Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1984, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. NOVEMBER1984. 7 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Um 250 þúsund manns fylgdu séra Popleluszko til grafar en.á meðan hefur enn einn úr innanrfkisráðu- neytinu verið borinn sökum um hlut- deild í ráninu á prestinum. 4. maður handtek- inn vegna prests- ránsins Pólsk yfirvöld undirbúa ákærur á hendur ofursta í innanríkisráðuneyt- inu sem gefið er að sök að hafa aðstoð- að ræningja prestsins Jerzy Popieluszko. Maðurinn er aðstoðar- deildarstjóri í ráðuneytinu. Adam Pietruszka ofursti er hæst- setti foringinn þeirra fjögurra sem hafa veriö handteknir vegna ránsins. Er hann sakaður um að hafa bæði hvatt til verksins og stutt ræningjana. Yfirmanni hans, Zenon Platek hers- höföingja, hefur verið vikið úr starfi. Vaknað hafa umræður um að Popieluszkoveröitekinn í dýrlingatölu. Hann var jarösettur á laugardag aö viðstöddum 250 þúsundum manna sem fylgdu honum til grafar. Hundruð syrgjenda hafa vitjað grafar hans síðan. Rauðhvítar veifur .Jíiningar”, sem hengdar voru á St. Stanislawkirkju séra Popieluszko, eftir að honum var rænt, hanga þar enn. VÆNTA ME1ÞATTTÖKU í FURSETAKOSNMGUNUM Nákvæm Ijós- ritunarvél Bandariska fjórmálaráðuneytið hyggst breyta útliti dollarans til að koma í veg fyrir aö unnt verði að f alsa gjaldmiðilinn i nýrri tegund ljósritun- arvéla sem væntanleg er á markaðinn í lok þessa áratugar. Vélin getur ljós- rítað af mikilli nákvæmni og í litum. Enn hefur ekki verið ókveðið hver breytingin verður; litil þrívíddar- mynd, upphleyptur öryggisþráður eða fíngert litamunstur. Talið er aö 70 riki heims þurfi aö gera breytingar á gjaldmiöU sinum vegna tilkomu þessarar nýju ljósritun- arvélar. Frá Erling Aspelund, fréttaritara DV í Bandaríkjunum: Bandarískir kjósendur ganga aö kjörborðinu í dag og velja sér forseta til næstu fjögurra ára. Reiknað er með metþátttöku i kosningunum nú og taliö að allt að 95 milljónir manna muni neyta atkvæðisréttar síns eða um 55% þeirra sem eru á kjörskrá. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Friðrik Indriðason Brasilía: 21 fórstíbílslysi 21 maður fórst í bílslysi er tveir vöfubílar og fjórir fólksbílar lentu saman i norðausturhluta Brasiliu i gærkvöldi. Ohappið átti sér stað í um 65 km fjarlægð frá Recife, höfuðborg Pemambuco-fylkis, er vörubíll, þungt hlaðinn af brotajárni varð bremsulaus i brattrí brekku, rakst á annan vörubil með grjótfarm og saman lentu þeir á fjórum fólksbilum neöst í brekkunni. Eldur gaus upp i öllum bilunum viö áreksturinn og aö sögn slökkviliös- manna brunnu þeir sem fórust svo illa að þeir voru óþekkjanlegir. ökumenn vörubílanna sluppu ómeiddir. Námsmaður sleppur frá mannræningjum Italskur námsmaður slapp úr haldi mannræningja eftir sjö mánuði en fjöl- skylda mannsins gat ekki borgað það lausnargjald sem þeir settu upp. Höfðu þeir geymt manninn í litlu herbergi, hlekkjaöan og með andlitshulu. Skjálfandi af hitasótt tókst Franc- esco Perillo, 23 ára, að hringja i lög- regluna frá litluirfbar í úthverfi Róm- ar og skömmu síðar fór hann með lög- reglumönnum ó þann stað sem hann hafði verið í haldi. Lögreglan tók þar mann og konu til yfirheyrslna. Perillo var rænt 4. aprfl sl. og fóru mannræningjamir fram á að faðir piitsins, sem er brotajárnssali, borgaöi þeim 7 billjón lírur en það gat hann ekki. Frambjóðendumir Ronald Reagan forseti og Walter Mondale frambjóð- andi bundu enda á langa og stranga kosningabaráttu i gær á útifundum i Kaliforníu, sem er heimafylki forset- ans. Reagan kom fram ásamt góðvini sínum Frank Sinatra og hvatti kjós- endur til að fylgja sér á framfarabraut en hafna stefnu Mondale. Mondale réðst aftur ó móti harkalega ó stefnu forsetans, gagnrýndi skoðanakannanir og spáöi sjálfum sér sigrí. ,,Á morgun munum við sýna og sanna að skoöanakannanir höfðu rangt fyrir sér,” hrópaði Mondale og veifaði krepptumhnefa. Allar likur eru á að Reagan vinni yfirburðasigur i kosningunum i dag. Skoöanakönnun sem gerö var á vegum New York Times og CBS fréttastofunn- ar um síðustu helgi benti til þess að Reagan fengi 55% atkvæða, Mondale 34%. Eina von Mondales um sigur er talin felast í óvenjumikilli kjörsókn og þyrftu þá rúmlega 100 milljónir að mæta á kjörstað til að hann eygi ein- hvemmöguleika. Ljúffengt og safaríkt (kornalið) nautakjöt selt á kjötmarkaði að V'rta- stíg 5 þriðjudaginn 6. nóvember kl. 14-18 og miðvikudaginn 7. nóvember Id. 11-18. Nautagúllas, nautahakk, ofnsteikur, grillsteikur og hamborgarar. Heildsöluverð, magnafsláttur og kreditkortaþjónusta. TILRAUNABÚIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.