Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1984, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. NOVEMBER1984. 11 ÓmST ÞEIR FRIÁLSA FJÖLMIÐLA? á&k „Þingmenn sem eru á móti frjálsum út- ^ varpsrekstri eru í andstöðu við kjósendur sína. Fjöldi skoðanakannana undanfarin ár sýnir að fólk vill frjálst útvarp.” Hjörlelfur og Ragnar vllja athuga og rannsaka en vllja þeir rannsaka sumt Hjörleifur Guttormsson alþingis- maöur er samkvæmur sjálfum sér. Þess vegna ætlar hann að hætta að taka laun fyrir störf sin sem alþingis- maður. Annaö get ég ekki ályktaö eftir um- mæli Hjörleifs um frjálsan útvarps- rekstur. Þau orð hafði hann á Alþingi fyrir skömmu. Hann sagðist vera á móti því aö leyfa auglýsingar i út- varpsstöðvum í einkaeigu. Ef menn- imir (sem vilja reka útvarpsstööv- ar) hafa nógu mikinn áhuga, þá hljóta þeir að vilja reka þær án auglýsingatekna, sagði Hjörleifur. Getur verið. Og þar sem Hjörleifur hefur mikinn áhuga á að vera al- þingismaður, þá hlýtur hann að vilja gera það án þess að hafa tekjur af. Ekki þaö að ég sé að reyna að fá Hjörleif Guttormsson til að skipta um skoöun. Eg er ekki kraftaverka- maöur. Samlikingin á auglýsinga- tekjum útvarpsstöðva og þing- mannstekjum Hjörleifs segir hins vegar kannski eitthvað um skynsem- ina i orðum Hjörleifs. Tilefni ummæla Hjörleifs vom þau aö nú hefur í annað sinn verið lagt fram frumvarp útvr.rpslaganefndar til nýrra útvarpsiaga. Menntamála- ráðherra lagði frumvarpið fram á fyrstu dögumþings. Óttast þeir fjölmiöla? Nokkrir þingmenn hafa tekið til máls og lýst sig andviga frjálsum út- varpsrekstri. Eöa að þeir vilja skoða málið betur. Það má ekki flana aö neinu, segja þeir. Jón Baldvin Hannibalsson vill skoöa málið minnst fram aö sauöburöi. Hjör- leifur Guttormsson vill skoöa það til eiliföar. En útvarpslagatillögumar eru þrigg ja ára gamlar. Og umræöan um frjálst útvarp er að minnsta kosti fjórtán ára gömul. Tal þessara manna bendir því til ótta. Þeir vilja ekki að ákvörðun verði tekin. Þeir vilja ekki missa múlbandiö af hljóð- varpiogsjónvarpi. Þingmenn sitja meö skeiðklukkur yfir rikisútvarpinu. Þeir mæla tíma sinn og andstæöinganna upp á sekúndu. Ef upp á vantar hringja þeir í fréttastofumar og kvarta. Slikt er daglegt brauö á þessum rikis- stofnunum. Þingmenn „eiga” þessar stofnanir. Þeir stjóma þeim með hræðslubandalagi. Frjálst útvarp myndi raska valdajafnvæginu. Alþýðuflokksmönnum hefur ekki tekist að halda úti f jölmiðli þannig aö hann sé lesinn. Þeir óttast aö týnast gjörsamlega ef fólk fær aö hafa val um útvarps- og sjónvarpsefni. Einokun ríkisútvarpsins tryggir þeim hins vegar ákveðinn skerf af sviðsljósinu. Vilji fólksins Þingmenn sem eru á móti frjálsum útvarpsrekstri em í andstöðu við kjósendur sina. Fjöldi skoöanakann- ana undanfarin ár sýnir aö fólk vill frjálst útvarp. Fylgið við frjáist út- varp er hjá minnst tveimur þriðju hlutum þjóöarinnar. Nýleg skoöana- könnun DV sýndi að þrír fjórðu spurðra voru hlynntir frjálsu út- varpsstöðvunum sem starfræktar vom meðan ríkisútvarpið tók sér einkarétt á þögninni. fremur en annað? Fylgi við frjálst útvarp er ekki síst utan höfuðborgarsvæðisins. Leiðin- iegt hljóðvarp og stutt sjónvarp nægja fólki ekki á löngum vetrar- kvöldum. Ofærð kemur i veg fyrir samkomuhald að vetrarlagi mjög víða. Fjölbreytt útvarpsefni frá fleiri en einum aðiia mundi bæta úr. Staö- bundnar útvarpsstöövar mundu rjúfa einangrun byggöarlaga. Enda hefur það komið í Ijós að viða úti á landi starfrækja menn kapal- kerfi með sjónvarpsefni við miklar vinsældir. Hvað er að óttast? Hér á landi em gefin út fimm dag- blöð og fleiri hundmð timarit. Stjórnarskráin tryggir tjáningar- frelsi. Einokun rikisins á hljóövarpi og sjónvarpi brýtur í bága viö hug- myndir um tjáningarfrelsi. Hljóö- varp