Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1984, Blaðsíða 7
DV. MÁNUDAGUR 5. NOVEMBER1984. 7 « ur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Heimilisbókhald er og verður áfram fastur liöur á neytendasíðum DV og er vonast til að sem flestir taki þátt í því alls staðar af landinu. Að fá sem mest fyrir krónuna er yfirleitt „mottó” okkar Islendinga þessa dagana á tímum kjaradeilna. Svo að við hjá DV hvetjum alla til að halda heimilisbókhald fyrir hvem mánuð og fylgjast með í hvað pening- amir fara og sjá í hverju má draga saman. Upplýsingaseðlar til samanburðar á heimiliskostnaði verða birtir í DV fyrstu viku hvers mánaðar og er fólki bent á að klippa hann út úr blaöinu, fylla hann út og gefa upp heimilis- kostnað liðins mánaðar. Sendið síðan miðanntil: DV-Heimilisbókhald, Síðumúla 12—14, Reykjavík. Þannig er hver sá sem seðilinn send- ir inn orðinn virkur þátttakandi í upp- Heimilisbókhald DV: Vinningshafi ágústmánaðar Dregið hefur verið úr upplýsinga- miðum þeim sem bárust neytendasíðu DV til samanburðar á heimiliskostnaði fyrir ágústmánuð sl. Vinningshafinn er Lovísa Siguröar- dóttir, Knarrarbergi 3 Selfossi, og fær hún að velja sér heimilistæki að and- virði 3.500 krónur. Raddir neytenda „Eyðsla og afkoma” „Með upplýsingaseölinum sendi ég nú aö gamni minu nokkrar frek- ari upplýsingar um eyðslu og af- komu,” segir í bréfi frá ellilífeyris- þega á Austurlandi. Kemur fram í • bréfinu að viðkomandi er á eftir- launum (BSRB) og lágmarkselli- launum frá Tryggingastofnun rík- isins ásamt maka. „Samtals eru þessi laun aðeins lægri en þau laun sem ég hafði í fullu starfi.” I bréf- inu segir ennfremur: „Fram aö þessu hef ég unnið nokkuð og hafa eftir- og ellilaunin verið 68,7% af heildarlaununum árin 1982 og 1983. Nú er ég hættur að vinna og kemst vel af með eftir- og ellilaunin. Eg greiði hvorki húsaleigu né opinber gjöld enda gætum við hjón- in farið árlega til sólarlanda fyrir þá upphæð sem þyrfti í þau útgjöld. Af eftir- og ellilaunum fóru á ár- unum 1973—1982 að meðaltali 20,21% í mat- og hreinlætisvörur. Árið 1978 var þetta hlutfall lægst, eða 17,96% en hæst 1981 eða 22,86%. Arið 1983 var þetta hlutfall mat- vöru að meðaltali 25,27%, en á átta fyrstu mánuðum þessa árs hafa fariö 19,84% af launum okkar í mat- og hreinlætisvörur. Búast má við hækkun síðustu fjóra mánuði ársins meðal annars vegna kaupa á haustmat. Matarvenjur okkar hjóna hafa lítiö breyst undanfarin 12 ár. Þó hefur neysla kjöts og rjóma aukistnokkuð.” Um leið og við þökkum bréfrit- ara gott bréf hvetjum við hann til að senda okkur fleiri línur og sú hvatning vonum við að nái til fleiri lesenda. Það er fróðlegt aö fylgjast með því í heimilisbókhaldi hvers og eins hversu hátt hlutfall tekna eða út- gjalda fer til kaupa á mat- og hrein- lætisvörum. Við höfum hér nokkra upplýsingaseðla yfir bókhald nokk- urra bókhaldara í ágúst þar sem tilgreind eru bæði útgjöld varðandi mat- og hreinlætisvörur heimil- anna og önnur útgjöld. A þeim seðlum sést að matar- kaup eru á milli 20 og 30% af heild- arútgjöldum. -ÞG Hvað eyðir þú miklu í heimilið? lýsingamiðlun meðal almennings um f jölskyldna af sömu stærð. Þar að auki samt heimilistæki því dregið-verður úr um mánuði. Vinnigshafi má velja sér hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar á hver þátttakandi von um að fá nyt- öllum þeim seðlum sem berast í hverj- heimilistæki að upphæð 3.500 krónur. JI . . . á bak við veiklædda konu er hin fullkomna, alhlíða og eínfalda saumavél sem laðar fram sköpunargieði þess sem saumar. Þótt hín nýja Sínger saumavél sé tæknilega fullkomin, þá er hún einföld í meðförum - og svo sparar hún þér stórfé. SINGER spori framar. LEYNDARMALIÐ SAFSSS &SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMI 68 79IÖ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.