Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1984, Blaðsíða 12
12 DV. ÞRIÐJUD AGUR 6. NOVEMBER1984. Spurningin Leggur þú stund á vetraríþróttir? Magnús Einarsson neml: Jú, ég geri það. Eg fer á skiði heima á Isafirði í Seljalandsdalnum. Það er mjög gaman. Elín Guðmundsdóttir námsmaður: Nei, vegna þess einfaldlega að ég á hvorki skíði né skauta. Hver hefur líka efni á slíku á þessum tímum? Jóhann Pétur Einarsson, starfsmaður ölgerðarinnar: Það geri ég ekki. Eg er orðinn það gamall að ég hef engan áhuga á því. Sumariö er minn tími. Sigríður Sigurðardóttir neml: Já, ég fer á skíði og svo dálítið á skauta. Þaðermjöggaman. Björg Slgurgeirsdóttir nemi: Eg fer á skíði bæði í Bláf jöll og í Skála- fell. Svo er ég dálítið á skautum. Elin Helga Sveinbjörnsdóttir nemi: Já, ég fer dálítið á skíði í Bláfjöll. Þar er alveg ágæt aðstaða til skiðaiökunar. Láníbönkum — NFI bVÍ Mlfl II |D » i r VI HfllU 'un ■■■ svo og svo mikið fyrir húsaleigu fyrirfram og þaö eru lán sem greidd eru til baka meö góðum vöztum. Þannig er málum háttað aö ég er frá slóðum Egils gamla Skallagrims- sonar og hef alið allan minn aldur þar hjá foreldrum og stórum systkinahópi og hef þar af leiðandi haft min bankaviöskipti þar. Svo ég sný mér til banka á bemskuslóðum til að fá lán, haföi veriö búin aö biðja um það fyrir 10 dögum, en vegna símaleysis, verkfalls og fullra sima- sjálfsala hafði mér ekki reynst unnt að ná sambandi við bankann. Tek ég mér þvi ferð á hendur til bankastjóra og hitti hann fyrir: „Nú, ertu kom- inn? Þvi miður, við ákváðum aö við gætum ekki hjálpað þér vegna þess aö við erum að hjálpa systur þinni.” Þetta var allt og sumt. Það skal tekið fram að við systumar erum ekki meö sameigin- legan fjárhag, heldur bara tveir einstaklingar sem biöja um lán sama haust í sama banka. Er ekki oröiö tímabært að bankastarfsmenn, sama hversu hátt þeir eru settir, fari að huga að sanngirni og kurteisi við okkur öll sem erum viöskiptavinir bankanna. Það erum við, viðskipta- vinirnir, sem bankamir standa og falla með. Ekki satt? Lelgjandl skrifar: Eg verð að segja aö ég hafi fundið fyrir samkennd meö Lárusi nokkr- um sem skrifar i lesendadálk DV þann 25. okt. sl. þar sem hann minn- ist á ókurteisi afgreiöslufólks. Vissu- lega var ég ekki aö taka út námslán heldur bara aö reyna að fá 20.000 kr. að láni i 4 mánuöi sem hver verka- maöur sér aö er ekki yfirgengilega hátt. En þannig er það nú hér i Reykjavik aö við veröum aö borga „Penlngar eru ekkl allt,” sagðl spekingurinn. „En svona nsstum því”. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur „ERU ÍSLENDINGAR ÓHÆFIR ÖKUMENN?” Bjartur skrifar: Þessi vinstri villa, sem tröllriöur öllu hér á Islandi, er alveg makalaus. Þaö er alveg sama hvar þú ekur, alltaf em fimm til sex bílar á vinstri vegarhelm- ingi en einn á þeim hægri. Eg var erlendis i sumar sem oftar. Það var alveg sama hvar maður var, i Þýska- landi, Italiu eða öörum löndum, alls staöar var þessi umtalaði vinstri vegarhelmingur auður. Þegar menn fara fram úr öðrum bíl (erlendis) þá aka þeir yfir á vinstri vegarhelming til að fara framúr og beygja síöan yfir á hægri helminginn þegar framúrakstri er lokið. En