og sjónvarp em bara fjölmiöl- ar. Þeir notast aðeins viö aöra tækni en prentaömál Rikið hefur ekkert aö gera meö að einoka hljóðvarp og sjónvarp. Ekkert frekar en aö ríkiö mætti eitt gefa út dagblöð. Þvermóðska nokkurra þingmanna í þessu máli kemur aftan úr grárri fomeskju. Afstaöa þeirra bendir ekki til umhyggju fyrir umbjóð- endum sínum. Þeir eru að hugsa um eigin hag. Þeir eru að hugsa um áframhaldandi yfirráð yfir mikil- vægum f jölmiðlum. Hvern á að rannsaka? Fjórir þingmenn vilja láta skipa rannsóknarrétt til að kanna afskipti Kjallarinn ÓLAFUR HAUKSSON RITSTJÓRI SAMÚELS ráðherra af rekstri frjálsu útvarps- stöðvanna. Ur þvi þingmönnunum er svona annt um réttiætiö þá er ekki úr vegi að benda i leiðinni á annað mál til aö rannsaka. Það varðar Uka fjöimiðla og ráðherra. 1 mai 1983 gaf Ragnar Amalds, þáverandi fjármálaráðherra, flokks- bróður sínum Olfari Þormóðssyni nokkra tugi þúsunda króna úr rikis- sjóði. Ragnar veitti Olfari und. n- þágu frá greiðslu söluskatts af Speglinum, þvert ofan í fyrri ákvarð- anir embættismanna um að veita ekki undanþáguna. Þetta var eitt síðasta embættisverk Ragnars Amalds. Að visu eyðilagöi saksóknari nokkuð af hagnaði Olfars með þvi að stöðva útgáfu Spegilsins, en það er önnur saga. Gjafir á fé úr ríkissjóði eru samt ekki síður mál sem vert er aö rannsaka, sérstaklega þegar ráö- herraáíhlut. Hæg eru heimatökin hjá Ragnari að taka sjálfur upp þessa rannsókn. Hann getur bara bætt tillögu um það viö hina tillöguna. Hann er nefnilega sjálfur flutningsmaður að tillögunni um rannsókn á ráöherraafskipt- unum. Ölafur Hauksson „Verður maðurinn er verka- launanna” Félagslegar aögerðir stjómvalda til þess að greiða fyrir lausn á kjara- deilu er skynsamleg og nauðsynleg leiö viö tilteknar aðstæður og um tímabundið skeið. Þegar slíkar stjómvaldsaðgerðir eru hins vegar orðnar svo hefðbundinn og snar þáttur í kjarasamningagerð, að mönnum kemur varla til hugar að reyna að fá lausn í almennum kjara- deilum öðmvísi en svo, að stjómvöld hlaupi undir bagga með „félags- málapakka”, þá em menn komnir út á mjög varhugaverða braut. I fyrsta lagi eru launamenn þá látnir kaupa úrbætur á sviði lög- gjafar við lægri launum; jafnvel sömu lagfæringamar upp aftur og aftur. I ööru lagi hefur þaö þá gleymst, að reikningurinn úr ríkis- sjóði vegna aögerðanna er gjama sendur því sama fólki og njóta á — sem þarf þá að greiða tvívegis fyrir sama „pakkann”, fyrst með lækk- uöum launakröfum en siðan meö auknum álögum i einhverri mynd. Viðurkennt láglaunaland Alvarlegasti ljóðurinn á þessu ráði er þó án efa sá, aö með þvi að gera slíka félagsmálapakka aö viðvar- andi þætti í lausn deilna um kaup; gjama með sérstakri skirskotun til nauðþurfta láglaunafólksins; em báðir aðilar að vinnudeilu i raun og veru að fallast á og viðurkenna, að á Islandi skuli greiöa laun, sem ekki sé hægt að lifa af. Þaö er nefnilega ekki tilviljun að gamla krafan um mannsæmandi laun fyrir dagvinnu hefur hægt og hljóðalaust dottið niður og ekki verið hafin á loft aftur i neinni alvöru. Þetta er aðeins í fullu samræmi við tiðarandann i kjara- samningagerð síðasta áratugar. Þar hafa menn undir rós verið að viður- kenna Island sem land þar sem hópi fólks eru greidd laun sem ekki er hægt að lifa af. Félagsmálapakk- amir hafa ekki breytt félagslegum aðbúnaði fólks neitt umtalsvert umfram þaö, sem likleg og eðlileg þróun hefði haft i för meö sér ef litið er til nálægra landa. „Hnífakaupin” virðast aðeins hafa orðiö til þess aö sætta báða aðila viö óviðunandi ástand. Frambúðaráhrif Sú láglaunapólitík, sem „félags- málapakkakaupin” hafa af sér getið, er miklu alvarlegra mál en mönnum viröist við fyrstu sýn. Með því að bjóða hópi þjóðfélagsþegna lægri laun en svo að hægt sé aö lifa fyrir þau