Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1984, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 239.TBL, —74. og 10. árg. — MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1984. r „Við höfum viku, mest tvær vikur,” segir Ólafur G. Einarsson um f ramtíð st jórnarinnar: ÞORSTEINN RÆR NÚ LÍFRÓÐUR Meiriháttar umbrot eru á döflnnl innan þingflokks sjálfstæöismanna varðandi framtíð stjórnarsamstarfs- ins við framsóknarmenn. Meiningar eru mjög deildar. Teflt verður um uppstokkun í ráðherraliði flokksins, hugsanlega vikkun stjórnarsam- starfsins, óbreytta stööu og kosning- ar. Ljóst er að Þorsteinn Pálsson, formaður flokksins, rær nú lífróður í þingflokknum. „Það er ýmislegt i deiglunni, ég dreg enga dul á það. Ég tel að þing- flokkurinn verði að gera ýmis stór mál upp við sig í þessari viku. 1 mesta lagi höfum við tvær vikur til þess að ákveða okkur um framhald- iö. Og við skulum ekki gleyma þvi að framsóknarmenn eru með ýmsar uppákomur þessa dagana,” segir Oiafur G. Einarsson, formaður þing- flokks s jálfstæðismanna. Samkvæmt traustum heimildum DV telja forystumenn Sjálfstæðis- flokksins nú afar mikilvægt, ef ekki alveg nauðsynlegt, að þeir komi inn í rikisstjórnina, annaöhvort í áfram- haldandi samstarfi við Framsóknar- flokkinn eða í viðtækara rikis- stjórnarsamstarfi. Núverandi ráö- herrar Sjálfstæðisflokksins eru hins vegar ekki á náttbuxunum, en þó misjafnrar skoðunar um hvort for- ysta flokksins verði að taka sæti i rik- isstjórn. Aö svo komnu er enginn nú- verandi ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins reiöubúinn til þess að vikja sæti. Þaö er þingflokkur sjálfstæöis- manna sem ræður því einhliða hvort skipt veröur um ráðherra flokksins i núverandl ríkisstjóm. Miðstjóm og flokksráð koma þvi aöeins til skjal- anna aö til greina komi annað eöa viötækara stjórnarsamstarf. En heimildir DV lúta aö þvi að til þess geti einnig komið „á næstu dögum” ef ekki hreinlega til þingkosninga upp úr áramótum. Þær eru þó ólfk- legastikosturinn. HERB Virðuleg bálför Indiru Þórír Guðmundsson, blaðamaður DV, lýsir bálförinni ogþeirri morðöldu sem Misrétti gagnvart heimavinnandi húsmæðrum: Fá IvMfwi trv0irin0ah»ti ir r %M focgf f if jrggfffgcmicc tifi Rúmlega tuttugu og fimm þúsund króna mismunur getur veriö á álögð- um gjöldum tveggja fjölskyldna meö sömu árstekjur sem fer eftir þvi hvort fyrirvlnna heimilisins er ein eöa tvær. Lœgri élögur eru ef tvær fyrirvinnur vinna fyrir sömu upp- hæö. Þetta kom meðal annars fram á fundi Bandalags kvenna í Reykjavík sem haldinn var á laugardag á Hótel Sögu. Hagsmunamál heimavinnandl húsmæðra voru til umræðu á fundin- um, framsöguerindi voru um skatta- mál eigna- og erfðarétt í óvigöri sam- búð auk ofangreindra mála. Ef árstekjur fjölskyldunnar eru 396 þúsund krónur og fyrirvinnumar eru tvær eru álögö gjöld 84.204 krón- ur. Ef ein fyrirvinna helmilis vinnur fyrir sömu upphæð hækka álögð gjöld um 25.728 krónur eða í 109.932 krónur. Fæðingarorlof frá Trygginga- stofnun riklslns ér 15.866 krónur á mánuði, í þrjá mánuöi, til kvenna sem eru í fullu starfi utan heimilis. Til útivinnandi kvenna í hálfu starfi er þessi mánaðargreiösla 10.577 krónur en til heimavinnandi kvenna er fæðingarorlof aðelns 5.289 krónur ámánuðL Sjúkradagpeningar frá sömu stofnun eru 37,86 krónur á dag til heimavinnandi og með hverju bami sem sjúklingur hefur á framfæri greiðist lfka 10,72 krónur á dag. Til útivinnandi í fullu starfi eru sjúkra- dagpeningar 151.44 krónur á dag og 41.40 króna meö hverju bami. Dag- peningar til veikra kvenna i hálfu starfi utan heimilis eru 75,72 krónur ádag. Bifför Indiru Gandhi. Rajiv, sonur Indlru, stondur tll vinstri með logandi spýtu í handi. ViO likbðrumar standa ainnig sonur Rajivs, aiginkona og dóttir. D V-mynd: Þórir GuOmundsson — simsend fri Nýju Doihi. Umsögnum Carmen — sjá bls. 14 Dagbók Önnu Frank: Máttugsýning - sjá bls. 14 BiturtáríAI- þýðuleikhúsinu — sjá leikdóm bls.32 Rættum þjóðmálinog prjónaðá landsfundi - sjá bls. 2 Heimsmeistara- einvígið: Enneitt jafnteflið - sjá bls. 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.