Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Blaðsíða 25
DV. LAUGARDAGUR 25. ÁGUST1984. 61 ivenas vararíkissaksóknari talar til mannfjöldans fyrir framan siö þar sem umsátriö var. Leynilögreglan lét gera þessa mynd og sýndi í sjónvarpi. komið fyrir í Rue Paul Doumer. Lög- reglumennimir fóru upp í íbúð sem var hinum megin götunnar til að geta fylgst með framvindunni. Hópar úr skyttudeild lögreglunnar komu sér fy r- ir á mikilvægum stööum til þess að fylgjast með svölunum á íbúö Dreyfus. Orðrómurinn dreifðist um bæinn: „Cardon er í Rue Nicolo! ” Mannfjöldann drífur að Á næsta hálftíma kom hópur af hátt- settum mönnum úr lögreglunni á stað- inn og gluggar í nágrenninu voru fullir af fólki sem fylgdist með. Dreyfus lögmaður hafði fyrst boöið upp á viskí þegar hann fékk Cardon í heimsókn. Síðar hafði hann gefiö hon- um róandi lyf. Hann talaði einnig ró- andi til skjólstæðings síns og minnti hann á fyrri mál sem hann haföi rekiö fyrir hann sem verjandi.- Það var eins og hann væri að tala við bam. Um tvöleytið um nóttina virtist Cardon ekki eins ógnandi og Dreyfus reyndi að hvetja hann til að hleypa einkaritaranum út. Um það varð mikið málþóf fram og til baka. Um hátalarakerfi sem lögreglan hafði sett upp fyrir utan hvatti eigin- maður Anette Kahn Cardon til að sleppa konu sinni lausri. Anette Kahn var gift Jaques Bouzenand, frægum stjómmálablaða- manni við blaðið Point. Niöri á götunni tók viö nokkurs kon- ar markaösstemmning. Nokkrir sölu- menn íss og sælgætis komu sér fyrir með vörur sínar. Einn af áhorfendum hélt ræðu og krafðist þess að fallöxin yrði aftur tekin í notkun. Undir var tek- ið með innblásnum hrópum þar sem Mitterrand-stjómin var fordæmd fyrir að hafa afnumið dauðarefsingar. Um hópinn fór sá kvittur að Daven- as hefði gefið fyrirskipun um að taka skrifstofuna með áhlaupi. Davenas neitaöi því persónulega. Hann sagöi að lífi gislanna yrði ekki stofnað í hættu. Hann var ekki í neinum vafa um að Cardon myndi gera alvöru úr hótun sinni um að skjóta gíslana. Ferillinn Davenas gerði bendingu til áhorf- endanna til marks um að hann vildi tala. „Við skulum gleðjast yfir tilkynn- ingu sem ég var að fá frá Laénnec spítalanum um að Jean Pierre Malveaus yfirlögreglumaður er ekki lengur í lífshættu eftir uppskurö sem hann gekkst undir. Læknamir reikna með því að hann muni geta hafið vinnu sína aftur eftir tvo mánuði.” Þessu var tekið meþ fagnaðarlátum og síðan fylgdu ókvæðisorð um Cardon. Bíll kom nú akandi i gegnum þvöguna og ung ljóshærö kona steig út. Það var Myriam Cardon, systir Lionels Cardon. Hún var komin á stað- inn til að hvetja bróður sinn til að yfir- gefa ibúöina. Forsagan var þessi. Cardon fékk 1977 tíu ára fangelsisdóm fyrir stærri og minni rán, innbrot og lyfjastuld frá ldmum og sjúkrastöðvum. öll afbrotin voru framin á svæðinu í kringum Bordeaux þar sem hann fæddist í nágrenni Trouville. Listinn yfir afbrot hans varð lengri og á hann bættust líka stuldir á bílum og farartækjum. Hann var náðaður