Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1984, Síða 1
DAGBLAÐIÐ —VÍSIR 241. TBL. — 74. og 10. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984. --( „Þetta er ekki endir eins eða neins heldur byrjun alls” )- REAGAN SKRAfH STÓRT - HLAUT 59% ATKVÆÐA en demókratar héldu meirihluta sínum í fulltrúadeild bandaríska þingsins „Við börðumst fyrir okkar hug- sjónum og höldum nú merkinu áfram uppi við að hrinda þessum hugsjónum i framkvæmd... barna okkar vegna. Um það snerist þessi kosningabarátta,” sagði Konald Reagan, þegar hann ávarpaði flokks- systkini sín í Kalifomiu eftir að Mon- dale hafði viðurkennt ósigur sinn. Þá hafði bandaríska þjóðin vitað fyrir úrsiitin í rúmar fjórar klukku- stundir þvi aö klukkan 1.15 í nótt sýndu tölvuspár, byggöar á kosn- ingatölum, að Reagan var þá þegar með 270 kjörmenn vísa. — Hann hlaut á endanum 525 kjörmenn (af 538), sem er tveimur meira en met Roosevelts frá því 1932. — Mondale sigraði aðeins í tveim ríkjum og fékk 13 kjörmenn. „Margir líta á þessar kosningar sem endalok einhvers,” sagði Reag- an. „Þetta er ekki endir eins eða neins heldur byrjun alls.” Hann rifjaöi upp nokkur eldri kosningaloforða sinna og vék að efndum þeirra, sem hann kvaðst ekki þakka sjálfum sér „heldur bandarisku þjóðinni sjálfri”. Lauk hann ávarpi sinu siöan: „En ég hef sagt það áður og segi það hér einu sinni enn — You ain’t seen nothing yet!” Reagan fékk tæpar 40 milljónir at- kvæða eða 59% en þótt það dygöi til svona margra kjörmanna var at- kvæðamunur ekki eins yfirþyrmandi mikili því að Mondale fékk tæpar 28 miUjónir atkvæða eða 41%. I þingkosningunum til öldunga- deildarinnar töpuðu repúblikanar einum manni en hafa samt áfram meirihluta í deUdinni. Þeir unnu hins vegar 15 sæti í fuUtrúadeUdinni af demókrötum en demókratar halda eftir sem áður meirihluta þar. GP/FRI/EA—New York. um repúblikana I Kalifomiu, þar sam forsotahjónin komu fram aftir að úrslitin höfflu verifl staflfest mefl tapyfirlýsingu Mondales. „You ain't seen nothing yetl" sagfli Reagan i rœflupúltinu og visafli sigurreifur þumalfingrinum upp til flokkssystkina sinna i aflalstöflv- k * i ■■ m * * * ■■ ■ý # 0 . *♦ J — sjá erlendar fréttir bls. 8—9 ...... „Úrslitin komu ekki áóvart” — segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra „Orslitin í forsetakosningunum í Bandaríkjunum komu mér ekki á óvart. Mér fannst þau blasa við aUan tímann,” sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra i samtaU við DV í morgun er úrslit voru kunn í kosningunum í Bandarik junum. „Þaö hefur ákaflega sjaldan komið fyrir að fráfarandi forseti hafi ekki náð endurkjöri. Carter gerði það að visu ekki á sínum tima og ekki Hoover ef ég man rétt.” Að öðru leyti taldi Steingrímur ekki rétt aðtjá sig um úrsUtin. -FRI. „Baráttunni er ekkilokið” — sagðiWalter Mondale í nótt „Baráttunni er ekki lokið, hún er rétt að hefjast,” sagði Walter Mon- dale, frambjóðandi demókrata- flokksins, m.a. i ræðu sinni er ljóst var orðið að hann hefði beðið ósigur í baráttu sinni um forsetaembætti Bandaríkjanna. „Þótt ég hefði frekar viljaö vinna, sættum við okkur við þennan dóm. ” — sjá nánar á bls. 9.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.