Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1984, Blaðsíða 4
( DV. MÁNUDAGUR 5. NOVEMBER1984. 21. skákin í einvígi Karpov og Kasparov: ENN EITT JAFNTEFUB —og staðan óbreytt, 4-0, heimsmeistaranum í vil Ohstt er að segja aö einvigi skák- risanna Karpovs og Kasparovs í Moskvu hafi tekiö aöra stefnu en búist hafði verið við. Varla hefur nokkrum manni dottiö i hug að eftir aðeins níu skókir yrði staðan orðin fjögur núll Karpov í vil og hann þyrfti þá aðeins tvær sigurskókir í viöbót til þess aö halda titlinum. Þá var búist viö að einviginu myndi brátt ljúka en annað hefur komiö á daginn. Nú hafa þeir gert tólf jafn- tefli í röð og þar með fyrir löngu slegið heimsmet Aljekín og Capa 1927 sem sömdu átta sinnum í röð um jafntefli. Tölurnar í einvíginu nú, ef jafntefli eru talin með, eru 121/2 — 8 1/2 — það voru einmitt lokatölur i einvígi aldarinnar i Laugardalshöll- inni ’72 milli Fischer og Spassky. Margir skékunnendur, einkum Kasparov-aödáendur, spyrja sig nú í forundran hvaö eiginlega sé aö gerast í Moskvu. Sumir álíta að maðkur sé i mysunni, því ekki vilja ailir trúa því að áskorandinn sé ekki sterkari en þetta. Hinn aldni skák- kappi, Harry Golombek, ritaöi grein i Lundúnablaöiö The Times sem vakti mikinn úlfaþyt. Þar lýsti Golombek þeirri skoðun sinni að ein- vigið væri hreinlega sett á sviö og úrslit fyrirfram ákveðin. Golombek var reyndar ekki einn um þessa skoðun framan af einvíginu, því hvað áttu menn aö halda? Nú hafa þeir hins vegar gert tóif jafntefii i röð svo einhver alvara hlýtur að búa að baki. 1 liðinni viku birtist viðtal við Viktor Kortsnoj í svissneska skák- ritinu „Schachwoche”. Að hans óliti má rekja slaka taflmennsku Kasparovs til „pólitisks þrýstings”. Hann hafi einmitt sjálfur átt erfitt uppdróttar í einvíginu við Karpov í Moskvu 1974 og telur að Kasparov eigi nú i hliðstsöu basli. Þvi til staö- festingar segir hann að eini stór- meistarinn i aðstoöarmannaliði hans, Gennady Timoschenko, hafi verið kallaður í herinn eftir 2. skákina! „En Kasparov getur enn snúið viö blaðinu,” segir Kortsnoj, „þ.e.a.s. eftir langa röð jafntefla”. Aö sögn Kortsnojs stendur heimsmeistarinn sjálfur nú frammi fyrir erfiðum vandamálum. „Hann er vanur að biöa eftir mistökum andstæöingsins sem teflir til vinnings. En Kasparov teflir alls ekki lengur til vinnings”. ... ,,Ef Karpov reynir ekkert sjálfur gæti einvigið dregist i hálft ár eða iengur og þaö er einmitt ætlun Kasparov.” Enski stórmeistarinn Ray Keene, sem fyigdist með einvíginu um tima í Moskvu, segir skýringuna á ófamaði Kasparovs hins vegar ofur einfalda: Hann tefli einfaldlega allt of hratt. Keene var einmitt staddur í Moskvu er þeir tefidu 16. skáldna en þar missti Kasparov af sigurvænlegum leiðum. Við skulum rétt lita á stöðuna eftir 25. leik Karpovs (svart) 25. — Kh7 Kasparov, sem hefur hvítt, hefur rífandi spil fyrir skiptamuninn og nú koma ýmsar vænlegar leiðir til greina. 