mannsæmandi lífi eru menn ekki aðeins aö skipta landsmönnum á líð- andi stund í tvö þjóðarbrot — bjarg- álna menn og snauða — heldur jafn- framt að festa fátæktina i sessi. Hvernig? Jú — með þeim kringum- stæðum, sem menh eru þannig aö skapa i atvinnumálum í landinu. Það land, sem gerir litlar launa- kröfur, hlýtur óhjákvæmilega að taka þá áhættu að upp risi viö hlið annarra atvinnugreina fyrirtæki, sem byggja tilveru sina fyrst og fremst á því aö greidd séu lág laun. Athygiisvert er, aö á sama tima og slík atvinnustarfsemi hefur verið á hröðu undanhaldi i Vestur-Evrópu og Ameriku, þar sem góð laun eru greidd; og sum slík starfsemi hefur jafnvel alveg horfið þaðan; þá hafa slík fyrirtæki staðiö með allmiklum blóma hér á Islandi. Vitahringnum er svo lokað þegar þessi tegund af at- vinnustarfsemi er f arin aö skipta þvi máli í atvinnulífi lands eöa héraðs, aö menn neyöast til þess aö halda lægstu launum áfram neöan velsæmismarka til þess aö tryggja áframhaldandi starfrækslu „lág- launafyrirtakjanna” og afstýra at- vinnubresti, sem af stöövun þeirra myndi leiða ef kaup hækkaði svo viðunandi væri. Þegar þannig er komið eru stjómvöld og verkalýðs- hreyfing komin með bæði hlekkina og keyrið — orðnir þjónar þess nútima þrælahalds, sem láglauna- kerfiðer. Þetta sjáum við hér Langvarandi láglaunapólitik , .félagsmálapakkasamninga” hefur tvimælalaust nú þegar skapað svona aðstæður hériendis. I landinu eru dæmigerð fyrirtæki af því tagi, sem hér ættu aldrei aö fá aö þrífast við eðlilegar aöstæður i launamálum. I þeim er bundið fé, þekking og mann- afli, sem betur væri komiö annars staðar. Sú atvinnustarfsemi er blettur á mannorði og samvisku þjóðarinnar, sem bygglr tilveru sína á því aö grelða lægri laun en svo að hægt sé af þeim að lifa mannsæm- andi lífi. Því fyrr sem við brjótum af okkur hlekki slíkrar atvinnustarf- semi því betra. Þeim mun lengri tími sem Uöur án þess aö það sé gert því erflðaraverðurþað. Upprefsn BSRB Menn sem skrifa reglulega um þjóðmál, eins og t.d. hann Magnús Bjamfreðsson, ættu aö hugleiða hvað þaö merkir aö lifa i þjóðfélagi þar sem fólki eru ætluð lakari laun fyrir vinnu en nægir þvi til þess aö lifa mannsæmandi lífi. Ef Magnús hugsar sig betur um veit ég aö hann skilur, að verkfall BSRB var e.t.v. framar öllu öðru uppreisn gegn þessu: Uppreisn gegn lyginni og tvi- skinnungshættinum i íslenzkum launamálum þar sem launakerfi hluta þjóðarinnar er reist á svikum, svindli og svínaríi svo hægt sé að halda hinum hlutanum áfram niöri i svaðinu. Uppreisn gegn þeirri islenzku hundalógik, að sú þjóð, sem SIGHVATUR BJÖRGVINSSON FYRRVERANDI ALÞINGISMAÐUR telur sig hafa efni á að sækja sérsmíöaöar álplötur austur til Japan til utanhússskreytinga á bók- hlöðumusteri sinu telji sér sæmandi að ætla fólki fimmtán þúsund krónur á mánuði fyrir að vinna þar. Annaö mál er hvort þessi uppreisn hafi heppnast — hvort hún hafi nokkru sinni getað heppnast. Þrjátiu prósent þykir fólki vera mikið fé. En ætli það myndi skipta sköpum fyrir lif og tilveru þeirrar manneskjum, sem fær 12.930 krónur í sinn hlut fyrir mánaðarframlag sitt í þágu „vel- ferðarríkisins Island”, þótt fjögur þúsund krónur fengjust i budduna hennar til viöbótar. Getur Magnús Bjamfreðsson keypt þetta fólk úr fátæktinni fyrir fjögur þúsund krónur? Hvaða félagsmálapakki getur deyft sviða þeirrar manneskju, sem sér og veit, að samfélagið virðir hana ekki mannsæmandi verka- launa? „Verður skal verkamaðurinn laun- anna” — þeirra launa, að hann geti fyrir þau lifað eins og sæmir frjáls- um manni i frjálsu landi. Sighvatur BJtírgvlnsson A „Sú láglaunapólitík sem „félagsmála- pakkarnir” hafa af sér getið er miklu al- varlegra mál en mönnum virðist við fyrstu sýn.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.