Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1984, Blaðsíða 36
36 DV. MÁNUDAGUR 5. NOVEMBER1984. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið íslensk stúlka til fyrirmyndar f Ameríku 18 ára íslensk stúlka, Ragnhildur Gunnarsdóttir, var um daginn kjör- in „Home Coming Queen” við Chit- ar Cliff skólann í Harrisburgh í Pennsylvaniu. Ragnhildur er að ljúka námi í High School sem er skólastig, sambærilegt við íslenskan grunnskóla og tvö ár af mennta- skóla. „Home Coming Queen” er eins konar sambland af kjöri fegurðar- drottningar og fyrirmyndarstúlk- unnar. Þannig fá þeir sem ekki standa sig vel í skólanum ekki að taka þátt í keppninni. Allir nemendur skólans, yfir tvö þúsund talsins, kjósa síðan fyrirmyndar- stúlkuna en áður fer fram forval þar sem valdar eru fimm stúlkur. Útnefningin þykir jafnan mikill heiður og mjög sjaldgæft er að erlendar stúlkur hljóti þennan titil. Ragnhildur er dóttir Elínar Tómasdóttur og Gunnars Jónas- sonar, aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Iceland Seefood, dótturfyrirtæki Sambandsins, í Harrisburgh. Eins og Ameríkanar eru vísastir til var lítið til sparað við hátíöahöldin í tilefni af útne&iingunni. Aðaldagskráin fór fram á stórum íþróttavelli og að kjörinu loknu var ekki við annað komandi en að foreldrar drottningar- innar gengju hring með henni á vell- inum. Var svo f agnaði fram haldið. Ný sjón- varps- stjarna skákar Dallas- genginu Okkur berast þær fréttir utan úr hin- um stóra heimi að ný stjama ógni nú Daiias-genginu og öllu því ágæta fólki. Ken Marshall heitir sá nýi og leikur Mann minnast væntanlega hjóna- leysanna Katrínar og Markós úr fyrsta þætti myndafiokksins. BeiO hún þau 24 ár sem Markó reisti um heiminn. Ken Marshall hefur ekki látið staðar numið við Markó Póió. í sumar lók hann Hamlet með bandariskum leikhópi og lætur sig dreyma um ftoíri Shakespeare-hlutverk. Það var kait i Kína þann tíma sem sjónvarpsmennirnir stóðu þar við. En afkomendur Mongólanna kunnu ráð viðþvl. . ■ ' „Markó Pólo hefur fært mór mikla peninga," segir Ken Marshall, „og 6 eftir að gera enn beturþví hann hefur komið mór á framfæri í kvikmynda- heiminum." Markó Póló í samnefndum sjónvarps- þáttum. Kappinn er reyndar ekki alveg óþekktur hér á landi því fyrir verkfallið sýndi sjónvarpið fyrstu þættina af þessum myndaflokki sem nú síðustu mánuðina hefur farið sigur- för um heiminn. Og nú er Ken Marshall aftur farinn aö birtast á skjánum. Ken Marshali var nánast óþekktur áður en honum bauðst hlutverk Pólós. Hann hóf feril sinn í kirkjukór og það hefur sjaldan oröiö upphaf mikilla vin- sælda. Hann kom líka víða við áður en frægðin féll honum í skaut. Eitt sinn tróð hann upp með rokkhljómsveit og reyndi fyrir sér í söngleikjum. Og það var á sviðinu sem góðir menn veittu hæfiieikum hans athygli. „Eg hafði lesið um ævintýri Markó Póló og sagði umsvifalaust já þegar mér bauðst hlut- verkið,” sagði Ken og sér alls ekki eftir ákvörðun sinni. Hlutverkið hefur einn- ig verið ævintýri líkast fyrir hann, sama hvernig á það er litið. Auk þess að hafa qsreytt sig við erfitt hlutverk og stórt, þá hafa því fylgt umtalsverð ferðalög um Austurlönd nær og fjær. Siðast en ekki síst hefur gliman við Markó Póló orðið upphaf að enn meiri frama í kvikmyndum. Ken Marshall er annólaður hestamaður og lók sjálfur í hinum erfiðu hesta- atriðum..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.