Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Blaðsíða 18
54 DV. LAUGARDAGUR 25. ÁGUST1984. FÁTÆKT OG FRAMÞRÓUN Indland er land fátæktarinnar og Indland er land ríkidæmisins. Þetta land skítsins og mengunarinnar er land fegurstu hallargarða og ósnertrar fjallanáttúru. Eg sit hér í loftkældu herbergi meö síma og þjónustufólk í kringum mig. Fyrir utan er gamall, hvítskeggjaöur maöur, klæddur í lendaklút og meö staf og þaö eru sennilega hans einu veraldlegu eigur. Hann situr þarna á morgnana og hann situr þarna á daginn og hann situr á sama staö klukkan níu að kvöldi. Fyrir utan er líka gömul kona, sem situr í skúmaskoti, þar sem hún er ekki fyrir neinum, og heldur lófunum saman við höku sér og lítur bænar- augum á vegfarendur. Hún reynir ekki aö elta mann eins og sumir betlarar borgarinnar gera. Hún situr bara friösæl í sínu horni og horfir brosandi á mann. Einstöku sinnum er hún tekin af götunni og send á eitthvert betlara- hæliö. En þaö er bara fyrir merkis- daga og stórráðstefnur eða eitthvaö slikt. Eins og þegar Asíuleikarnir voru haldnir í Delhi eöa þegar leiðtogar óháöu ríkjanna funduðu hér. Slíkir VVIP (Very Very Important Persons) eiga helst aðeins að sjá hallargaröana en ekki betlarana. En fátæktin í Dehli er ekkert lík fátæktinni úti á landi. Hér er yfirleitt hægt aö fá einhverja vinnu og ef öll úrræöi þrýtur er hægt aö betla og lifa sæmilega af því. Hér deyr fólk ekki hungurdauöa. I afskekktum þorpum í norðausturhluta landsins eöa í suður- ríkjunum er hægt aö deyja úr hungri. Mikill hluti Indverja er vannærður. Bamadauði er enn mikilL Mengunin og veikindi, sem hún ber meö sér, veröur mörgum aö bana. Eitt helsta baráttumál stjórnvalda er aö fá fólk til að eignast færri böm. I hverju einasta kvikmyndahúsi, á undan hverri einustu bíómynd, eru sýndar auglýsingar um ágæti , .fjölskylduáætlunar.” „Lítil fjölskylda er hamingjusöm f jölskylda,” segja slagorðin. En fólk heldur áfram aö eiga mörg börn hvaö sem áróðri stjórnvalda líöur. Ástæöan er einföld. Þaö borgar sig. Heilbrigðir synir eru góöur elli- lífeyrir. Tökum ung hjón. Þau eru í blóma h'fsins og geta unniö vel og lagt hart aö sér. Þau geta séö fyrir nokkrum börnum. Þau skrimta, en þetta gengur allt saman. Þegar börnin vaxa úr grasi geta stelpumar hjálpaö móður sinni við bústörfin og synimir geta hjálpað pabba á akrinum eöa fengið sér vinnu. Þegar stúlkurnar eru orðnar gjafvaxta era þær giftar í burtu. Synirnir veröa eftir. Einhverjir þeirra fara kannski til næstu borgar eöa næsta bæjar og vinna fyrir beinhörðum peningum og eitthvaöaf þeim geta þeir sent aftur til foreldranna. Þegar ungu hjónin veröa gömul, sem oft gerist milli þrítugs og f ertugs vegna vannæringar, munu syn- irnir og tengdadæturnar sjá um þau í ellinni. Þjóðhagslega séö hafa öll þessi börn skapað aukna fátækt fyrir alla, en fyrir gömlu hjónin hafa þau verið blessun. Án sonanna heföi ellin oröiö illbærileg. Aö fara eftir getnaöarvarnaáróöri stjórnvalda hefði verið ótraust happ- drætti. Segjum aö þau heföu eignast einungis tvö böm og bæöi hefðu verið stelpur. Það heföi verið tap á allan hátt. Þau heföu þurft aö borga heiman- mund meö báðum og þurft aö vinna fyrir honum algerlega sjálf. I ellinni heföu þau engan átt aö. Indversk fjölskylda er ekki hjón og tvö böm. Hún er afi og amma, pabbi og mamma og óteljandi böm og bama- böm. Drengirnir verða yfirleitt eftir hjá foreldrum sínum en stúlkumar fara burt og verða meðlimir fjölskyldu eiginmanna sinna. 