Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1984, Blaðsíða 6
6 DV. MÁNUDAGUR 5. NOVEMBER1984. IHEHIl Sænskir bremsuborðar í vörubíla og m.a. Volvo 7-10- 12 framhj. kr. 1430,- afturhj. kr. 1680,- búkkahj. kr. 1190,- Scania 110-141 framhj. kr. 1220,-, afturhj. kr. 1770,, búkkahj. kr. 1220, TANGARHÖFOA 4 sími 91-686619 Verslun með varahluti í vörubíla og vagna - Hka fyrir þig Meö stööugri tækniþróun hefur Bandag náö þeim árangri, aö dekk, sólað með Bandag-tækni, endist eins og nýtt en er mun ódýrara. Viö erum snarir í snúningum - kaldsólum dekk á vörubíla, sendibíla og jeppa. - sólum Radial dekk fyrir fólksbíla - Radial vetrargrip. Vörubílaeigendur athugið - sérstaklega góö aöstaöa og stuttur afgreiðslufrestur. Minnstur kostnaöur pr. ekinn km. Snögg umfelgun á staðnum. Kaldsólunhf. DUGGUVOGI 2,104 REYKJAVÍK SÍMI: 91-84111 Neytendur Neytendur Neytei Heimilisbókhald ágústmánaðar: Landsmeðaltal 2.806 krónur Heímilisbókhald DV í ágústmánuði sýndi að landsmeðaltal einstaklinga var 2.806 krónur sem er 6,7 prósentum hærra heldur en í júlímánuöi en þá var landsmeðaltalið 2.629 krónur. Á sama tíma í fyrra var landsmeð- altalið 2.306 krónur eða 21,6 prósentum lægra en í ár. Eins og meðfylgjandi tafla sýnir var heimilishaldið fyrir einbúa dýrast, 3.269, en ódýrast var það fyrir 7-manna fjölskyldu, 1.728 krónur á mann. Neytendasíða DV hvetur alla til aö halda reglulegt bókhald yfir heimilis- kostnað og sjá hversu mikill afgangur, ef einhver, verður af mánaðarlaunum þegar búið er að kaupa í matinn og borga reikningana. Neytendasíðan verður með vikuleg- ar verðkannanir í vetur og getur fólk fylgst með vöruverði og sveiflum í því sambandi. jx Jón Sigurðsson, verslunarstjóri i Miklagarði. Leiðrétting: Ekkiá tilboði — nýtt verðmerkinga- kerfi íMiklagarði I síðustu verðkönnun á Neytendasíö- unni var fariö nokkrum orðum um til- boðsvörur og bent á að þær geti verið varasamar en í þessu tali var Mikli- garöur hafður fyrir rangri sök. Þess var getið að tómatsósa og svali hefðu verið þar á tilboðsverði og það verð heföi verið það sama og jafnvel lægra í t.d. Hagkaupi þar sem sömu vörur voruekkiítilboði. Jón Sigurösson, verslunarstjóri í Miklagarði, haföi samband og sagði að þessar vörur væru ekki á tilboði. Þær vörur, sem væru á tilboði, væru sér- staklega merktar meö miðum þar sem á stæði tilboö. Tómatsósa og svali væru vörur sem seldust fljótt og ekki sérstaklega verömerktar hver fyrir sig heldur væri verð þeirra skráö á stór spjöld fyrir ofan þær. Jón sagði einnig að nú væri verið að leggja síðustu hönd á nýtt verðmerk- ingakerfi í Miklagarði. Það fæli í sér að á sérstökum miðum hjá hverri vöru- tegund yrði skráð einingarverö var- anna. Einnig yrði nákvæmlega skráö á strimilinn, sem kemur úr kassanum þegar borgað er, nafn hverrar vöru. Reyndar hefur hluti af vörum verslunarinnar verið skráður á þennan hátt frá upphafi en nú er ætlunin að allar vörur verði merktar með þessum hætti. APH Rósir og veturinn I síðustu viku ljóstruðum við upp leyndarmáli ljósmyndarans á DV, Gunnars V. Andréssonar, um það. hvernig hann hlúir að rósunum sínum yfir veturinn. Við höfum heyrt nokkrar efaraddir um aðferðir hans. „Það er best að setja mosann kringum stilkinn niðri við moldina og hafa um 10—15 cm lag af honum, en ekki hylja alla rósina,” segir Vilhjálmur Sigtryggs- son skógræktarfræðingur er hann er spuröur hvemig eigi að búa að rósun- um yfir veturinn. Hann nefnir einnig að það séu margar rósir sem þoli ekki verðurfarið hér á landi og drepist þess vegna. „Sumir setja lag af húsdýraáburði kringum rósirnar yfir veturinn og getur þaö gert sama gagn og mosi,” segirVilhjálmur. U. • ed 3 60 q o Meöaltal heimiliskostnaöar eftir f jölskyldustærð: Einstai Heildai fjölsk. Einbúi 3.269 3.269 Tveggja manna f jölskylda 2.950 5.900 Þriggja manna f jölskylda 3.207 9.621 Fjögurra manna f jölskylda 2.783 11.132 Fimm manna f jölskylda 2.673 13.365 Sex manna fjölskylda 2.381 14.286 Sjö manna f jölskylda 1.728 12.096 Níu manna f jölskylda 3.244 29.196 Síðustu birgðir af ávöxtum og grænmeti verslunar i Reykjavík i verkfallinu langa. fílú eftir miklar kauphækkanir hjá rikisstarfsmönnum eru sumir hræddir um að vöruverð hækki einnig. Uppíýsingaseðlííi I til samanbuiðar á heimiliskostnaði j 1 Hvað kostar heimilishaldið? | Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- j andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar | I fjöiskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Siníi Fjöldi heimilisfólks Kostnaður í október 1984. Matur og hreinlætisvörur kr. i Annaö kr. Alls kr. I í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.