það merkilega er að á Islandi er þetta allt öðruvisi en annars staðar. Þar aka menn á vinstri vegarhelmingi alla daga en taka framúr öðrum öku- tækjum hægra megin. En hverjum er þetta að kenna? Eg var að spyrja nokkra unglinga hvort þeir hefðu verið minntir sérstaklega á þetta i bílprófi eöa hjá ökukennara en þeir kváöu nei við. Hvemig væri að lög- reglan gæfi þessum mönnum tiltal eöa jafnvel sektaöi þá sem haga sér svona i umferöinni? Eg vil líka beina þeim tilmælum til Umferöarráðs aö þaö láti til sin taka i þessum málum meö aug- lýsingum og tilkynningum i útvarpi og sjónvarpi. Þetta hefst ekki nema meö miklum áróðri. Reynum aö koma á betri umferðarmenningu. Því fyrr því betra. Islensk umf eröannenning i hnotskum? Eln af hinum „margrómuðu” innheimtuauglýsingum s jónvarpsins. Afnotagjöldin og greiðsla þeirra Hlustandl hrlngdl: Mig langar að vekja athygli á því hvemig staða mála er nú varðandi afnotagjöld útvarps og sjónvarps. Eftir því sem mér hefur skilist á þeim hjá innheimtudeild Ríkisútvarpsins verður þessi mánuöur sem ekkert sjónvarp var og reyndar varla útvarp heldur ekki dreginn frá afnotagjaldinu fyrr en einhvem tíma næsta vor. Þetta væri þó ekki alveg víst en ákvöröun um málið yröi tekin á fundi við „hentug- leika”. Eg er áskrifandi aö tveim blööum og þegar blööin komu ekki út var þaö vitanlega dregiö frá mánaðargjaldinu. Mér finnst því skjóta skökku viö þegar veríö er að borga afnotagjöld af þjón- ustu sem aldrei var veitt. Rósa Ingólfs- dóttir hefði gjaman mátt geyma sinn innheimtuáróður til betri tíma. Bensínbirgðir landsins Lesandi hríngdi: Mig langar að fá upplýsingar um það hvort olíufélögunum beri ekki skylda til samkvæmt einhverjum samningi aö hafa a.m.k. þriggja mánaöa bensín- birgðir í landinu, burtséð frá öllum verkföllum. DV hafði samband við Þórhall As- gelrsson, ráðuneytisstjóra i viðskipta- ráðuneytinu: Aö sögn hans eru olíufélögin ekki bundin af neinum slikum samningum. Hins vegar er það í samþykktum Alþjóðlegu orkustofnunarinnar i París aö olíubirgðir til þriggja mánaöa skuli vera í aðildarlöndum sambandsins, m.a. til að draga úr hættu á verðsveifl- um og öðru. En Island er ekki aðili aö Alþjóðlegu orkustofnuninni og við erum þess vegna ekki á neinn hátt bundnir af þessari alþjóðasamþykkt. Gott Dalalíf Bíógestur skrifar: Eg fór i gær að horfa á íslensku myndina Dalalíf sem Þráinn Bertels- son leikstýrir og sýnd er í Nýja bíói um þessar mundir. Eg er nú orðinn fullorð- inn og fer oft i leikhús en litiö í bió, nema á islensku myndirnar sem ég læt ekki fara fram hlá mér. Mig hefur oft íangaö til aö láta í ljós ánægju mína yfir hve okkar ungu kvik- myndaframleiðendur hafa náö langt við frumstæð skilyrði og aðstöðuleysi. Eg hef mikið haft gaman af aö lifa mig inn i myndirnar og þar tel ég mikinn þátt okkar ungu leikara, svo sem Siguröar Sigurjónssonar o.fl. Eggert, Karl og Hrafniúldur eru frábær i hlut- verkum sinum i Dalalífi og rifja upp æskudaga áhorfenda sem hafa veríð í svona umhverfi. Sérstaklega er heima- sætan, sem leikin er af Hrafnhildi Val- bjömsdóttur, vel leikin, látlaus, eðlileg og falleg svo af ber.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.