Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1984, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. NOVEMBER1984. 15 REAGAN REAGAN: ______________ VAR VINSTRISINNAÐUR FRIÐARSINNI! Kreppan Þegar kreppan lagðist yfir Banda- rikin um 1930 missti faðir Reagans vinnuna. An þess að faðir hans kæmist aö þvi náöi Reagan aö halda fjölskyld- unni uppi með þvi sem honum áskotn- aðist þangaö til móðir hans fékk vinnu sem saumakona. Arið 1932 fór faðir hans að vinna á fullu fyrir Franklin Delano Roosevelt, tilvonandi Banda- rikjaforseta. Reagan var harður stuðningsmaður demókratans Roose- velt. Eftir aö hann útskrifaðist með gráöu í hagfræöi og félagsfræði fór Reagan aö vinna viö þaö sem hugur hans hafði í raun alltaf staðið til: út- varp. Hann var fyrst íþróttafréttarit- ari á lítilli stöð í Iowa. Ekki leiö þó á löngu þangað til stóru stöðvamar fengu áhuga á honum og innan skamms var hann kominn á stóra út- varpsstööíhöfuöborgfylkisins. ■ Ronald Reagan eyddi barnæsku sinni i smábæjum landbúnaöarfylkis- ins Hlinois. Faðir hans var verkamaö- ur. Reagan lék amerískan fótbolta og körfubolta og keppti i hlaupi i skóla. Hann varö forseti skólaráðsins i gagn- fræöaskóla. Reagan var i leikfélagi há- skólans sem hann gekk í. Hann vann sér til verölauna viö Northwestern há- skólann fyrir leik sinn i einþáttungi sem var mótmælaleikrit gegn stríði. Þetta efni átti vel við hann þvi á þess- um tima var Reagan mikiil friðar- og einangrunarsinni. Hinn tilvonandi forseti hafði fyrst afskipti af stjómmálum á fyrsta ári sinu í háskóla. Þá var hann talsmaður verkfallsnefndar sem barðist gegn af- námi námsefnis vegna fjárskorts. Reagan var góður námsmaður. Sjónminni hans geröi það aö verkum að hann komst fljúgandi gegn- um prófin með þvi aö hraðlesa rétt fyrir próf. Hollywood En nú var hann farinn aö hugsa um Hollywood. Ariö 1937 fékk hann sitt fyrsta hlutverk, eftir að hæfileikaleit- ari „uppgötvaði” hann. Fyrsta hlut- verk Reagans var sem íþróttafrétta- maöur, eðlilegt nokk. Reagan varð brátt vinsæll og varð eins konar „Eroil Flynn B mynd- anna”. Hann lék hetjuna í myndum sem yfirleitt var litið lagt i. Ails lék hanní52myndum. Reagan hafði dálæti á hesta- mennsku og reyndi að komast i varalið riddaraliðs hersins á meðan á siðari heimsstyrjöldinni stóð. Honum tókst það ekki vegna þess hve hann var nær- sýnn. A þessum tima var Reagan tiltölu- lega vinstrisinnaður. Hann var meðlimur Demókrataflokksins. I fimm ár eftir stríð var hann formaður verka- lýðsfélags leikara. Hann var eini for- seti Bandaríkjanna sem hefur verið verkalýðsleiötogi. Hann setti sig ekki beint á móti rannsóknamefnd Banda- rikjaþings sem á þessum tima leitaði iogandl ljósi að kommúnistum meðal leikara og ofsótti þá. En hann um- gekkst nefndina meö mikilli varúð og tortryggni og nefndi aldrei nein nöfn þegar hún yfirheyrði hann. íhaldssamari Það var ekki fyrr en í kringum 1955 að Reagan fór að verða æ íhalds- Reagan og Nancy. samari. Hann var talsmaöur General Electric fyrirtækisins og hélt ræður um gæöi frjáls framtaks fyrir þaö. Hægri sinnaöir auðkýfingar og stjóm- málamenn í Kalifomiu tóku fyrst alvarlega eftir honum þegar hann hélt kosningaræðu fyrir Barry Goldwater árið 1964 sem sjónvarpað var um gjör- völl Bandaríkin. Þeir ákváðu aö þarna væri þeirra maður kominn og þegar Goldwater tapaði forsetakosningunum studdu þeir hann til fylkisstjóraem- bættis í Kalif orníu. Hann vann. Vildi í Hvíta húsiö Reagan var fylkisstjóri Kalifomíu tvö kjörtímabil frá 1966 til 1974. A meðan hann var fylkisstjóri reyndi hann við forsetaembættiö, en hans timi var ekki kominn. Honum gekk vel sem ríkisstjóra. Árið 1976 geröi hann enn eina tilraun til aö fá útnefningu Repúblikanaflokks- ins sem frambjóöandi flokksins til forseta en tapaði naumlega fyrir Gerald