Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1984, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR 5. NOVEMBER1984. 5 Loðnunnl dœlt úr Eldborginnl. DV-mynd Emll Thorarensen, Eskl- flrði. Eskifjörður: Eldborgin með full- fermiaf loðnu til Eskifjarðar Frá Emil Thorarensen á Esklfirði. Nótaskipið Eldborg HF 13 landaði á föstudaginn um 1500 tonnum af loðnu á EskifirðL Aflinn fékkst út af Vestfjörð- um. Helstu veiðisvæðin eru nú úti fyrir Norövesturlandi, austur til Kolbeins- eyjar. Bjarni Gunnarsson, skipstjóri á Eldborginni, sagöi i samtali við DV að þaö heföi tekið nærri tvo sólarhringa aö fá þennan afla, en aöallega heföi þetta komið síðustu 12 timana. Alis heföi aflinn verið um 500 tonn. „Þaö er loðna um allan sjó,” sagöi Bjami, „en ekki alls staöar i veiöanlegu ástandi.” Siglingin austur til Eskifjarðar tók um 32 klukkustundir. Um kvótamálin sagöi Bjarni að sér fyndist sjálfsagt að ákveðiö magn af heildarkvótanum yrði gefiö frjálst, þannig að þeir sem best veiddu fengju einhverja umbun fyrir sína velgengni, annaö væri ranglátt. Undirríta álsamn- inginní Ziiríchídag Síðdegis i dag verður undirritaöur nýr aöalsamningur um starfskjör ál- vers Isals i Straumsvik, svo og samningur um nýtt orkuverð til ál- versins. Þessi undirritun fer fram i Ziirich. Aö sinni er orkuveröshækk- unin talin þýöa 400 þúsund króna tekjuauka til Landsvirkjunar á dag. Fyrir hönd rikisins eru nú ytra þelr Sverrir Hermannsson iönaöar- ráðherra, Páll Flygenring ráöuneyt- isstjóri, Hjörtur Torfason lögmaður og Jóhannes Nordal, formaður samninganefndar rikisins. Hann er þar einnig sem formaöur stjómar Landsvirkjunar, svo og Halldór Jónatansson, forstjóri hennar. Loks em fulltrúar álversins viðstaddir en forráöamenn Alusuisse undirrita samninginn viö rfkið. HERB iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiuut iLARIUM UV ljósaperur — 80 og 100 W. 20 mín. eða 30 mín. fyrir allar tegundir sólbekkja. Hagstætt verð. ii 111 mii i nm iii Miiiiiiiuiiii iin ii iiiinmi iiiiiiimiiiMii i iiiiiiiun iii iiiiiumi i n i n i iiii i in iiiiii PALL STEFANSSON S UMBOÐS & HEILDVERZLUN BLIKAHÓLUM 12, R.VÍK SI'MI (91)-72530 1 imm imiiiiimmmiinmiimmmiimniniinmiininimiiniiiiinimmnn im=

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.