1 staöinn fær fjöl- skylda stúlknanna aörar stúlkur, sem eru eiginkonurnar, sem synirnir giftast. Gifting er ekkert happa-glappa mál. Gifting er viöskiptasamningur sem þarf aö prútta um og ræöa mjög rækilega út í gegn. Hin tilvonandi brúöhjón koma lítið nálægt samninga- viöræðunum. I sveitum landsins vita menn nokkuð vel hvers er krafist. Heimanmundurinn er kannski svín eða nokkrir kiölingar. Það fer eftir ríki- dæmi eöa fátækt fjölskyldnanna tveggja. I borgum er iiklegra aö út- varpstæki og sjónvarp og eitthvaö slíkt sé látið fara meö stúlkunni. Stundum krefjast foreldrar drengs- ins skellinöðru og litasjónvarps, en ekki geta allir oröið viö því. Þaö er helst í borgunum sem hætta er á óánægju meö heimanmundinn. I borgunum býr fólk, sem gerir sér grein fyrir því, aö maöur er ekki endilega dæmdur til aö lifa sama lífi og for- eldrar manns og foreldrar þeirra. Með því aö leggja hart aö sér og meö því að nota heilabúið er hægt að safna að sér auði. Framför er möguleg. AUir sem hafa stundað sjálfstæðan rekstur kannast viö tilfinninguna. Maður vill meira og þegar maður fær meira vill maður ennþá meira Þannig er þaö um bændasynina sem flytjast til stór- borgarinnar og komast að því aö lífið er ekki endilega hrísgrjón (eöa geitur eðasaltfiskur). Þetta kapitalíska hugarfar leiðir til framfara, en það leiöir h'ka til von- brigða. Þaö hafa ekki allir til aö bera þá skerpu og þá samkeppnishæfni sem þarf til aö komast áfram í borginni, jafnvel þeir sem gengur vel, vilja aö sér gangi betur. Þaö er í þessu andrúmslofti, sem fariö er að gera auknar kröfur um heimanmund, kröfur sem ekki er alltaf hægt að veröa viö. Stundum fellst fjölskylda drengsins á útvarp og sjónvarp fyrir giftinguna en eftir á vilja þau meira. Þau eggja stúlkuna áfram til aö sníkja meira út úr foreldrum sínum og þegar það tekst ekki gera þau henni lífið óbærilegt. Aö meðaltali tvisvar á dag í Delhi-borg einni gengur þetta svo langt að tengda- foreldrarnir ákveða að stúlkan sé þeim einungis til byrði. Þau hella kerosene- olíu yfir hana og kveikja L I 90 prósent tilvika er atvikið skráö sem slys og strákurinn getur auöveldlega gifst á ný. En þetta gerist í borginni og Indverjar búa í þorpum. Þar getur ekkert shkt gerst. Þar þekkja allir alla og fjölskyldur komast ekki upp meö nein shk „slys”. Þrátt fyrir allt þetta er það í borginni sem framtíö Indlands hggur. Þar gerast framfarirnar. Indland hefur á undanfömum 40 áram gengið í gegn- um gífurlega iönvæðingu. Ekkert er innflutt. Indverjar framleiöa sitt eigiö stál í sína eigin bíla. Þeir framleiða dekk á þessa bíla, útvarp og segul- bandstæki í þá. Rúðumar, sætin og gírkassamir er allt Made in India. Verkfræðingar, ríkisstarfsmenn og kaupsýslumenn Indlands eru allir þrautlæröir í sínu fagi. Hver einasti háskóh í Bandaríkjunum eða Bretlandi af sameiginlegri stærö hefur á milh 50 og 200 indverska nemendur. I hverri af hinum fjórum indversku stór- borgum Calcutta, Bombay, Delhi og Madras — era tugir háskóla, iðnskóla ogsérskóla. Samt er aöeins þriöjungur Indverja læs og skrifandi. Þessi þriðjungur býr í borgum og bæjum landsins. Þorps- búarnir eru enn flestir ólæsir. Þeir stunda akuryrkju eöa annan landbúnað og líf þeirra er eins og hf forfeöra þeirra hefur veriö í þúsund ár. Lykillinn aö framförum er aö opna hug þessa fólks á möguleikum nútímans. Margir þróunarsérfræöingar, sem fara til þorpanna, gefast á endanum upp og segja: „Þetta fólk vill bara ekki læra. Það er latt.” Þaö eru góðar ástæöur fyrir því að illa gengur að kenna bændum að nota nýjar korn- tegundir, en þaö er ekki vegna þess að þeirséulatir. I Punjab-fylkinu fræga í noröurhluta Indlands búa rikustu bændur landsins. Eg talaöi nýlega við einn þeirra sem áöi í Delhi eftir aö hafa keypt traktor einhvers staðar í Madhya Pradesh fyrir sunnan. Hann spuröi mig um Island og hvort væri hægt aö fá vinnu þar. Eg sagöi honum að hann gæti kannski unniö í fiski. Hann skyldi tala viö íslenska ræðismanninn í Delhi. Hann sagöi að gæti hann fengið vinnu á Islandi myndi hann fara út á skrifstofu flugfélagsins daginn eftir og kaupa miða til Islands. Hann væri með peninginn í vasanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.