Ford, þáverandi forseta. Hann byrjaði strax aftur að undirbúa for- setaframboö sitt og þaö bar þann árangur að 1980 var hann kosinn fertugasti forseti Bandarik janna. Á löngum starfsferli hefur Reagan safnaö að sér talsverðum auði. Hann á búgarð i Kalifomiu og er giftur Nancy sem áður var Davis og vellrik. Það er annað hjónaband hans. Reagan fæddist 6. febrúar 1911 og er þvi 73 ára, elsti forseti Bandaríkjanna fráupphafi. ÞóG MONDALE: EKKIBARA FOR- SETAKOSNINGAR... Það eru ekki bara forsetakosningar i dag heldur lika þingkosningar, borgarstjórnarkosningar, sveitar- stjómakosningar og ótal aörar kosn- ingar vitt og breitt um Bandaríkin. Almennt er kosið i Bandaríkjunum annað hvert ár. Sum kjörtímabilin eru tvö ár, önnur fjögur og enn önnur sex ár. Þlngmenn neöri deiidar Banda- ríkjaþings eru kosnir annað hvert ár. Þeir eru því allir í kjöri nú. Flest kjör- timabil eru f jögur ár. Þar með em tal- in kjörtimabil fylkisstjóra, fylkisþing- manna og margra borgarstjórna- manna. Oldungadeildarþingmenn eru kosnir tii sex ára. Þaö eru þvi ekki nema sumlr þeirra sem em í kjöri nú. Þó er vandlega fylgst með þeim sem í kjöri em. Repúblikanar hafa starf- hæfan meirihluta í öldungadeildinni, en ef margir demókratar ná kosningu nú er sá meirihluti i hættu. I einna mestrí hættu er Jesse Helms frá Norður-Karolinu. Hann er sennilega hægrisinnaðasti stjómmálamaðurinn á Bandaríkjaþingi. Vinsæll fylkisstjórí demókrata, Hunt að nafni, hefur ein- beitt sér aö þvi að ná sæti hans. Þar sem aliir þingmenn neðri deild- ar eru i kjörí hafa repúblikanar mögu- leika á að hnekkja meirihluta demó- krata þar. Það er þó talið ólíklegt. Hins vegar er möguleiki á því að þeir vinni svo á demókrata að meirihluti þeirra verði allt of litill til að tryggja þeim framgang sinna mála. Til að koma sem flestum að hafa demókratar staðið fyrir miklum her- ferðum fyrir því að svertingjar láti skrá sig á kjörskrá. Blökkumenn eru vanir því að kjósa demókrata. Þetta getur haft mikla þýðingu i SuðurríkJ- unum. Repúblikanar hafa heldur ekki veriö aögeröalausir. Þeir hafa safnaö gífurlegum kosningasjóðum og nota peningana óspart i sjónvarpsauglýs- ingar sem geta haft mikil áhrif. Fjár- sterkir hópar hafa getað farið i kringum kosningareglur, sem tak- marka eyðslu frambjóðendanna, með þvi að segjast hreinlega ekki vinna fyrir frambjóöenduma heldur sjálf- stætt. Þessir hópar hafa notað milljónir dollara til aö fella vissa þing- menndemókrata. Varaforsetaefnln tvö, Georga Bush og Geraldine Ferraro. Bush er þaulvan- ur stjómarerindreki fré Texas. Ferraro er glaðbeittur þingmaður frá New York. AHERSLAN A MIÐRIKIN OG KAUFORNIU Mörgum þykir Mondale hafa litla möguleika á aö vinna upp hið mikla forskot sem Reagan er talinn hafa. En kosningastjórar hans eru staöráðnir i að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnef- ana. Hernaðaráætlun þeirra byggist á þvi að reyna varla einu sinni að sigra i 26 fylkjum Bandarikjanna heldur leggja alla áherslu á hin 24. Þessi 24 fýlki gefa af sér 355 kjörmenn, eða 85 fleiri en þarf til að hljóta kosningu. Þau fylki sem Mondale ætlar aö gefa Reagan eftir eru flest vesturrikin, austurstandarríkin og mörg suðurrikj- anna. Af þessum 24 fylkjum sem Mondale telur sig geta unnið eru 13 sem hann telur lnnan seilingar. Hin 11 verða hon- um erflð og það er á þessum fylkjum sem líklegt er að úrslit kosninganna ráðist. Meðal þessara fylkja eru stór- fylkin Kalifomía og Texas. Allar slíkar áætlanir eru þó blekkj- andi. Yfirburðir Reagans eru gífur- legir. Skoðanakannanir undanfama, daga sýna aö hann hefur forystuna i öllum fylkjum Bandaríkjanna. Mon- dale er hærrí aðeins á einu kosninga- svæði. Það er í höfuöborginni Washing- ton D.C. sem er utan við öll fylkja- mörk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.