síðasta hluta refsitíma sins eftir að hafa setið inni- lokaður í Fresnes fangelsinu í París. Það var þriðjudaginn 3. maí 1982. Hann var þriðji í röðinni af fjórum systkinum og samkvæmt sálfræðing- um fangelsisins varð hann fyrir áfalli þegar foreldrar hans skildu. Hann var þá 12 ára. Myriam systir hans sagði að hann hefði „aldrei almennilega verið með sjálfum sér upp frá því”. Það var tæpum tveimur árum eftir skilnaö for- eldranna aö hann fór að stunda glæpi. Hann varð fyrir öðru alvarlegu áfalli þegar faðir hans framdi sjálfs- morð. Hann vanrækti skólann alger-' lega og hann kærði sig ekki um aö leika sér við jafnaldra sína heldur var ein- fari og sagði engum heima fyrir hvað hann gerði. Fyrsta innbrotið Hann var sextán ára þegar hann framdi fyrsta stóra innbrotið sitt. Arið eftir það fékk hann sér skammbyssu sem hann haföi alltaf meðferðis þegar hann framdi innbrot þó að hann vissi að það myndi þyngja dóminn ef hann væri tekinn með byssu., Hann komst í slagtog við eldri dreng sem hét Tascal Debre. Þeir komu sér saman um að fremja rán og til þess þurftu þeir að nota bfl. Það gekk vel í fyrsta skiptiö en næst gekk það illa. Þeir gengu inn á smurstöð i bænum Creteil. Þeir höföu komiö sér saman um að Pascal ætti að ræna þann sem var með bensínið á meðan Cardon biði fyrir utan með löppina á bensínfetlin- um þannig að þeir gætu tafarlaust stungið af. Málin þróuðust hins vegar á annan veg en þeir höfðu ráðgert. Bensinstöðvareigandinn opnaði peningaskápinn en dró ekki peninga- seðla upp úr skúffunni heldur byssu, Með henni særði hann Debre í hand- legginn. Cardon fór meö félaga sinn á slysavaröstofuna og þar komst lög- reglan í málið. Þegar lögreglan kom til aö ná í Cardon reyndi hann að stinga af meö því að stökkva niöur af þriðju hæð. Hann meiddist við það á fæti sem var þó ekki alvarlegt. Vegna þessara meiösla og annarra mildandi atvika var hann aðeins dæmdur í skilorðs- bundið fangelsi. Hann hélt hins vegar áfram afbrotunum. Þegar hann var kominn aftur til Bordeaux og umhverfis þess eftir að fangelsun hans var lokið byrjaöi hann aftur aö brjótast inn. Hann stal eitur- lyfjum hjá læknum og seldi þau. Hann notaöi þau ekki sjálfur. Hann braust meðal annars inn hjá dr. Casteigi, vini Aran-hjónanna, en þau bjuggu á Rue Pasteur í Pessac. Þar stal hann fötum og nafnskírteini. Þegar Aran-máliö kom upp voru lagöar f ram margar kærur frá læknum sem höfðu orðið fyrir innbroti. Þeir höfðu ekki kært máUð því aö engu haföi veriðstolið. Morð Mánudaginn 10. október braust Cardon inn hjá Aran en læknirinn kom aö honum. Cardon batt hann til að hann gæti ekki gert neinum aðvart á meðan hann styngi af. Og til þess að lenginn heyrði til dr. Aran keflaði Cardon hann. Við það kafnaði Francois Aran. Þetta kom heim og saman við nafnlaus simtöl Cardons þar sem hann sagði að dauðsfall læknisins hefði verið óhapp. Þegar Cardon yfirgaf íbúðina kom Aline Aran heim. Hann ógnaöi henni með byssunni og það endaði með því að hann myrti hana. Stjórnendur