1 júgóslavneska sjónvarpinu stakk Matanovic upp á 26. Re4, sem svartur svarar best með 26. — Dcl eða 26. - Kh8(!) og virðist geta haldiö í horfinu. Best er hins vegar 26. Hc4! Dd8 27. De4+ sem virðist vinna skákina í nokkrum leikjum. Ef nú 27. —g6, þó 28. Db7+ Kg8 29. Hc7 Df6 30. Dd5+ Kh8 31. Rf7+ og vinnur; ef 27. - Kh8, þó 28. Dg6 Df6 29. Dxh5+ Kg8 30. Dd5+ og vinnur, eða 27. — Kh6 28. Hc6 og vinnur. Kasparov lék hins vegar að bragði mun siðri leik en missti þó ekki alveg af lestinni. Skákin tefldist: 26. Hd5(?) g6 27. Re4 Had8 28. Rg5+ Kg7 29. De4 Hfe8 og nú lék Kasparov enn of hratt og missti af 30. Re6+ Hxe6 31. Dd4+ sem ætti að vinna í hróksendataflinu eftir31. —De5! 30. Dd4+? Kg8 31. Hxd8 Hxd8 32. Df6 Hd6 33. Df4 Dc6+ 34. Kh3 Dd7+ 35. Kepplnautamir Karpov og Kasparov. Kg2 Dc6+ 36. Kh3 Dd7+ 37. Kg2 og jafntefli þótt Karpov hefði e.t.v. getaðtefltáfram. Jón L. Árnason En vikjum þá að 21. skákinni. Karpov var með hvitt, lék riddara sínum fram og upp kom drottningar- bragð. Kasparov breytti út af óður tefldri skák þeirra en náði ekki að jafna tafliö. Hins vegar virtist sem heimsmeistarinn hefði ofmetið sóknarmöguleika sína, þvi Kasparov gat varist auðveldlega og náði frum- kvæðinu i hróksendatafli. Með nákvæmri vörn gat Karpov þó haldið sínu og eftir 31 leik bauð Kasparov jafntefli, sem heimsmeistarinn að sjólfsögöuþáöL Hvitt: Anatoly Karpov Svart: Garri Kasparov Drottningarbragð. 1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 Be7 5. Bg5 h6 6. Bxf6 Bxf6 7. Dd2 dxc4 Þetta afbrigði var einnig til umræðu i 19. skákinni en þá lék Kasparov á hefðbundinn hátt 7. — 0- 0. Nú velur hann nýja leið og reynir að mgla heimsmeistarann i ríminu. 8. e4 c5 9. d5 exd510. e5! Bg511. Dxd5 Rc612. Bxc4 E.t.v. hefur Kasparov vonast eftir 12. Dxc5?! Bg4! 13. Hdl De7 og svartur nær að jafna taflið, því e- peðið riöar til falls. Nú á hann i meiri erfiðleikum. 12. - 0-013.0-0 DxdS 14. Bxd5 Rb4 lS.Rxgð Leyfir uppskipti á stolti stöðunnar, hvítreitabiskupnum, en hann vonast til þess að riddarinn veröi sterkari en svarti biskupinn og að hann nái sóknarfærum gegn svarta kóng- inum. Niundu skákina vann Karpov einmitt eftir vel útfært endatafl með ríddara á móti biskupi. Ef tekið er mið af framhaldinu má þó ætla aö 15. Be4 hafi veríö sterkari leikur. Þá er b-peð svarts í skotmáli og ríddarinn á b4 veröur að líkindum aö hrökklast til baka eftir framrás hvita a-peðsins. 15. — Rxd5! 16. Rxd5 hxg517. f4 gxf4 18. Hxf4 Hd8 Hann sá hótunina 19. Re7+ Kh7 20. Hh4mát! 19. Rc7 Hb8 20. Hafl Hd7 21. Rb5 He7! Hvíta frumkvæðiö er horfið. Eftir 22. Rd6 Be6 stendur svartur betur, svo hvítur verður að skipta upp í hróksendatafl. 22. Rxa7 Bd7 23. a4 Ha8 24. RbS Bxb5 25. axb5 HaS 26. b6 Hb5 27. b4! Nákvæmur leikur sem tryggir jafnteflið. 27. - cxb4 28. Hbl b3 29. Hf2 b2 30. Hf2 HexeS 31. Hfxb2 Og keppendur sömdu um jafntefli. Eftir 31. - Hel+ 32. Hxel Hxb2 33. He8+ Kh7 34. He7 Hxb6 35. Hxf7 heldur hvítur léttilega jöfnu. -JLA I dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Fréttamaðurinn Ólafur Sigurðsson skrifar langa grein í Mogga fyrir helgi um það hvað honum þyki vænt um RQdsútvarpið. Samkvsmt rök- fræði, sem sumir af kollegum hans hafa tileinkað sér, kemst Ólafur að þeirri niðurstöðu að þar sem einka- stöðvar séu