvörðunin um framboð Ferraro getur aldrei oröið nema til góðs í svonefndum jafnréttismál- um. Það var tími til kominn að slíkt gerðist. Geraldine Ferraro hefur staðið sig prýðisvel eftir því sem ég hef heyrt og er okkur konum til sóma alveg á sama hátt og þingkonurnar okkar. Hún og þær hafa sýnt að konur standa sig fylli- lega jafnvel og karlar í stjómmálum sem öðru. Eg er hreykin af þeim. Ég er móðir — Víkjum að því sem við tekur er forsetinn hefur lokið erilsömum starfsdegi. I hvað ver Vigdís Finnbogadóttir frístundum sínum? „Eg ermóðir.” „Eg el upp barnið mitt, ég les um stjórnmál og yfirleitt allt sem ég kemst yfir að lesa, fer í bíó og leikhús, út að ganga og hlaupa. Eg geri nákvæmlega það sama í tómstundum og venju- legir þjóðfélagsþegnar. Fyrst og síðast er ég móðir. Það situr mjög í fyrirrúmi að ala upp barnið mitt og hjálpa henni að kynnast öllu sem ég fékk að njóta í mínu upp- eldi. Mér er það metnaðarmál að kenna henni að vera Islendingur. Eg er sjálf alin upp við ákaf- lega sterka þjóðerniskennd og í miklum kærleik til landsins og þjóöarinnar. Því vil ég einnig miðla henni.” Aldrei fyrir áreitni — Frístundum verð þú eins og venjulegur borgari, segir þú. En nú er ekki laust við að þú sért þekkt manneskja. Verður þú aldrei fyrir áreitni forvitinna borgara þegar þú ferð út í frí- stundum? „Nei, aldrei! Það er mjög viröingarvert að Is- lendingum finnst sjálfsagt að forsetinn geri það sem hann langar til hverju sinni.” — Leiklistin er þér enn kær. „Já, ég fer eins mikið í leikhús og ég kemst og hitti reglulega fyrrverandi samsterfsmenn úr leikhúsinu. Þeir eru meðal minna bestu vina og aldrei líður langur tími á milli þess sem við hitt- umst. Eg er hreykin af íslenskri leiklist. Hún er nefnilega býsna góö. Einkum finnst mér gaman að sjá öll nýju íslensku leikritin — ég upplifi þau með sérstöku hugarfari, sérstökum metnaði. Ekki síður er stórmerkilegt hvernig íslensk kvikmyndagerð blómstrar allt í einu. Þessi gróska er einstæð. Það er stórmerkilegt hversu margar ágætar og skemmtilegar kvikmyndir hafa veriö gerðar á undanfömum árum. Eg fer helst oftar en einu sinni að sjá íslenskar bíó- myndir.” „Ljóðadeildin" — Einhverju sinni mæltist þér á þá leið varð- andi ósannan söguburð um þig í kosningabarátt- unni að Islendingar væru skáld góð og vildir þú gjarnan vera jafngóð þegar að samningu ævi- sögu liði. Hefur þú enn orðið fyrir barðinu á „skáldskap” af þessu tagi eftir að í embætti var komið? „Nei. Það er einu sinni svo með Islendinga að þegar þeir eru búnir að kjósa sér forseta er kosningabaráttan búin. Eftir það yrkja þeir fremur fagrar drápur um forseta sinn. Eg á hér á skrifstofunni þykka möppu sem kölluð er ljóðadeildin. Þar er að finna mikinn kveðskap sem borist hefur alls staðar af landinu. Það mætti segja mér að einhvern tímann í framtíö- inni taki einhver sérfræðingur að sér að fjalla um þessa „skemmtilegu deild”. Þar er sumt mjög vel kveðið. Fjórum árum og reynslunni ríkari — Hefur Vigdís Finnbogadóttir breyst á þess- um f jórum árum í embætti? „Eg er oft spurð að þessu,” segir Vigdís og svarar síðan hiklaust: „Vigdís Finnbogadóttir er fjórum árum eldri og þar af leiðandi fjórum árum og reynslunni ríkari. Og það vona ég að guð gefi að það hendi engan að staðna svo að f jögur ár líði án þess að hann þroskist. Þetta minnir mig á að þú spurðir áðan hvort ég væri ánægð. Eg er aldrei fyllilega ánægö og vona að ég verði aldrei ánægð með sjálfa mig að öllu leyti. Það væri merki um stöönun. ’ ’ — I einu Reykjavíkurblaðanna var því haldiö fram nýlega að þú hefðir tilkynnt starfsfólki þínu að þetta yrði þitt síðasta kjörtímahil. Er þetta rétt? Hefur þú tekið ákvöröun um það? Ég varpa fram spurningu á móti: Finnst þér líklegt að samstarfsmenn forseta Islands blaðri um slíkt? Mér finnst það móðgun við þá að halda slíku fram. Og segir það söguna alla. Varðandi spurningu þína vil ég segja þetta: Það getur enginn vitað hvernig honum líður á sama tíma aö ári og enn síður að fjórum árum liðnum. Eg hef ekki tekið neina ákvörðun um hvort ég gef kost á mér í þriðja skipti. Það er ekki enn tímabært.” „Vona að þjóðin hafi eitthvað fyrir mig" — Starf forseta Islands er erilsamt. Viötaliö hefur staðið vel á annan tíma og allnokkuð síöan Vigdís Bjarnadóttir, ritari forseta, tilkynnti að dönsk blaöakona væri komin að leysa íslenskan starfsbróöur sinn af hólmi. Eg impra á því við Vigdísi á leið minni út að ef táll vill hafi hún ekki sagt skilið við leikhúsið aö fullu og öllu. Eg læt ummæli hennar um það verða lokaorð: „Eg var nýlega minnt á hverju ég hefði svar- að er ég var spurð að því hvað tæki við er ég hætti hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þetta á eins vel við um hvaö ég geri er ég læt af embætti for- seta. „Eg vona að íslensk þjóð hafi eitthvað fyrirmigaögera.” -ás

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.