mismunandi hópa lög- reglunnar sem voru á Rue Nicolo ræddu um það hvort þeir ættu ekki að binda enda á leikinn og gera áhlaup á íbúðina. A þessu augnabliki klukkan 15.00, voru einungis þrjár manneskjur í íbúðinni. Það voru Cardon, Annette Kahn og Dreyfus lögmaður. Hinum hafði verið sleppt. En menn gátu ekki komið sér saman um hvemig ætti að standa að málum. Það var meirihluti fyrir því að gera ekki innrás í íbúðina. Þessi meirihluti óttaðist að lífi Annette Kahns myndi veröa stofnað í hættu. Vegna viskísins var Cardon orðinn syfjaður og róandi pillumar, apozepam, höfðu einnig áhrif í þá átt að róa hann niður. Það var einmitt það sem Dreyfus beið eftir. Hann hafði hugsaö sér aö afvopna Cardon um leiö og hann sýndi einhver merki þess að hann væriaösofna. Lyktir Cardon talaði næstum því án afláts. Og allan tímann var það um hann sjálfan. Hann ásakaði Annette Kahn um að hafa skrifað lygimál um sig. Hún reyndi eins og duglegur blaöa- maður að spyrja hann ýmissa spuminga en hann ansaði þeim ekki. Svona gekk það fram til 16.30. „Viö förum yfir þetta allt í réttinum,” sagN Dreyfus. Eg á eftir að nota mér allt sem þú ert búinn að segja þegar við tökum mál þitt upp. En það er ekki hægt á þessari skrifstofu. Það er bara einn möguleiki fyrir þig og hann er að gefaþig fram.” Klukkan 18.30 gekkst Cardon inn á að sleppa Annette Kahn. Hún var orðin ákaflega föl og skalf eins og espilauf þegar hún gekk niður tröppumar. „Eg held að ég hafi aldrei á ævi minni fundið til annars eins léttis og þegar hún slapp,” sagði Dreyfus síðar. Klukkustund síðar fór Cardon að glugganum og gafst upp. Hann sagði við Davenas sem var á nærliggjandi svölum. „Eg gefst upp ef þið lofið því að skjóta ekki. Eg kem út með hendur fyrirofanhöfuð.” Hann byrjaði að ganga niöur tröppumar þegar Davenas var búinn að lofa því og Dreyfus sagði: „Auðvitað skýtur enginn.” Þeim var ekið burt í lögreglubQ. Klukkan 19.50 var lögreglan búin að ryðja götuna þannig að bíllinn komst leiðar sinnar. »ð sakamál Sérstæð sakamál Reiknistof a bankanna óskar eftir að ráða kerfisfræðinga/forritara til starfa. Æskileg menntun: háskólanám í tölvufræði, viðskiptafræði eða stærðfræðieðastarfsreynsla. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 1984. Reiknistofa bankanna, Digranesvegi 5, Kópavogi, s. 44422. HUSBYGGJENDUk AFGREIÐUM EINANGRUNARPLAST Á BYGGINGARSTAÐ VIÐSKIPTAMÖNNUM AÐ KOSTNAÐARLAUSU Á STÓR-REYKJAVÍKURSVÆÐINUT AÐRAR SOLUVORUR: PÍPUEINANGRUN: FRAUÐPLAST/GLERULL SPÓNAPLÖTUR: VENJULEGAR/RAKAÞOLNAR ÞAKPAPPI ■ PLASTFÓLÍA ■ ÁLPAPPÍR ■ STEINULL IGLERULL • MÚRHÚÐUNARNET ■ ÚTLOFTUNARPAPPI' ' PLASTRÖR (PVC) OG TENGISTYKKITIL FRÁRENNSLISLAGNA' HAGKVÆMT VERD OG GREIÐSLUSKILMÁLAR VIÐ FLESTRA HÆFI SERGREIN OKKAR ER AÐ HALDA AÐ YKKUR HITA BORGARPLAST SIMI 93-7370. KVOLD- OG HELGARSIMI: 93-7355. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HALLDÓR BRYNJÚLFSSON. Vesturvör 27, Kópavogi sími 91-46966 Á ÍÞRÓTTAFRÉTTiR HE NAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.