kallaðar frjálst útvarp hljóti Ríkisútvarpið að vera ófrjálst. Tekur Ólafur síðan að útskýra i nokkuð löngu máli að þetta sé ekkl rétt. Rfkisútvarpið er ekki ófrjálst, segir fréttamaðurinn. Eftir þvi sem sagt er, mun Ólafur Sigurðsson vera skýr maður og til- tölulega frjálslyndur. En kannske hefur hann starfað of lengi hjá Ríkis- útvarpinu. Kannske er það smitandi. Allavega fer það Ólafi illa að beita rökfrsði eins og þessari af þvi að hún er of helmskuleg fyrir óvitlausa menn. Auðvitað hljóta allir að skilja að með því að kalla einkastöðvar frjáls- ar er ekki átt vlð að Rfkisútvarpið sé ófrjálst, heldur hitt að með fleiri stöðvum er einokun afnumln og frelsi innleltt f útvarpsmólum. Þannig lftur það mál að minnsta kosti út f augum okkar hinna sem elgum ekki stöðvar né heldur störf- umviðþær. Við gerum okkur meira að segja grein fyrir þvf að starfsmenn Rfkis- útvarpsins telja sig hafa sæmilegt frelsi í starfi sfnu hjá útvarpi einok- unarinnar. Þeir telja sig hafa frelsl Frelsið íRíkisútvarpinu til að ganga út og stöðva útsendingar fyrirvaralaust, án þess að það koml þjóðinni við. Þelr telja sig sumir hverjir geta spilað marsúrka ofan í pródúseraða dagskrá þegar þelm lfkar ekki músfkval stjórnenda dag- skrárþátta. Þeir telja slg geta breytt fréttum að eigtn geðþótta, þótt þeir hafi ekki annað hlutverk en að lesa upp texta eftir öðrum. Þelr hafa nú að undanförnu haft fuUt frelsi til að dunda við það f verk- faiiinn að ritstýra verkfallstíðindum, með ósmekklegasta óhróðrl um stjórnendur þessa lands, sem sést hefur á prentfum langt árabll. Allt þetta geta starfsmenn Rfkisút- varpsins gert í nafnl frelsis og mann- réttinda og þess vegna ber enginn brígður á að Rfkisútvarplð sé frjálst. Olafur segir sjálfur svo frá að hann hafi starfað við Rfkisútvarpið i tíð sex ríkisstjóma og aldrel hafi nokkrum ráðherra dottlð i hug að gefa honum fyrirmsli um frétta- skrif. Enginn befur semsagt borgað eða viljað stugga við óskoruðu frelsi Ólafs eða þeirra annarra sem hafa lögverndaðan einkarétt til að troða fréttum ofan f pupulinn. Það er ofur eðlilegt að Ólafur Sigurðsson og co vilji varðveita þessi forréttindi sín. Eða hvers vegna sttu aðrir að fá að skrifa fréttir í útvarp og sjónvarp úr þvl þeir kumpánamlr hjá Ríkisút- varpinu eru fullfsrlr um það? Elnokunin er það frelsi sem dugar þeim. Vandinn er hins vegar sá að til eru þeir i þessu landi sem vaða í þeirri villu að frelsi Ólafs sé ekld það sama og frelsi til handa okkur hlnum sem er bannað að útvarpa eða hlusta á fréttaútvörp, sem Ólafur vinnur ekki við. Það er enginn sem er að banna Ólafi að hafa frelsi í slnnl prfvatstöð í nafni rfkisins. Það eina sem þjóðin er að blðja um er að fá að vera eins frjáls og Olafur. Það er nú allt og sumt. Eða við hvað eru mennirnir brsddir? Hefur einokun rfkisins virkilega haft þau hryggilegu áhrlf á fréttamenn þeirrar stofnunar að þelr einir séu fsrir um að sjá frelsinu far- borða? Rfkisútvarplð er að mörgu leyti ágæt stofnun. En það er slæmt þegar menn afvegaleiðast við það eitt að starfa þar. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.